Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 8
8 Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 Bókin um Stebba Run: Annasamir dagar - Bókakaflar um störf hans fyrir íþróttahreyfinguna, störfín í Vinnslu Um þessar mundir er að koma út bókin Stebbi Run, annasamir dagar og ögurstundir, sem Oskar Þór Karlsson hefur skrifað að mestu eftir munnlegri frásögn Stefáns. Bókin fjallar um æviminningar þessa þekkta Eyjamanns, sem marga fjöruna hefur sopið. Stefán segir í bókinni frá bernsku sinni og uppvexti í Eyjum, störfum fyrir íþróttahreyfinguna og síðast en ekki síst langri starfsævi við fiskvinnslu, sem eru í senn heimildir úr sögu þessarar undirstöðuatvinnu- * greinar Islendinga, en einnig um átök og bitra reynslu hans af starfslokum hans í Vinnslustöðinni. Bókaútgáfan Hólar gefur bókina út og fengu Fréttir góðfúslegt leyfi hennar til að birta kafla úr bókinni. Formaður íþróttabanda- lags Vestmannaeyja Eins og ég hef áður sagt frá þá spilaði ég mikið fótbolta og æfði íþróttir á barns- og unglingsárum mínum. Ég spilaði alltaf með Þór og sat síðan í stjóm félagsins frá árinu 1950, allar götur þar til ég flutti til Keflavíkur, var flest árin gjaldkeri félagsins. Ég hafði aðeins verið heima á Búðarfelli í tvo daga eftir Kefla- víkurdvölina þegar tveir menn knúðu þar dyra. Á tröppunum stóðu þeir Ólafur Jónsson og Jóhann Ólafsson. Erindi þeirra var að falast eftir því við mig hvort ég væri tilbúinn til þess að bjóða mig fram og taka að mér formennsku fyrir Iþróttabandalag Vestmannaeyja á komandi ársþingi félagsins sem halda átti skömmu síðar. Á þessum tíma hafði starf IBV verið í mikilli lægð og raunar varla nema nafnið eitt því fyrrverandi formaður félagsins var þá fluttur úr bænum og hafði engu skilað af sér. Það voru ekki til nein gögn um starf félagsins síðustu ár enda hafði það legið í láginni um nokkurn tíma. Eftir að hafa átt gott samtal við þá félaga þakkaði ég þeim fyrir traustið og sagðist þurfa að taka mér smá umhugsunarfrest. Ég sagðist gera mér grein fyrir að ef til kæmi þá væri ég að taka að mér heilmikið starf. Ég vildi líka ganga úr skugga um hvort mínir nýju vinnuveitendur hefðu eitthvað við það að athuga að ég tæki þetta að mér. Svo reyndist ekki vera. Ég braut svo heilann um þessi mál í nokkra daga og velti þeim vel fyrir mér þar til ég hafði komist að niðurstöðu en þá kallaði ég þá félaga til mín aftur. Ég sagði þeim að ég hefði mótað mér mínar skoð- anir og stefnu og væri tilbúinn til þess að taka þetta starf að mér en þó með vissum skilyrðum. Ég sagðist í fyrsta lagi vilja eiga kost á að tilnefna þá menn í stjóm sem ég kysi að vinna með. Stjórnin yrði auðvitað kosin á aðalfundinum en ég vildi bera fram lista til stjórnar- kjörs ef ég gæfi kost á mér í for- mannskjör því ég treysti á ákveðna menn til þess að starfa með. Ólafur og Jóhann tóku báðir vel undir þetta og töldu engin vandkvæði á að framkvæma það. Síðan sagði ég þeim félögum hvaða menn ég hefði í huga og fann að þeir höfðu miklar efasemdir um val mitt því ég til- nefndi tvo hörðustu andstæðingana úr hvoru félagi. Síðan vildi ég sameina knattspyrnulið beggja félaganna í öllum flokkum til keppni uppi á landi undir merki ÍBV og ráða sérstakan þjálfara til þess. Þeir höfðu enn þá meiri efasemdir um að það fengist samþykkt á ársþinginu. Síðustu árin í Vinnslu- stöðinni Róðurinn í rekstri Vinnslustöð- varinnar var þungur allan 8. áratug- inn vegna verðbólgu og erfíðra rekstrarskilyrða hér heima. Við það bættist sölutregða á afurðum og birgðasöfnun sem var áberandi vandamál hjá fiskvinnslufyrir- tækjunum á þessum árum. Sjálf framleiðsla fyrirtækisins gekk hins vegar vel, var jöfn og stöðug allt árið. Hráefni úr togurunum var nú orðin ákveðin uppistaða í bolfisk- vinnslunni en á haustin var sfldar- vinnslan alltaf stór þáttur í rekstr inum. Hinar miklu vertíðartarnir fyrri ára heyrðu nú sögunni til og sama gilti um þann mikla fjölda aðkomufólks sem komið hafði til okkar á vetrarvertíðir áður fyrr. Aðkontufólki fækkaði mikið eftir því sem árin liðu. I stað vertíðar- tarna komu stórar loðnuvertíðir í febrúar og mars sem sköpuðu miklar annir. Þá frystum við alltaf á skömmum tíma mikið af loðnu og loðnuhrognum. Við höfðum, eins og ég gat um áður, bætt verulega við frystigetuna í Vinnslustöðinni en