Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 04.12.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 4. desember 2008 11 Kári Bjarnason safnvörður - Hugleiðingar: Sjóður Sagnheima - Ingólfsstofa Frábærir franskir tónar Hér hvatar nýr kálfur för sína. Ætlunin er að aðra hverja viku birtist hugleiðingar undirritaðs um efni er tengist sagnasjóði Vest- mannaeyja eða þeim nýja Sagn- heimi er Safnahúsið mun brátt íklæðast. Með reglulegu millibili verður jafnframt ritað um skáld vikunnar eða myndir úr safni Kjartans birtar á sama vettvangi. Að öðru leyti verður frá og með áramótum hvoru tveggja skáld vikunnar og myndir af okkur óþekktum birtar á netinu og gerðar aðgengilegar í Safna- húsinu. Efni þessa dags er bókasafn Ing- ólfs Guðjónssonar frá Oddsstöðum. Þökk sé samstarfi okkar Guðjóns Hjörleifssonar, velvilja ættinga hans og vina bæði úr Akóges og víðar að, þetta langmerkasta safn í Bókasafninu er nú orðið aðgengi- legt í lokuðu rými sem kennt er við Ingólf og kallað Ingólfsstofa. Ingólfsstofa er jafnframt lesstofa safnsins, þar eru tvö borð fyrir gesti, þráðlaust netsamband og annað sem heyrir til venjubund- innar lesstofu með einni góðri viðbót. í Ingólfsstofu hefur verið komið fyrir forláta nýjum sófa, sem ættingjar hans hafa geftð til minn- ingar um góðan dreng og mikinn bókamann. Það er mér sérstakt gleðiefni að safn hans skuli loks vera öllum sýnilegt og að bókagjöf hans skuli nú vera sá sómi sýndur er vera ber. Eg vil nota þetta tækifæri til að þakka öllum er gerðu 10 ára dánar- dægur hans eða ártíð svo eftir- minnilegt sem varð. Fer þar fremstur vinur hans og ættingi, Guðjón Hjörleifsson. I síðustu Fréttum var vönduð umfjöllun um Ingólfssafnið og þann bautastein er reistur hefur verið á safninu honum til heiðurs og er vísað til þeirrar umfjöllunar að öðru leyti um að- draganda þessa góða máls. Skal þess í stað vikið nánar að safni Ingólfs. Að hálfu verður safn hans lokað af með gleri fyrir fram- KÁRI: Safnið geymir um 3000 bækur og er þeim öllum komið fyrir í Ingólfsstofu. Hluti af safninu er í tvö- faldri hillu (um fimm hillumetrar) og eru þær bækur er aftar standa ritraðir er víða fást, s.s. Árbók Landsbókasafns; smáprent ýmiss konar (þó ekkert fágætt) og algeng rit. an hillumar. Einu sinni á ári - á þeim laugardegi er næstur fellur dánardægri hans munum við hafa safnið opið og aðgengilegt til skoð- unar. Jafnframt mun verða efnt til dagskrár í Ingólfsstofu er tengist með einum eða öðrum hætti Ingólfi og bókasafni hans. Er þar af nógu að taka enda safn hans víða fágætt. Safnið geymir um 3000 bækur og er þeim öllum komið fyrir í Ing- ólfsstofu. Hluti af safninu er í tvö- faldri hillu (um fimm hillumetrar) og eru þær bækur er aftar standa ritraðir er víða fást, s.s. Árbók Landsbókasafns; smáprent ýmiss konar (þó ekkert fágætt) og algeng rit. Um helmingur safnsins er í ólæstum hillum. Eru þar bækur sem víðar eru til, ævinlega í forlags- bandi og annað sambærilegt. Bjóramir em í þeim helmingi er vísar vestur. Þær hillur verða í gler- skápum. Þar fer saman fágætt band, fágætar bækur og frumútgáfur. Ég hef ekki enn kannað safnið til allrar hlítar. En svo vel þekki ég það að ég get fullyrt að það á sér fáa jafn- oka. Islendingasagnaútgáfa^ Sigurðar Kristjánssonar, Lýsing Islands Þor- valdar Thoroddsens, Stefán Olafs- son Jóns foma eða bækumar hans Styrr Stofuglamms eru nokkrar perlur sem ég handfjallaði er við Guðjón þrumuðum