Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Síða 2
2
Fréttir / Fimmtudagur 30. desember 2010
ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR VE er hið glæsilegasta skip í alla staði og öll vinna mjög vönduð sama hvar litið er. í áhöfn verða fjórtán til fimmtán
og eru íbúðir skipverja mjög vistlegar. Þórunn var til sýnis á annan í jólum og nýttu margir tækifærið til að skoða skipið að innan. Meðal annars
Þær systur Þóra og Guðbjörg Sigurjónsdætur sem hér eru með Sigurjóni útgerðarmanni og syni Þóru.
Ný Þórunn Sveinsdóttur VE 401 - Á ýmsu gekk á smíðatímanum:
Tvær skipasmíðastöðvar á hausinn
áður en tókst að ljúka smíði á skrokknum
Ekki gekk smíðin á nýrri Þórunni
Sveinsdóttur snuðrulaust fyrir sig.
Skrokkurinn er smíðaður í Póllandi
en innréttingar og frágangur á
vélum og öðrum búnaði var unninn
í Danmörku.
Skipasmíðastöðin í Póllandi fór á
hausinn og varð að semja við aðra.
Tafði það verkið um nokkra mánuði
og síðan féll nánast allt bankakerfið
á íslandi. Nýr íslandsbanki samdi
við útgerðina um áframhaldandi
fjármögnun smíðinnar í byrjun árs
2009 og var það ein fyrsta jákvæða
fréttin sem kom úr þeirri áttinni
eftir hrunið haustið 2008.
Hrunið afmarkaðist ekki bara við
ísland, Pólverjar fóru líka illa út úr
kreppunni. Fór seinni skipa-
smíðastöðin einnig í þrot en smíðin
endaði hjá skipasmíðastöð í eigu
sömu samsteypu. Þeir kláruðu
skrokkinn og þá tók við Karstens
Skibsværft í Danmörku en
Pólverjarnir voru undirverktakar
þeirra.
Þórunn Sveinsdóttir VE er hið
glæsilegasta skip í alla staði og öll
vinna mjög vönduð sama hvar litið
er. í áhöfn verða fjórtán til fimmtán
og eru íbúðir skipverja mjög vist-
legar. Þórunn var til sýnis á annan í
jólum og nýttu margir tækifærið til
að skoða skipið að innan.
Þórunn Sveinsdóttir VE er 39,95
metra löng og 11,20 á breidd og
aðalvélin er af gerðinni MAK.
VIÐAR skipstjóri og eiginkonunni, Eygló Elíasdóttur.
Mikið framundan í Höllinni
s
Otímabær lok á jóladansleik
vegna misskilnings
Aðfaranótt ntánudagsins var
haldinn dansleikur í Höllinni en
klukkan þrjú um nóttina birtist
lögreglan og vísaði gestum út.
Ekki voru allir á eitt sáttir við
það en síðar kom í Ijós að
lögreglunni urðu á mistök, þar
sem dansleikurinn mátti vera
lengur.
Bjarni Olafur Guðmundsson,
rekstraraðili Hallarinnar sagði í
samtali við Fréttir að þetta hafi
verið óheppilegt. „Fyrst og
síðast erum við leið yfir þessu
og biðjum viðskiptavini okkar
velvirðingar á þessu. Auðvitað
varð eitthvað fjárhagslegt tjón
en ég er alls ekki að álasa lög-
reglunni, enda voru þeir aðeins
að vinna vinnuna sína. En fyrst
og fremst var þetta leiðinlegt
fyrir okkar viðskiptavini.
Það er hins vegar nóg fram-
undan í Höllinni. Arlegur
Gamlársdansleikur með Dans á
rósum, Nýársdansleikur með
Landi og sonum, ball með
Vinum vors og blóma á föstu-
degi Þrettándahelgarinnar og
tónleikar með Bjartmari og
Bergrisunum á laugardeginum.
„Ef það þarf að færa Þrett-
ándagleðina yfir á laugardag, þá
víxlast dagarnir þannig að
ballið yrði á laugardeginum og
tónleikarnir á fóstudeginum.
Þannig að það er nóg um að
vera hjá okkur í Höllinni. Svo
áttu Ingó og Veðurguðirnir að
vera á 2. í jólum en þeir komust
ekki vegna veður. Spurning
hvort þeir fari ekki að endur-
skoða nafnið á sveitinni,“ sagði
Bjarni Olafur að lokum.
Nýjan Herjólf sem fyrst
„Það er brýnt að samgönguráðherra
hefji þegar undirbúning að smíði
nýrrar ferju sem hentar betur þessari
siglingaleið. Þá þarf að tryggja að
dæluskip sé á staðnum eins mikið
og þörf er á. Bæta þarf upplýsinga-
gjöf um ferðir og pöntunarkerfi ferj-
unnar samhliða þessu,“ segir Róbert
Marshall, þingmaður Sam-
fylkingarinnar á Suðurlandi.
Hann hefur gagnrýnt bæði Sigl-
ingastofnun og samgönguráðherra
fyrir framtaksleysi í málefnum
Landeyjahafnar. Fyrir hafi legið að
sandburður um Markarfljót yrði
margfaldur sem kallaði á umfangs-
miklar dýpkunarframkvæmdir til
þess að halda höfninni opinni,
mögulega fyrstu árin. „Ekkert af
þessu á að koma Siglingastofnun á
óvart. Samt virðist það raunin ef
miðað er við seinaganginn og brasið
sem einkennt hefur viðleitni stofn-
unarinnar til að hafa nauðsynlegan
búnað á svæðinu,“ sagði Róbert sem
krefst þess að dælt verði úr höfninni
þegar gefur og nauðsyn er.
