Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 09.10.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 9. október 2008 Anægja með niðurstöður ánægjuvogar Capacent þar sem Vestmannaeyjar eru í íjórða efsta sæti af 15 sveitarfélögum: I samræmi við kraft og djörfung íbúa og atvinnulífs -Segir í ályktun bæjarstjórnar - Fréttir leituðu álits nokkurra og eru þeir almennt ánægðir með útkomuna þó alltaf megi gera betur Bæjarstjórn fjallaði um niðurstöður ánægjuvogar Capacent á síðasta fundi sfnum. í könnuninni var mælt viðhorf bæjarbúa til þjónustu sveitarfélagsins og annarra þátta. Bæjarstjórn fagnar niðurstöðunum en samkvæmt þeim svara 91.8% aðspurðra að þeir séu ánægðir með Vestmannaeyjar sem stað til að búa á. Einungis 1,2% kváðust óánægðir. Þar með eru íbúar Vestmannaeyja meðal þeirra ánægðustu í landinu. Efst eru Seltjarnarnes, Garðabær, Reykjanesbær en Vestmannaeyjar eru í fjórða sæti af þeim 15 sveitar- félögum sem mæld voru og það eina af sex efstu sem falla utan höfuðborgarinnar. Neðst eru Reykjavík, Árborg, Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað. I framhaldi af þessari niðurstöðu samþykkti bæjarstjóm ályktun þar sem segir að hún telji niðurstöð- urnar í samræmi við þann kraft og þá djörfung sem íbúar og atvinnulíf hér hafí sýnt seinustu tvö ár. „Þá er einnig hverjum degi ljósara að niðurstöðurnar eru fyrst og fremst stór rós í hnappagat starfsmanna Vestmannaeyjabæjar," segir í fund- argerð bæjarstjórnar og vakin er einnig athygli á því hversu undar- lega háttar til að á meðan ibúum í Vestmannaeyjum fækkar mælast þeir meðal þeirra ánægðustu á land- inu. Er vitlaust gefið? „Slíkt telur bæjarstjórn merki um að vitlaust sé gefið. Bæjarstjórn spyr því hvert sé hið raunverulega frelsi til búsetu þegar ánægðustu íbúar landsins flytja frá Vestmanna- eyjum í bæjarfélag á suðvestur- horninu þar sem ánægjan er um- talsvert minni? Það sem öðru frem- ur viðheldur straumi á suðvestur- hornið er opinber uppbygging á því svæði. Bæjarstjórn hvetur nkisstjóm Islands til að standa vörð um landsbyggðina og setja frelsi til búsetu efst á lista forgangsröðunar í byggðamálum." Undir þetta skrifuðu allir bæjar- fulltrúarnir sjö, Elliði Vignisson (D), Guðlaugur Friðþórsson (V), Gunnlaugur Grettisson (D), Kristín Jóhannsdóttir (V), Páley Borgþórsdóttir (D), Páll Marvin Jónsson (D) og Páll Scheving Ingvarsson (V). Ekki hægt annað en vera ánægður „Varðandi niðurstöður Capacent um ánægju Eyjamanna þá er ekki annað hægt en að vera mjög sáttur miðað við allt sem hefur verið að gerast á síðustu árum,“ segir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjöl- skyldu- og fræðsusviðs hjá Vestmannaeyjabæ. „Á undanfömum tveimur árum hefur mikið verið að gerast innan þeirra málaflokka sem ég ber ábyrgð á, sem er félagsþjónusta, fræðslu- og uppeldismál og svo æskulýðs- og íþróttamál. Margar stórar ákvarðanir og breytingar hafa verið teknar og árangurinn er að koma fram. Þar ber að nefna sam- einingu gamla Sóla og Rauðagerðis í nýjum leikskóla, aldursskiptingu Grunnskóla Vestmannaeyja og mik- Jón: Mikil jákvæðni bæjarbúa snýst ekki bara um þjónustu bæjarins heldur einnig um önnur búsctuskilyrði sem lúta að at- vinnuöryggi, samgöngum, þjónustu rfkisins o.fl. Helena: Aftur á móti heyri ég ckki mikið af þeim sem eru með börnin sín á biðlista fyrir leik- skólaplássi. Það fer meira í geg- num skólskrifstofuna og þá leik- skólafulltrúann. lar framkvæmdir í Barnaskóla