Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Qupperneq 11
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlí 2009
11
Glæsihótel og margt í boði
Nokkrir punktar um Hótel Rangá sem býður glæsileika og góða þjónustu:
• Metnaðarfull þjónusta, lúxus og hvfld.
• Eina 4 stjömu hótelið á Suðurlandi
• Mikil þjónustulund og fagfólk við störfm.
• Hótelið var kosið besta sveitahótelið á íslandi árið 2004 af Octopus
Travel
• Hótelið var kosið Great Wedding destination ( Frábær staður fyrir
hveitibrauðsdagana !) í alheimsskeppni meðal sjónvarpsáhorfenda GMTV
í London.
• Rómantískur staður fyrir brúðkaupsveislur, brúðkaupsnóttina og aðrar
hátíðlegar stundir í fjölskyldunni.
• Hlýleg herbergi - öll með baðkari.
• Rómaður veitingastaður af bestu gerð, með útsýni yfir Eystri Rangá.
• Nýr matseðill í hverjum mánuði - fer eftir árstíðum og fleiru.
• Aðeins er rúmlega klukkutíma akstur til Reykjavfkur, en við erum við
þjóðveg eitt.
• Heitir pottar utandyra og sér verönd við hvert herbergi.
• Bjóðum upp á nudd og slökun.
• Frábær staðsetning fyrir fundi og ráðstefnur, vinnufundi, sameflingu
starfsfólks.
• Frítt háhraða intemet samband.
• Mjög margt áhugavert til að skoða er innan seilingar.
• Erum þekkt fyrir góða aðstöðu til að skoða norðurljósin, þegar þau sjást.
• Útvegum stangaveiðileyfi, golf, hestaferðir, river rafting, vélsleðaferðir,
fjórhjólaferðir (ATV) eða jeppaferðir.
Útsýni frá hótelinu er er stórkostlegt, Hekla blasir við til norðurs, síðan er
fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo
Eyjafjallajökull og
Vestmannaeyjar í
suðri. Hótel Rangá er
byggt í bjálkastfl og
hefur orðstír hótelsins
aukist jafnt og þétt
vegna hlýlegrar gisti-
aðstöðu, frábærrrar
þjónustu og sælkera-
matar. Nýverið
bauðst Hótel Rangá
að gerast meðlimur í
glæsilegum
alþjóðlegum hótel-
samtökum The
Special Hotels of the
World. Margir þekktir einstaklingar jafnt innlendir sem erlendir hafa
heimsótt okkur, brúðhjón eyða gjarnan brúðkaupsnóttinni hjá okkur enda
vinsæll áningarstaður vandlátra ferðalanga.
I boði eru fjórar Royal svítur, fjórar Junior svítur og eru sjö af þeim svít-
um innréttaðar í anda heimsálfanna sjö. Auk þess eru 24 Superior herbergi
og 20 Deluxe herbergi, öll þægileg og vel útbúin.
Veitingastaður Hótel Rangár er löngu orðinn landsþekktur fyrir frábæran
mat og gott úrval gæðavína. Önnur aðstaða á hótelinu er mjög góð,
setustofur uppi og niðri, glæsilegur bar, tvö nuddherbergi, leikjaherbergi
og heitir útipottar. Yfir vetrartímann er Hótel Rangá vinsæll áningarstaður
þeirra sem vilja skoða norðurljósin.
heimsótti eyna á sínum yngri
ámm. „Eg gisti þar í góðum hópi
og hef séð hana í hillingum síðan.
Eg tel gríðarlega mikilvægt að fá
að auglýsa að unnt sé að heimsækja
eyna undir mjög ströngu eftirliti
eins og verið er að gera á ein-
stökum náttúruperlum í heiminum.
Eg vil láta nokkurra klukkustunda
dvöl þar kosta álíka mikið og veiði-
leyfi í góðri laxveiðiá eða t.d.
250.000 krónur. Afraksturinn færi í
frekari rannsóknir á Surtsey.