„Þegar ég segi að það skorti póli-
tíska forystu í málið þá á ég við að
samgönguráðherra tryggi að allt sé
gert til að halda höfninni opinni. Eg
hef jafnframt oftar en einu sinni
hvatt hann til að hefja þegar vinnu
að smíði nýrrar ferju en ekkert
gerist. Eg er ekki með neinar digur-
barkalégar yfirlýs'ingar, eins og
ráðherrann heldur.fram, heldur er
þetta jákvæð hvatning um að gera
betur.
Eftir fjóra til fimm mánuði erum
við að detta innf einhverja mestu
ferðamannatrafffk sögunnar í Eyjum
og því gildir að nýta tímann vel. Við
ættum að geta verið komin með nýtt
skip að ári en það kallar á samstillt
átak allra Eyjamanna ekki seinna en
strax. Þá þarf hönnunar- og útboðs-
ferli að heljast núna í janúar og
stjórnvöld að halda fast um
taumana. Eg er sannfærðari en
nokkru sinni að Landeyjahöfn hafi
verið rétt ákvörðun. Ég hef trú á
þessari framkvæmd og við verðum
öll að hafa trú á henni og tala hennar
máli,“ sagði Róbert að endingu.
Siggi Gúmm skrifar:
Þá var kátt
í Höllinni
Ég hef alltaf hrifist af Palla
Scheving fyrir það hvað hann er
góður penni. Fannst mér trampó-
línbuddugreinin hans í V-blaðinu
mjög góð, en þegar kemur að
nafngiftinni á sparkhúsinu, er ég
ósammála honum.
Mér finnst ekkert óeðlilegt að
menn vilji tjá sig um nafngiftina,
húsið á að heita Hásteinshöllin og
ekkert annað. Eimskip getur
fengið sitt merki á hana meðan
þeir styrkja íþróttastarfið. Mér
finnst ekkert að því að halda í
gamlar hefðir og óþarfi að hæðast
að því.
Týsheimilið heitir Týsheimili í
mínum huga og Þórsheimilið
Þórsheimili og grasvöllurinn
Hásteinsvöllur. En eflaust verður
gaman að horfa á leik með Palla
Scheving og fleirum í Samskips-
stúkunni við Hásteinsvöll í skjóli
Eimskipshallarinnar og sjá
Nethamarsboltann rúlla á grænu
grasinu í næstu framtíð.
Gleðilegt ár Eyjamenn og konur
Siggi Gúmrn.
Gengið til
styrktar
Krabbavörn
Árleg ganga til styrktar Krabba-
vörn í Vestmannaeyjum verður
haldin á gamlársdag kl. 11.00.
Farið verður frá Stórhöfða og
Steinsstöðum og endað á Vina-
minni þar sem boðið verður upp
á súpu og brauð.
Þátttökugjald í gönguna er kr.
1500 en fyrirtæki hafa einnig
stutt gönguna með myndar-
legum upphæðum. Hefur
ágóðinn, sem hefur verið í
kringum ein milljón, runnið
óskiptur til Krabbavarnar í
Vestmannaeyjum.
Rósa Guðmunds:
Vill fá
símana
-Lofar að kæra ekki
Veski var stolið af tónlistar-
konunni Rósu Guðmundsdóttur,
á Lundanum um jólin og inni-
haldið tekið.
Hún segir tjónið talsvert en í
veskinu voru m.a. tveir símar,
Iphone 4 og gylltur Dolce &
Gabbana sími. „Ég er búin að
koma því þannig fyrir að sím-
amir eru þjófinum gagnlausir
þannig að hann getur allt eins
skilað þeim. Ég mun ekki leggja
fram kæru ef ég fæ símana í
hendurnar og hann getur stungið
þeim inn um bréfalúguna hjá
foreldrum mínum við Helga-
fellsbraut 6 og málið er úr
sögunni. Svo er líka hægt að
skila þeim til lögreglunnar eða
inn á ritstjóm Frétta. Ég skora
líka á þá sem eitthvað vita um
málið, að hafa samband við mig
eða skrifa mér línu á facebook.
Fundarlaun eru í boði,“ sagði
Rósa.
Útgefandi; Eyjasýn ehf. 480278-0549 - Vestmannaeyjiini. Bilstjóri: Óinar Garðarsson.
Blaðantenn: GnObjörgSigurgeirsdóttirog Júlins Ingason. Ábyrgdarmenn: Omar Gardars-
son & Gísli Valtýsson.
PrentvinmU Eyjasýn/ Eyjaprent. Vestinannaeyjum. Adsetur rilstjómar: Straudvegi 47.
Símar: 481 1300 & 481 3310. Myndriti: 481-1293. Netfang'rafpóstur frettir@ey jafrettir.is.
Veffang: http/Avww.eyjafrettir.is
FRÉTTHÍ koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskiift og einnig í lausasölu á Kletti,
Tvistinum, Toppnmn, Vöruval, Herjólfi, Flugliafnarversluninni, Krónunni, ísjakanum,
verslun 11-11 og Skýlinu í Fridarhöfn.. FRÉTTIK eru prentaðar í 2IKH) eintökum.
FRÉTTIK eru aðilar að Saintökiun bæjar- og béraðsfréttablaða. Bftii'])i'entun, hljóðritun,
uotkun ljósmynda og annað er óbeimilt nema lieimilda sé getið.