Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010
11
ANNAR OG ÞRIÐJI ÆTTLIÐUR Feðgarnir Gylfi og Sigurjón -Enn og aftur er ráðist að afiamarkskerfinu með enn einu trillukerfinu sem nefnist strandveiðar. Þar koma inn menn
sem margoft hafa selt sig út úr öðrum kerfum og allt er þetta gert í nafni réttlætisins. Sagt er að það sem veiðist í strandveiðikerfinu sé ekki af neinum tekið. Þetta fer kannski hægt af
stað en hvað verður eftir fimm ár þegar 500 smábátar veiða 15.000 til 20.000 tonn og þau sett í varanlegan kvóta. Verða þá einhverjir sægreifar eftir til að kaupa þessa höfðingja út í
þriðja eða fjórða kerfinu?, segir Sigurjón sem er heldur óhress með nýjustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
viðmiðunina gátu útgerðarmenn
valið sóknar- eða aflamark. Arið
1984 stóðu þeir frammi fyrir vali á
165 dögum á sjó eða 1214 tonna
kvóta yfir árið. „Þetta var mikil
skerðing frá árunum á undan en við
töldum hag okkar betur borgið með
því að velja aflamarkið.“
Sigurjón segir að þá hafi útgerðar-
menn litið á kvótakerfið sem bráða-
birgðaráðstöfun. „Þeir héldu að
kvótinn væri settur á til tveggja til
þriggja ára. Þá gætu allir farið að
veiða af sama kappi og áður en
annað kom á daginn. Kaup á kvóta
byrjuðu árið 1988 og við byrjuðum
að kaupa báta til úreldingar því við
vorum farnir að huga að nýsmíði. Ef
við vildum stækka við okkur urðum
við að kaupa báta á móti stækkun-
inni sem kallað var tonn á móti
tonni.“
Sóknarmarkið kallaði á
mikla fjárfestingu
Það var samið um smíði á 37 metra
bát á Akureyri 1990 og var hann
afhentur 19. júlí 1991. „Fram að
þessu höfðum við stundað síld-
veiðar, verið á netum og trolli en frá
og með þessum tíma breyttist
útgerðarmynstrið og höfum við
stundað togveiðar allt árið síðan.
Allt gekk þetta vel hjá okkur og
áfram var haldið að kaupa kvóta."
Sigurjón segir að fljótlega hafi
orðið ljóst að ekki gekk að hafa tvö-
falt kerfi. „Þeir sem völdu sóknar-
markið máttu vera á bilinu 160 til
200 daga á sjó, fór eftir viðmiðunar-
árunum. Flestir sem völdu sóknar-
markið fóru út í miklar fjárfestingar
til að auka veiðigetuna. Það skilaði
sér ekki því veiði á sóknardag
minnkaði og fjárfestingar náðu ekki
að standa undir sér.“
Það var svo árið 1991 að aflamark-
ið var tekið upp eingöngu og þá riðu
sóknarmarksbátamir ekki allir feit-
um hesti frá garði. „En við, sem
höfðum veðjað á aflamarkið, vomm
heldur ekki ánægðir. Hluti sóknar-
bátanna hafði bætt við sig og það
var tekið af aflahlutdeild okkar.
Reyndin varð samt sú að flestir
sóknarbátarnir flosnuðu upp í grein-
inni vegna skerðinga og tilfærsla
innan kerfisins. Flestir þessara
útgerðarmanna fóm út úr greininni
með ekkert nema minninguna um að
hafa einhvern tímann verið út-
gerðarmaður. Það var ekki fyrr en
upp úr árinu 2000 að menn fóru að
fara með hagnaði út greininni og
sumir með miklum hagnaði," segir
Sigurjón um þennan umdeilda þátt
kvótakerfisins.
Ákváðu að vinna með
kerfinu
Utgerðarmenn í Vestmannaeyjum
tóku strax þá stefnu að vinna sam-
kvæmt kvótakerfinu og hafa náð
mjög góðum árangri í rekstri sínum.
En þetta hefur kostað blóð, svita og
tár. Utgerðir fóru á hausinn, stóru
frystihúsin fjögur, Fiskiðja, Isfélag,
Hraðfrystistöð og Vinnslustöð urðu
að tveimur, Isfélagi og Vinnslustöð
sem em í dag í fremstu röð sjá-
varútvegsfyrirtækja í landinu. Um
leið fækkaði íbúum í Vestmanna-
eyjum um tæpan fimmtung, úr 4923
árið 1991 í 4044 árið 2007 þegar
botninum var náð.
Sérstaða Vestmannaeyja er að út-
gerð smábáta er ekki góður kostur
og útgerð hér blæddi á meðan smá-
bátakerfið var opið. Þá máttu smá-
bátar veiða um 2.000 tonn en
enduðu í 12.000 til 14.000 tonnum
sem tekin voru af aflamarks-
bátunum.
„Það er ýmislegt sem gerir þetta
útgerðarmynstur óhagkvæmt fyrir
okkur Eyjamenn. Hér er mjög árs-
tíðabundin fiskgengd og við Eyjar er
erfiður botn til línuveiða. Tíðarfar
og sjólag er líka óhagstætt hér fyrir
opnu hafi,“ segir Sigurjón, sem vill
þó ekki gera lítið úr þeim
Eyjamönnum sem sækja sjóinn á
smábátum. „Það þarf afburða dug-
lega og ósérhlífna einstaklinga til að
stunda smábátasjómennsku frá
Eyjum.“
Pólitíkin með stöðuga
undanlátssemi
Sigurjón segir að stjórnmálamenn
hafi frá byrjun kvótakerfisins verið
með stöðuga undanlátssemi við
smábátakarlana og það hafi veikt
útgerð í Vestmannaeyjum sem á
ekki möguleika í þeim slag.
