Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.2008, Blaðsíða 11
Fréttif / Fimmtudagur 16. október2008 11 Kristín Ósk - Skyndibitar fyrir sálina: Flæktu ekki líf í öllu þessu krepputali þá veitir víst ekki af að skrifa um eitthvað jákvætt og uppbyggilegt. Þó það verði ekki nema eins og fimm mínútur þar sem við leggjum okkur fram við að hugsa jákvæðar hugsanir. Sjötta geðorðið er: Flæktu ekki líf þitt að óþörfu. Sem er kannski svolítið mótsagnarkennt, miðað við flækjur þjóðfélagsins. Þannig að núna koma pottþétt einhverjir góðir punktar um hvernig við eigum að sigla í gegnum þetta tímabil. Mér finnst samt best að lifa bara einn dag í einu og læt það duga, burtséð frá því hvemig þjóðfélagsástandið er! Sjötta geðorðið er hvatning um að vinna gegn áreiti og streituvöldum í lífinu. „I raun er það hvatning um að eyða ekki óþarfa orku í það sem skiptir ekki máli. Það er með öðrum orðum talið mikilvægt fyrir geðheilsuna að hafa stjóm á eigin lífi, frnna fyrir sjálfstæði og vera ekki of háður öðrum. Styrkleikamerki er að finnast maður þurfa ekki að þóknast fjöld- anum og geta metið sjálfan sig að eigin verðleikum. Það er dýrmætur eiginleiki að þekkja sjálfan sig, kosti sína og galla, vita hvað maður vill og láta ekki undan þrýstingi frá öðrum um að gera eitthvað gegn eigin sannfæringu. Mikil orka getur farið í að vera alltaf að reyna að geðjast öðrum eða falla í hópinn og því fylgir gjarnan streita." Úr bókinni Velgengni og vellíðan um geðorðin 10 eftir Dóru Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Ég sé mikið af sjálfri mér í þessum setningum sem ég skrifa hér á undan. Ég var ein þeirra sem vildi alltaf hafa alla góða í kringum mig og reyndi því að þóknast öllum eftir bestu getu. Þetta var mikill tímaþjófur og að endingu var ég í raun búin að glata sjálfri mér. Það tók mig dágóðan þitt að tíma að finna sjálfa mig aftur og nú þegar ég hef gert það, þá sleppi ég því að eyða orkunni í að þóknast öðrum. Ég er bara ég sjálf og get einfaldlega ekki ætlast til þess að öllum líki vel við mig, það er óraunhæft! í stað þess nýt ég þess að vera ég, einstök á minn hátt eins og við erum öll, EINSTÖK! „I nútímasamfélagi er mikið um orkufrekt áreiti. Ekki þarf annað en að kveikja á sjónvarpi eða skoða blöð til að sjá auglýsingar sem reyna að sannfæra fólk um nauðsyn þess að eignast þetta eða hitt. Langi mann alltaf í það sem maður á ekki verður maður aldrei hamingju- samur. Til að finna hamingjuna verður maður að kunna að meta og njóta þess sem maður á þessa stundina. Þá er mikilvægt að staldra við og hugsa um hvað það er sem við þurfum í raun og veru.“ Úr bókinni Velgengni og vellíðan um geðorðin 10 eftir Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur. Með því gefst tækifæri til að velta fyrir sér hvað það er sem leiðir mann til hamingju. Þegar við höfum uppgötvað hvað það er sem gefur lífi okkar gildi, þá þurfum við að leggja rækt við það. Við getum því þakkað fyrir það á þessum krepputímum að það kostar lítið óþörfu sem ekkert að vera umkringdur þeim sem manni þykir vænt um eða elskar. Það er ómetanlegt að eiga góða fjölskyldu eða vini sem gera líf okkar betra og fyrir það þurfum við að muna