Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 4
4 Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2008 Úr bloggheimum: Hófdrykkju- menn? Tálsýn drykkju- mannsins. Islendingar eru eins og áfengis- sjúklingar sem þyrstir í útlenda peninga sem þeir fá ekki. Skuldheimtumenn í útlöndum sjá þetta og setja okkur skilyrði sem við göngum að fyrir rest til að fá sopann okkar. Væri ekki betra að ganga alla leið og hætta að drekka og taka strax út kalda svitann og martraðimar? Nei, ég er ansi hræddur um að menn hafí valið léttu leiðina út úr þessu! Það er betra að halda áfram að vera með í partíinu um stund og þykjast vera hófdrykkjumenn, almenningur borgar brúsann! Hvað skuldum við mikla peninga? Mörgum gengur illa að átta sig á því hversu illa er komið fyrir ís- lenskri þjóð. Við tökum á okkur nýtt 600 milljarða lán. Og líklega þurfum við meira en það. Hvað er það mikið? Svona til að minna á hve mikið það er þá er ekki langt síðan Síminn var seldur fyrir 67 milljarða. Hvaða tilfinning greip um sig? Það var ekki sú stofnun sem ekki átti að fá aukið fé, það var ekki það málefni sem ekki átti að fá nýja stofnun, það var ekki það Sund sem ekki átti að fá nýja braut, það var ekki sá fjörður sem ekki átti að fá brú og það var ekki það fjall sem ekki átti að bora undir. Svo miklir voru peningarnir. Nú erum Við að skrifa undir 9 sinnum hærri upphæð sem við skuldum vegna útrásarsnillinga sem völsuðu um án eftirlits - Eftirlits þeirra sem áttu að hafa hag þjóðarinnar í heiðri. Viltu greiða af nýju 8 milljón króna láni? Er einhver enn í vafa um stöðu okkar? Þetta eru litlar 2 milljónir á mann eða 8 millj. á hverja venju- lega fjölskyldu. Viltu greiða af nýju 8 millj. króna láni núna? Og þetta er lán sem þú baðst ekki um og fékkst ekki afhent. Hvað gerir þú við þann sem skellir þessu á þig að þér forspurðum? Endurráða manninn strax, er það ekki? Hver er greiðslubyrðin? Og hver eru skilyrðin? Nei, þú færð ekki að vita það strax því það er svo mikið trúnaðarmál! Og menn hneykslast á sögum um maðkað mjöl sem prangað var inn á bláfátækan lands- lýð í einokuninni fyrr á öldum. Og hverjir segjast vera að koma okkur út úr ógöngunum? Eg segi eins og Olafur Ragnar í Dagvaktinni : „Já, SÆLL“ http://eyjapeyji. blog. is Tvö köst við hafnarmynnið Það var kastað eftir hádegi í dag við hafnarmynni Stykkishólms, býsna gott kast eða um 450 tonn. Þá leið tíminn, vorum við að verða vonlitlir um að við myndum fá meira fyrir myrkur. Þegar hann Óli hitti á fína torfu á svipuðum slóðum og fyrr í dag. Sennilega var um að ræða 300 tonn og við því komnir með góðan skammt til að fara með til Eyja. Vorum við lagðir af stað um kvöldmatarleytið og verðum því í Eyjum líklega fyrir hádegi (uppfært eftir hádegi um fjögur) á morgun. Veiði í dag var líkt og áður mjög misjöfn, sumir með fín köst en aðrir minna. Veit að Gísli og strákamir á Kap VE voru með um 800 tonna kast. Við erum hæst ánægðir með okkar hlut í dag. http://www. 123. is/alseyve2/ Eyjamaður vikunnar: Bankinn fer vel af stað Guðjón Hjörleifsson er Eyjamaður vikunnar Það var í nógu að snúast hjá Guðjóni Hjörleifssyni í síðustu viku. Gleðibankinn opnaði við hátíðlega athöfn þegar fimm bæjarstjórar Vestmannaeyja gerðust allir stofnfjáreigendur í þessum andlega heilsubanka. Þá opnaði Ingólfsstofa á bókasafninu