Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 20.11.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Fimmtudagur 20. nóvember 2008 Ingólfsstofa var opnuð með viðhöfn á sunnudaginn: Að umgangast bækur af ást, virðingu og umhyggju Ingólfsstofa á Bókasafninu var opnuð formlega á sunnudag. Ingólfsstofa er tileinkuð Ingólfi Guðjónssyni frá Oddsstöðum en hann lét eftir sig mikið og dýrmætt bókasafn sem hann áhafnaði Vestmannaeyjabæ eftir dauða sinn. Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafnsins og Guðjón Hjörleifs- son, fasteignasali og ættingi Ingólfs, höfðu l'orgöngu um opnun stofunnar en safn Ingólfs er afar dýrmætt. Akógesfélagar, ættingjar Ingólfs og vinir afhentu formlega búnað í stofuna svo sem hillur, sófa og sýningartjald og gefa einnig væntanleg lesborð. Athöfnin var hátíðleg enda mikil- vægt að gera bækur Ingólfs sýni- legar á safninu. Gunnlaugur Grettisson, forseti bæjarstjórnar afhenti Guðjóni Hjörleifssyni blómvönd sem tók við honum fyrir hönd ættingja Ingólfs. Sigurgeir Jónsson rifjaði upp kynni sín af Ingólfi og Fréttir fengu góðfúslegt leyft til að birla það. Ingólfur frændi -Hann Ingólfur frændi var sérstakur maður. Mjög sérstakur og hnýtti ekki sitt lífshlaup sömu hnútum og aðrir. Ég kynntist honum svo til ekkert fyrr en hann var kominn á efri ár og ég á miðjan aldur. Þó man ég eftir honum, sem kornungur maður, austur á Oddsstöðum. Við fórum nefnilega slundum í heimsókn þangað milli jóla og nýárs og þar var golt og gaman að koma. Líklega hef ég verið sex eða sjö ára í einni slíkri heimsókn og þá var borið konfekt l'yrir gestina. Eitthvað var molinn ekki sem bestur á bragðið sem ég fékk og gamla konan á Oddsstöðum spurði hvort mér hefði ekki líkað molinn. Ég svaraði því til að það hefði verið hálfgert kattarhlandsbragð af honum. Ekki voru foreldrar mínir sérlega ánægðir með þessa einlægni mína og var ég snupraður þegar heim kom fyrir þessa ókurteisi. En Guðjón á Oddsstöðum brosti í kampinn, þótti þetta vel svarað hjá sonarsyninum og Ingólfi fannst þetta svo albragðs fyndið tilsvar að hann hló að því allt kvöldið og minntist oft á þetta seinna meir. Reyndar hittumst við Ingólfur stöku sinnum á námsárum mínum í Reykjavík, hann vann þá á Þjóð- viljanum við iðn sína, prentverkið og innbyrti þar hvort tveggja, stjórnmálaskoðanir og ást á bókum og prentverki. En eftir að hann Hutti aftur til Eyja, ákvað hann að skilja við prentverkið og fara þess í ÞEIR mættu við opnunina, félagar Ingólfs úr Akóges. Sigurgeir, Garðar, Guðjón og Guðjón. stað að vinna í bankanum. Þá kynntumst við eiginlega fyrir alvöru, kannski vegna þess að við höfðum svipaðan smekk fyrir bók- menntum og okkur þótti líka báðum gott koníak. Sumir eiga sér þríeinan guð, fyrir utan þann þríeina guð sem þeir eiga í sinni trú. Til dæmis var sagt um einn ágætan nágranna Ingólfs, að hann ætli sér þríeinan guð fyrir utan þann á himnum. Sú þríeining var bindindissemi, Sjálfstæðis- flokkurinn og Knattspyrnufélagið Týr. En Ingólfur átti sér líka sinn þríeina guð í sambandi við bók- mennlir. Það var Halldór Laxness, Þórbergur Þórðarson og Góði dátinn Svejk. Ég var sammála Ingólfi um Halldór Laxness, aftur á móti hafði ég ekki og hef aldrei haft dálæti á Þórbergi. En Ingólfur kenndi mér að meta Góða dátann Svejk. Ég heimsótti Ingólf