Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 2
2 Fréttir / Fimmtudagur 16. október 2008 Bæjarráð leggur fram aðgerðaáætlun í 15 liðum: Standa á vörð um velferðarþjónustu -Gjaldskrár á velferðarsviði verða ekki hækkaðar umfram vísitölu næstu sex mánuði -Styrkir til íþrótta- félaga auknir, leikskólagjöld verða lækkuð um níu til tíu prósent - Gjaldskrá Frístundavers verður haldið fyrir neðan landsmeðaltal - Niðurgreiðslur vegna fæðisgjalda í grunnskóla verða auknar LEIKSKÓLAGJÖLD verða færð niður fyrir landsmcðaltal frá og með næstu mánaðamótum. Bæjarráð Vestmannaeyja fjallaði um válega stöðu á fjármáíamarkaði og áföll í hinu íslenska hagkerfi á fundi sínum á þriðjudaginn. Þar var ákveðið að bregðast við breyttum aðstæðum með aðgerðaáætlun í 15 liðum. Til að mæta fyrirséðum þrengingum fjölskyldna og eldri- borgara samþykkir bæjarráð eftir- farandi aðgerðaáætlun sem nær frá 1. nóvember 2008 til I. maí 2009: 1. Staðinn verður vörður um vel- ferðarþjónustu í Vestmannaeyjum. 2. Gjaldskrár á velferðarsviði Vest- mannaeyjabæjar (svo sem gjaldskrá Frístundavers, Tónlistarskóla, Heimilisþjónustu og leiguverð félagslegs húsnæðis) verða ekki hækkaðar umfram vísitölu næstu 6 mánuðina. 3. Leikskólagjöld verða færð niður fyrir landsmeðaltal frá og með næstu mánaðamótum. Gert er ráð fyrir 9 til 10% lækkun leikskóla- gjalda. 4. Gjaldskrá Frístundaversins í Þórs- heimili verður haldið fyrir neðan landsmeðaltal. 5. Niðurgreiðslur vegna fæðisgjalda í grunnskóla verða auknar. 6. Tekið verður upp styrktarkerfi fyrir böm sem njóta þjónustu dag- mæðra og stefnt að því að niður- greiða slíka þjónustu allt frá 12 mánaða aldri. 7. Öllum bæjarbúum verður boðið gjaldfrjálst aðgengi að söl'num í rekstri Vestmannaeyjabæjar. 8. Styrkur til félags eldri borgara verður hækkaður um 50%. 9. Öllum bömum í Vestmanna- eyjum, yngri en 18 ára, verður boðið gjaldfrjálst aðgengi að sundlaug Vestmannaeyja. 10. Til að mæta samdrætti hjá styrktaraðilum verða íþróttafélögum veitir viðbótarstyrkir sem alls nema 5.500.000. Styrkurinn er ætlaður í barna og unglingastarf og skal reiknaður út frá sömu hlutföllum og rekstrarstyrkir til íþróttafélaganna. Styrkir þessir eru háðir því skilyrði að æftngagjöld hækki ekki á næstu 6 mánuðum. 11. Víki áætlaður framkvæmda- kostnaður verklegra framkvæmda verulega frá áætlunum og sam- þykktum verða tímasetningar þeirra endurskoðaðar. 12. Unnið verður með Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöð að fræðslu- og námskeiðahaldi hvað varðar fjármál, uppeldi og sjálfs- styrkingu. 13. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða öflugri félagsþjónustu og verður aukin áhersla lögð á hvers konar ráðgjöf hvað varðar fjárhags- leg málefni og málefni fjölskyldna. 14. I samvinnu við Sparisjóð Vest- mannaeyja og Deloitte býður Vestmannaeyjabær einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum upp á fjármálalega ráðgjöf. Ráðgjafmn verður staðsettur í útibúi Sparisjóðs Vestmannaeyja og sinnir ráðgjöf á opnunartíma Sparisjóðsins. 