Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 14
14 ii«i.i.ii / rimmtudagur 9. október 2008 SAMAN Á NÝ Shady og Rúnar höfðu engu gleymt og nutu augna- bliksins til hins ýtrasta. ÞAU SJÁ UM SÖNGINN Hrafnhildur, Helga og Arnór. Helga og Arnór segja að andi hippatímans hafi svifið yfir vötnunum í kringum hátíðina. Enginn listamaður fær greitt fyrir að koma fram en bera ekki kost- nað af komunni til Eyja. Þau ásamt Grími kokk sáu um að fæða fólkið og svo var reynt að koma fólki í gistingu hjá vinum og vandamönnum. Sjálf segjast þau sleppa frá þessu peningalega en gróðinn er enginn. I FANTA FORMI Bjartmar er í ótrúlega góðu formi og kom eins og eldhnöttur inn á tónleikana. STOÐSIGVEL Einar Gylfi stóð sig frábærlega sem kynnir. ANÆGÐIR GESTIR Asta var meðal ánægðra gesta á tón- leikunum sem oft klöppuðu lista- mönnunum hressilega lof í lófa. Þar sem gleðin var við völd fllit Ómar Garðarsson omar@ eyjafrettir. is Enn og aftur skal tekið ofan fyrir því mæta fólki sem stendur að Hippahátíðinni sem nú var haldin í sjöunda sinn. Öllu er tjaldað til og metnaðurinn til að gera betur en síðast er svo sannarlega fyrir hendi. Dæmi um það er að samningar voru á lokastigi við sjálfan Dono- van, þennan holdgerving hippatím- ans í Englandi. Þegar kom að undirskrift var kippt f spotta, tón- leikar í lítilli eyju við Islandi voru látnir víkja fyrir kynningu á nýjum diski, því karlinn er enn á fullu þó lítið heyrist til hans hér á landi. Auðvitað hefði verið gaman að sjá og heyra einn af upphafsmönn- um Flower Power hreyfingarinnar á Bretlandseyjum. Það var þó var huggun harmi gegn að nokkur laga hans hljómuðu í Höllinni um helg- ina. Það bætti lfka upp missinn að fá tækifæri til að sjá Shady Owens sem engu hefur gleymt, Rúnar Júlíusson nær alltaf að heilla fólk en kannski var Bjartmar stjarna kvöldsins, slíkur var krafturinn og gleðin hjá honum að koma fram og flytja lög og texta sem urðu til í Vestmannaeyjum. Eins og venjulega var Hippahá- tíðin tvískipt, annars vegar tón- leikar og hins vegar Hippaball sem hvoru tveggja fór fram í Höllinni. Aðsókn hefði mátt vera meiri í báðum tilfellum en ýmislegt annað var í boði þessa helgi og margir varla búnir að ná sér eftir lunda- ballið. En þetta varð ekki til þess að draga úr krafti flytjenda og sjálft Hippabandið hefur aldrei verið öflugra. Hippabandið heldur sig á svip- uðum slóðum í tónlistinni sem eðlilega er sótt til áranna í kringum 1970 þegar hipparnir náðu hæstu hæðum. Að margra mati er tónlistin sem þá kom fram besta dægurtón- list sem fram hefur komið og allt sem síðan hefur komið fram, aðeins endurómur þessara ára. En tilbrigðin eru mörg frá þessu tímabili og Hippabandið heldur sig á mjúku nótunum í lagavali með lög sem byggja á röddun sem er sterkasta hlið sveitarinnar með þau Helgu Jónsdóttur, Arnór Her- mannsson og Hrafnhildi Helga- dóttur. Ekki man ég hverjir flytja lög eins Hooked on a feeling, Yummy yummy og Chirpy Chirpy en þegar talið var í í Joy to the World komu upp í hugann frábær lög bandarísku hljómsveitarinnar Three Dog Night sem því miður heyrast alltof sjaldan. Virðast vera týnd og tröllum gefin. Lög með Mamas and the Papas JSKá ^m ^^EkxMfM B^»«í - ¦ JB 'fl^^^l ( -^'h-^qW~ 'iM ^m ¦ H^ ffr "* ''t^^^B' W' h^ wm *- "^s W(yi / f>';ÍllHÍ (3J iísÆ II LUKKULEGAR HIPPAR Tóta Steingríms mætti með samstarfskonur sínar. voru á sínum stað, Lennon átti sinn fulltrúa í Give peace a chance, Rollingarnir með Honky Tonk Woman og Ruby Tuseday, Simon og Garfunkel í Me and Julio og Silence is Golden auk syrpu með lögum þeirra og Bítl- arnir áttu þarna lög eins og Till There Was You. Þá eru stór nöfn eins Bob Dylan, Kinks og Neil Young á lagalistanum og þunga- rokkið átti sinn fulltrúa í Smoke on the Water með Deep Purple sem er eitt þekktasta lag þessa geira. Ekki má svo gleyma framlagi Hrafnhildar sem fór á kostum í túlkun sinni á Piece of My Heart sem er eitt af meistarastykkjum Janis Joplin og verður að teljast ein af perlum dægurtónlistarinnar. Aldrei betri Hippabandið skipa Arnór Her- mannsson rythmagítar og söngur, Ágúst Ingvarsson