Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.2010, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 1. apríl 2010 13 * 1 Aí ’ SKANSINN í DAG. Á árum Sigurðar í Eyjum var Garðsverslun eina verslunin í Vestmannaeyjum og var hún á Skansinum. Þar vann Sigurður og á meðan hann átti heimili í Vest- mannaeyjum er að sjá að hann hafi stundað vinnu sína allvel, enda virðist honum hafa safnast fé þessi árin samkvæmt heimildum. Líklega eru árin í Vestmannaeyjum eina tímabilið í ævi Sigurðar sem slíkt varð. stundað vinnu sína allvel, enda virðist honum hafa safnast fé þessi árin samkvæmt heimildum. Líklega eru árin í Vestmannaeyjum eina tímabilið í ævi Sigurðar sem slíkt varð. I heimildum er þess jafnframt getið að Sigurður hafi átt hlut í bát og vitna m.a. formannavísur þær er hann orti um Eyjaformenn um sjósókn skáldsins meðfram smíða- og kaupmannsvinnu. Þorsteinn Víglundsson, sá er gerst mátti þekkja Byggðasafnið segir að hefill skáldsins sé þar enn varð- veittur og er sannarlega fengur að. Mun marga mega reka í rogastans er Byggðasafnið opnar skjóðu sína og hristir fram slíka dýrgripi í endurbættu rými. Ég veit ekki til þess að hlutir úr eigu skáldsins séu annars staðar til. Taldi konu sína ótrúa Því miður urðu samfarir þeirra hjóna ekki langar, en þeim mun afdrifaríkari fyrir Sigurð. Sá gamli sagnaþulur, Gísli Konráðsson, her- mir að Sigurður hafi talið konu sína ótrúa. Bárust böndin að Otta Jóns- syni, samstarfsmanni við Garðsverslun, er kallaður var tikar- gola. Þótti Sigurði ráð að selja Otta allt er hann átti, Beykishúsið, innanstokksmuni og konuna með ásamt barni sínu og öðru er hún gekk með og Sigurður kenndi Otta. Sagt er að Otti hafi greitt í pen- ingum nokkrum, góðu víni og að lokum lagt með hundtík sína. Eins og til að undirstrika ósvffni Sigurðar við þennan gjöming er skýrt tekið fram að hundurinn hafi verið danskur! Þaðan er dregin sú sögn er lengi fylgdi Sigurði að hann hafi selt Vestmannaeyja- mærina fyrir hund. Skömmu eftir að Sigurður fluttist úr Eyjum eignaðist Sigríður dóttur er hún kenndi Otta. Hún flutti síðan inn til hans og bjuggu þau sem hjón alla tíð síðan. Um Sigríði er það annars að segja að hún varð gömul kona og andaðist hjá dóttur þeirra Otta 16. maí 1859 í Hólshúsi. Gunnar Ólafsson á ljósmyndasafni segist muna eftir úr æsku sinni lágreistu bámjámshúsi á baklóðinni þar sem hið nýja Hólshús reis um 1950 og stendur nú hnarreist með SmartMedia fyrir stafni. Sáust aldrei síðar Jóhann Gunnar Ólafsson bendir á að til er bréf frá Sigurði til Sigríðar þar sem svo er að sjá að hún skyldi flytja til hans er Sigurður hefði KÁRI Bjarnason, greinar- höfundur. komið sér fyrir á fastalandinu. Það varð þó ekki og sáust þau aldrei síðar. Ómögulegt er nú að geta sér til um raunverulegan áhuga Sig- urðar á að endurheimta konu sína eða hug hennar til að hverfa aftur til hans. Hitt er skjalfest að Sig- urður lýsir giftingardegi þeirra svo að hann hafi verið ofurölvi þann dag og hafi svaramenn hans, Petræus húsbóndi þeirra og sá frægi Abel sýslumaður Eyjamanna á þeim tíma, þurft að leiða sig til og frá kirkju. Hann bætir því síðan við fyrir dómi að hann hafi nauð- ugur gengið í hjónabandið og hafi „ekki vitað, hvað fram fór ... og heldur ekki sitt jáyrði geftð“. Af þeim sökum hafi aldrei verið um raunverulegt hjónaband að ræða, maðurinn of fullur til að gangast við konunni. Líklegast er þó að Sigurður hafi einfaldlega ekki fest yndi í Eyjum, svo eirðarlaus sem sál hans var. Hann hafi þráð frelsi skáldsins og fundist að sér þrengt með konu, bömum og vinnu. Því er dögum illa eytt æsktt minnar þannig. Svo segir hann á einum stað, í rímu er hann yrkir hugsanlega sama ár og hann hverfur héðan. Fræg er einnig staka hans um Vestmanna- eyjar er vitnar um heldur kalt hjarta gagnvart Eyjunum. Þegar egfœ sól að sjá, svo eg þykist skilja: Hún skín þennan hólma á afhlýðni en ekki vilja. Haustið 1828 yfirgefur Sigurður Vestmannaeyjar hinsta sinn, býr eftir það víða og hvergi vel, nema helst á Grænlandi þar sem hann hafði þann undarlega starfa að kenna heimamönnum að veiða hákarl. Þrotinn af kröftum og fé Árið 1834 hrekst Sigurður frá Kaupmannahöfn til Stykkishólms og er þá þrotinn að kröftum og fé. Á Grímsstöðum í Breiðavík bjó þá ekkja ein, Kristín Illugadóttir að nafni og var sögð eignakona. Til hennar fellir Sigurður hug sinn og tók hún líklega á móti. Þann 7. janúar 1837 gengu þau í hjónaband sem átti eftir að draga langan slóða á eftir sér. Páll Jónsson skáldi var prestur í Vestmannaeyjum á þeim tíma er Sigurður dvaldi