„Aflaheimildir hafa verið fluttar
miskunnarlaust frá Vestmannaeyjum
vegna þess að hér er nánast engin
smábátaútgerð til að taka við þeim
heimildum sem teknar hafa verið af
okkur sem erum í aflamarkinu,"
segir Sigurjón og bendir á að nú
eigi að höggva í sama knérunn.
„Enn og aftur er ráðist að afla-
markskerfinu með enn einu trillu-
kerfinu sem nefnist strandveiðar.
Þar koma inn menn sem margoft
hafa selt sig út úr öðrum kerfum og
allt er þetta gert í nafni réttlætisins.
Sagt er að það sem veiðist í strand-
veiðikerfinu sé ekki af neinum
tekið. Þetta fer kannski hægt af stað
en hvað verður eftir fimm ár þegar
500 smábátar veiða 15.000 til
20.000 tonn og þau sett í varanlegan
kvóta. Verða þá einhverjir sægreifar
eftir til að kaupa þessa höfðingja út
í þriðja eða fjórða kerfinu?
Allir koppar á sjó, línuívilnun, 5
prósent kvótaálág á útflutning,
byggðakvóti, strandveiðar, allt er
þetta skerðing á hlut Vestmannaeyja.
Hér er nánast engin línuútgerð en
menn verið duglegir við að byggja
upp markaði erlendis fyrir gámaút-
flutning. Það hefur gert okkur kleift
að halda sjó í útgerðinni því á
meðan aflaheimildir hafa lekið
héðan til annarra sitjum við uppi
með skuldirnar."
Að lokum vísar Sigurjón í skerð-
ingu á ýsukvóta sem kemur harka-
lega niður á útgerðinni í Vestmanna-
eyjum. „Því er brýnt að væntanleg
aukning í þorskkvóta í framtíðinni
fari ekki til annarra en þeirra sem nú
þegar eru inni í aflamarkskerfinu og
krókaaflamarkskerfinu. Verði ekki
notuð í pólitískum tilgangi til
Hefur keypt 88,7% af aflaheimildum sem útgerðin hefur yfir að ráða
i'vnaa.i* íaa cuai /vauu l.Ull&l aiciuuiiui XUIUCIUI .■S.OIK.UU
Úthl. aHahlutdcild áiiA 1984 0,20397 0,39387 0,84795 0,00031 0,42419 0,06116 0,26398 0,18734
eAa siAar (%) Alls kcypl hlatdcild (%)
0,64451 1 ,85928 1,43657 0,32956 0,30246 0,61507 3,01604 0,31133
ÚthL Ailahl. 1984 1
0JI4848 2,25315 2,28452 0,32987 0,72664 0,67624 3,28001 0,49867
kcypt ailahlutddld(%) Allahlatdcild 09 10(%)
0,67318 1,96664 2,11562 0,35572 0,72728 0,60202 3,28001 0,78796
Msmunor (%)
0,17530 0,28651 0,16889 0,02585 0,00064 0,07422 0,00000 0,28929
Aflaúthlutin 2009/2010 (tonn) 119.374 49.596 40.737 50.000 5.600 9.845 2.250 5.980
Aflamarksúthlutun
80Z915 974.730 861.845 177.859 40.383 59.272 73.871 47.121
útgeröar 2009/2010 (kg) Keyptaflamark (kg)
769.379 922.128 585.214 164.779 16.938 60.554 67.861 18.618
Keypt afiahlutdeild 195,8% | 94,6% | 67.90% [ 92,7% j 41,9% | '02,2% | 91,9»/
Útgeröin hefur keypt 88,7% af öllum þeim aflaheimildum sem hún hefur yfir aö ráöa
Hver fékk hvað gefíns af kvóta?
Útgerðarmenn hafa oft fengið bágt fyrir það eitt að vera í útgerð og eru kallaðir ýmsum
ónefnum. Gengur svo langt að sumir hafa orðið fyrir aðkasti í erfidrykkju í Reykjavík
þegar upplýstist við hvað þeir starfa. Ástæðan er hinn svokallaði gjafakvóti sem á ekki
við í dag. Hátt í 90 prósent kvótans hefur gengið kaupum og sölum frá því kvótakerfið
var sett á árið 1984.
Þá var miðað við veiðireynslu síðustu þriggja ára um leið og reynt er að taka tillit til
þeirra sem af einhverjum ástæðum höfðu ekki gert út allt reynslutímabilið. Að baki lá
mikil vinna og var þokkaleg sátt um kerfið í þjóðfélaginu. I raun voru flestir fegnir að
setja útgerð og fiskvinnslu, sem var komin að fótum fram þegar þarna var komið við
sögu, í hendurnar á einhverjum sem nennti að standa í slagnum.
Eftir miklar fórnir sem kostuðu staði eins og Vestmannaeyjar blóð, svita og tár fór að
birta til í greininni og um leið kom í ljós að einhverjir fóru að sjá ofsjónum yfir velgeng-
ni útgerðar. Og núverandi stjórnarflokkar hafa það á stefnuskrá sinni að komast yfir
kvótann til að deila honum út aftur en til hverra?