Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 EIN af myndum Kristins. Kristinn tók mynd af gosinu sem fór víða: Valin mynd vikunnar á þýskri fréttasíðu Þeir eru margir sem lekið hafa myndir af gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi laugardags- kvöldið 20. mars sl. Sjónarhornið hefur á stundum verið skemmtilegt frá Eyjum séð og það nýtti Kristinn Jónatansson sér og átti ein mynda hans eftir að fara víða. Komsl m.a. inn á vinsæla frétta- síðu í Þýskalandi sem valdi hana mynd vikunnar. Kristinn segist gera talsvert af því að taka myndir. „Ég á góða myndavél, Sony Alfa 350 sem 14,2 pixla með breytilegum lins- um,“ sagði Kristinn sem strax fékk áhuga á að mynda gosið. „Það var ekki hægt fyrr en á þriðjudaginn vegna skyggnis og er ég búinn að taka einar 600 myndir. Fyrstu myndimar tók ég um kvöldið og mynd sem ég tók um klukkan hálf tíu um kvöldið fór inn á Facebook og hefur farið ótrúlega víða. Fréttasíðan achgut.com/ dadgdx í Þýskatandi útnefndi hana mynd vikunnar. Ég stefni á að komast að eldstöðvunum um páskana og fer labbandi ef ég kemst ekki á sleða,“ sagði Kristinn. Frá Lögreglu Vegna misskilnings, sem hefur gætt vegna fréttar í blaðinu hinn 18. mars sl. um uppljóstrun fíkniefnamáls, skal eftirfarandi tekið fram af hálfu lögreglunnar í Vestmannaeyjum. Konan sem handtekin var og hafði kannabis í fórum sínum, tengist ekki máli þremenninganna sem komu með 200 grömm af amfetamíni til Vestmannaeyja þann 10. mars sl. Áætlun Herjólfs klár - Mikill metnaður hjá Eimskip - Stórt verkefni: Von okkar er að allir geti verið sáttir við breytingarnar -Segir rekstrarstjóri - Tíðari og styttri ferðir - Einföldun á miðasölu - Aðlögun að auknum ferðamannastraumi - Skemmtilegri upplifun um borð í Fréttum í dag er sumaráætlun Herjólfs og gjaldskrá auglýst. Sam- kvæmt henni verða fjórar ferðir farnar mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga þar sem fyrsta ferð verður frá Eyjum klukkan 7 um morgunin en síðasta ferð frá Land- eyjahöfn klukkan 21.30. Fimmtu- daga og föstudaga verða fimm ferðir og fyrsta ferð einnig 7 og sú síðasta 21.30. Laugardaga og sunnudaga verða einnig fímm ferðir en þá fær- ist áætlun skipsins aftar, fyrsta ferð er klukkan 9 og sú síðasta 22.30. Fullorðinn greiðir 1.000 krónur fyrir farið, börn 12 til 15 ára, ör- yrkjar og eldri borgarar greiða 500 krónur, 1.500 krónur kostar fyrir bíla undir fímm metrum og 2.000 fyrir stærri bíla. Aætlað er að setja upp afsláttarkerfi en það, ásamt ferðaáætlun yfir Þjóðhátíðina verður auglýst síðar. GUÐMUNDUR: Það verða jákvæðar breytingar sem farþegar munu taka eftir strax og svo munum við aðlaga þjónustuna eftir því sem reynsla kemur á þessa leið. Færri farþegar - En aukin flutningsgeta Auk alls þessa liggur fyrir að færa verður niður hámarksfjölda farþega um 136. Hámarksfjöldi farþega í dag er 500 en fer niður í 364. Þrátt fyrir það verður flutningsgetan um- talsvert meiri. Þegar skipið siglir fjórar ferðir er hægt að flytja 1.456 farþega á einum degi í stað 1.000 áður. Þegar skipið siglir fimm ferðir er svo farþegafjöldinn kominn upp í 1.820. Éftir því sem næst verður komist verður hægt að flytja sama fjölda bifreiða og áður. Guðmundur