Surtseyjarstofa og Surtseyjar-
sýning geta haft töluvert aðdráttar-
afl, þangað til heimsóknir í eyjuna
fást leyfðar. Svo má nefna golf-
völlinn, lundann, sjóstöngina, Eld-
fellið, Stórhöfða og svona gætum
við haldið áfram að telja upp í allan
dag.“
Friðrik segir að það megi vel vera
rétt að Rangæingar séu famir að
hugsa lengra hvað bættar sam-
göngur við nágrannann í suðri þýða
en Eyjamenn sjálfir. Og þegar
honum er bent á mismunandi
hugsun þar sem aðilar í ferðaþjón-
ustu í Eyjum rífist um auglýsinga-
kostnað og geri kröfu til bæjarins
að hann sjái um markaðssetningu
en á þeir á fastalandinu sjái um það
sjálfir. „Að sjálfsögðu er best að
allir vinni saman að þessu. Einn
stærsti hluti af okkar kostnaði er
markaðssetning," segir Friðrik en
fer svo að riíja upp þá tíð þegar
hann var í fiskinum.
„Þá fannst mér Vestmannaeyjar
vera mjög nátengdar Reykjavík.
Þegar ég keyrði vestur á Snæfells-
nes eða annað út á land var ég
kominn út fyrir Reykjavík en á leið
til Vestmannaeyja fór maður út á
flugvöll og svo aftur til baka.
Maður fór ekkert annað en þegar
flogið var til Akureyrar voru stað-
imir í nágrenninu heimsóttir í
leiðinni. Eftir að Landeyjahöfn
kemst í gagnið verða Vestmanna-
eyjar hluti af Suðurlandi í mínum
huga. Hafið þið ekki átt samleið
með okkur þá eigið þið það núna
og ég held að það verði gríðarlegur
styrkur fyrir Eyjarnar. Það má
heldur ekki vanmeta hvað þetta
hefur mikil áhrif fyrir okkur. Þarna
em endalausir möguleikar."
Flug og ferja
Friðrik minntist á flugið til Reykja-
víkur og sér ekki fyrir sér að það
muni dragast saman því með feiju í
Landeyjahöfn skapist möguleikar á
hringleið þar sem ferðamenn
myndu nota flug og ferju. „Öll
aukning á samskiptum, sama hvort
er í samgöngum eða með öðmm
hætti, hefur mikil samlegðaráhrif
þannig að ég er ekki í vafa um að
þetta á allt eftir að skipta máli.“
Þegar aftur berast í tal misjöfn
viðbrögð sín hvomm megin við
Alinn, sagði Friðrik það orð blaða-
manns. „Eg skil vel þá stöðu sem
Vestmannaeyingar hafa verið í. Get
vel ímyndað mér að þar, eins og
svo víða úti á landi, hafi verið erfitt
að fá ferðamenn til sín vegna
fjarlægðar frá Keflavíkurflugvelli.
Jafnvel Snæfellingar kvarta yfir
þessu og það er mjög stuttur tími á
ári sem þú getur búist við vemlegri
traffík ef þú ert ekki nálægt
aðalflugvellinum. Vestmannaeyjar
munu breytast úr því að verða
slíkur staður í að verða staður sem
er miðsvæðis."
Friðrik segir að áralöng barátta
við að koma Suðurlandi inn á kort-
ið hjá ferðamönnum sé að skila
árangri. „Býsna stór hluti þeirra
sem koma til íslands á vetuma fer
um Suðurland. Það er orðið til
eiginlega nýtt vörumerki, South
Coast, og það nær yfir svæðið
alveg austur í Vík. Við tökum t.d.
þátt í þriggja til fimm daga pakka
þar sem teknar eru t.d. þrjár nætur
hjá okkur og tvær í Reykjavík. Við
emm að fá talsvert af fjölskyldu-
fólki og allir vilja einhverja
afþreyingu. Við bendum á alls
kyns afþreyingu á fastalandinu og
núna bætist við auðveld leið til
Eyja. Þá verða Eyjamenn að vera
tilbúnir, hafa söfn, veitingastaði
og aðra þjónustu til reiðu þegar
ferðamennimir koma.