oft, bæði í blokkina og ekki síður eftir að hann flutti vestur í hraun. Þá kynntist ég betur ást hans á bókmenntum, bókum og prentverki. Prentverk var í hans augum handverk og þó öllu fremur listgrein. Hann var til dæmis alls ekki sáttur við offset- prentun nútímans, hann vildi prenta bækur upp á gamla mátann, með blýsetningu, þannig að þreifa mætti á og finna fyrir letrinu í bókinni. „Það er handverk," sagði hann. „Hitt er bara verksmiðjufram- leiðsla." Og það var fleira við bækurnar hjá honum frænda mínum sem minnli um margt á þríeinan guð. Það var í fyrsta lagi textinn, sem varð að vera í lagi. í öðru lagi prentverkið og í þriðja lagi bókbandið. Ef þetta þrennt var í lagi, þá var bókin góð að mati Ingólfs. Við Ingólfur áttum sameiginlegan áhuga á bókum og koníaki. En mismunandi þó. Ég lét mér nægja að lesa bækur og var síðan nokkuð sama hvað um þær varð. Fyrir honum voru bækur dýrgripir, ekki síst eftir að hann var búinn að lesa þær. Og það var svipað með koníakið. Hann naut þess að dreypa á því og finna af þvf ilminn. Minn áhugi á þeim göfuga drykk fólst frekar í því að svolgra hann í mig. Ingólfur umgekkst bækur og koníak á fagurfræðilegan hátt, það kunni ég ekki. En Ingólfur hafði líka áhuga á spilum, einkum brids, þótt ekki væri hann jafnsnjall í þeirri íþrótt og bræður hans, þeir Guðmundur og Pétur. Hann var satt best að segja ekki góður bridsspilari, þar var ég honum langtum fremri. En hann hafði svo gaman af að spila að það var ekki hægt annað en að njóta þess að sitja með honum við spilaborðið, jafnvel þótt maður hefði hann sem makker og tapaði. Ingólfur á Oddstöðum var einn þeirra sem eignaðist ekki lífsföru- naut. Þrátt fyrir það lifði hann ekki ástlausu lífi. Ástin í hans lífi var bækurnar, þetta stórbrotna safn sem hann lét eftir sig. Á sama hátt og góður eiginmaður sýnir konu sinni ást, virðingu og umhyggju, þannig umgekkst Ingólfur bækumar sínar. Þegar hann síðan ánafnaði okkur öllum þessum fjársjóði sínum, stóru ástinni í lífi sínu, óskaði hann þess aðeins að þeim yrði áfram sýnd ást, virðing og umhyggja. Það er skylda okkar að sjá til þess að svo verði gjört. GUNNLAUGUR forseti bæjarstjórnar afhendir Guðjóni blómvönd. SIGURGEIR sagði frá kynnum sínum af Ingólfi. FORSPRAKKARNIR Hanna, Anna, Erla og Kolla. Mjög góð aðsókn Árleg kaffisala og handavinnusýning var haldin á Hraunbúðum á sunnudag. Bæjarbúar kunna vel að meta framtakið og nutu þess að skoða fallegt hand- verk, fá sér kaffi og bakkclsi sem starfsfólk Hraunbúða og ættingjar vistmanna sjá um að útbúa. Fullt var út úr dyrum því á fimmta hundrað manns komu við á Hraunbúðum þennan dag. Handavinnan sem eldri borgarar vinna á föndur- stofu Hraunbúða er frábærlega unnin. Til sýnis voru einstök verk og svo voru ýmsir munir til sölu. Hanna Þórðardóttir hefur umsjón með Föndurstofunni og var að vonum ánægð með viðtökurnar því salan hefur aldrei gengið betur. Aðstandendur vistmanna og starfsfólk Hraunbúða gefa bakkelsi sem er á boðstólum og allur ágóði rennur til heimilisins. Kaffisalan gekk mjög vel og mikið um að vera. Stemmningin í húsinu var frábær og gaman fyrir heimilisfólk, eldri borgara, ættingja og vini að gleðjast saman þennan dag. ÖII umgjörð var starfsfólki og eldri borgurum til mikil sóma.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.