safninu upp og ég sat svo yfir í meiri ró er dag- skránni var lokið og aðrir höfðu kvatt. Ég hefði getað nefnt allt aðrar bækur með sömu einkennum: Fágæt rit til í heild sinni, fullkomin eintök og ævinlega frumútgáfur. Ingólfur hefur verið það sem kallað er óforbetranlegur bókavinur, hann hefur lagt alla ástríðu sína, metnað og langlundargeð í að finna og hlúa að fágætum bókum, sérstökum útgáfum eða ákveðnum söfnum. í þjóðfræði eru ótrúlega margar fágætar útgáfur og ævinlega heilar. Blöndu skortir ekki 9. bindið, nafnabindið, eins og víða er; Is- lenskir sagnaþættir eru þarna með öllum sínum mörgu kynlegu kvistum og Sögur fjallkonunnar era fagurlega innbundnar í heild sinni. Hér vantar ekkert í. Ljóðasöfn eru hér mörg. Bensi er með sína Dægradvöl í frumútgáfunni frá 1923 og heildarsafn kvæða hans einnig. Elstu innlendu skáldsög- unum hefur öllum verið gersópað saman á langri bókamannsævi. Það verður mér hvatning að gera svo vel við þetta góða bókasafn sem vinir og ættingar hans hafa stofnað til á þessum tímamótum. I þriðja sinn bauð Annika Tönuri, söngkennari við Tónlistarskólann, upp á nemendatónleika í Safnaðar- heimilinu á miðvikudaginn var. Að þessu sinni var viðfangsefnið frönsk tónlist, bæði rómantísk og impressíónisk. Fyrirferðarmestir í þeim hópi voru tónskáldin Chopin, Debussy og Bizet en einnig kom Offenbach við sögu sem og Cecile Chaminat. Að þessu sinni voru það fjórir af nemendum Anniku sem komu fram, þau Auður Ásgeirsdóttir, Inga Þórarinsdóttir, Rúnar Kristinn Rúnarsson og Valgerður Guðjónsdóttir. Þá komu einnig tveir af kennurum Tónlistarskólans fram, Stefán Sigurjónsson sem lék á klarinett í þremur lögum og svo Védís Guðmundsdóttir flautu- leikari. Þá var Annika sjálf í stóra hlutverki, sat við flygilinn allan tímann sem undirleikari, auk þess sem hún ílutti einleiksverk. Frönsk tónlist er einkar áheyrileg enda hljómuðu mörg stef kunnug- lega í eyrum þetta kvöld. Hápunkturinn var líklega flautu- konsert eftir Cecile Chaminat, einu konuna í tónskáldaflóra þessa kvölds. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verkið er flutt hér á landi og verkið er hið skemmtilegasta. Ekki skemmdi hnökralaus flutn- ingur þeirra Anniku og Védísar, tveggja frábærra hljómlistarmanna. Þá var lokaverk tónleikanna, kunn- uglegt verk eftir Debussy, í flutn- ingi Anniku, einkar áhrifamikið. Ekki er á neinn hallað þótt sérstaklega sé minnst á eina karl- manninn í flytjendahópnum þetta kvöld. Rúnar Kristin Rúnarsson. ÞAU komu fram, Védís, Stefán, Valgerður, Auður, Inga, Rúnar Kristinn og fyrir neðan Fríða og Annika. Hann skilaði sfnu verki einstaklega vel og áreynslulítið og söng blaðalaust á nær lýtalausri frönsku. Rúnar er með mjög lýriska rödd og þessi tónlist virðist henta honum afar vel. Söngkonumar þrjár skiluðu sínu líka prýðisvel og hið sama má segja um Stefán skósmið í tveimur lögum úr Carmen og einu eftir tónskáldið stórskemmtilega, Offenbach. Hólmfríður Sigurðardóttir, bústýra Tónlistar- skólans og leikkona af guðs náð, sá um kynningar kvöldsins á sinn létta og einlæga hátt. En í aðalhlutverki þetta kvöld var upphafsmanneskjan að öllu saman, Annika Tönuri. Þarna kom berlega í Ijós hvílíkur happafengur það var fyrir Tónlistarskólann að fá þessa eistnesku tónlistarkonu til starfa hér. Hún er frábær konsertpíanisti og á einnig miklar þakkir skilið fyrir þann brennandi áhuga sinn að kynna okkur það besta úr tónbók- menntum