Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 Tónlistarskólinn: Ríflega 180 nemendur Frazlðslu- og menningarróð: Kennarar skora á skólamálayfirvöld Guðmundur H. Guðjónsson, skólastjóri Tónlistarskólans gerði grein fyrir skólahaldi Tónlistar- skólans, haustið 2008 á fundi fræðslu- og menningarráðs í síðustu viku. I fundargerð kemur fram að nú stunda 182 nemendur tónlistarnám við skólans og átján nemendur eru á biðlista. Níu kennarar eru við skólann og þar af eru sjö í fullu starfi. I hverri viku eru haldnir tón- fundir á miðvikudögum þar sem nemendur flytja tónlist fyrir áheyrendur. Þá stóðu kennarar Tólistarskólans og nemendur sem stunda söngnám fyrir tónleikum í Safnaðarheimilinu sl. miðviku- dagskvöld. Fræðslu- og menningarráð fundaði á fímmtudag í síðustu viku. Tekið var fyrir er bréf frá kennara- fundi Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar err skorað á skólamálayfirvöld að þau veiti skólastjóra umboð og sjálfdæmi til að aflýsa skólahaldi vegna veðrahams, ófærðar og ann- arra óviðráðanlegra atvika. í fundar- gerð fræðslu- og menningarráðs kemur fram að ráðið telur að skóla- stjóri hafi umboð til að aflýsa skóla- haldi ef þörf krefur og hagsmunir barnanna séu best tryggðir með því aðjreim sé haldið heima. „I skólanámskrá kemur fram að í a| 2 ? M Trnr % • m v u a : :: jli i'g 5 D ; A !| ^ 3 ? i. 51M óveðri eru stjórnendur skólans alltaf í sambandi við lögreglu og ástandið metið, þ.e. hvort ástæða sé til að leggja skólahald niður. Stefna skólans er að leggja ekki niður skólahald nema brýna nauðsyn beri til. Það er þó alltaf foreldra að meta hvort þeir telji rétt að senda böm sín af stað í skólann. Gert er ráð fyrir því að starfsfólk sé ávallt til staðar í skólanum og skólinn hafður opinn til að taka á móti þeim sem þangað komast. í hvert skipti er metið hvort nemendur geti farið fótgangandi á milli skólahúss og íþróttahúss. “ Frumsamið jólaleikrit á fjölum Bæjarleikhússins frumsýnt á laugardag Grýla gerir uppreisn LEIKSTJÓRARNIR Eva Lilja og Alrna. Þegar Næstkomandi laugardag verður frumsýnt nýtt leikrit í Bæjarleik- húsinu en verkið heitir Þegar Grýla gerir uppreisn. Höfundar verksins koma allir úr Leikfélagi Vest- mannaeyja en það eru þær Alma Eðvaldsdóttir, Eva Lilja Árnadóttir, Arndís Ósk Atladóttir og Steinunn Ragnhildur Guðmundsdóttir. Þær Alma og Eva Lilja leikstýra verk- inu ennfremur en alls koma um 70 að sýningunni með einum eða öðrum hætti, þar af um 50 leikarar. Þær Alma og Eva Lilja sögðust vera mjög ánægðar með afrakstur- inn þegar þær settust niður með blaðamanni í vikubyrjun. „Við erum núna að fínpússa þetta en staðan er mjög góð. Æfingarnar hafa gengið alveg ótrúlega vel enda erum við með þéttan og góðan leikarahóp og stóran hóp þar fyrir utan sem gerir það að verkum að þetta gengur eins og smurð vél,“ segir Alma. „Án þess á nokkum sé hallað finnst mér rétt að þakka Gíslínu Dögg Bjarkardóttur fyrir frábært og óeigingjarnt starf og sömuleiðis hafa foreldrar leikara aðstoðað okkur mikið,“ bætir Eva Lilja við. Um hvað fjallar leikritið? „Það fjallar um Grýlu og hennar börn, það er að segja jólasveinana þrettán og allt þeirra hyski. Þarna er jólakötturinn, Leppur, Skreppur og Leiðindaskjóða og að sjálfsögðu Samflot sveitarfélaga gekk frá kjarasamningi við Launanefnd sveitarfélaga í síðustu viku auk þess sem Starfsmannafélag Reykjavíkur- borgar samdi sama dag við samn- inganefnd borgarinnar. Samningar þessara aðila em mjög áþekkir. Starfsmannafélag Vestmannaeyja- bæjar, STAVEY, er aðili að Sam- flotinu og er þar í hópi tólf annarra félaga. Gildistími samningsins er frá 1. desember 2008 til 31. ágúst 2009 með fyrirvara. Ný launatafla tekur gildi frál. desember 2008 og samkvæmt henni hækka launataxtar um 20.300 krónur. Samningur Leppalúði. I stuttu máli þá gerir Grýla uppreisn en leikritið gerist í Vestmannaeyjum. Reyndar er Gáttaþefur sendur norður á Akur- eyri til að finna óþekk börn en börnin í Eyjum eru svo þæg og góð,“ segir Alma og hlær. Æfingaferlið hefur verið langt og strangt, byrjað var í enda október og nú, sjö vikum síðar verður verk- ið frumsýnt. Leikaramir eru allir Starfsmannafélags Reykjavíkur gildir hins vegar frá 1. nóvember. I frétt segir að meðal annarra helstu atriða samningsins sé að orlofsuppbót árið 2009 verður 25.200 krónur og persónuuppbót í desember 2008 verður 72.399 krónur. Réttur foreldra til fjarveru á launum