Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Síða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009 Skemmdir á bíl og brotin rúða Það var frekar rólegt hjá lög- reglu í vikunni sem leið og ekkert alvarlegt sem kom upp. Nokkrar tilkynningar bárust þó lögreglu vegna ölvunar og stympinga en engin eftirmál hafa orðið vegna þeirra. Tvö skemmdarverk voru til- kynnt til lögreglunnar í vikunni sem leið og var í öðru tilvikinu um að ræða skemmdir á bif- reið. Hún hafði verið rispuð aftan við vinstri afturhurð. Talið er að skemmdirnar hafi verið unnar aðfaranótt 10. júlí sl. þar sem bifreiðin stóð við Ásaveg 21. I hinu tilvikinu var um að ræða rúðubrot í húsi Drífanda- stéttarfélags að Mistræti 11 en rúðan mun hafa verið brotin aðfaranótt 11. júlí sl. Þar sem engar upplýsingar eru um hverjir eru gerendur í þessum tveimur tilvikum óskar lögreglan eftir því að þeir sem eitthvað vita um hverjir þarna voru að verki, hafi samband við lögreglu. Tvo ohopp í umferð- inni Tvö umferðaróhöpp voru til- kynnt lögreglu í vikunni og var í báðum tilvikum um minni- háttar óhöpp að ræða og engin siys á fólki. Sex kærur liggja fyrir vegna brota á umferðarlögum. I fjórum tilvikum er um að ræða kærur vegna vanrækslu á að nota öryggisbelti í akstri. Þá liggur ein kæra fyrir vegna hraðaksturs og ein vegna ólög- legrar lagningar ökutækis. Ný lög valda taugatitringi meðal stofníjáreigenda í sparisjóðunum: Heimilt að lækka stofnfé -Vitum lítið um framhaldið - Líklegt að tekið verði mið af stöðu hverrar fjármálastofnunar fyrir sig, segir Ólafur Elísson, sparisjóðsstjóri FRÁ fundi stofnfjáreigenda sem geta tekið ákvörðun um lækkun stofnfjár. Ný lög um fjármálafyrirtæki voru samþykkt á alþingi sl. föstudag. Talsverða athygli hefur vakið að lögin kveða á um að stjómir spari- sjóða geta lagt til að fundur stofnfjáreigenda taki ákvörðun um lækkun stofnfjár. Hefur þessi umræða valdið nokkrum taugatitr- ingi meðal stofnfjáreigenda í spari- sjóðum víðs vegar um land sem margir hverjir hafa lagt talsvert fé í sparisjóði landsins. Þegar Ólafur Elísson, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Vestmannaeyja, var spurður út í breytingarnar sagði hann lagabreytinguna tvíþætta. Hún opnar vemlega á heimildir spari- sjóða um víðtækt samstarf sín á milli og einnig er búið að heimila lækkun á stofnfé sem fyrir er í sjóðum þar sem rikið kemur inn með nýtt stofnfé. „Því miður hafa ákvæðin um aukið samstarf fengið litla umfjöllun í fjölmiðlun og á þingi en mér finnst þau mjög mikilvæg," sagði Ólafur og á þar við að sparisjóðum er m.a. heimilt að hafa ráðgjöf um áhættu- stýringu, rekstur upplýsingakerfa, bókhald, greiningu og skýrslugerð til eftirlitsstofnana, lögfræðiráðgjöf, vömþróun og markaðssamstarf um sameiginleg vömmerki, innlend og erlend greiðslumiðlun og þjónustu við erlend viðskipti o.fl. „Lögin gera einnig ráð fyrir að stofnfáreigendafundur geti tekið ákvörðun um lækkun stofnfjár til jöfnunar taps sem ekki verður jafn- að á annan hátt. „Það hlýtur að vera mismunandi eftir stöðu sparisjóða hvernig þetta verður gert. Neyð- arlögin vom sett í byrjun október og þann 18. desember voru gefnar út