til þess að auka hana enn frekar gripum við til þess ráðs að setja sérstakan dælubúnað með tilheyrandi á ammoníaksflæðið í frystikerfmu. Við vorum með framúrskarandi vélvirkja í húsinu sem hét Sigurður Sigurbergsson, ungur maður sem sá um vélaverk- stæðið. Hann var líka mjög góður málmsmiður. Baldur Sveinsson og Bjarni Guðjónsson hjá SH sáu um teikningar kerfisins. Sigurður vildi sjálfur takast á við að sjá um þessar breytingar. Ég ákvað að setja þetta verkefni alfarið í hendurnar á honum enda vissi ég að hann væri vel hæfur til þess. Þegar okkur bárust svo teikningarnar frá SH taldi Sigurður sig sjá veilu í teikn- ingunum sem varð til þess að þeir komu á staðinn báðir tveir, þeir Baldur og Bjami. Bjami var vél- stjóri að mennt en Baldur vélaverk- fræðingur. Sigurður reyndist hafa rétt fyrir sér. Hann rak þá báða félagana frá SH á stampinn og teikningunum var breytt í samræmi við álit Sigurðar. Hann sá svo al- farið um að koma dælukerfinu upp og sá sjálfur um smíði á því sem til þurfti. Þetta verk tókst í alla staði mjög vel, afköstin jukust stórlega og orkan nýttist betur sem líka skipti miklu máli því það mátti helst ekki fara upp fyrir þann orkutopp sem við höfðum keypt. En Sigurður er nú látinn, blessuð sé minning hans. Hann lést í mótor- hjólaslysi, var á norðurleið í gegn- um Borgarnes á hjólinu með ungan son sinn á því. Þegar hann var kominn yfir brúna og var að beygja til norðurs skammt frá Hyrnunni þá skrikaði hjólið og féll í götuna svo feðgarnir hentust báðir af því. Sigurður hentist á stálbita sem bar uppi stórt skilti þarna við veginn með fyrrgreindum afleiðingum. Skömmu áður hafði komið þama bíll fullur af möl og misst talsvert af henni niður á malbikið þarna í beygjunni á sama stað og slysið varð. Þessi möl varð orsök slyssins. Sonur Sigurðar lifði slysið af sem betur fer. Höggið sem varð Sigurði að bana var svo mikið að þessi áðurnefndi stálbiti bognaði. Eitt sinn þegar ég var þama á ferð þá spurði ég starfsmennina á bensínstöðinni hvort væri nú ekki hægt að laga þessa beygju á bitanum sem minnti mig alltaf á dauða eins af starfsmönnum mínum. En það hafði ekki verið gert síðast þegar ég vissi til. Talandi um snjalla menn get ég ekki stillt mig um að nefna Elías Björn Angantýsson eða Ella Bjössa eins og hann er alltaf kallaður. Hann kom til okkar strax árið 1974. Það fyrsta sem hann gerði var að rífa niður til grunna og endurnýja eina Baader 99 flökunarvél. Elli Bjössi var ekki í vandræðum með þetta verkefni þótt það væri hans fyrsta verk við Baader-vélar. Elli Bjössi er einn af þeim mönnum sem allt leikur í höndunum á en hann hefur nú mörg síðustu ár verið starfandi sem vélaviðgerðamaður hjá Baader. Bolfiskvinnslan í Vinnslustöðinni var tiltölulega jöfn yfir árið og humarvinnslan bættist við yfir sumartímann. Fyrirtækið var vel mannað, mannahald stöðugt og að mestu sama verkstjóralið með okkur ár eftir ár sem skipti gríðarlega miklu máli. Strax upp úr 1980 fór reksturinn að ganga betur, verðbólga hér innanlands sló að vísu öll met á því ári en á móti kom að verð á sjávar- afurðum var hagstætt og salan gekk mjög vel, sérstaklega f Bandaríkj- unum. Við nutum þess lfka að doll- arinn varð mjög sterkur snemma á níunda áratugnum. Síðast en ekki síst voru þessi fyrstu ár níunda áratugarins gjöful aflaár og framleiðslumagnið hjá okkur jókst að sama skapi. Rekstur- inn gekk því þokkalega og sú tölvu- væðing, sem við tókum í gagnið og ég áður nefndi, reyndist okkur vel og með árunum gerðum við það enn þá fullkomnara. Nú gátu starfs- mennimir, sem framkvæmdu skoðanir á afurðum og skráðu nýtingu og afköst, skráð þessar upplýsingar beint inn á lyklaborð, eða tölvubretti eins og við kölluðum það, þannig að allar þessar upp- lýsingar söfnuðust strax á einn stað til Ásmundar yerkstjóra sem sá um þennan þátt. Ásmundur hætti svo 1984 og þá tók Viðar Elíasson við hans hlutverki. Á þessum árum voru að byrja að eiga sér stað miklar breytingar á fyrirkomulagi í fiskvinnslu með Róðurinn í rekstri Vinnslustöðvarinnar var þungur allan 8. áratuginn vegna verðbólgu og erfíðra rekstrarskilyrða hér heima. Við það bættist sölutregða á afurðum og birgðasöfnun sem var áberandi vandamál hjá fiskvinnslufyrirtækjunum á þessum árum. -E

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.