15. Allra leiða verður leitað til að ná niður kostnaði við rekstur Vest- mannaeyjabæjar. Eftirlit með rekstri stofnana verður aukið, dregið verður úr yfirvinnu eftir föngum, unnið verður eftir innkaupastefnu með það fyrir augum að .ná fram sparnaði og þannig mætti áfram telja Nokkuð kómísk og merkileg lífsreynsla -segir Elliði Vignisson eftir að hafa farið í bráða sjúkraflug og óvænta og ónauðsynlega hjartaþræðingu Eins og fram kom í Morgunblaðinu í vikunni lenti Elliði Vignisson, bæjarstjóri, í heldur óskemmtilegri lífsreynslu. Elliði fann fyrir brjóst- verkjum í lok síðustu viku og á þriðja degi fór hann í skoðun á Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum. Elliði, sem er með meðfæddan hjartagalla, var lagður inn og blóðsýni sent á Landspítalann. Mistök við merkingu blóðsýnanna urðu hins vegar til þess að Elliði var fluttur með hraði til Reykja- víkur í hjartaþræðingu. Engin þörf var á þvf. „Þetta var nú svona eftir á að hyggja nokkuð kómískt og merki- leg lífsreynsla. Hjörtur Kristjáns- son, læknir kom inn á stofu til mín og sagði mér að ég þyrfti að fara með sjúkraflugi til Reykjavíkur í þræðingu. Sú ákvörðun kom mér á óvart en eins og allir vita hef ég ekki lagt það í vana minn að deila ELLIÐI: Áður en ég vissi af komu tveir fíleildir lögreglu- menn, óluöu mig niður og þustu með mig út. við dómarann enda fékk ég engu um þetta ráðið,“ sagði Elliði í sam- tali við Fréttir. Elliði segist hafa verið hinn ró- legasti en hann ákvað að klæða sig í fötin áður en kæmi að flutningn- um suður. „Þá kom hjúkrunarkona inn til mín og skipaði mér að leggj- ast því ég væri í bráðri lífshættu. Áður en ég vissi af komu tveir fíl- efldir lögreglumenn, óluðu mig niður og þustu með mig út. Svo mikill var asinn að ekki gafst ráðrúm til að ná í skóna mína og fór ég því á sokkaleistunum suður.“ Við komuna til Reykjavíkur var Elliði fluttur á forgangsljósum í sjúkrabíl á Landspítalann og fimm mínútum eftir komuna þangað var bæjarstjórinn kominn í þræðinguna. „Það var þrætt, ekkert fannst og mér því komið fyrir uppi á stofu til frekari rannsókna. Stuttu síðar kom læknir og tilkynnti mér um þessi mistök að blóðsýnum frá Vestmannaeyjum hefði verið víxlað og að mín veikindi væru ekki svona alvarleg. Sveinn Magnússon, félagi minn og kaupmaður var þarna hjá mér og við hlógum einhver lifandis ósköp yftr þessum óförum mínum. En um leið hafði ég auðvitað áhyggjur af þeim sem átti hitt blóð- sýnið en var sendur heim. Ég frétti hins vegar af því síðar að það bjargaðist allt saman þannig að þetta endaði allt saman vel og ég reynslunni ríkari. Ég fékk svo að labba út um kvöldið í bláum skó- hlífum enda ekki með neina skó.“ Elliði segist hafa fengið ýmsar útgáfur af sjúkraferðinni og margar eru þær góðar. „Mér var sagt að sá sem átti hitt blóðsýnið hafí farið í mína meðferð og haft verið veru- lega ósáttur við stólpípuna. Hin sagan segir að hinn aðilinn hafi farið í þá meðferð sem ég hefði átt að fara í og að hann haft setið daglangt hjá geðlækni," sagði Elliði og hló. MAGNÚS KRISTINSSON og útgerð hans, Bergur-Huginn, bauð til kaffisamsætis í Höllinni í síðustu viku. Tilefnið var að útgerðin fékk íslensku sjávar- útvegsverðlaunin