Pedersen, rekstrar- stjóri Herjólfs hjá Eimskip, segir að félagið leggi mikinn metnað í verkefnið. „Eimskip mun, í samráði við heimamenn, vinna að markaðs- setningu á Herjólfi og Eyjum í gegn- um auglýsingar, kynningar og aðrar uppákomur," sagði Guðmundur. „Markaðs- og kynningardeild félagsins hefur, ásamt forstjóra þegar átt fund með Elliða Vignis- syni, bæjarstjóra og Kristínu Jó- hannsdóttur, ferðamálafulltrúa um undirbúninginn og næstu skref og mun hittast reglulega næstu 90 daga fram að fyrstu ferð 1. júlí. Innanlandssvið Eimskips hefur lagt mikla vinnu í verkefnið síðustu mánuði í samvinnu við Vegagerðina og samgönguráðherra og hans ráðu- neyti. Má með sanni segja að allir hafi sett sinn metnað í verkefnið." Guðmundur sagði að nemar við Háskóla Reykjavíkur séu að vinna markaðsverkefni fyrir Eimskip varðandi þjónustuna unt borð og aðra þætti er lúta að verkefninu og er niðurstaðna að vænta fljótlega. „Verkefnið er stórt og von okkar er að allir geti verið sáttir við þessar breytingar sem í hnotskum eru tíðari og styttri ferðir, einföldun á miðasölu, aðlögun að auknum ferðamannastraumi til Eyja og skemmtilegri upplifun um borð.“ Eiga Eyjamenn eftir að jinna fyrír miklum breytingum varðandi bók- anir í Herjólf þegar skipið hefur siglingar íLandeyjahöfn? „Það verða jákvæðar breytingar sem farþegar munu taka eftir strax og svo munum við aðlaga þjón- ustuna eftir því sem reynsla kemur á þessa leið. Það má helst nefna að skráning og kaup á miðum með Herjólfi verður mun auðveldari, því nú þarf ekki lengur að halda utan um nöfn og kennitölur þeirra sem eru unt borð þar sem minni öryggis- kröfur eru gerðar til styttri siglinga milli hafna. Ekki þarf að panta miða og sjálf- salar verða settir upp á afgreiðslu- stöðunum þremur, í Reykjavík, Landeyjum og í Eyjum. Einnig verður hægt að kaupa miða í afgreiðslustöðum sem verða opnir lengur en áður þar sem siglingar dagsins kalla á lengri opnunartfma frá morgni til kvölds. Þar sem tíðni ferða hefur verið aukin úr 14 ferðum í 32 ferðir yftr sumartímann þá er óþarfi að hafa pöntunarkerfi. Einnig verður hægt að kaupa miða á net- inu.“ Sami fjöldi bíla en engar kojur Nú liggur fyrir að breyta þarf hámarksfjölda skipsins, hvernig verður það útfœrt? Verða rými í skipinu sem nú eru í notkun, lokuð? Verður boðið upp á kojur á siglinga- leiðinni íLandeyjahöfh? „Stóra breytingin verður sú að far- þegar munu finna fyrir þeirri breytingu að siglingartíminn verður aðeins brot af því sem hann var og því meira eins og skemmtisigling þar sem alltaf sér til lands í stað langrar sjóferðar. Þess vegna liggur fyrir að klefum í skipinu verður lokað og þá í leiðinni því svæði sem FARÞEGAR SLAPPA AF Stóra breytingin með Landeyjahöfn verður sú að farþegar munu finna fyrir þeirri breytingu að siglingartíminn verður aðeins brot af því sem hann var og því meira eins og skemmtisigling þar sem alltaf sér til lands í stað langrar sjóferðar. þeir eru á. Enda er ekki talin þörf fyrir svenfpláss á svo stuttri leið. Það verður því ekki boðið uppá kojur en í staðinn verða settir upp góðir stólar í sjónvarpssalinn sem hægt verður að halla aftur og láta fara vel um sig. Þessi ákvörðun verður skoðuð síðar enda ekki komin nein reynsla á þessa tilhög- un.