Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Qupperneq 15

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Qupperneq 15
Fréttir / Fimmtudagur 16. júlf 2009 15 Knattspyrna - Úrvalsdeild karla ÍBV 2 - Keflavík 2. Eyjamenn með 7 stig úr fyrri umferðinni Mótlætið sló þá ekki út af laginu -Leikgleðin skein af leikmönnum og baráttan orðin allt önnur LEIKMENN ÍBV náðu oft að spila vörn gestanna upp úr skónum en endapunktinn vantaði. Veðrið var fínt þegar IBV tók á móti Keflavík í Urvalsdeildinni á sunnu- daginn, ólíkt því sem verið hefur á flestum heimaleikjum í sumar. Aðsóknin var í meðallagi og andrúmsloftið magnað. Okkar menn ætluðu sér þrjú stig og hefði það alls ekki verið ósanngjamt, miðað við gang leiksins. IBV var einfaldlega betri aðilinn á vellinum þó þeir væm tíu síðustu tuttugu mínúturnar. Brottrekstur Viðars Kjartanssonar var að mínu viti harður dómur og greinilegt að ekki er sama hvaða lið á í hlut þegar kemur að vafaatriðum. Mér fannst peyjamir hálf utan við sig fyrstu mínútur leiksins, en eftir að Keflvíkingar komust í 0:2 eftir 18 mínútna leik þar sem Haukur Ingi Guðnason skoraði bæði mörkin, settu peyjarnir í fluggírinn. Þeir þrumuðu á mark Keflvíkinga hvað eftir annað en Lassen, mark- vörður Keflvíking, hélt þeim inni í leiknum, vel staðsettur og varði vel. Það var svo á 26. mínútu þegar Eiður Aron skallaði af mjög stuttu færi að Lassen kom engum vörnum við. Annað mark Eyjamanna kom svo á 28. mínútu eftir glæsilegt skalla- mark frá fyrirliðanum Andra Olafs- syni. Staðan orðin 2:2 eftir aðeins 28 mínútna leik og leikurinn feikna skemmtilegur. Eyjamenn voru mun sterkari og hungraðri eftir þetta, fengu ftmm hornspyrnur og nokkur önnur mark- tækifæri síðustu mínúturnar fram að hálfleik en náðu ekki að setja boltann í netið. Mér finnst ÍBV liðið vera að smella saman núna, hafa trú á sjálfum sér og famir að hafa gaman af, leik- gleðin skín af leikmönnum og barát- tan orðin allt önnur. I seinni hálfleik fannst mér við eiga hvert tækifærið á fætur öðru og vera Það voru ekki allir stuðningsmenn IBV sáttir við framgöngu Kristins Jakobssonar, sem er einn af okkar bestu dómurum, í leik IBV og Keflavíkur á sunnudaginn. Um tvö tilfelli var að ræða, annars vegar þegar leikmaður gestanna slapp með að gefa leikmanni IBV á kjaftinn og hitt var þegar Viðar Kjartansson var rekinn út af eftir að hafa verið felld- ur af vamarmanni gestanna rétt utan við vítateig. Þar var bakari hengdur fyrir smið að mati Frétta. Kjartan Björnsson frá Selfossi, knattspyrnudómari og mikill áhuga- maður um knattspyrnu, var mættur á leikinn til að horfa áViðar son sinn sem var í byrjunarliði IBV. Lét hann óánægju sína í ljós í bæði skiptin. I samtali við Fréttir sagði Kjartan erfitt fyrir sig að tjá sig mikið um þessi atvik en vissulega hafi hann ekki verið sáttur. „Eg ann knattspymunni af öllu mun ferskari en Keflvíkingarnir. Pétur Run var eins og blettatígur um allan völl og barðist eins og berserkur sem og aðrir í liðinu. Andri er alltaf öflugur og stendur fyrir sínu. Einnig var Tonny frábær á miðjunni og virðist hann pluma sig vel í þeirri stöðu, óheppinn að ná ekki að skora. Mér fannst