ásláttur, Grímur Þór Gíslason og Gísli Stefánsson trommur og ásláttur, Helga Jóns- dóttir söngur, Hrafnhildur Helga- dóttir söngur og trompet, Þröstur Jóhannsson bassi, Páll Viðar hljómborð og Karl Björnsson sóló- gítar. Þeim hefur svo sannarlega farið fram í bæði söng og hljóðfæraleik. Eru orðin ótrúlega þétt band miðað við að ekki er um atvinnufólk að ræða. Greinilegt er að verkstjórnin er örugg, metnaður allra til að gera betur kemur fram og síðast en ekki síst gleðin að fá að koma fram og flytja sín uppáhaldslög er svo mikil og það gerir þetta svo skemmtilegt. Þeir voru margir sem komu fram þetta kvöld og voru bræðurnir Helgi og Hermann Ingi Hermanns- synir fyrirferðamiklir, ekki síst Hermann Ingi sem víða hefur komið við á Iöngum ferli. Þeir tóku m.a. syrpu af Stoneslögum sem verið hefur þeirra vörumerki í gegnum tíðina. Þeir skiluðu sínu og hafa alltaf jafn gaman af því að koma fram. Hermann Ingi kom líka fram með Lísu, Lubba og hárvill- ingunum. Af öðrum listamönnum sem komu fram eru Chris Foster og Bára Gríms sem alltaf hafa verið með í Hippahátíðinni. Frábærir tón- listarmenn sem setja Hippahátíðina á hærra stig. Arnór og Helga fluttu lög Dono- vans og brást ekki bogalistin, Hippabandið kom fram ásamt DS Kinks Coverband, sem eru ungir menn sem leita í smiðju Kinks- bræðra og svo Paparnir sem nú eru Hlöðver Guðnason á gítar, mandólín og söngur, Vignir Ólafs- son trommur, gítar, banjó og söng- ur, Hilmar, reynslubolti úr Skaga- fírðinum, á hljómborð, harmónikka og söngur, Georg Ólafsson bassi og söngur og Hermann Ingi gítar og söngur. Framlag Papanna var mjög skemmtilegt ekki síst lögin með The Band sem þeir fluttu. Lög sem heyrast því miður allt of sjaldan. Bjartmar í miklu stuði Einn af hápunktunum var framlag Bjartmars sem ekki hefur verið sprækari í áraraðir. Með vottorð í leikfimi flutti hann nokkur af sínum bestu lögum. Og þeir sem ekki finna sjálfan sig einhvers staðar í textum Bjartmars, sem eru með því besta í íslenskri textagerð, hafa lifað afskaplega leiðinlegu lífí. Rúnar Júll er hættur að stökkva upp á hátalaraboxin en hann sýndi og sannaði að hann er skemmti- kraftur af guðs náð. Þrátt fyrir að krafturinn væri ekki sá sami og 1968 náði hann strax á hrífa salinn með sér. Ekki skemmdi að frú María Baldursdóttir tók lagið með bónda sínum og Shady olli ekki vonbrigðum. Ekki veit ég hvað langt er um liðið frá því Rúnar og Shady, sem voru saman í Hljómum og Trúbroti, tóku lagið saman síðast en þau nutu augnabliksins í Höllinni á laugar- dagskvöldið. Eitthvað sem gerir kvöldið ógleymanlegt. Gunnari Þórðarsyni hafa verið mislagðar hendur í tónlist sinni en Starlight sem Shady söng með Hljómum á sínum tíma er eitt af bestu lögum poppsins, sama hvort mælt er á innlendan eða alþjóðleg- an mælikvarða. Að heyra Shady flytja þetta gullkorn gerði það eitt og sér þess virði að mæta á tón- leikana. En þeir voru fleiri topparnir eins og getið hefur verið um hér að framan en ef hægt er að kvarta, þá er það lengdin á tónleikunum sem hófust klukkan níu og stóðu til klukkan eitt. En það gleymist þegar frá líður og við Hippabandið segi ég takk fyrir mig. Og eflaust geta allir sem sóttu tónleikana og ballið á laugardagskvöldinu tekið undir það. Þar mættu tæplega 300 manns, flestir í hippabúningum og skemm- tu sér frábærlega. Aðeins að lokum. Ég vil benda Hippabandinu á að víðar má leita fanga í flottri tónlist áranna í kringum 1970; t.d. America og Beach Boys en lög þessara sveita falla vel að Hippabandinu. Má í því sambandi benda á djásn Beach Boys, Pet Sound, sem er ein af tíu bestu plötum allra tíma í poppinu. Diskurinn í spilaranum í bíl undir- ritaðs þessa dagana er einmitt Pet Sounds og fátt gleður hjartað meira á þessum óvissu tímum en lög Brians Wilsons og félaga og kannski á titillinn, God Only Knows, vel við. Ekki má gleyma kynninum, Einari Gylfa Jónssyni, sem var límið á tónleikunum. Með vasklegri fram- göngu náði hann að halda dampi milli atriða á tónleikunum og þarf talsvert til á fjögurra tíma tón- leikum. 4

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.