Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Side 15

Fréttir - Eyjafréttir - 12.06.2008, Side 15
Frcttir / Fimmtudagur 12. júní 2008 15 3 Knattspyrna mfl. karla - ÍBV 3 - Fjarðabyggð 0 Mótstaðan var ekki mikil Á föstudaginn lók IBV á móti Fjarðabyggð á Hásteinsvelli. Að- stæður voru nálægt því að vera full- komnar, völlurinn frábær, sólin skein og ekkl hreyfðist vindur. Þetta virkaði vel á heimamenn sem unnu örugglega, 3:0. Leikurinn byrjaði af krafti, Eyja- menn vom mun betri aðilinn og náðu fljótt völdum á miðjunni með Bjarna Rúnar Einarsson fremstan þar. Þeir sóttu nær linnulaust en inn vildi boltinn ekki fyrr en á 40. mín- útu en markið skoraði Bjarni Rúnar. í síðari hálfleik bættu Eyjamenn svo við tveimur mörkum, frá Andra Olafssyni og Augustine Nsumba. Lokatölur urðu því 3:0 fyrir ÍBV í leik þar sem Eyjamenn gáfu ekkert eftir. Heimamenn höfðu öll völd í leiknum en það leit út fyrir að Fjarðabyggð hafi komið í leikinn til þess eins að verjast og negla bolt- anum fram þegar færi gafst. Þessi taktík reyndist algerlega mis- heppnuð því áður en Fjarðabyggð FRÁBÆR ÁRANGUR. Strákarnir eru með fullt hús stiga í 1. deild- inni. náði að negla boltanum fram þá ef þeir náðu að negla honum þá voru Eyjamenn komnir í pressu og unnu annaðhvort Bjarni Hólm eða Matt Garner boltann í loftinu. Eyjamenn sóttu nánast allan fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá íyrri með miklum látum. Leikmenn IBV létu boltann ganga vel á milli sín, sundurspiluðu vöm Fjarðabyggðar og yfirspiluðu þá oft á tíðum. Byrjunarlið: Albert Sævarsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Matt Gamer, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Þórar- inn Valdimarsson, Andri Ólafsson, Bjami Rúnar Einarsson, Augustine Nsumba, Anton Bjarnason, Egill Jóhannson, Atli Heimisson Varamenn: Steinar Emir Knútsson, Guðjón Ólafsson, Gauti Þorvarðar- son, Ingi Rafn Ingibergsson, Elías Fannar Stefnisson. Maður leiksins: Það er erfitt að gera upp á milli tveggja leikmanna, Bjarna Rúnars Einarssonar og Augustine Nsumba sem báðir stóðu sig frábærlega. Einnig kom Bjarni Hólm sterkur inn í liðið á ný. Áhorfendafjöldi: 300. Dýrvitlausir í seinni hálfleik KFS mætti Ægi frá Þorlákshöfn um helgina í skelfilegu veðri á Helgafellsvelli. Það voru 26 til 30 metrar á sekúndu á Stórhöfða meðan leikurinn stóð. Ægir byrjaði leikinn undan vindi og skomðu þeir tvö mörk á fyrsta stundarfjórðungi. Slæm byrjun hjá KFS sem réði ekkert við sterkan vindinn sem gaf Ægismönnum byr undir báða vængi. Eftir um hálftíma leik vaknaði KFS aðeins til lífsins og fór að spila boltanum með jörðinni. Þessi spila- mennska skilaði KFS að lokum marki frá Ivari Róbertssyni. Trausti Hjaltason átti skot sem var varið en Ivar fylgdi vel eftir og setti boltann framhjá markmanni Ægis sem kom engum vörnum við. Við þetta efldist liðið mikið og sjálfstraust færðist í mannskapinn. f síðari hálfleik komu KFS menn dýrvitlausir til leiks, staðráðnir í því að vinna leikinn. Á 53. mínútu jafn- aði Davíð Egilsson með góðu skallamarki eftir hornspyrnu frá Trausta Hjaltasyni. Stundarfjórðungi síðar komst KFS síðan yfir með marki frá fyrir- liðanum Trausta sem skoraði með glæsilegum skalla í fjærhomið eftir fyrirgjöf frá Trausta Hermannsyni. Trausti var að skora í sínum þriðja leik röð og hefur verið mikil stígandi í hans leik. KFS fékk nokkur færi undir lokin og þar á meðal eitt stangarskot frá Sindra Viðarssyni. Lokatölur urðu því 3:2 fyrir KFS sem vann mikinn barát- tusigur. KFS vann þar með sinn fyrsta leik í 3. deildinni gegn taplausu liði Ægis. Yngri flokkarnir Annar flokkur réttir úr kútnum Um helgina mætti 2. flokkur karla Knattspymufélagi Rangæinga í 32 liða úrslitum Bikarkeppninnar. Leikurinn fór fram á Týsvellinum í alveg ömurlegu veðri, roki og rign- ingu. Strákamir létu það hins vegar ekkert á sig fá og völtuðu hreinlega yfir Rangæinga. Það var Guðjón Ólafsson sem kom Eyjamönnum á bragðið með smekk- legu marki. I kjölfarið fylgdu tvö mörk frá Gauta Þorvarðarsyni, tvö mörk frá Steinari Emi Knútssyni og Hjörleifur Davíðsson rak svo smiðs- höggið á sex marka sigur heima- manna. Flokkurinn byrjaði nokkuð illa og tapaði fyrir Hetti í fyrstu um- ferð deildarinnar en nú eru þeir vonandi að rétta úr kútnum því þeir eiga að fara upp um riðil þetta