“ Hvað með fjölda bíla, verður t.d. lyftanlega bílaþilfarið í notkun á nýrri siglingaleið? „Fólks- og bílaflutningar verða óbreyttir og lyftanlegt þilfar verður áfram í notkun, en vagnaflutningum verður beint í ferðir þar sem reiknað er með færri farþegum. Þetta verður til bóta, bæði fyrir farþega og flut- ningsaðila. En auðvitað munum við skoða þetta nánar þegar reynsla kemur á þessar ferðir," sagði Guð- mundur og bætti við að skipt verði um olíu í skipinu. „Áætlað er að olíunotkun muni minnka verulega en af öryggis- ástæðum verður notuð hreinni og dýrari olía á skipið. Fækkun verður í áhöfn Herjólfs þannig að grunn- mönnun verður nú 9 manns í stað 14 manna.“ Nú segir í auglýsingu að afsláttar- kjör verði auglýst síðar. Hvaða hugmyndir eru uppi um þau? Verður núverandi einingakerfi tekið út og annað afsláttarkerfi sett upp? „Verðlagning og afláttarkjör í ferð- ir Herjólfs eru alfarið í höndum Vegagerðarinnar í nánu samstarfi við bæjaryfirvöld í Vestmanna- eyjum. Heimamenn í Eyjum eru stórnotendur og geta því keypt einingarkort með afslætti," sagði Guðmundur að endingu. Frétt frá Höllinni - Rokk sagan - „Bcst of" að taka á sig mynd Andrea, Páll Rósinkrans, Eyþór Ingi og Snorri mæta Nokkrir helstu rokk- og eðalsöngv- arar landsins sameinast í tónveislu í Höllinni 4. júní. Þar verður mikið um dýrðir og háa tóna þetta föstu- dagskvöldið en þá ætla nokkrir helstu rokk- og eðalsöngvarar landsins að koma saman í Höllinni Vestmannaeyjum og fara í gegnum alla „hittarana“ frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Sjaldan eða ajdrei hafa jafn marg- ar stjörnur komið saman í Höllinni á einu sviði og má búast við stórkostlegri dagskrá. Á efnisskránni eru m.a. Deep Purple, Journey, Led Zeppelin, Eagles, Whitesnake, ásamt öllum hinum risunum. Búast má við gæsahúð og blóðnösum fyrir lengra komna. Skipan hljómsveitar og söngvara er klár. Söngvarar eru Páll Rósinkranz, Eyþór Ingi, Snorri Idol og Andrea Gylfadóttir. Sveitina skipa Birgir Nielsen trommur, sem er líka tónlistarstjóri, Sigurgeir Sigmundsson á gítar og stálgftar, Þórir Ólafsson á ham- mond og píanó, Grétar Búlgretský gítar, Jakop bassi úr SSSÓL og Egó. Þetta er landslið rokkara og tónlistarmanna sem munu keyra þetta program áfram og aldrei að vita nema fleiri bætist í hópinn. Miðasala á þennan einstaka viðburð hefst þann 4. maí á Volcano Café. Höllin Vestmannaeyjum Frekar rólegt hjá lögreglti í síðustu viku: Vinnuslys og ölvað ósjálfbjarga fólk Það var frekar rólegt hjá lögreglu í vikunni sem leið og engin alvarleg mál komu upp. Að vanda fór vinna lögreglu um helgina í að aðstoða fólk vegna ölvunarástands. Það var þó minna en undanfamar helgar. Að morgni föstudags var lögreglu tilkynnt um vinnuslys í fiskvinnslu- fyrirtækinu Pétursey. Þar hafði starfsmaður slasast þegar lyftara- gaffall losnaði af og lenti á fæti starfsmannsins. Var í fyrstu óttast að um fótbrot væri að ræða en svo reyndist ekki vera heldur hafði fóturinn marist illa. Tveir ökumenn vom stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, hafði annar mælst á 86 km/klst. á Eiðisvegi en hinn á 70 km/klst. á Hamarvegi. Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.