að vera þakklát. „Það að flækja ekki líf sitt að óþörfu snýst um að finna þær flækjur sem við getum verið án. Ákveðnar flækjur í lífinu eru alltaf slæmar og orkufrekar og þær ber að forðast. Það er því mikilvægt að átta sig á, hvaða flækjur valda streitu og vanlíðan" Úr bókinni Velgengni og vellíðan um geðorðin 10 eftir Dóru Guð- rúnu Guðmundsdóttur. Það verður ekki auðveldara að takast á við vandamál eða verkefni þó við höfum áhyggjur af þeim líka. Spenna og streita í lífinu eykst við það að flækja sér í eigin hugsanir um allt sem maður á eftir að gera. Það er betra að huga að einum þætti í einu sem maður hefur möguleika á að takast á við og vera maður sjálfur meðan á því stendur. Með þeim orðum kveð ég að sinni! Kœr kveðja ykkar Kristín Osk Oskarsdóttir kristino @ vestmannaeyjar.is Er dýrbítur samasem „barnabítur“? Grein................. Heiðar Hinriksson skrifar Höfundur er lögreglumaður Mér finnst ég knúinn til að skrifa þessa grein og leiðrétta hluta af vangaveltum manna eftir að lamb fannst illa bitið á Breiðabakka. Talið er líklegast að dýrbfturinn, sem þarna var á ferð, sé stór hundur (sem ég er sammála) og geng ég út frá því að svo sé í þessum skrifum mínum. I viðtali við fjölmiðla og í greina- skrifum, eftir að lambið fannst, voru menn að gefa í skyn að hætta væri á að dýrbíturinn (hundurinn) réðist á lítil böm og biti þau. Má skilja það þannig að samasemmerki sé á milli dýrbfta og „barnabíta“. Það að hundur sé dýrbítur þýðir EKKI að hann ráðist á böm og bíti þau. Það er ekkert samhengi þar á milli og hundur gerir sér fyllilega grein fyrir muninum á búfénaði og börnum. Yfirleitt eru þessir dýr- bítar traustir og góðir heimilis- hundar sem þrífast vel með börnum. Ég hef t.d. ekki heyrt talað um það að menn hafi áhyggjur af því að kettir leggist á böm og bíti þó svo þeir komist upp á lagið með að veiða fugla og mýs - já og ganga lausir alla daga. Ég á dreng sem er fjögurra ára gamall og hefur hann alist upp með hundunum mínum. Hann hefur eitt og annað misjafnt brallað með hundunum, sem og öðrum hundum en aldrei hefur hundur glefsað í hann. Aftur á móti hefur hann komið grátandi heim, með sár á fingri, eftir að köttur hafði glefsað í hann. Þegar hundur gerist dýrbítur hafa aðstæður þróast þannig að það kviknar á veiðieðli hundsins og hann fer á „veiðar“, t.d. eftir að hafa fengið að atast í hjörðinni óáreittur í einhvem tíma. Margar hundategundir em dýrbítar í eðli sínu og í raun ekkert óeðlilegt við það að þeir leggist á búfénað. Það er aftur á móti á ábyrgð eigandans að gæta þess að hundurinn komist ekki í þá aðstöðu að gerast dýrbítur. Það er mjög líklegt að hundur sem hefur gerst dýrbítur endurtaki leikinn og ráðist aftur á búfénað, komist hann í aðstöðu til þess. Það er aftur á móti mjög ólíklegt að hann leggist á böm og bíti. Ef hundur ræðst að bami og bítur það þá er eitthvað mikið að í höfði hundsins og hann ekki eðlilegur, hvort sem það er af náttúrulegum orsökum eða uppeldislegum. Menn mega ekki gleyma sér í dramatíkinni í þessu máli og mála skrattann á vegginn. Það að vera að senda þau skilaboð að foreldrar geti átt von á því að einn góðan veðurdag geti þessi hundur ráðist á böm