tíma- bil. I seinustu viku mætti 2. flokkur kvenna KR í A-deild. Liðið er að mestu leyti uppistaðan í meist- araflokknum sem hefur verið að spila ágætlega. Þetta eru að sjálf- sögðu ungar stelpur sem eiga margt eftir ólært en fá núna tækifæri til þess að sanna sig. Leikurinn byrjaði ekki vel hjá Eyjastelpum sem lentu undir eftir 17 mínútur eftir sjálfsmark. Þær fengu svo annað mark á sig rétt eftir að seinni hálfleikur hófst. Eftir það efldist liðið aðeins og hin bráðefni- lega Kristín Erna Sigurlásdóttir náði að skora þegar urn hálftími var eftir af leiknum. Það sem gerði út urn þennan leik var mark KR á 63. Mínútu, Eyjastelpur höfðu þá verið að komast hægt og bítandi aftur inn í leikinn en þetta mark gerði alger- lega út um leikinn. Eyjastelpur náðu þó aðeins að klóra í bakkann með marki frá Þórhildi Ólafsdóttur en KR fór með sigur af hólmi 3-2. rj Golf: Boðsmót Eimskips Gunnar Berg sigraði tvöfalt Ekkert almennt mót var á kapp- leikjaskrá Golfkúbbsins um helgina. En á föstudag var haldið Boðsmót Eimskips sem undanfarin ár hefur verið eitt af glæsilegri mótum sumarsins. Rúmlega 80 manns tóku þátt í því og heimamenn í talsverðum meirihluta. Allir voru ræstir út samtímis kl. 13 og að móti loknu var síðan boðið til veislu í Golfskálanum þar sem enn bættist í hópinn og voru nokkuð á annað hundrað manns þar saman komin. Mótið var punktamót, efstir þessir: 1. Gunnar Berg Viktorsson 43 p 2. Ágúst Ómar Einarsson 39 p 3. Kristgeir Orri Grétarsson 38 p Einnig voru veitt verðlaun fyrir tvö bestu heildarskor. Þar var Gunnar Berg Viktorsson einnig í efsta sæti á 69 höggum eða einu undir pari vall- arins en Örlygur Helgi Grímsson í 2. sæti á 74 höggum. Þetta er glæsilegur árangur hjá Gunnari Berg sem fram til þessa hefur verið öllu þekktari fyrir afrek í annarri íþrótt, handboltanum. Eftir þessu að dæma er hann ekki síðri með hvíta boltann. Þá voru og veitt nándarverðlaun á öllum par 3 brautum og hlutu þau Sigurjón Óskarsson, Ragnar Ragn- arsson, Sigursveinn Þórðarson, Ein- ar Ólafsson og Huginn Helgason. Mótið fór fram í blíðuveðri eins og best verður á kosið og þótti öll um- gjörð um það, verðlaun, teiggjafir og veitingar, fádæma veglegt. Nú um helgina fer hér fram annað stigamót unglinga í Kaupþings mótaröðinni og verður þar margt um manninn. GV á þar átta keppendur, með íslandsmeistara síðasta árs, Hallgrím Júlíusson fremstan f flokki. Laugardaginn 21. júní verður svo Afmælismót GV, þar sem þess verður minnst að 70 ár eru frá stofn- un klúbbsins. Verður f því móti leik- ið á elsta vellinum, í sjálfum Herjólfsdal, en sá völlur var aðeins sex holur. Þar var t.a.m. teigurinn á næstsíðustu holunni uppi á klett- inum sem er ræðupallur á þjóðhátíð. Verður nánar greint frá því móti og öðru er afmælinu tengist í næsta blaði. VERÐLAUNAHAFAR á boðsmótinu, ásamt Eyjamanninum Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips en hann er annar frá hægri. íþróttir ANTON Bjarnason hefur eins og liðið í heild staðið sig vel í sumar. Víkingur 1 - ÍBV 4 Marka- talan 17:1 Á þirðjudagskvöld sótti meist- araflokkslið karla Víking heirn. Víkingum var fyrir mótið spáð efsta sætinu í deildinni en þeirn hefur hins vegar ekki gengið alveg nógu vel. Leikurinn byrjaði fjör- lega en Þórhallur Hinriksson kom Víkingum yfir á 4. mínútu úr vítaspyrnu. Skömmu seinna var Þórhallur rekinn út af fyrir að hafa fengið tvö gul spjöld. Eyjamenn nýttu sér það og náðu að skora á 24. mínútu en markið skoraði Pétur Runólfsson. Staðan í hálfleik var því 1-1. Eftir níu mínútur af seinni hálfleik komust Eyjamenn síðan yfir með marki frá Atla Heimissyni. Eftir markið náði ÍBV yfirhendinni á vellinum og hélt boltanum vel. Víkingurinn Runólfur Sveinn Sigmundsson fékk síðan rautt spjald á 77. mín- útu eftir leiðindabrot. Eyjamenn skoruðu síðan tvö mörk á seinustu fimm mínútum leiksins og unnu því þriggja marka sigur á Víkingi 1-4. Næsti leikur Eyjamanna er gegn KA en hann er á laugar- daginn klukkan 14.00 á Há- steinsvelli. Framundan ) Fimmtudagur 12. júní Kl. 17.00 ÍBV-Afturelding, 4. flokkur karla. Föstudagur 13. júní Kl. 18.00 ÍBV-Selfoss, 3. flokkur karla. Laugardagur 14. júní Kl. 14.00 ÍBV-KA, meistara- fiokkur karla. Mánudagur 16. júní Kl. 20.00 Grótta-ÍBV, 2. flokkur karla.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.