Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2009, Qupperneq 16
r _ _ —á| MmmmL
FRETTIR 1 ÞÚ FÆRÐ SUMARBLÚMIN HJÁ OKKUR GflRÐAÚÐUN -TRIÁKLIPPINGAR
Frétta- og auglýsingosími: 481*1300 / Fax 481-1293 ,i«5afcr,8M
DRAUMALANDIÐ
Norðausturland!
Fjölskylduvænn staður fyrir Eyjamenn á ferð
www.lundurtravel.com
IKirNI | FERÐA- Nánari upplýsingarí simum 465 2247,
LUINUUiA ÞJÓNUSTA 465 2248 (sundlaug) - 696 3667 (Eyvi)
SJÖTUGSAFMÆLI OG SKÍRN Henry Mörköre hélt upp á sjötugsafmæli sitt í Hamraborg,
sumarbústað á fallegum stað suður í Hrauni. Um leið var dóttursonurinn, Brynjar Már, skírður.
F.v. Henry, eiginkonan, Jóhanna Pálsdóttir er á bak við hann, Henry Henrysson, Gunný Judith,
séra Kristján Björnsson og Baldvin Snær.
Heimir Hallgrímsson, þjálfari, hefur ekki gefist upp:
Framfarir og eigum meira inni
Heimir Hallgrímsson, þjálfari
meistaralokks IBV karla, var nokk-
uð ánægður með sína menn í
leiknum gegn Keflavík á sunnu-
daginn sem lauk með jafntefli 2:2.
Sagði Heimir í stuttu spjalli við
Fréttir að sér hafi fundist leikurinn
mjög fjörugur, bæði liðin hafi sótt
til sigurs, Keflvíkingar hafi erið
kraftmeiri í byrjun leiks á meðan lið
heimamanna hikstaði eins og það
hefur verið í byrjun leikja síðkastið.
„Við ætluðum að pressa meira á þá
þegar liði á leikinn en reyna að byrja
þétt og aftarlega," sagði Heimir.
Hann sagðist hafa verið mjög
stoltur og ánægður með strákana
fyrir utan slaka dekkningu í byrjun
leiks. „Þeir náðu ekki að loka á and-
stæðingana sem fengu færi sem þeir
nýttu. Keflvíkingarnir eru annars
góðir í að skapa sér færi og skora
mörk. Sóknarlega er ég sáttur, við
náðum að skapa okkur nokkuð mörg
færi, skutum meira á mark and-
stæðinganna en áður og skorum tvö
mörk annan leikinn í röð. Ég er
mjög sáttur við að ná að koma til
baka eftir að lenda 0:2 undir. Það
sýnir að það eru töggur í þessum
strákum."
Heimir segir að Kristinn Jakobs-
son, dómari leiksins, hafí dæmt vel,
rétt eins og aðra leiki en Heimir
vildi ekki tjá sig um rauða spjaldið
sem Viðar Kjartansson fékk að
þessu sinni.
Um stöðuna í deildinni sagði
Heimir sjö stig vera rýrari uppskeru
en hann og aðrir hefðu vonast eftir.
Hann segir það markmið sumarsins
að halda liðinu í efstu deild. „Við
settum okkur það markmið að ná 23
stigum eins fljótt og mögulegt væri.
Sá stigafjöldi ætti að nægja til að
halda okkur í deildinni. Það væri
hægt að telja ýmislegt til sem betur
hefði mátt fara í sumar en það sem
skiptir þó öllu máli, er það sem
framundan er.
Liðið hefur spilað nokkuð vel
síðustu tvo leiki (FH og Keflavik)
og við erum staðráðnir í að bæta
okkar leik til enda mótsins. Ef við
náum að halda einbeitingu og þolin-
mæði gegn Frömurum hér heima 18.
júlí, vinnum við leikinn. Næstu þrír
leikir fyrir þjóðhátíð skipta sköpum
um það hvar við endum í deildinni."
Heimir sagði að liðið hefði vissu-
lega verið að bæta sig en það ætti
meira inni.
