Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Síða 7
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009
7
Arnar Einarsson er ekki sáttur við þjóðhátíðarlagið 2009:
Lagið er skömm og skandall
Húmorískur, svo ekki sé meira sagt,
fyrirsagnarhöfundur í síðustu
Fréttum, þar sem hann talar um að
nýr tónn sé sleginn með lagi og
texta lagsins. Það er svo sannarlega
gert.
Þegar ég skrifa þennan texta skal
ég fúslega viðurkenna að ég er
ennþá reiður. Kannski ekki eins
reiður og þegar ég las textann fyrst
á miðvikudagskvöldið 7. júní. Ég
varð svona reiður fyrir það að fyrir
framan mig lá nýsaminn texti
þjóðhátíðarlags 2009. Hann lá
þama eins og framúrskorinn kinda-
skrokkur. Oft hef ég litið augum
frumsaminn texta að þjóðhátíðar-
lagi Vestmannaeyja og oft hef ég
hugsað til þess að mig langaði til
að vera í þeim hópi en það hefur
aldrei orðið og eftir þá hörmung
sem ég hef nú séð langar mig ekki
lengur til þess.
Þessi kveðskapur er svo langt
fyrir neðan allar hellur að hann er
varla bömum bjóðandi, hvað þá
fullorðnu fólki. En eftir að hafa séð
þá staðlausu andskotans vitleysu
sem á raun ekkert skylt við eitthvað
sem heitir kveðskapur. Á varla
nokkuð skylt við Ijóðagerð og
reyndar hefði einhverjum dottið í
að væri restin af drullunni sem
Bubbi hraunaði með yfir Vest-
mannaeyinga þegar björgunar-
sveitarmenn drógu hann í land,
skíthræddan og blautan á tánum.
Og þá ef til vill til að redda fyrir
öðram átta hundruð þúsundum fyrir
20 mínútur eða svo.
Kóngurinn hlýtur að hlakka til að
gera upp eftir þessa þjóðhátíð ef
gert verður upp í 20 til 30 mínútna
búntum.
Jæja, nú skulum við kíkja aðeins á
kveðskapinn og þá vil ég nú byrja á
því að segja: „Guð minn góður.“
Þarna fer í fyrsta lagi maður sem
veit ekkert um fólk í Eyjum og
varla von ef hann hefur verið á því
skekkjustigi sem hann hefur marg-
sagt að hann hafi verið á þegar
hann samdi ísbjamarblús og
hausaði einhverjar milljónir tonna.
Eirík frænda minn hest þekkir
hann sennilega best úr kvikmynd-
inni Nýtt líf og ég held að ég þyrði
að veðja um að hann veit nákvæm-
lega ekkert um Magga mann og
jakkafarir hans. En auðvitað er til
eitthvað sem heitir skáldaleyfi og
skiptir engu hvort Maggi sló einn
eða tíu.
Síðan skulum við sjá hvað það er
sem heldur ljóðinu saman og víst
verður það að teljast fallegt þar sem
þú japlar 28 sinnum á orðunum,
Eyjan mín, Eyjan mín fagra og
græna. Andsk... þetta verður bein-
líns Ijótt.
Og svo kemur sagnfræðin. Farið
er í gegnum söguna allt til ársins
1627 þar sem aflað er gagna og
efnis og þá kemur í ljós að hund-
tyrkinn ætlaði að drepa okkur öll,
til happs að þeir Nínonar, Sibbi og
Stjáni voru enn á fótum. Jóel á
Danska Pétri reddaði því vegna
þess að hann hafði ekki vaknað
almennilega til að ræsa liðið. En
svo kom það í Ijós að á Magnús
mann hafði runnið slíkur berserks-
gangur að Tyrkir máttu undan láta,
austur Urðir og Hauga.
Og svo að lokum nýyrðin þar sem
sást til Bjarnar í Klöpp í hávaða-
samræðum við hnúana á sér. Þetta
orð má finna í Nýyrðabók Árna
Johnsen þar sem fjallað er um box-
högg að íslenskum sjómannasið.
Svei mér þá, ég vona að lagið eyði-
leggi ekki þjóðhátíðina fyrir
fleiram en mér.
Hins vegar hefur einhver sagt mér
að það sé borgað fyrir þetta og
myndi ég vilja biðja þjóðhátíðar-
nefnd um að segja mér frá hvað
hafandi væri upp úr krafsinu.