Gústi ekki nógu sann- færandi, var þungur á sér og virtist áhugalaus en vonandi nær hann sér á strik eins og hann gerði í fyrra. Gústi var svo tekinn af velli á 74. mínútu, eftir að Viðar fékk rautt og hjarta og lifí mig mikið inn í íþrótt- ina, jafnt utan vallar sem innan,“ sagði Kjartan. „Eg er, sem knattspyrnudómari í 26 ár bráðum, vissulega í viðkvæmri stöðu þegar ég horfi á leiki í knatt- Gauti settur fram, barðist hann eins og Ijón allan tímann og var stanslaut að, líflegur og duglegur með af- brigðum en hefði mátt koma inn miklu fyrr. Mér fannst Keflvíkurliðið vera hálf gloppótt, miðjan illa þétt sem og samspil ekki gott, virtust þeir þungir, þreyttir og áhugalausir eftir að þeir komust í 0:2. Eyjamenn börðust síðustu mínút- umar eins og hetjur og það manni færri. Keflvíkingar voru ekki nógu öflugir til að nýta sér liðsmuninn. Liðunum tókst ekki að gera sér spyrnu og gagnrýni þar frammi- stöðu félaga minna í dómarastétt. Sennilega er það mjög óheppilegt að öllu leyti. Hvað þá besta knatt- spyrnudómara íslands og þó víðar væri leitað. En ég var Kristni mat úr sóknarlotum sínum í lokin og lokastaða því 2:2 og ekkert mark í seinni hálfleik. Skemmtilegur leikur, engu að síður hefði dómgæslan mátt vera öflugri. Stuðningsmenn okkar í stúkunni eiga heiður skilið fyrir hvatningaróp og var gaman að heyra Eyjamenn taka svona vel við sér. Núna þarf ÍBV bara að fara að raða inn stigum svo ekki fari illa fyrir okkur því við eigum klárlega heima í úrvalsdeild. Krístín Sólveig Kormáksdóttir Jakobssyni ósammála þegar hann gaf síðara gula spjaldið í leiknum á sunnudaginn. Skaplaus er ég ekki og þyrfti því að stilla skapið betur en lái mér hver sem vill, þarna var á réttan málstað hallað. I stað þess að dæma Eyja- mönnum aukaspyrnu og gefa vamarmanninum gult þá var sóknar- manni Eyjamanna gefið síðara gula spjaldið sitt sem þýddi rautt spjald og leikbann. Það átti ég erfitt með að sætta mig við en það er jú dómarinn sem ræður. Þetta er súrt í broti þar sem ég ásamt fjölda manns horfði á atvikið í 6 til 8 metra fjarlægð og reyndist þar klárlega um brot af hálfu vamarmannsins að ræða en ekki öfugt og allra síst einhvern leikaraskap af hálfu sóknar- mannsins. Svona lítur þetta út fyrir mér en það bráir nú yfirleitt fljótt af mér,“ sagði Kjartan að lokum. KRISTJANA og Svanhildur. AMÍ í sundi: Kristjana Dögg stóð sig frábær- lega Fjórir krakkar frá Sundfélaginu tóku þátt í Aldursflokkamóti ís- lands, AMI sem fram fór fyrir skömmu en á mótinu voru um 300 keppendur frá 15 félögum. Krakkarnir frá Eyjum eru Albert Snær Thorshamar, Kristjana Dögg Baldursdóttir, Róbert Emil Arons- son og Svanhildur Eiríksdóllir. Þjálfari er Sigrún Halldórsdóttir. Kristjana Dögg náði lágmörkum í átta greinum í aldursfiokki stúlkna 11 til 12 ára og stóð sig frábærlega á mótinu. Hún vann tvenn bronsverðlaun, í 100 m skriðsundi á tímanum 1:09,97 og 100 m baksundi á 1:22,07. Hún endaði í fjórða sæti í 200 m skrið- sundi, 200 m baksundi og lOOm fjórsundi. Róbert, Svanhildur og Albert stóðu sig einnig vel í sínum greinum. ÍBV endaði í 12. sæti í stiga- keppni félaga sem telst mjög gott miðað við einungis fjóra