Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Síða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 Staða Vestmannaeyja skoðuð af forráðamönnum bæjarins, stofnana, fyrirtækja og hagsmunaaðila: Loftbóluhagkerfið ekki j afn traust og margir héldu -segir Elliði Vignisson bæjarstjóri - Vandamálið er efnahagslegt, við erum ekki að glíma við stríðsástand, svarta dauða eða álíka ógeðfelldar plágur. Það eru til verri hlutir en þetta s ástand. Það verður matur á diskum Islendinga, segir Páll Scheving oddviti minnihlutans - s -Aðrir sem rætt var við eru Þórður Rafn Sigurðsson formaður Utvegsbænda, Arnar Hjaltalín formaður Drífanda stéttarfélags, Gréta Hólmfríður Grétarsdóttir, formaður Félags kaupsýslumanna, Binni í Vinnslustöðinni og Ægir Páll í Isfélaginu Samantekt Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Gudbjorg @ eyjafrettir.is Atburðarrásin hefur verið hröð síðustu daga í efnahagsmálum Islands og reyndar heimsins alls. Fréttir leituðu álits forráðamanna bæjarins, stofnana, fyrirtækja og talsmanna hagsmunafélaga. Það er ekki ofsögum sagt að menn segja stöðuna mjög alvarlega og erfitt sé að spá um framtíðina. Þegar staðan í Vestmannaeyjum er skoðuð er það mat margra að hún sé betri en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. í því samban- di er bent á að hér hafi fólk ekki hellt sér í tugmilljóna skuldir vegna húsnæðiskaupa og lægra gengi skili fleiri krónum í vasa sjávarútvegs- fyrirtækja og sjómanna. Líka er það að athuga að þenslan fór hjá garði hér í Eyjum sem kannski verður það sem mun gera hremmingamar okkur léttbærari en ella. Heitast brennur eldurinn á fjár- málastofnunum og það mátti heyra þegar rætt var við forstöðumenn Glitnis og Sparisjóðs Vestmannaeyja. Þeir sögðu ekki margt en ljóst er að staðan er alvar- leg og þar sitja allir í sömu súp- unni. Þeir eru þó sammála um að Eyjamenn standi að sumu leyti betur en fólk á Reykjavíkursvæðinu ef það er einhver huggun. En veður hafa verið fljót að skipast í lofti og nú eru bankastofnarnir, sem hafa verið homsteinar tilvem okkar í áratugi allt í einu komnir að fótum fram. Undirstaðan er sjávar- útvegurinn Þegar Elliði Vignisson, bæjarstjóri, var spurður hvort hann teldi að krónan hefði náð botninum sagðist hann telja að svo væri. „Ef honum er hinsvegar ekki náð erum við farin að nálgast hann vemlega. Hitt er svo annað hvernig okkur tekst að vinna okkur frá botninum og upp á yfirborðið á ný,“ sagði Elliði. Hann sagði að flestum bæri saman um að krónan hafi verið of lágt skráð talsvert áður en 200 punkta múrinn var rofinn. „Ef krónan styrkist ekki með vetrinum þá gerir hún það enn betur með vorinu. Það er hinsvegar ljóst að loftbóluhag- kerfi höfuðborgarinnar var ekki jafn traust og margir vildu vera láta. Undirstöðuatvinnugreinin er og hefur alltaf verið sjávarútvegur og önnur landsins gæði. Nú er fram- undan sá tími þar sem enn og aftur reynir á hvort hagkerfi landsbyggð- arinnar getur stutt við hagkerfi höfuðborgarinnar." Elliði sagði að auðvitað hefði hrunið mikil áhrif fyrir alla, ein- staklinga sem og rekstraraðila. „Þess meira sem þeir tóku þátt í góðærinu sem er hluti af núverandi ELLIÐI bæjarstjóri. GRÉTA HÓLMFRÍÐUR efnahagsvanda. Vestmannaeyjabær glímir ekki við erlend lán. Við notuðum góðærið til að losa okkur við allar erlendar skuldir. Þannig kemur gengistapið ekki beint inn í efnahagsreikninga okkar. Við nýtt- um líka góðærið í að hagræða í rek- stri þannig að svigrúm okkar til að mæta þrengingum án þess að draga úr þjónustu við bæjarbúa er mikið. Hinsvegar þyngist allur rekstur og svigrúm til framkvæmda breytist. Bæjarsjóður er vel rekinn og við erum eitt fárra sveitarfélaga á land- inu þar sem jákvæð merki voru í hálfs árs uppgjöri. Það má þó lítið út af bregða til að ekki fari illa, hjá okkur sem öðrum. Um stöðuna í Vestmannaeyjum sagði Elliði að með nokkrum rökum megi halda því fram að á Islandi séu tvö hagkerfi, annarsveg- ar landsbyggðin og hinsvegar höfðuðborgarsvæðið. Bakhjarlinn sé hins vegar sá sami þ.e.a.s. hið íslenska fjármálakerfi. „Sú staða sem nú er uppi heggur víða inn hér í Vestmannaeyjum eins og annarstaðar. Sem dæmi má nefna að smíðasamningar útgerða hljóta að þurfa endurskoðun, erlend lán fyrirtækja hækka, efnahagur heim- ilanna þrengist og áfram mætti telja. Staða í Vestmannaeyjum er hins vegar sterk í samanburði við flest önnur atvinnusvæði. Okkar ÞÓRÐUR RAFN ARNAR HJALTALÍN PÁLL SCHEVING stoðir standa í frumvinnslugreinum og sveitarfélagið og stærstu fyrirtækin hafa verið íhaldssöm í góðærinu. Sagan hefur kennt okkur að þegar kreppir að höfuðborginni þó vænkar hagur landsbyggðarinnar. Það kæmi mér ekki á óvart þótt svo yrði einnig nú.