reglur um hvaða skilyrði sparisjóðir þyrftu að uppfylla til að ríkið kæmi inn með aukið stofnfé. Fjármálastofnunum var gefinn kost- ur á að koma með athugasemdir við drög að nýjum lögin og stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja skilaði sínum sjónarmiðum. Snemma í mars sótti Sparisjóðurinn eftir auknu stofnfé frá ríkissjóði. Fjár- málaráðuneytið hefur umsókn Sparisjóðsins til meðferðar og hefur skoðað stöðu sjóðsins ýtarlega en við höfum ekki fengið viðbrögð ennþá frá ráðuneytinu um 20% stofnfjárframlag en sennilega var beðið eftir að nýju lögin tækju gildi,“ sagði Ólafur og var í fram- haldinu spurður hvort hann teldi lík- legt að stofnfé Sparisjóðs Vest- mannaeyjar yrði fært niður. „Við vitum lítið um framhaldið en mér finnst líklegt að tekið verði mið af stöðu hverrar fjármálastofnunar fyrir sig,“ sagði Ólafur og átti von á að málin skýrðust fljótlega. Þrjár hollenskar skútur voru í höfn í Eyjum á mánudaginn og ein norsk. Ein þeirra, Songo d'Oro, kom hingað til þess að láta athuga með sinkið á botni skútunnar. Upphafið er að eigandinn, Holl- endingurinn Henry, hitti tuðru- farana frá Eyjum í Færeyjum Bauð hann þeim um borð og þegar 14 voru komnir um borð til hans var skútan sigin eins og loðnudallur. Meðal þeirra voru Smári Harðarson, kafari og Snorri Jónsson. Henry þurfti að láta skipta um sink á skútunni og var Smári tilbúinn að redda því fyrir þennan nýjasta vin Vestmannaeyja. Smári stóð við orð sín og ekki voru sinkin illa farin en Smári hreinsaði gróður af botnsjám mælitækja skútunnar. Hollend- ingurinn Henry þakkaði fyrir sig með því að taka fram ferðagrill sitt og grillaði kjöt handa Smára. HENRY, Smári og Snorri og skútan Songo d'Oro sem útleggst sem Óskagullið. Hugur í Hressófólki - Hver missir mest? Nú er mikill hugur í Hressófólki. Átak í gangi og allir leggja sig fram um að komast í form fyrir þjóð- hátíð. Þátttakendur, sem eru 32, eiga nú í harðri baráttu um hver missir mest enda vegleg verðlaun fyrir sigurvegarann. Átakið stendur í rúman mánuð og lýkur 24. júlí. Ónafngreind kona, á besta aldri, mætir í ræktina tvisvar á dag og æfir úti þess á milli. Enda lætur árangurinn ekki á sér standa og kílóin fjúka og er hún við það að vera í einu af fimm efstu sæt- unum. Ef hún sigrar í keppninni verður hún til sýnis í Dalnum um þjóðhátíð og verður það þá auglýst síðar. Karlamir gefa heldur ekkert eftir og em sömuleiðis í toppsætunum. Þeir eiga það til að mæta í varma- fötum og vatnslausir á æfingar en gefa lítið upp um æfingaprógrömm og mataræði. Bryddað hefur verið upp á ýms- um nýjungum á Hressó, m.a. em sportbúðir í gangi, 40 mínútna brennslutímar, tekið er sérstaklega á iðkendum í hádegistfmum hvort sem er í tækjatímum eða hjólatím- um. Viðskiptavinir hafa því nánast aldrei vitað á hverju þeir ættu von enda herðir það þá sem vilja sem fyrst komast í form. T.d. geta þeir allt eins verið í pallapúli í Skvísusundi áður en við er litið eða eitthvað annað álíka spennandi. Fólkið sem stundar Hressó er því sífellt að bæta heilsuna þar sem hreyfing og hollt mataræði er lykil- atriði. Frá Hressó.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.