Vestmannaeyja, sameiningu skóla- dagheimilins, athvarfsins og lengda viðveru fatlaðra barna í Frístundaverinu f Þórsheimilinu, stofnun Vosbúar, þar sem er þjón- usta við ungt fólk, flutninga félags- miðstöðvar barna af Heiðarvegin- um í Rauðagerði, framlengingu þjónustusamnings málefnis fatlaðra og þróun þeirrar þjónustu, úttekt á málefnum aldraðra, jafnréttisáætlun bæjarins og ekki síst sameiningu sviðsins sem fólst í sameiningu félags- og fræðslusviðs, þ.m.t. æskulýðs- og íþróttamálin. Vestmannaeyjabær hefur á að skipa mjög hæfu og góðu starfs- fólki sem hefur tekist vel að mæta breyttu umhverfi og lagt sig fram um að þjónustan verði góð. Eg er sammála bæjarstjórn um að niður- stöðurnar er fyrst og fremst stór rós í hnappagat starfsmanna Vest- mannaeyjabæjar." Jón sagði að annað og meira væri hægt að lesa úr þessum niður- stöðum: „Mikil jákvæðni bæjarbúa snýst ekki bara um þjónustu bæjar- ins heldur einnig um önnur búsetu- skilyrði sem lúta að atvinnuöryggi, Fanney: Það skólaár einkenndist, eins og allir muna, af miklum breytingum á skólastarfinu og skólahúsnæðinu og bæði nem- cndur og starfsfólk bjuggu, á köflum, við talsvert skrautlegar aðstæður til náms og starfa. samgöngum, þjónustu ríkisins o.fl. Við búum á stað þar sem atvinnu- lífið er mjög sterkt og stöndugt, von er á stórbættum samgöngum, góð þjónusta frá ríkinu s.s. heil- brigðisþjónusta og framhaldsskóla. Jákvæður andi smitar út frá sér og auðveldar lífið töluvert. Eg hef búið hér í rúmlega 16 ár og upplifað tímabil sem hefur verið frekar óþægilegt. Tæplega 900 manns hefur flutt í burtu, óöryggi með atvinnulífíð og samgöngur legið í loftinu, rekstur og staða bæjarkassans verið erfið og menn neitað að horfast í augu við staðreyndir. Auðveldast hefði verið að pakka saman og skella sér í partýið á höfuðborgarsvæðinu. Það gerði ég ekki heldur hef ég einsett mér eins og margir aðrir að hætta að hlusta á neikvæðu radd- imar og skapa frekar samfélaginu jákvæða þróun. Niðurstöðumar staðfesta að við erum á réttri leið og stefnum að því að færa okkur enn ofar í þessari könnun. Skilyrðin eru til staðar. Jákvæður andi, jákvætt rekstrarumhverfi, dugnaður atvinnulífsins, samheldni íbúa og pólitíska umhverfið. Við erum komin í úrvaldsdeildina eins og Elliði bæjarstjóri sagði og þar komum við til með að halda okkur,“ sagði Jón að lokum. Ánægja þrátt fyrir breyt- ingar „Niðurstöðurnar eru sannkallað ánægjuefni fyrir okkur öll sem búum í Vestmannaeyjum," sagði Fanney Ásgeirsdóttir, skólastjóri Gmnnskóla Vestmannaeyja, um niðurstöður könnunarinnar. „Sem skólastjóri grunnskólans er mér sá hluti eðlilega hugleiknastur og þar kemur fram að þegar könn- unin var gerð voru 59.7 % að- spurðra frekar, eða mjög ánægðir með þjónustu grunnskólans. Þetta finnst mér ánægjulegt að sjá í ljósi þess að könnunin var gerð í lok síðasta skólaárs. Það skólaár ein- kenndist, eins og allir muna, af miklum breytingum á skólastarfinu Rut: Starfsmenn stjórnsýslu- og fjármálasviðs sem og aðrir starfs- menn Vestmannaeyjabæjar legg- ja sig ávallt alla fram við að veita bæjarbúum góða og persónulega þjónustu. og skólahúsnæðinu og bæði nem- endur og starfsfólk bjuggu, á köflum, við talsvert skrautlegar aðstæður til náms og starfa. Þrátt fyrir það gekk skólastarfið vel og aldursskipti grunnskólinn okkar steig sín fyrstu skref af talsverðu öryggi, þökk sé því frábæra starfs- fólki sem við höfum á að skipa. I vetur emm við sannfærð um að við séum að gera enn