en Guðjón er einn ættingja Ingólfs og fjölskylda Guðjóns, vinir og Akógesfélagar sáu um að koma upp búnaði í stofunni. Guðjón er því Eyjamaður vikunnar. Nafn: Guðjón „bæjó“ Hjörleifsson. Fæðingardagur: 18. júní 1955 Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar Fjölskylda: Kvæntur Rósu E. Guðjónsdóttur og eigum við fjögur börn. Sæþór Orra, Silju Rós, Söru Dögg og Sindra Frey. Bamabömin, börn Sæþórs Orra og Karenar Ingu em 3, Birta Sól, Lúkas Orri og Alex Ingi. Draumabíllinn: Porsche. Uppáhaldsmatur: Saltaður og reyktur fýll. Versti matur: Það er nú gallinn við mig, mér finnst allur matur góður og þess vegna er ég svona frjálslega vaxinn. Þurfti oft að klára af diskinum hans Guðna bro þegar hann skildi mat eftir. Uppáhalds vefsíða: heimaey.net og gledibankinn.net, það er svo gaman að sjá nýja félaga ganga í Gleði- bankann. Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Öll íslensk tónlist. Aðaláhugamál: Fjölskyldan, golf og útivera. Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Ég hefði nú viljað fara yfir stöðuna með Gunnari á Hlíðarenda og Guðna Agústssyni sem muna tímana tvenna. Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Elliðaey á fallegu sumarkvöldi Uppáhalds fþróttamaður og íþróttaíélag: ÍBV og Arsenal, Fabregas og svo auðvitað okkar maður, Hemmi Hreiðars, gamall nágranni minn úr austurbænum. Ertu hjátrúarfullur: Já. Stundar þú einhverja íþrótt: Stunda golf eins mikið og ég get, og svo er ég í gönguklúbbunum DODDUNUM, en hefði mátt mæta betur. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir, CSI og House. Hvernig fer Gleðibankinn af stað: Hann fer frábærlega af stað og gaman hvað fólk er jákvætt sem kemur að skrá sig í bankann. Eru margir sem eiga innistæðu: Það eru komnir rúmlega 400 manns í bankann, en bankinn er fullur af gleði, hamingju, bjartsýni og trú á framtíðinni. Vil minna félaga í Gleðibankanum að sækja félagsskírteinin til okkar. Varstu ánægður með opnun Ingóifsstofu: Já, hún tókst mjög vel, en ég áttaði mig ekki á því hversu stórt og verðmætt þetta safn var, fyrr en ég var búinn skoða það betur og bera 3.000 bækur í Kára forstöðumann Byggðasafnsins, sem sá um uppröðun bókanna. Matgozðingur vikunnar: Ljúffengur kjúklíngaréttur Stella Skaptadóttir er matgæð- ingur vikunnar. Hún býður upp á einfalda en bragðgóða rétti þar sem uppistaðan er íslenskt hráefni. Bragðgóður humarréttur 1 kg humar, skelflettur 'Æ meðalstór spergilkálshaus 10 stk. sveppir '/2 blaðlaukur 1 rauð paprika salt og pipar olía til steikingar Sósa 2 dl fiskisoð 2 dl rjómi 100 gr rjómaostur 3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir) 1 msk. sítrónusafi steinselja (ca. 'h búnt) 2 súputeningar Best er að byrja á því að laga sósuna en hráefninu er blandað saman í pott og bragðbætt með Stella Skaptadóttir er matgœðingur vikunnar súputeningi, salti og pipar. Humarinn kryddaður og steiktur í olíu á pönnu. Síðan er hann færður í eldfast mót. Grænmetið skorið í smátt, steikt og sett yfir humarinn. Sósunni hellt yfir og allt bakað í ofninum við 200 gráður í 2 til 3 mínútur. Með þessu er gott að bera fram rist- að brauð, smjör og gott hvítvín. Skyr í eftirrétt 1 dós vanillu KEA skyr (stór dós) 1 peli þeyttur rjómi 3 mars súkkulaðistykki Vínber skorin í helminga (gott að hafa fullt af þeim) Þetta er