“ Hvað er til ráða? „Það eru engar töfralausnir í stöðunni. Hagkerfi okkar er að lenda eftir fiug seinustu ára og að því hlaut að koma. Verkefni ríkisstjórnar, Seðlabanka og annarra ábyrgra aðila er að tryggja að ekki verði um brotlend- ingu að ræða. Rfkisstjórn og Seðlabankinn þurfa tafarlaust að tryggja gjaldmiðlaskiptasamninga við erlenda seðlabanka svo sem seðlabanka norðurlandanna, Seðlabanka Evrópu og helst einnig Seðlabanka Bandaríkjanna. í öðru lagi þarf breiða samstöðu ríkisins, sveitarfélaga, atvinnulífsins, lífeyrissjóða og annarra aðila um að verja gengi krónunnar með öllum tiltækum ráðum. Að lokum þarf svo að lækka stýrivexti verulega. Þetta kemur ekki í veg fyrir lendin- gu en myndi milda áfallið. Hér í Vestmannaeyjum þurfum við ekki að kvíða stöðunni og ég hef fulla trú á að stjórnendur fyrirtækja hér standi rótið af sér enda hefur árað vel í sjávarútvegi seinustu ár. Ríkið þarf nú að tryggja að á ný verði áhersla lögð á sjávarútveg og lífríki sjávar. Við megum enn síður við mistökum í stjórnun fiskveiða en áður. Þá er einnig eðlilegt að bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegs svo sem með því að fella niður veiðleyfagjald og að minnka þá gjá sem er milli stoðgreina sjá- varútvegs og fyrirtækjanna. I ölduróti fjármálakerfisins er afar mikilvægt að sátt ríki um stjórn fiskveiða og fiskveiðikerfið til að undirstöðuatvinnugreinin geti áfram verið stoð efnahagslífs ís- lendinga. Að því gefnu eru okkur Eyjamönnum allir vegir færir," sagði Elliði að lokum. Lán úr 100 milljónum í 193 milljónir „Þetta eru ótrúlegar sviptingar t.d. hefur japanska jenið hækkað um tæp 93% frá áramótum. Það þýðir að lán sem stóð í 100 milljónum um áramót eru 193 milljónir í dag,“ sagði Þórður Rafn Sigurðsson, for- maður Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja þegar talað var við hann á mánudagsmorgun og hann beðinn að meta stöðuna frá sjónarhorni útgerðarmanna. „Flestallar ef ekki allar útgerðir eru með erlend lán og að meðaltali hafa lán hækkað um rúmlega 70% frá áramótum. LÍÚ er ÆGIR PÁLL Þegar staðan í Eyjum er skoðuð er það mat margra að hún sé betri en t.d. á höfuðborgar- * svæðinu. I því sambandi er bent á að hér hafi fólk ekki hellt sér í tug- milljóna skuldir vegna húsnæðiskaupa og lægra gengi skili fleiri krónum í vasa sjávarútvegs- fyrirtækja og sjómanna. okkar vettvangur í þessum efnum og við fylgjumst vel með þessum málum.“ Þórður bendir á að öll aðföng til útgerða hafa hækkað mikið, olíu- verð hefur nánast tvöfaldast og veiðafæri og annað sem til þarf hefur hækkað um 50 til 100%. „Staðan er grafalvarleg, það er ekki hægt að segja neitt annað. Vanda- málið er ekki bara bundið við Island því nú er heimskreppa og hún sögð alvarlegri en heims- kreppan 1930. Útgerðir, atvinnu- vegir og heimili fara skelfilega út úr þessu. Verðtryggð lán eru slæm að því leyti að hækkunin gengur ekki til baka eins og á gengis- tryggðum lánum og fólk situr með himinhá lán sem hækka gífurlega vegna verðtryggingar." Fiskverðið fylgir ekki eftir Þórður segir að þrátt fyrir að gengið ætti að vera hagstætt fyrir útflutning hafi fiskverð ekki hækkað í samræmi við hækkun á lánum og aðföngum. „Fiskur á Bretland hefur meira að segja lækkað í pundum og ég held að fiskkaupendur fylgist vel með gengismálum á íslandi og nýti sér ástandið. Til dæmis kostar kílóið af skötusel 400 krónur í dag sem er sama verð og fyrir ári síðan. Það er

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.