„Margir leikmenn eiga enn eftir að
sýna sitt besta. Mér hefur fundist ég
sjá framfarir hjá mörgum í síðustu
tveimur leikjum en flestir geta bætt
leik sinn enn meira. Æfmgaálagið
er í lagi, jafnvel of stíft og við höf-
um aðeins dregið úr því síðkastið.
Það ætti að skila mönnum frískari í
leikina sem framundan eru.
Krístín Sólveig Kormáksdóttir.
Vestmannaeyingar áttu loks fulltrúa á Landsmóti:
Ása Ingibergs hljóp hálfmaraþon
Landsmót UMFÍ fór fram á Akur-
eyri í blíðskaparveðri um sl. helgi
en hundrað ár eru frá því fyrsta
landsmótið var haldið á Akureyri
1909. Um 2000 keppendur tóku
þátt í mótinu og samhliða mótinu
var keppt í maraþonhlaupi, hálf-
maraþoni, 10 km hlaupi og 3 km
skemmtiskokki.
Ása Ingibergsdóttir fór sérstaklega
norður til að hlaupa hálfmaraþon en
um 170 keppendur tóku þátt í
hlaupinu. „Það hlupu um 60 manns
heilt maraþon, ábyggilega um 140
10 kflómetra og ennþá fleiri í
skemmtiskokkinu," sagði Ása þegar
Fréttir náðu í hana á þriðjudag.
„Ég var örugglega eini Vest-
mannaeyingurinn sem fór sérstak-
lega norður til að taka þátt í hálf-
maraþoninu og veit ekki til þess að
nokkrir Vestmannaeyingar hafi yfir-
leitt keppt á landsmótinu.
Ég sá hins tvo Vestmannaeyinga
sem eru fluttir frá Eyjum en þekkti
engan í heilmaraþoninu," sagði Ása
og var því næst spurð hvort hún
hafi æft stíft fyrir hlaupið.
„Ég æfði eftir 12 vikna pró-
grammi sem hægt er að finna á
-ÉG æfði eftir 12 vikna pró-
grammi sem hægt er að finna á
hlaup.is og það dugði. Ég hefði
hins vegar þurft að fylgja því að-
eins betur eftir, sagði Ása.
hlaup.is og það dugði. Ég hefði
hins vegar þurft að fylgja því að-
eins betur eftir. Við undirbúninginn
var erfiðast að finna þessa löngu
beinu kafla því það eru svo miklar
brekkur hjá okkur heima. Þetta var
erfitt, ég viðurkenni það og ég átti
kannski von á að þarna væri fleira
fólk í svipaðri stöðu og ég en held
að flestir þátttakendur hafi haft
mikla hlaupareynslu. Við hlupum
tvo hringi og svo í lokin var brekka
ekki ósvipuð og við Steinsstaði og
hún var erfiðust.
Það var rosalega heitt þegar við
hlupum, mælirinn sýndi 22 gráður
og ég heyrði að hlaupurum fannst
almennt að þetta væru erfiðar
aðstæður, “ sagði Ása en hún og
Guðfmna Björg Ágústsdóttir stofn-
uðu hlaupahóp sl. vor.
„Við fórum af stað með hlaupa-
hóp og æfðum saman þrisvar í
viku. Við erum með heimasíðu með
slóðinni http:// eyjaskokk.blog.is/-
blog/eyjaskokk /entry/892724/ og
erum með þrjár leiðir í boði. Þetta
er upplagt fyrir þá sem hafa aldrei
hlaupið og geta þjálfað sig áfram
og ekki er verra að hafa einhvem
með sér. Við hittumst við Hressó
þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30
og á laugardögum kl. 9.30. Við
byrjum aftur 23. júlí ef einhverjir
vilja æfa með okkur,“ sagði Ása
sem lét sig ekki muna um að
hlaupa hálft maraþon um síðustu
helgi.
VIKUTILB0Ð
16. - 22. júlí
O
SS Bláberja helgarsteik
verð nú kr/kg 1998,-
verd adur kr/kg 2308,-
SS Púrtvins fille
verá nú kr/kg 2998,-
verá óður kr/kg 3998,-
0PNUNARTÍMI:
Món. - Föst.
kl. 7.30 - 19.00
Laugordaga
kl.10.00 - 19.00
Sunnudaga
kl.11.00-19.00