í flokknum Framúrskarandi íslensk útgerð. Öllum núverandi og fyrrverandi starfsmönnum, fjölskyldum þeirra og velunnurum fyrirtæk- isins var boðiö í veisluna en um 160 manns þekktust boðið. Magnús afhenti Sigurði Sigurjónssyni, skipstjóra á Bergey VE, málverk en Sigurður varð á dögunum sextugur. Þá afbenti Árni Johnsen útgerðinni þrjú málverk eftir Guðjón í Gíslholti, eitt í hvert skip. Lögreglan, stolið úr tveimur bifreiðum: Tveir handteknir en góssið fannst ekki Aðfaranótt fimmtudags var lögreglu tilkynnt um þjófnað úr tveimur bifreiðum sem stóðu við veitingastaðinn Lundann. Vitni, sem höfðu séð tvo menn inni f annarri bifreiðinni, lýstu þessum mönnum og voru þeir handteknir skömmu síðar. Þeir viðurkenndu að hafa farið inn í bifreiðarnar en ekki að hafa stolið neinu úr þeim nema einum vindlingapakka. Úr annarri bifreiðinni hafi m.a. verið teknar tvær geisladiskatöskur, önnur rauð en hin svört. Þrátt fyrir leit lögreglu í nágrenni Lundans og á þeirri leið sem talið var að þeir sem grunaðir voru um þjófn- aðinn hafi farið, hefur þýfið ekki fundist. Lögreglan óskar því eftir upplýsingum er varpað gætu ljósi á hvar þýfið gæti verið og eru þeir sem einhverjar upplýs- ingar geta gefið beðnir um að hafa samband við lögreglu. 19 boðaðir í skoðun Af umferðarmálum er það helst að frétta að einn ökumaður var sektaður fyrir að aka gegn rauðu ljósi á gatnamótum Strandvegar og Heiðarvegar. Þá voru eig- endur 19 ökutækja boðaðir í skoðun með ökutæki sín en í síðustu viku stóð yfír skoðun ökutækja á vegum Frumherja. Næsta skoðun fer fram vikuna 10. - 14. nóvember nk. og verða þá allar stærðir ökutækja skoðaðar. Eigendur ökutækja sem enn eiga eftir að færa öku- tæki sín til skoðunar, eru hvattir til að hafa samband við Frumherja og panta skoðun fyrir ökutæki sín. Ekki gleyma endurskini Lögreglan vill beina því til for- eldra að senda böm sín ekki út í umferðina án endurskinsmerkja. Einnig að börn séu ekki á ferð á Ijóslausum hjólum, núna þegar skammdegið gengur í garð, en brögð eru að því að börn sem eru að fara í skóla á morgnana séu á ljóslausum hjólum og án endurskinsmerkja. Útgefandi: Eyjasýn elif. 480*278-0549 - Vcstnianimcyjuin. RitBtjóri: Óinar (iarilarsson. Blaðamenn: (iiiðbjörg Sigurgeirsdóttir og Júlíns Ingason. íþróttir. Július Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Gardarsson & (íísli Valtysson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjapi-ent. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjóraai: Strandvcgi 47. Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndrití: 481-1293. Netfang/rafpóstnr fia'tti r@oyjafrottir.is. Veffang: littp 'www.eyjalivttir.is ERÉTI'iK koma út alla fimmtudaga. Blaðid er selt í áskrift og oinnig i lausasölu á Klettí, Tvistínum, Toppnum, Vöruval, llerjólfi, Hugliafuarversluninni, Krónunni, ísjakanum, verslun 11-11 og Skýlinu í Friðarhöfn.. FRÉTTIit eru prentaðar i 2000 eintöknm. FRÉTfilt eru aðilar að Samtöknm bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirpivntim, hljóðritun, notkun ljósmvnda og aniiað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.