þeirra og nánast étið þau finnst mér vera mjög óábyrgt. Hræðsla margra við hunda er alveg nógu mikil fyrir og þetta er ekki rétta leiðin til að þrýsta á að þessi tiltekni hundur verði aflífaður. Ég vil nota þetta tækifæri og benda fólki á muninn á biti og glefsi hjá hundum. Þegar hundur bítur þá fer það ekki á milli mála og sá sem verður fyrir bitinu er slasaður á eftir. Hið ógæfusama lamb sem varð fyrir barðinu á dýr- bftnum bar merki eftir bit, þ.e. það var illa slasað. Glefs er aftur á mót allt annar handleggur. Þegar hundur glefsar þá er sá sem verður fyrir glefsinu ekki slasaður á eftir. Oft sést ekkert eftir glefsið eða þá að það koma fram marblettir eða rispur en einnig getur komið gat eftir víg- tönn. Þegar hundur glefsar þá er hann að senda skilaboð til þess sem glefsað er í, þ.e. þegar ekki er um leik að ræða. Þegar hundar eru að glefsa í böm þá er það yfirleitt eftir að bömin eru búin að vera að atast í þeim, þeir eru búnir að fá nóg og glefsa til að vara þau við að nú sé komið nóg. Hundar geta einnig glefsað þegar þeir eru hræddir og eru að verja sig. Þá gerist það oft í æstum leik að hundurinn gleymir sér og glefsar aðeins of fast, eins og hann gerir við aðra hunda í leik en þeir bara þola það betur en mann- skepnan. Þar sem hundur og barn tala ekki sama tungumál þá verður oft misskilningur þeirra á milli og yfirleitt er það barnið sem les ekki hundinn rétt. Það að hundur glefsar í barn er ekki merki um það að hann sé grimmt óargadýr sem beri að lóga með það sama. Oftar en ekki verða hundarnir mjög skömmustulegir eftir að hafa glefsað í mann, sem sýnir að þeir eru ekki stoltir af því. Þá er ábyrgð foreldra talsverð í þessu og ber þeim að vara börnin við að vera að atast í hundum sem þau þekkja ekki, kenna þeim að umgangast ókunnuga hunda. Þó ber að varast að taka of djúpt í ár- inni svo bömin þrói ekki með sér hræðslu við hunda. Ég hef oftar en einu sinni verið vitni að því að for- eldrar hreinlega bendi krökkunum á að fara að ókunnugum hundum og klappa þeim, án samráðs við hund- eigandann. Bömin eru jafnvel send inn á lóðina heima hjá hundinum, þar sem hann (hundurinn) ræður ríkjum. Hundaeigendur: Sýnum ábyrgð í verki og tryggjum að hundamir okkar séu ekki að lenda í vand- ræðum sökum okkar vanrækslu og kæruleysis, ábyrgðin er okkar. Foreldrar: Temjum börnunum okkar góða siði varðandi umgengni við hunda og þá er ég sannfærður um að það dregur úr árekstrum milli hunda og manna. Heiðar Hinriksson. Spurning vikunnar: Ertu bjart- sýnná kreppu- tímumP Kolbeinn flrnarson: Já, ég tel mig vera það. Hjalti Pálsson: Já, það eru bjartir tímar framundan. Sigurður Kristíánsson: Að sjálfsögðu, það er ekki annað hægt. Birkir Guðbjörnsson: Já, ég verð að segja það. Eyjafréttir.is Fréttir rnilli Frétta Eldri borgarar skemmta sér Haustfagnaður Félags eldri borgara var í Alþýðuhúsinu á laugardaginn þar sem boðið var upp á veislumat, heimatilbúin skemmtiatriði og dansiball. Góð þátttaka var og ekki að sjá annað en að fólkið skemmti sér. HRESSAR Lilla og Kristín stigu dansinn af miklum móð. HRESSIR Biggi á Sólheimum og Hávarður í Áhaldahúsinu á spjalli.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.