vegna veikinda barna er aukinn úr 10 í 12 daga. Framlag atvinnurekenda til styrktarsjóðs BSRB er aukið í 0,75% og nýtt framlag til endurhæfmgar á að verða öflug stoð til að takast á við vaxandi örorku og styðja þá sem lenda í skertri vinnugetu til áframhaldandi ungir að árum og margir að stíga sín fyrstu skref á leiksviðinu. „Þetta eru leikarar á aldrinum 10 til 25 ára en þau hafa staðið sig ótrú- lega vel. Leikritið er í fullri lengd, einn og hálfur klukkutími auk hlés og upplagt að koma við í leikhús- inu og koma sér í jólagírinn," sagði Eva Lilja. En af hverju var farin sú leið að vera með frumsamið verk og leik- starfa á vinnumarkaði. Framlag til Lífeyrissjóðs starfs- manna sveitarfélaga er aukið um 0,5% í 12% mótframlag vinnuveit- enda. Á samningstímanum á að end- urskoða innleiðingu og framkvæmd starfsmatskerfisins SAMSTARF og áframhaldandi þróun þess. Þá er réttur trúnaðarmanna sem sækja trúnaðarmannanámskeið á vegum BSRB aukinn. Stefnt er að því að atkvæða- greiðslu um samninginn verði lokið 15. desember nk. I vikunni mun kjarasamningurinn verða kynntur félagsmönnum og stýra sjálfar? „Neyðin kennir nöktum konum að spinna. Fjárhagur Leikfélagsins er ekki nógu góður en um leið og við gerum þetta svona, erum við að færa Leikfélagið aftur til þess að vera áhugamannaleikfélag. Fyrir vikið náurn við að setja upp líflega og skemmtilega sýningu sem enginn ætti að missa af,“ segja þær stöllur að lokum. síðan verður kosið um hann á rafrænan hátt, en kosningu á Ijúka fyrir 15 des. „Um samninginn er það að segja að eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag verðum við að vera sátt með samninginn, við vild- um að vísu hafa hann styttri eða 4 mánaða en Reykjavíkurborg sem við erum að semja sameiginlega með f fyrsta skipti, vildi hafa hann lengri eða til loka ágúst, en undir venjulegum kringumstæðum er samið til 4 ára í hvert sinn,“ segir í tilkynningu um samninginn. Sautján með ís- lensku sem annað mál Fanney Ásgeirsgeirsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja, gerði grein fyrir málefnum nemenda í skólanum sem tala annað tungumál en íslensku á fundi fræðslu og menningarráðs. Fram kom að í Grunnskóla Vestmannaeyja eru 17 börn sem tala íslensku sem annað tungumál. Fjöldi nemenda hefur verið mjög sveiflukennd- ur milli ára og hefur aukist frá því á síðasta ári. I skólanám- skrá er að tlnna áætlun um hvernig tekið er á móti nýjum nemendum. Kennsluráðgjafi í nýbúa- fræðslu kemur til ráðgjafar og leitað er til túlka þegar þörf er á slíkri þjónustu. Samningur við Sögu- setur 1627 Formaður fræðslu- og menn- ingarráðs kynnti samningsum- leitanir við Sögusetur 1627 um áframhaldandi rekstur á Byggðasafni Vestmannaeyja. I fundargerð kemur fram að málið er í farvegi og von til þess að samningar náist fyrir árslok. Ráðið lýsti ánægju sinni með safnahelgina þar sem margir menningar- viðburðir voru í boði er voru vel sóttir af bæjarbúum og þakkar Vestmannaeyingum fyrir þátttökuna. Bæjarstarfsmenn semja til 31. ágúst Grunnskóli Vestmannaeyja: Tillaga að merki skólans lögð fram Frazðslu- og monningarráð: Umsóknir um styrki vegna ýmissa mála Tillaga að merki Grunnskóla Vestmannaeyja var lögð fram á síðasta fundi fræðslu og menn- ingarráðs. Merkið er unnið upp úr eldri hönnun sem gerð var fyrir Barnaskólann fyrir nokkrum árum. „Hvíta húsið“ hannaði merkið fyrir Barnaskólann á sínum tíma og gefur nú endurhannaða tillögu að nýju merki fyrir Grunnskóla Vestmannaeyja. Ráðið samþykkti tillöguna og sendir þakklæti til forstöðumanna Hvíta hússins fyrir velvilja í garð Grunnskóla Vestmannaeyja. Fræðslu- og menningarráð tók fyrir styrkumsóknir á síðasta fundi sínum. Ása Sif Tryggvadóttir og Dagný S. Guðmundsdóttir sóttu um styrk vegna fyrirhugaðrar daggæslustarf- semi en ráðið gat ekki orðið við erindinu þar sem það rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar. Lögð fram umsókn frá Helga Thorshamar um styrk fyrir hönd hljómsveitarinnar Afrek vegna stúdíóupptöku á tónlist hljómsveit- arinnar en menningarráð gat ekki orðið við erindinu. Þá var tekið fyrir tilboð fyrir vefslóðina www.sigmund.is frá Smartmedia en afgreiðslu var frestað. Lögð var fram umsókn frá Krist- jönu Stefánsdóttur óperusöngkonu um styrk til að halda tónleika í Vestmannaeyjum. Ráðið samþykkti að greiða ferða- og gistikostnað fyrir allt að 50.000 krónur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.