sáraeinfaldur eftirréttur en best að gera hann 2 til 3 tímum áður en hann er borinn fram. Súkkulaðið skorið smátt og vín- berin í tvennt og blandað út í skyrið. Rjóminn settur varlega saman við. Þetta er síðan sett í skál og skreytt með vínberjum, kíwí og jarðarberjum. Geymt í kæli þar til það er borið fram. Ég skora á Gauta sem nœsta mat- gœðing Frétta. Hann er sérlegur kœfu- og ísframleiðandi að ekki sé talað um rifsberjahlaupið sem hann útbýr. Gamla myndin: Þessi mynd er úr Eykyndilskaffi á sjómannadaginn í KFUM-húsinu, líklega í kringum 1960. Þessar föngulegu konur eru, í neðri röð, frá vinstri: Jóna Guðjónsdóttir, eigin- kona Þórðar meðhjálpara; Ragn- heiður Jónsdóttir á Þrúðvangi; Þuríður Guðjónsdóttir, eiginkona Magnúsar netamanns; Inga Þórðar- dóttir, meðhjálpara. Efri röð, frá vinstri: Viktoría Guðmundsdóttir á Aðalbóli; Margrét Olafsdóttir, eiginkona Hermanns Pálssonar; Guðrún Loftsdóttir frá Vilborgarstöðum; Anna Halldórs- dóttir, Bakkastíg; Guðbjörg Sigurðardóttir, eiginkona Jóns Vigfússonar frá Holti; Sigríður Friðriksdóttir. Kirkjur bazjarins: Landakirkja Fimmtudagur 20. nóvember Kl. 10.00. Mömmumorgunn í Fræðslustofunni. Kl. 20.00. Biblíulestur í fundarher- berginu á efri hæð. Matteusar- guðspjall. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju í kirkjunni. Kl. 20.00. Opið hús í KFUM&K húsinu hjá Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K. Föstudagur 21. nóvember Kl. 13.00. Æfíng hjá Litlum lærisveinum, yngri hóp. Kl. 14.00. Æfing hjá Litlum lærisveinum, eldri hóp. Sunnudagur 23. nóvember Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta með söng og sögum. 6-8 ára starfið á sama tíma. Bangsadagur. Kl. 14.00. Messa með altarisgöngu. Sr. Helgi Hróbjartsson, kristniboði, prédikar og þjónar fyrir altari með sóknarpresti. Fermingarböm lesa lestrana. Kór Landakirkju. Kaffisopi eftir messu. Kl. 15.15. Guðsþjónusta á Hraunbúðum. Kl. 15.30. NTT, 9-10 ára starfið í Fræðslustofunni. Kl. 17.00. ETT, 11-12 ára starfið í Fræðslustofunni. Kl. 17.00. Samvera með sr. Helga Hróbjartssyni í KFUM&K heimil- inu. Gamlir og nýir vinir og allir áhugasamir velkomnir. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K í Safnaðarheimilinu. Mánudagur 24. nóvember Kl. 11.00. Viðtalstími prestanna alla virka daga. Kl. 18.00. Fundur í sóknamefnd. Kl. 19.30. Vinir í bata, 12 spora andlegt ferðalag, í Fræðslustofunni. Kl. 20.00. Vinnufundur hjá Kvenfélagi Landakirkju í Safnaðarheimilinu. Þriðjudagur 25. nóvember Kl. 13.00. Opið hús í Arnardrangi, upphafið að hópastarfmu Heima. Guðný Bjamadóttir, djákni. Kl. 14.30. Fermingarfræðsla. Kl. 20.00. Æfing hjá Kór Landakirkju. Kl. 20.00. Fundur í Æskulýðsfélagi Landakirkju-KFUM&K. Miðvikudagur 26. nóvember Kl. 11.00. Helgistund á Hraun- búðum. Kl. 13.00, 13.45 og 14.30. Fermingarfræðsla. Hvítasunnu- kirkjan Fimmtudagur 20. nóvember Kl: 20.30 Biblíulestur. Laugardagur 22. nóvember Kl: 20.30 Bænastund ...leitið og þér munuð finna. Sunnudagur 23. nóvember Kl: 13.00 samkoma. Allir hjartan- lega velkomnir. Bœnastundir virka daga kl: 7.15 Kyrrðarstundir virka daga kl. 17.00 með Ijúfri tónlist ogfyrirbœn í boði, Drottinn blessi þig. Aðventkirkjan Laugardagur 15. nóvember Kl. 10.30 Samkoma á Brekastíg 17 sem hefst með biblíufræðslu. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.