Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 13 ELLIÐI segir að þeir sem annist fjárstýringu fyrir sveitarfélagið hafi orðið óþyrmilega varir við það í umhverfi seinustu daga að sveitarfélögin hafa hvergi skjól fyrir stormi og því nauðugur sá kostur að vera á áhættumarkaði bankanna. Fjárstýring Vestmannaeyjabæjar hefur verið árangursrík Viljum að sveitarfélög fái skjól í Seðlabankanum -segir Elliði Vignisson sem segir fjármuni bæjarins ekki í hættu Margar spurningar hafa vaknað um stöðu einstaklinga, fyrirtækja, stofn- ana og sveitarfélaga í því ölduróti sem nú gengur yfir fjármálakerfi heimsins. Hér á landi er Glitnir á leið f faðm ríkisins og Fjármála- eftirlitið hefur tekið yfir rekstur Landsbankans. Komið hefur fram að staða sveitarfélaga er tvísýn rétt eins og staða annarra rekstraraðila og Islendinga almennt. Elliði Vignisson bæjarstjóri segir þó að sá munur sé á sveitarfélögum og fyrir- tækjum að sveitarfélög séu að sýsla með fjármagn sem er í eigu ibúanna og séu því, og eiga að vera, áhættufælnari en aðrir aðilar. Siglt milli skers og báru Staða Vestmannaeyjabæjar á að vera sterk ekki síst eftir sölu á hlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja á síðasta ári. Þá komu þrír milljarðar í bæjarkassann sem voru í vörslu Glitnis. Aðspurður um hvort Vestmannaeyjabær hafi farið illa út úr brimróti fjármálamarkaðarins sei- nustu daga sagði Elliði svo ekki vera. „Við embættismenn höfum í samvinnu við pólitíska fulltrúa verið vakin og sofin í fjárstýríngunni og okkur hefur tekist að sigla milli skers og báru," sagði Elliði. „Stundum hefur mátt litlu muna eins og þegar við fórum út úr hluta- bréfasjóðum og þegar við innleyst- um peningamarkaðsbréf. Hvoru tveggja er í miklu uppnámi í dag. Þessi árvekni í bland við hreina lukku hefur tryggt að hingað til höfum við engu tapað og í dag eru allir okkar sjóðir okkar í innlánum og þannig varðir af Tryggingasjóði innistæðueigenda," sagði Elliði. Hann segir að þeir sem annist fjárstýríngu fyrir sveitarfélagið hafi orðið óþyrmilega varir við það í umhverfi seinustu daga að sveitar- félögin hafa hvergi skjól fyrir stormi og því nauðugur sá kostur að vera á áhættumarkaði bankanna. „Enn sem komið er höfum við hjá Vestmannaeyjabæ sloppið við áföll og yfírlýsing ríkisstjórnar ætti að tryggja að innistæður okkar séu öruggar. Hinsvegar veit ég sem er, að sum sveitarfélög standa nú frammi fyrir því að sjóðir þar sem þau eru með hundruð milljóna eru lokaðir, inneignir í peningabréfum eru í tvísýnu og þannig mætti áfram telja." Sveitarfélög hafi aðgengi að Seðlabankanum Elliði segir að Vestmannaeyjabær sé vel rekið og sterkt sveitarfélag enda tekjur þess fyrst og fremst fengnar í gegnum sjávarútveg. „Slíkt ásamt eignasölu býr til tekjur hjá okkur. Þrátt fyrir að við séum opinberir aðilar þá höfum við ekki haft neitt sérstakt skjól seinustu daga. Velji sveitarfélög eða aðrir að taka áhættu með því að festa fé í hverskonar sjóðum og bréfum þá fylgir því áhætta, slíkt er eðlilegt. Það sem mér hefur hinsvegar fundist vanta er lágmarks innistæðuáhætta jafnvel þótt slíkt þýði lægri ávöxtun," sagði Elliði og sagðist óttast að vöntun á slíku gæti komið niður á einhverjum sveitarfélögum. „Það er mitt mat og krafa Vest- mannaeyjabæjar að sveitarfélögum verði í framtíðinni búið öruggara umhverfi til fjárstýríngar en nú er. I því samhengi tel ég afar brýnt að sá möguleiki verði hugleiddur að sett verði bráðabirgðalög sem heimila sveitarfélögum að eiga innláns- reikninga í Seðlabankanum, jafnvel þótt ávöxtun væri í samræmi við áhættustigið og þar með lægri en á bankamarkaði. Einungis þannig fæst jafnræði í meðferð ríkisfjár- og fjármagns sveitarfélaga. Það er lfka erfítt að sjá af hverju Seðlabankinn ætti undir núverandi kringum- stæðum að gera greinarmun á opin- beru fjármagni rikisins sem fengið er með skatttekjum og fjármagni sveitarfélaga sem fengið er með útsvari. Náist ekki slík niðurstaða tel ég að sveitarfélögin sem eru eigendur Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga eigi að skoða þann kost gera honum kleift að taka við innlánum frá sveitarfélögum." Kvíðir ekki komandi tíð Elliði segir að þau skref sem forsætisráðherra hefur kynnt í dag og í gær séu vissulega þung en mik- ilvæg. „Það var orðið algerlega