kepp- endur. Aldursflokkameistari 2009 er sundfélagið Ægir úr Reykjavík sem sendi í kringum 50 kepp- endur. Mótið fór fram í útilaug sund- laugar Akureyrar og stóð yfir frá fimmtudegi til sunnudags. Elías Ingi aftur til ÍR Sóknarmaðurinn Elías Ingi Áma- son hefur ákveðið að halda á heimaslóðir og spila út tímabilið með 1. deildarliði ÍR. Þaðan kom Elías Ingi fyrir tíma- bilið og var hann markahæsti leik- maður þeirra í fyrra. Hann hefur ekki náð að vinna sér sæti í IBV liðinu og hefur því ákvcðið að söðla um. Stjórn knattspyrnuráðs, leik- menn og þjálfarar þakka Elíasi fyrir hans framlag lil ÍBV um leið og við óskum honum velfarnaðar hjá nýju liði. Kjartan Björnsson, knattspyrnudómari, ekki ánægður með Kristin Jakobsson: Klárlega brot af hálfu varnarmanns Skaplaus er ég ekki, sagði Kjartan sem lét óánægju sína í ljós á leiknum. KFS á skotskónum Með fimm stiga forystu KFS, hið frækna lið sem Hjalti Kristjánsson stýrir af svo mikill röggsemi, lagði KB í tveimur leikjum í þriðju deild B á Helga- fellsvelli um helgina. Lokatölur í báðum leikjum voru 5:0 fyrir okkar menn eða 10:0 samtals. I fyrri leiknum, sem fór fram á laugardeginum, skoruðu þeirAd- ólf Sigurjónsson, Sindri Viðars- son, Sæþór Jóhannesson, Ivar Róbertsson og Þórður Halldórs- son sem þarna skoraði sitt fyrsta mark með KFS. Þetta var góður sigur fyrir KFS því þetta var fyrsta útitap KB í deildarkeppni síðan í júní 2008. KFS endur tók leikinn á sunnu- daginn og þá voru markaskorarar Trausti Hjaltason (víti), Sæþór Jóhannesson, Anton Bjarnason, Kolbeinn A. Arnarson (víti), hans fyrsta deildarmark, enda mark- maður og Magnús Elíasson. Hjalti segir að tölfræðilega sé KFS með bestu vörn landsins í meistaraflokkum karla eftir leik- ina um helgina. Hafa fengið á sig fimm mörk í níu leikjum. Það voru í raun fimm félög sem mættust í öðrum fiokki karla um helgina þegar ÍBV og KFS mættu sameiginlega Austfjarðaliðunum Fjarðabyggð, Leikni og Hugin. Liðin léku tvisvar, á laugar- deginum og sunnudeginum og höfðu okkur menn betur í þeim báðum. Fyrri leiknum lauk með 3:2 sigri Eyjamanna eftir að þeir höfðu komist í 3:0. Fyrsta mark IBV var sjálfsmark en hin tvö mörkin skoruðu Víðir Þorvarðarson og Ingólfur Einisson. ÍBV/KFS gekk mun betur í seinni leiknum, unnu hann 4:0 með þremur mörkum Víðis og einu marki Ásgeirs Ingi- marssonar. „Eg er sáttur við árangurinn, við fengum sex stig eins og við ætluðum okkur. Við þurfum að bæta vörnina en við erum að skapa okkur færi og hefðum átt að skora fleiri mörk,“ sagði Sigur- lás Þorleifsson, þjálfari strák- anna. Eins og undanfarin ár leika Eyjamenn í C deildinni en Sigur- lás er bjartsýnn á að nú takist þeim að komast upp í B-deild. „Við erum búnir að vinna fimm leiki, höfum slegið út tvö B-deild- arlið í bikarnum og erum komnir í átta liða úrslit." ÍBV/KFS lék á móti Grindavík úti á þriðjudagskvöldið og fór hann 1:2 fyrir Eyjamenn sem sitja nú á toppi C-deildar með fimm stiga forystu. Mörkin skoraði Viðar Kjartansson. Næsti leikur er gegn Fjölni heima, líklega á sunnudag. Verður gaman að fylgjast með framhald- inu því Lási er með gott lið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.