Hins vegar læt ég ekki af þeirri
skoðun minni að lagið er skömm
og skandall.
Með kveðju og gleðilega þjóðhátíð.
Arnar Einarsson.
Dvelur sem stendur á lyfjadeild
Heilsugœslunnar Vestmannaeyjum.
Tennisgolf - Hugmynd Tryggva Hjaltasonar fyrir almenningssjónir:
Heimsmeistaramót í Eyjum á laugardaginn
Á laugardaginn, 18. júlí fer fram
heimsmeistaramót í tennisgolfi í
Vestmannaeyjum. Þetta er ný íþrótt
sem Tryggvi Hjaltason er upphafs-
maður að. Eins og nafnið bendir til
er tennisgolf sambland af tveimur
íþróttagreinum og gengur út að slá
tennisbolta með golfkylfu. Tryggvi
segir að mótið á laugardaginn standi
undir nafni sem heimsmeistaramót,
heimsmeistari verði krýndur og veitt
verðlaun fyrir 2. og 3. sæti ásamt
ýmsum aukaverðlaunum.
Hugmyndina að tennisgolfinu
segist Tryggvi hafa fengið þegar
hann árið 2007 var að horfa á sjón-
varpsþáttinn Nýgræðingar, Scrubs,
þar sem persónumar vora að slá
tennisbolta með golfkylfum. „Þá
datt mér í hug að þarna væri kominn
vísir að nýrri íþrótt. Ég fór að reyna
þetta með golfkylfu sem Kjartan
Oskarsson hafði gefið mér og fór að
búa til reglumar," segir Tryggvi.
Á heimsmeistaramótinu mun verða
leikið á svæðinu ofan við Safna-
húsið og niður á Stakkó þar sem
sviðið er endapunkturinn. „Þetta
gengur út á að fara á sem fæstum
höggum og leyft er að taka eitt högg
með tennisspaða á hverri braut. Há-
marksfjöldi keppenda á heimsmeist-
TRYGGVI
FLOTT sveifla.
LOGO íþróttarinnar.
aramótinu kemur til með að verða
30 og eru öllum velkomið að skrá
sig, en þegar þetta er skrifað eru
aðeins örfá pláss eftir. Takist það
verður keppt í fimm sex manna
riðlum, þá taka við undanúrslit og
loks úrslit.“
Tryggvi segir tennisgolfið íþrótt í
þróun og m.a. sé Eyjamaðurinn, Ey-
þór Björgvinsson að þróa kylfu sem
gæti hentað betur en golfkylfa. „Ég
er mjög bjartsýnn á framtíð íþrótt-
arinnar. Við byrjuðum í Vest-
mannaeyjum og erum núna búnir að
færa út kvíarnar til Reykjavíkur. 1
dag eru um 150 manns sem hafa
prófað að spila tennisgolf. Þeim á
eftir að fjölga því þetta er spennandi
íþrótt eins og Eyjamenn og gestir
munu fá að kynnast á laugar-
daginn," sagði Tryggvi að endingu.
Ég vil einnig þakka öllum þeim
sem hafa aðstoðað Tennisgolf sam-
bandið með gjöfum eða styrkjum.
Miðstöðin fær sérstakar þakkir og
einnig má ekki gleyma Unnari Gísla
Sigurmundssyni, nýbökuðum föður,
Daníel Steingrímssyni og Eyþóri
Björgvinssyni en þeir hafa allir
verið ómissandi í undirbúningi
þessa móts og þróun íþróttarinnar.
Upplýsingar um mótið og reglur
íþróttarinnar er að finna á http://ten-
nisgolf.blogcentral.is/.
Vel heppnuð orlofsferð húsmæðra úr
Eyjum
við í Þingeyrarkirkju en þar var
mættur Erlendur frá Stóra Giljá og
sagði hann okkur sögu kirkjunnar.
Það vora síðan þreyttar en ánægðar
konur er héldu heim á leið með
honum Herjólfi á sunnudags-
kvöldið.
Agústa Hulda Amadóttir.
Að þessu sinni fóra tuttugu og átta
konur úr Vestmannaeyjum í orlofs-
ferð húsmæðra. Var ferðinni heitið
norður á land á Húnavelli í Húna-
vajnssýslu þar sem við gistum.
Á leiðinni norður var komið við á
gróðrarstöðinni Grenigerði rétt fyrir
utan Borgames sem er í eigu
danskra hjóna, þeirra Páls og Ritu.
