Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur I. april 2010 S Kári Bjarnason - Ur sagnasjóði Sagnheima - Sigurður Breiðfjörð Skáldið er seldi konuna fyrir hund í Heimsljósi eftir Halldór Laxness segir: hann fann sérhvört hjarta og snart það fegurð og sorg.“ Skáldið er fær þvílíka einkunn var eitt höfuðskálda Islands á 19. öld, Sigurður Eiríksson er nefndi sig Breiðfjörð. Örlög þessa alþýðu- skálds er reis til hæstu metorða meðal þjóðar sinnar og til dýpstu niðurlægingar með óvægnasta bók- menntadómi sögunnar er saga stór- brolins harmleiks. Að hlula til er sögusviðið Vestmannaeyjar og verður sá þráður hér rakinn sérstak- lega. Faðirinn með eindæm- um ölkær Sigurður fæddist 4. mars 1798 í Rifgirðingum, eyju í mynni Hvammsfjarða. Sagt er að faðir hans, Eiríkur Sigurðsson, hafi verið með eindæmum ölkær maður og átti Sigurður því ekki langt að sækja þann áhuga. Eiríkur andaðist áður en Sigurður komst til fulls þroska. Mun andlát hans hafa borið að með þeim dapurlega hætti að hann ásamt öðrum háseta var að hressa sig meðan verið var að stíma á miðin og féll útbyrðis er hann hugðist taka við flöskunni af félaga sínum. Snemma mun Sigurður hafa hneigst að skáldskap og tekið til við að yrkja. Skólaganga hans varð ekki löng, en þó var honum ungum komið fyrir tvo vetur hjá staðar- presti, séra Gísla Ólafssyni. Segja heimildir að mjög hafi Sigurður öfundað meistara sinn fyrir kunn- áttu í latínu og dönsku en mest fyrir þann indæla ilm er jafnan lagði af presti og heitir brennivínslykt! Aðeins 16 ára var Sigurður sendur utan til Kaupmannahafnar að læra beykisiðn. Ekki lauk hann því námi, en vann þó sínar stopulu vinnustundir að þeirri iðn alla ævi. Flúði til Vestmannaeyja Fyrstu árin eftir að heim kom dvaldi Sigurður á Isafirði og síðar í Reykjavík við heldur bág kjör enda þá orðinn algerlega háður Bakkusi. Um þessi ár sín orti Sigurður síðar. Eg er snauður, enginn auður er í hendi minni. Nœrri dauður, Drottins sauður í djöfuls vesöldinni. Skuldir tóku að hrannast upp og skáldið sem orti Númarímur er komið í þrot. Svo mjög svermir að honum að hann sér þann kost væn- stan að ráða sig í vinnu sem lengst frá skuldunautum sínum. Vestmannaeyjabær hafði misst kaupstaðaréttindi sín tæpum 20 árum áður, 1807, og var aðeins ein verslun þar starfandi, Garðsverslun, þar sem nú er Skanssvæðið. Sigurður réðst í vist hjá eiganda hennar, Andreas Petræus að nafni. Arið var 1824 og Sigurður 26 ára að aldri. Sagt er að áður en Sig- urður steig á skip hafi hann gengið þarfmda sinna og kveðið svo. Eitthvað gleðja ýta vil, þó ekki sé eg ríkur, þennan eftir skil eg skít skenk til Reykjavíkur. í vist með kaupmannshjónum var kona að nafni Sigríður Nikulás- dóttir. Sú var 12 árum eldri en Sigurður og komin nær falli. Illar tungur herma að faðirinn hafi verið húsbóndi hennar, Petræus kaup- maður og hafi hann fengið skáldið til að kvænast konunni fyrir væna brennivínstunnu og gott rúm að hvflast í. Sá góði bókamaður og bæjarstjóri Jóhann Gunnar Ólafsson ber harð- lega á móti þeirri sögn og telur aðrar ástæður hafi hér legið að baki. Hvað sem líður aðdraganda kaupmálans gengu þau í hjónaband 1. maí 1826, er Sigurður hafði búið hér tæp tvö ár. Skömmu eftir gift- ingu festu þau kaup á húsi er síðan var nefnt Breiðafjarðarhús eða Beykishús. Líklega stóð það hús við Víðisveg er síðar hét og fór undir hraun í gosinu. Safnaðist fé í Eyjum Meðan Sigurður átti heimili í Vest- mannaeyjum er að sjá að hann hafi ENGIN MYND var gerð af Sigurði meðan hann var á lífi en eftir dauða hans teiknaði Helgi á Melum mynd af honum eftir minni. H. P. Hansen gerði þessa stungu eftir teikningu Helga. Sigurður Breiðfjörð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.