þar. Herma sumar sagnir að hann hafi gefið þau Sig- urð og Sigríði saman. Kirkjubækur skjalfesta á hinn bóginn að Ofan- leitisprestur hafi vélað þar um. Hvort heldur var syrti í álinn hjá Sigurði er Páll kom þar vestur og fékk veður af væntanlegu hjóna- bandi Sigurðar. Páll hafði litlu áður verið afsagður úr embætti er Kirkjubæjarprestakall var sameinað Ofanleitisprestakalli. Er sagt að Páll hafi verið afar drykkfelldur og þeir Sigurður miklir drykkjufélagar lengi framan af en síðan hafi orðið fullur skiln- aður milli þeirra. Sú skemmtilega sögn er til um orsakir viðskilnaðar þeirra að ógefin stúlka hafi orðið ófrísk og neitað að gefa upp fað- emið. Þótti Páli þetta mikil ósvinna og hótaði að setja hana út af sakra- mentinu. Fór stúlkan í öngum sínum til Sigurður og bað sér liðveislu. Hann réði henni það snjallræði að kenna Páli bamið og bregða hvergi út af hvemig sem prestur léti. Hlýddi hún þeim ráðum og barg bæði sálu sinni og barninu sem skírt varð sem önnur óekta böm. 27 vandarhögg Nú var runnin upp stund hefndar- innar fyrir Pál. Lögin vom skýr um refsingu við tvíkvæni: Höfuðið skal af! Upphefjast nú þrotlaus mála- ferli. Samkvæmt heimildum barðist Sigurður af krafti fyrir lífi sínu og hélt því staðfastlega fram að hann hefði skilið við fyrri konu sína enda þótt engin gögn fyndust þar um. Þegar sú leið reyndist ófær tóku verjendur í máli Sigurðar aðra stefnu og töldu í þess stað að stór vafi hlyti að leika á um lögmæti hjónabandsins þar sem aðdragandi þess væri sá sem að ofan er rakið. I héraðsdómi var seinna hjóna- bandið dæmt ógilt og Sigurður því sekur maður. Var málinu skotið umsvifalaust til landsyfirréttar og síðar alla leið til Hæstaréttar. Fóru vitnaleiðslur fram í Vestmannaeyj- um að beiðni Sigurðar sem líkast til hefur hingað sótt stuðning málstað sínum að til hjónabandsins hafi ekki verið stofnað sem bæri. Að lyktum hefur hann sigur. Sá úrskurður er felldur að Sigurður skyldi halda lífi en þola 27 vandar- högg auk sekta og annarra útgjalda. Fyrra hjónabandið var um leið dæmt ógild en hið síðara gilt. „Þess hef ég oft heyrt getið að skáld hafi verið dæmd til dauða, en aldrei hýðingar," á Sigurður að hafa sagt að loknum dómi. Sigurður var síðar með konungsbréfi leystur undan vandarhöggum en gert að greiða drjúga sekt í þess stað. Að loknum málaferlunum orti hann. Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa. En ólánsfjandi ef illafer í því bandi að lifa. Öllum heimildum ber saman um að málaferlin hafi gengið afar nærri Sigurði, hvoru tveggja fjárhagslega og tilfinningalega. Fljótlega eftir að dómur féll flosnaði upp úr hjóna- bandi þeirra Kristínar og fluttist Sigurður aftur til Reykjavíkur. Bjó hann þar síðustu árin, við afar bág kjör. Sigurður andaðist í Reykjavík 21. júlí 1846, aðeins 48 ára að aldri. Ekki var útförin sem hæfði þessu dáðasta alþýðuskáldi sinnar tíðar. Seinni konan, Kristín ásamt barnungum syni þeirra fylgdi ein skáldinu síðasta spölinn, ásamt presti. Ekkjan greiddi fyrir útförina með giftingarhringnum og hefur hann ekki verið hátt verðlagður þar sem engin ræða var flutt, enginn sálmur sunginn. Svona hljóðnaði rödd skáldsins sem átti tvær konur en aðeins einn vin um ævina. Til þess vinar orti hann. Þó þú eigir ekki ráð öll á jörð og hæðum, flaskan þín erfull af náð og föðurlegum gœðum. Kári Bjarnason Númarímur eru jafnan taldar bestar rímna Sigurðar: Smá sýnishorn Vegurinn líður, vér oss flýtum, við mig síður fyrtist þér, Númi ríður á hesti hvítum, hann var að bíða eftir mér. En af því nótt hún elti hestinn undan hann ei komast má, blundur hljótt þeim góða gesti gisting vann að bjóða þá. Þar sem streymir lækur rétt um lund, hinn móði sofna fer, hvað hann dreymir hér í fréttum hef ég að bjóða vinur þér. Höfði yfir hans er sefur himinvagninn nemur stað, skýin bifast gyðjan gefur gætur að hal og þannig kvað: Þér ég ann og yfir vaki allir stundir sveinninn kær, að ei manninn meinin saki meðan grun á dvalið fær Hvað um biður vil ég veita velja máttu strax um það. Þóttist liðugt bænum beita baugtír og þannig kvað: Vísdóm mér í hjarta háan heilög móðir gefðu þá Túllur sver að sá sem á hann sérhvern góða skuli fá. Númi vaknar, aleinn er hann og þar lá í runnunum, æ hann saknar ekkert sér hann eftir af háu gyðjunum. Drauminn grundar drengur fríður dagsins fróm hann leiðir hönd, á fætur skunda fer og ríður fram í Róma kemur lönd. Hljótt er allt í auðu landi, ungböm smá og menn í kör eiga kalt í aumu standi, ekkjur þrá sín misstu kjör.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.