Þetta var vandamál hjá okkur í
byrjun, að óvíða var opið, en eftir
að við tókum upp samstarf við það
frábæra fólk sem starfar á þessu
sviði getum við farið alla daga á
snjósleða, hundasleða, göngur upp
á jökul og hestaferðir. Það eru líka
alltaf til reiðu jeppar til að komast
inn í Þórsmörk og svo má áfram
telja.“
Hlökkum til að taka á
móti Eyjamönnum
Svo er það hin hliðin á peningnum
sem em Vestmannaeyingar. Nú geta
þeir brugðið sér í Þórsmörk, upp á
jökul eða á hótel til þín. Þetta er
um 4000 manna markaður fyrir
ykkur. „Við emm alveg klárir á
þessu og hlökkum mikið til. Fáa
gesti fáum við betri en Vestmanna-
eyinga sem kunna að skemmta sér
og njóta matar og drykkjar.
„Eg vil leggja áherslu á að þetta er
mikil breyting fyrir Eyjamar. Fáar
eða nokkrar atvinnugreinar eru eins
háðar samgöngum og ferðaþjónusta
sem verður, nema að einhver stór-
slys verði í heiminum, mesti vöxt-
urinn í hér á landi á næstunni ef við
höldum rétt á spilunum. Þar em
Vestmannaeyjar langt, langt fyrir
ofan miðju því þær hafa upp á svo
mikið að bjóða.“
Friðrik heldur áfram: „Eitt megin-
verkefnið sem við stöndum frammi
fyrir er að fá fleiri ferðamenn utan
háannar. Eg hef sagt það og segi
enn, að við erum uppseld á sumrin
á mörgum stöðum. Við getum ekki
boðið fleira fólki á þessa fjölföm-
ustu staði okkar þannig að upplif-
unin verði sú sem ferðamaðurinn
sækist eftir, óspillt náttúra og
kyrrð.
Friðrik segir að eina leiðin til að
stýra þessu sé verðið. „Við verðum
stöðugt að vera á þeirri hárfínu línu
að finna út hvað ísland má kosta til
að vera áfram nógu spennandi til að
við fáum nógu marga ferðamenn
sem eru tilbúnir til að borga fyrir
þau gæði sem við ætlum að bjóða
upp á? Við verðum að standa
undir þeim gæðum og vera nógu
andskoti dugleg að selja veturinn.
Síðastliðin fimm ár höfum við á
Rangá lagt megináherslu á að selja
veturinn. Við erum að selja norður-
Ijósin, fámennið, kyrrðina, og jafn-
vel myrkrið. Vinnan er smátt og
smátt að skila sér og við náðum
mjög góðri nýtingu á Hótel Rangá
síðasta vetur."
Vont veður er upplifun
Friðrik segir að víða á Norður-
löndunum seljist veturinn vel en
því miður hafi ferðamálayfirvöld
hér á landi og sjálfsagt fyrirtækin
líka tekið of seint við sér. Hann sér
heldur ekki nokkra ástæðu til að
sleppa í upplýsingum til ferða-
manna um að stundum sé vont
veður á Islandi. Það eitt og sér geti
orðið ógleymanleg upplifun og
hann sér fyrir sér að markaðssetja
megi Stórhöfða sem heimsins
mesta rokrass. „Þú getur lfka sagt
að þú hafir verið að spila á golfvelli
þar sem hafi orðið hvassast í heim-
inum. Það er allt hægt. Það má líka
sýna fólki báta, fiskvinnslu og
fleira sem við tökum sem gefinn
hlut en er upplifun í augum ferða-
manna. Við erum föst í því að sýna
útlendingum það sem við höldum
að sé spennandi. Viljum sýna þeim
skóg sem þeim er alveg nákvæm-
lega sama um en ef þú ferð með þá
upp á Hrauneyjar og Veiðivötn og
keyrir um svartan sandinn og inn í
Jökulheima eru þeir að sjá eitthvað
sem þeim hefði aldrei dottið í hug
að væri til nema á Tunglinu eða
Sahara. Við verðum fara eftir því
sem þeir vilja og kveikir í þeim.