heimsins. Skrifara fannst það eitt vanta á að hún leyfði áheyrendum einnig að heyra hve góð söngkona hún er en hún var um árabil fastráðin við Operuna í Tallinn í Eistlandi auk þess sem hún hélt tónleika víða um heim. En þetta voru nú reyndar nem- endatónleikar og kannski vill hún ekki skyggja á nemendur sína sem er þó ekki ástæða til, þar sem þeir sýndu þetta kvöld að Annika er að gera einkar góða hluti hjá okkur í Vestmannaeyjum. Þetta var sérdeilis ánægjuleg kvöldstund, það eina sem skyggði á var hve kalt var í Safnaðar- heimilinu, svo kalt að píanistinn þurfti undir lokin að fá handanudd að hætti Strandamanna til að fá yl í puttana. Kannski eru þetta bara áhrif heimskreppunnar sem farin eru að virka á þennan hátt. Ef þau áhrif verða þó ekki alvarlegri en spamaður í kyndingu, þá hljótum við að lifa það af. Sigurg. í ýmsu að snúast hjá lögreglu: Kör á flugi, fíkniefni og skemmd- arverk Það var í ýmsu að snúast hjá lögreglu í vikunni sem leið, eins og er reyndar er búið að vera undanfarnar vikur. Að vanda þurfti Iögreglan að aðstoða fólk til síns heima sökum ölvunará- stands þess. Lögreglan fékk fjórar til- kynningar um fok vegna hvass- viðris sem gekk yfir Eyjamar á fimmtudagskvöldið og aðfara- nótt föstudags. Var helst um að ræða fískikör sem höfðu fokið. I einu tilviki fauk kar á bifreið sem skemmdist. Stúlka um tvítugt var stöðvuð á flugvellinum í Vestmannaeyjum og reyndist hún vera með um 2 grömm af amfetamíni meðferðis. Hún viðurkenndi að eiga efnið og telst málið upplýst. Tvö skemmdarverk voru til- kynnt í vikunni. I öðru tilvikinu var um að ræða skemmdir á glugga í Félagsheimilinu Rauða- gerði að talið er að kvöldi 24. nóvember sl. eða aðfaranótt 25. nóvember sl. Jafnframt hafði verið farið inn í húsið og skrúfað frá vatni inni á salerni þannig að það flæddi þar um. Éitlar sem engar skemmdur urðu þó. Ekki er vitað hver eða hverjir þarna voru að verki en lögreglan hvetur þá sem einhverjar upplýsingar hafa um þetta að hafa samband. í hinu tilvikinu hafði verið brot- ist inn að Vestmannabraut 22 undir morgun þann 30. nóvember sl., með því að brjóta upp hurð jafnframt sem rúða hafði verið brotin. Höfðu þeir sem þarna voru að verki valdið nokkrum skemmdum innandyra. Lögreglan hefur upplýsingar um hverjir þarna voru að verki og er málið í rannsókn. Einn fékk að gista fangageymslu lögreglu um helgina en hann hafði verið til óþurftar á veitinga- staðnum Lundanum aðfaranótt 29. nóvember sl. Þrjú umferðaróhöpp voru til- kynnt lögreglu í vikunni. Engin slys á fólki urðu í þessum óhöpp- um en eitthvert tjón á ökutækjum. Þrettánd- inn sam- kvæmt dagatalinu Ákvörðun var tekin á fundi þrett- ándanefndar ÍBV í síðustu viku um að þrettándinn 2009 verður haldinn þriðjudaginn 6. janúar á þrettándanum sjálfum, og hefst kl. 19.00. í frétt frá ÍBV segir að umræða hafi verið um breytingar og færa hátíðina til laugardagsins 10. „Það fór hins vegar ekkert á milli mála að Grýla, Leppalúði og jólasveinarnir þrettán höfðu haft eitthvert veður af þessu. Það hvein og söng í Hánni hér skammt frá, þar sem þetta hyski býr allt saman. Menn þóttusl heyra á Grýlu gömlu, sem lætur í sér heyra ef henni mislíkar, að svona breytingar væru henni ekki að skapi. Já, hún Grýla gamla er íhaldssöm eins og flestir Eyja- menn. Leppalúði og jólasvein- arnir þora ekki annað en hlýða, og þar við situr,“ segir í frétt frá ÍBV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.