Þau búa til skartgripi úr homum
sem þau selja síðan, en vörar
þeirra gerðu mikla lukku meðal
kvennanna.
Við komuna norður beið okkar
dýrindis kvöldverður, eftir hann
fyrirlestur um listaverk Baltasars
Samper sem staðsett er í anddyri
hótelsins. Veggmyndin sýnir at-
burði í Vatnsdælu.
Fyrirlesturinn hélt Guðrún Bjama-
dóttir sem var kennari við Húna-
vallaskóla. Á laugardeginum beið
okkar síðan skoðunarferð um
Húnavatnssýslu sem Anna Margrét
Valgeirsdóttir, dóttir Erlu og
Valgeirs, hafði skipulagt fyrir komu
okkar og má segja að hún hafi sýnt
okkur rjómann af sýslunni eða að
minnsta kosti austurpartinn. Farið
var á Hafíssetrið á Blönduósi og til
Skagastrandar. Þaðan lá svo leið
okkar yfir á Reykjaströnd í Skaga-
firði þar sem sjálfur Drangeyjar-
jarlinn, Jón Eiríksson, tók á móti
okkur og sagði okkur frá Gretti og
Grettislaug en verið er að byggja
upp betri aðstöðu fyrir ferðamenn
við laugina.
Eftir þetta var keyrt á Sauðarkrók
og síðan endað heima hjá Önnu
Margréti á Blönduósi. Hún bauð
okkur uppá kaffi og kökur.
Á sunnudeginum var síðan haldið
heim á leið og á leiðinni var komið
MINNA af síli er talin ein
ástæðan fyrir lélegum
varpárangri lundans í Eyjum.
Talsvert
af síli frá
Pétursey
að Vík
-Það mesta sem við
höfum fengið til þessa,
segir Valur Bogason við
Morgunblaðið - Við
Eyjar sást talsvert
minna af síli en við Vík
Morgunblaðið segir frá frá sand-
sílaleiðangri Hafró sem er hálfn-
aður þetta sumarið. Búið er að
safna gögnum við Ingólfshöfða
og frá Vestmannaeyjum að Vfk.
Nú er verið að rannsaka á
Faxaflóa og síðan verður haldið í
Breiðafjörð. Leiðangrinum lýkur
á föstudaginn kemur. Þá tekur við
úrvinnsla gagna. Reiknað er með
grófum niðurstöðum f næstu viku
og nákvæmri niðurstöðu síðar.
Morgunblaðið segit þetla fjórða
sumarið sem Hafrannsóknastofn-
un rannsakar sandsíli við landið
sunnan- og vestanvert. Stofn
sandsílis hefur verið að veikjast
síðustu ár, lfklegasta skýringin er
afrán og við það bætist að ár-
gangar 2005 og 2006 voru mjög
lélegir.
Valur Bogason, útibússtjóri Haf-
rannsóknastofnunar í Vestmanna-
eyjum, sem stýrir rannsókninni,
sagði við Morgunblaðið að sér
sýndist í fljótu bragði að 2007
árgangurinn væri uppistaðan í því
sem fékkst við Vestmannaeyjar,
Vík og Ingólfshöfða. Eftir er að
aldursgreina sýnin svo að um
áætlun er að ræða.
„Við fengum talsvert af sfli frá
Pétursey að Vík, það mesta sem
við höfum fengið til þessa,“ sagði
Valur. Heldur minna fannst við
Ingólfshöfða en á Víkinni.
„Við Vestmannaeyjar sást
talsvert minna af sfli en við Vík.
Valur sagði það jákvætt að nú
sáust þar fleiri árgangar en í fyrra
og eitthvað fannst við Eyjar af
seiðum frá í vor. Valur sagði þeim
sýnast að uppistaðan þar væri
2007-árgangurinn líkt og við Vík
og líklegt að sflin frá í vor væru
afkvæmi þess árgangs að mestu.
Útlit er fyrir að nýliðun hjá sand-
sflinu á þessum slóðum í fyrra
hafi ekki verið jafnmikil og 2007.
Elsta sfli sem Valur hefur séð var
átta ára gamalt. Sandsflið byrjar
hrygningu eins árs. Verulega dreg-
ur úr fjölda í árgangi sandsfla eftir
að þau ná fjögurra ára aldri því
árgangamir étast fljótt upp,“ segir
Morgunblaðið.
Minna af sfli er talin ein ástæðan
fyrir lélegum varpárangri lundans
í Eyjum.