betur. Nú er stærstum hluta framkvæmda á skólahúsnæðinu lokið, mötuneyt- ismálin komin í góðan farveg og ýmsar nýjungar í gangi í viðleitni okkar til að gera góðan skóla enn betri. Eg er því viss um að væri þessi könnun endurtekin í vetur myndum við sjá enn betri niðurstöður," sagði Fanney að endingu. Munum nýta niðurstöður til að gera betur „Við starfsmenn hér í Ráðhúsinu erum að sjálfsögðu mjög ánægð með úlkomuna úr Capacent könn- uninni,“ sagði Rut Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri stjómsýslu- og fjármálasviðs. „Starfsmenn stjómsýslu- og fjár- málasviðs sem og aðrir starfsmenn Vestmannaeyjabæjar leggja sig ávallt alla fram við að veita bæjar- búum góða og persónulega þjón- ustu. Tæplega 80% svarenda höfðu samskipti við bæjar- eða sveitar- stjómarskrifstofur Vestmannaeyja- bæjar á sl. tveimur áram. Spurt var hversu vel eða illa fólki fannst starfsfólk Vestmannaeyjabæjar hafa leyst úr erindum þeirra og svöruðu tæplega 75% mjög vel eða nokkuð vel. Erum við mjög sátt við það, þó alltaf megi gera betur. Við munum nota þessa könnun í framtíðinni til þess að læra af henni og bæta okkur í þeim þáttum sem komu ekki nógu vel út. I þessu fellst líka ákveðin hvatning til okkar allra að standa okkur vel í starfi. Vil ég nota tækifærið og hrósa starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar ARNAR: Það gæti verið athyglisvert að fá upp á yfir- borðið hjá þeim er svöruðu hvorki né og eru frekar óánægður hvað það er sem vel- dur því til að sjá hvað hægt er að bæta. fyrir vel unnin störf,“ sagði Rut að lokum. Fólki finnst gott að búa hér „Þetta era ánægjulegar niðurstöður. Ef við skoðum þá sem eru mjög eða frekar ánægð í flokkunum þá er það nær allstaðar 60% og yfir. Þetta hlýtur að segja okkur að fólki almennt finnst gott að búa hér og vilji lifa og starfa í Vestmanna- eyjum,“ sagði Arnar Hjaltalín, for- maður Drífanda stéttarfélags. „Það gæti verið athyglisvert að fá upp á yfirborðið hjá þeim er svör- uðu hvorki né og frekar óánægður hvað það er sem veldur því til að sjá hvað hægt er að bæta. Dagvistunarmál, skólamál og sérstaklega íþróttir skora hátt en umhverfismálin ekki, enda þarf sannarlega að taka þar til hendinni. Af hverju var ekki spurt um öldranarþjónustuna? En við getum verið sátt við þessa niðurstöðu og hún gefur okkur byr til þess að gera enn betur á komandi árum,“ sagði Amar. Jákvætt fyrir sveitarfélagið „Eg er ánægð með heildamiður- stöðumar, sem eru afar jákvæðar fyrir sveitarfélagið,“ sagði Helena Jónsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sóla. „Og ef ég horfi á það sem snýr að leikskólum þá get ég ekki verið annað en ánægð. Jafnframt er mín upplifun gagnvart foreldrum já- kvæð. Við erum í góðum sam- skiptum við þá og samvinna varð- andi uppeldi er gott. Við höfum sett okkur það mark- mið að taka vel á móti öllum sem í leikskólann koma og það er gert til að foreldrar verði öraggir gagnvart því sem við bjóðum uppá. For- eldrar treysta okkur fyrir bömunum sínum og við þökkum fyrir það traust. Aftur á móti heyri ég ekki mikið af þeim sem eru með bömin sín á biðlista fyrir leikskólaplássi. Það fer meira í gegnum skólaskrifstofu- na og þá leikskólafulltrúann. En yfir heildina litið eru þetta góðar niðurstöður," sagði Helena. Bæjarstjórn hvetur ríkisstjórn íslands til að standa vörð um landsbyggðina og setja frelsi til búsetu efst á lista forgangsröðunar í byggðamálum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.