nauðsynlegt að höggva á þann ósvissuhnút sem upp var kominn og það gerði forsætisráðherra af myndarskap. Þjóðfélagið allt var lamað af hræðslu og engin vissi í hvorn fótinn hann átti að stíga. Ég treysti forsætisráðherra til að leiða íslenskt fjármálalíf út úr þeim brim- sköflum sem það nú er í." Elliði segir að vissulega komi til með að harðna á dalnum hjá öllum. „Staða sveitarfélaga er auðvitað missterk rétt eins og fyrirtækja og einstaklinga. Þau tóku mismikinn þátt í góðærinu og því er hætt við að kreppan komi mishart niður á þeim." sagði Elliði og bætti við að sveitarfélógin muni á næstu dögum nýta vettvang Sambands íslenskra sveitarfélag til fara yfir stöðuna fyrir sveitarfélögin. „Ég kvíði ekki komandi tíð og lít á þetta sem enn eitt verkefnið. Við erum vel undir þetta búin og eigum áfram að geta veitt fyrsta flokks þjónustu við íbúa. Undirstóðu- atvinnugreinin er sterk og mikilvægi hennar fyrir þjóðarbúið nú ríkara en áður. Við Eyjamenn erum ekki óvön því að hafa fyrir hlutunum og líður best þannig." Alþjóðleg ráðstefna um Tyrkjaránið: MEISTARAKOKKUR Einar Björn mun sjá um mat- seldina og undirbýr sælkera- kvöldið Þekktir erlendir fyrirlesarar mæta Sögusetrið 1627 stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um Tyrkjaránið íVestmanna- eyjum helgina 17.til 19. októ- ber. Bæði innlendir og erlendir fyrirlesarar munu fjalla um atburðina frá ýmsum sjónar- hornum á ráðstefnunni sem ber yfírskriftina Sjóræningjar í Norðurhöfum. I tengslum við ráðstefnuna verður síðan staðið fyrir Matargöngu í Höllinni á laug- ardagskvöldinu. Sigurður E. Vilhelmsson, Þórður Svansson og Einar Björn Arnason hafa séð um undirbúning og eiga í rauninni hugmy ndina að Matargöngunni sem er vissu- lega spennandi og nýstárleg. Einar Björn, meistarakokkur Einsa kalda mun sjá um mat- seldina og undirbýr sælkera- kvöldið sem verður með ó- venjulegu sniði. „Borðhaldið fer fram í efri sal Hallarinnar og gert ráð fyrir 17. aldar stemmningu, salurinn skreytt- ur og ýmislegt gert til að magna upp andrúmsloftið. Maturinn verður að sjálfsögðu í aðalhlutverki þar sem í boði verða ýmsir réttir frá löndum sem sr. Ólafur Egilsson fór um þegar hann ferðast frá Alsír til Islands," sagði Einar Björn en sr. Ólafur, einn þeirra herteknu, var sendur til Kaupmannahafnar til að freista þess að fá lausnargjald fyrir þá sem sátu eftir í Algersborg. „Ymsir þjóðarréttir með nú- tímalegu ívati verða á borðum t.d. frá Alsír og ítalskir, hollen- skir, franskir og danskir réttir. Þetta er virkilega spennandi og ég veit að salurinn verður flottur og heilmikið í Iagt, til að gera aðstæður óvenjulegar. Fánar þjóðlanda verða á borðum og hver réttur kynnt- ur á þjóðtungu hverrar þjóðar, Lögreglan í önncim: Sýndu fölsuð skírteini LÖGREGLAAÍ Lögreglan hafði í ýmsu að snúast í vikunni sem leið m.a. við að aðstoða fólk til síns heima eftir skemmtana hald helgarinnar. Þá komu upp tvö tilvik þar sem ungmenni voru að reyna að komast inn á skemmtistaði bæjarins með skilríkjum annarra, en slíkt er óheimilt. Þá voru nokkur útköll hjá lögreglu vegna ósættis í heimahúsum og eins var eitthvað um stympingar við skemmtistaði bæjarins. Engar kærur liggja hins vegar fyrir. St. Ola gengur og gengur ekki: Á aðeins einni vél af fjórum Farþegaferjan St. Ola fór aðeins eina ferð á þriðjudaginn, enga á mánudaginn en hélt áætlun á sunnudaginn þrátt fyrir brælu, einkum um kvöldið. Vitlaust veður var á mánudaginn en vélarbilun olli því að aðeins var ein ferð á þriðjudag. Um tíma gekk aðeins ein aðalvél af fjórum. Herjólfur er væntanlegur í lok vikunnar en hann er í slipp á Akureyri .... _ P§*Éf4fe_í_b -' *3_§§S_r '' " ln_i -• _a_ :.¦ ---^m- __________-___--! _V Baldur Dýrfjörð tók þess mynd af Herjólfi á Akureyri. f_smundur meindýraeyðir: Minkur enn á ferð? Svo virðist sem enn sé minkur á ferð í Eyjum. Ásmundur, meindýraeyðir fann einkennileg spor í snjónum á Kleifarbryggju, þar sem nýja frystigeymsla Vinnslustöðvarinnar er. Líklega voru það spor eftir mink. Minkurinn virðist hafa stokkið af nótaskip- inu Sighvati Bjarnasyni VE og þaðan yfir bryggjuna, áfram með grjóthleðslu sem þar er en slóðin endaði svo þar skammt hjá. Lfklega hefur minkurinn skotið sér inn á milli í grjóthleðslunni.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.