Gullfoss og Geysir eru ágætir en
það er bara svo margt annað.“
Friðrik segir erfitt að spá í áhrifin
á t.d. gistingu í Vestmannaeyjum.
„Það fer algjörlega eftir því hvað er
í boði fyrir meira en einn dagspart.
Golfvöllurinn gæti kallað á hótel,
fín hótel sem höfða til golfara en
þeirra sem koma til að skoða áhrif
gossins og vilja kannski ekki
gistingu. Þama reynir á markaðs-
setningu heimamanna. Ef þið viljið
að ferðamenn stoppi lengur en
dagspart verðið þið að sjá til þess
að þeir hafi ástæðu til þess. Málið
er að það gerist ekkert af sjálfu sér.
A bak við allan árangur liggur þrot-
laus vinna,“ sagði Friðrik Pálsson
að endingu.
Guðlaug Osk í sveitarstjórn Rangárþings eystra - Sér fram á samstarf á mörgum sviðum:
Eyjamenn og Rangæingar kynnast upp á nýtt
Guðlaug Ósk Svansdóttir býr á Glámu í
Fljótshlíð þar sem hún rekur verk-
takafyrirtæki með eiginmanni sínum,
Úlfari Gíslasyni. Guðlaug er ferða-
málafræðingur en hún leggur nú nám á
markaðsfræði og alþjóðaviðskipti við
Háskóla Islands, einnig á hún sæti í
sveitarstjórn Rangárþings eystra fyrir
Framsóknarflokkinn. Guðlaug hefur
útsýni til Eyja og þekkir þar nokkuð til
eftir að hún vann fyrir Eyjasýn.
Og það er ekki komið að tómum
kofanum hjá Guðlaugu þegar rætt er við
hana um væntingar vegna Landeyja-
hafnar. Höfnin og bein tenging við Vest-
mannaeyjar muni styrkja Eyjarnar og
Mið-Suðurland en áhrifin muni án efa ná
til alls Suðurlands.
„Það er mjög spennandi og einstakt að
við skulum vera að fá höfn í Bakkafjöru.
Ahrifin eiga bara eftir að verða jákvæð og
fyrst og fremst í ferðaþjónustunni, til að
byrja með að minnsta kosti,“ sagði
Guðlaug sem sér fyrir sér mörg tækifæri
á samvinnu.
„Hún getur verið í ferðaþjónustu, á sviði
menntamála, hjá fyrirtækjum og í nýrri
atvinnusköpun sem getur styrkt sveitar-
félögin hér í Rangárvallarsýslu og Vest-
mannaeyjar. Þið standið vel í skóla-
GUÐLAUG með syni sínum
málum sem nemendur í tíunda bekk í
Hvolsskóla hafa getað nýtt sér í fjarnámi.
Það er spurning um að auka þetta sam-
starf og færa það upp á háskólastig.“
Þegar er farið að kanna hver áhrif
Landeyjahafnar verða í sýslunni og sagði
Guðlaug að gert væri ráð fyrir að 300
fleiri bflar fari um Rangárvallasýslu
þegar ferjusiglingar við Eyjar hefjast.
„Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu
Vegagerðarinnar og það segir sig sjálft að
umferð hlýtur að aukast þcgar öll aðföng
til Vestmannaeyja fara hér um.“
Guðlaug sagði að í raun yrðu Eyjamenn
og Rangæingar að kynnast upp á nýtt.
„Við þurfum að kynna okkur hvaða
þjónusta er hjá ykkur sem við gætum nýtt
okkur og svo öfugt. Annars er þetta að
mörgu leyti óskrifað blað en ekki verður
annað sagt en að höfnin komi á réttum
tíma miðað við þá stöðu sem við Islend-
ingar erum í. Það er kannski heppni að
framkvæmdir voru ekki stöðvaðar og það
er gott fyrir þetta samfélag því umsvifin
hjá Suðurverki eru mikil,“ sagði Guðlaug
sem að lokum sagðist vita að aðilar í
verslun væru að skoða mögulcika sem
opnast með stærra markaðssvæði.