Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Side 9

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Side 9
Fréttir / Fimmtudagur 30. desember 2010 9 ELDGOSIÐ í Eyjaf jallajökli hafði talsverð áhrif í Eyjum. Gosaska barst í miklu magni til Eyja í maímánuði sem kallaði á mikið hreinsunarstarf í bænum. Áhugahópur, með þá Róbert Sigurmundsson og Jóhann Jóhanns- son í fararbroddi, vildi byggja upp hið gamla útræði í Höfðavík. A þeim stað var áður útræði Ofanbyggjara og vildi hópurinn hefja staðinn til vegs og virðingar á ný. Fegurstar á Suðurlandi Eyjastúlkur stóðu sig vel í kepþninni um Ungfrú Suðurland. Knatt- spymukonan Hlíf Hauksdóttir varð í fyrsta sæti og Birgitta Ósk Valdimarsdóttir í öðm sæti. Sara Dögg Guðjónsdóttir var valin vin- sælasta stúlkan og Thelma Sigurðardóttir ljósmynda- og sport- stúlkan. Auk þeirra Hlífar og Birgittu ávann Svava Kristín Grétarsdóttir sér rétt til að taka þátt í keppninni Ungfrú Island. Apríl Aldís með nýtt kaffihús Nýtt kaffihús var opnað á skírdag, Café Varmó að Kirkjuvegi 10. Aldís Atladóttir og Kristinn Andersen eiga það en Aldís hefur nokkra reynslu í rekstri kaffihúss eftir að hún rak kaffihúsið austur á Skansi í tvö ár. Aldís er af Varmadalsættinni og þangað er nafnið sótt. Kenndi skák á Grænlandi Skákáhugi er mikill í Vestmanna- eyjum og nú teygði sá áhugi sig víðar því að skákmaðurinn Sverrir Unnarsson brá sér yfir til grannans í vestri, til Scoresbysunds á Græn- landi. Þar dvaldi hann nokkra daga við að kenna bömum skák. Dýr soðning Utgerðarmaður í Vestmannaeyjum var í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í 600 þúsund kr. sekt fyrir að taka of mikið í soðið af afla báts síns. Þótti dómara sýnt að ekki hefði öll sú soðning lent beint í potti útgerðarmannsins en um var að ræða nær hálft tonn af slitnum humri og skötusel. Skóbúðin með nýtt hlutverk Húsið að Vestmannabraut 23, sem lengst af hafði hýst vefnaðarvöru- verslun og skóbúð, fékk nú nýtt hlutverk. Þau Hólmgeir Austfjörð og Jóhanna Inga Jónsdóttir, sem rekið höfðu Topppizzur, keyptu húsið og notuðu sumarið til að gera það upp og breyta. Seinna um sumarið opnuðu þau svo nýtt veitingahús sem fékk nafnið 900 Grillhús. Apótekið í Baldurshaga Lyf og heilsa, sem verið hafði við hlið Krónunnar á Strandveginum, ákvað að flytja sig um set í rúmbetra húsnæði í nýja verslunarhúsinu í Baldurshaga. Reyndar flutti apótek- ið ekki fyrr en í júlí en forsvarsmenn þess tilkynntu um flutninginn þegar í apríl. 114 gengu á Heimaklett Að vanda var ýmislegt um að vera um páskana og nýttu Eyjamenn og gestir sér helgina til að auðga bæði andann og efnið. Veðurblíðan hafði í för með sér að fjöldi fólks var í gönguferðum úti um alla eyju og alls gengu 114 manns á Heimaklett um páskana. Áhyggjur af vatnsbóli Menn höfðu ekki haft tiltakanlegar áhyggjur af gosinu í Fimmvörðu- hálsi, sem einhverjir kölluðu túrista- gos. En heldur kámaði gamanið þegar gos hófst í sjálfum Eyjafjalla- jökli enda bæði vatnsból og vatns- leiðsla Eyjamanna örskammt frá eldstöðvunum. Svo fór þó að hvorugt varð fyrir skemmdum. Þá óttuðust menn um nýju höfnina í Landeyjum enda urðu nokkrar tafir á vinnu við hana vegna eldsum- brotanna. Vestmannaeyingar urðu lítið varir við afleiðingar gossins í aprílmánuði en bændur á sjálfu gossvæðinu urðu fyrir þungum búsifjum vegna þess. Umdeildar breytingar Þjóðhátíðamefnd kynnti nýtt skipu- lag í Herjólfsdal. Þar bar hæst grjótvörn í brekkunni, stærra tjaldsvæði sem og varanleg bygging úr steinsteypu undir stóra sviðinu. Ekki vom allir á eitt sáttir um þá nýbyggingu en þjóðhátíðarnefnd sagði hana nauðsynlega til að bregðast við auknum kröfum nýrra tíma. íbúar mótmæltu Ekki vom heldur allir á eitt sáttir þegar kynnt var breyting á deili- skipulagi íþrótta- og útivistarsvæðis. Þar kom í ljós að tjaldstæðið við Þórsheimilið yrði stækkað verulega. Ibúar á þessu svæði risu öndverðir upp og mótmæltu, bentu á að tjald- stæðið væri nánast komið inn í húsagarða hjá þeim sem myndi valda verulegu ónæði. Forsvars- menn bæjarins sögðu á móti að strangar reglur yrðu settar um umgengni á svæðinu. Skurðaðgerð á æðarfugli Smári Steingrímsson, skurðlæknir, er ýmsu vanur en um miðjan apríl fékk hann harla óvenjulegan sjúk- ling á skurðarborðið hjá sér. Jakob Smári Erlingsson kom til hans með illa vængbrotinn æðarblika sem krakkar höfðu fundið niðri í fjöm. Smári dó ekki ráðalaus, þótt væng- urinn væri tvíbrotinn, kom fyrir vír inni í beininu, bjó um sárið og gaf fuglinum sýklalyf. Mun hann hafa braggast vel. Töfðust í tvo sólarhringa Talsverð röskun varð á flugi vegna gossins í Eyjafjallajökli, ekki aðeins á Islandi heldur og úti um alla Evrópu. Tuttugu og tveggja manna hópur frá Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum fékk að finna fyrir því þegar þau hugðust fljúga heim frá Svíþjóð að afloknu námsferða- lagi þar. Vegna öskufalls tafðist hópurinn um tvo sólarhringa. Útskrift hjá Visku Það er ekki einungis Framhalds- skólinn sem sér um menntun á framhaldsskólastigi í Eyjum. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðin Viska er einnig með slíkt nám á boðstólum í því sem nefnist Grunn- menntaskólinn. Þar stunda nem- endur nám í íslensku, ensku og stærðfræði auk þess sem teknir eru fyrir fleiri þættir. Að þessu sinni voru útskrifaðir níu nemendur frá Grunnmenntaskólanum. Jóna Heiða bæjarlistamaður Bæjarlistamaður Vestmannaeyja var að venju útnefndur á sumardaginn fyrsta. Fyrir valinu varð Jóna Heiða Sigurlásdóttir, listakona, sem tók við keflinu af Sigurfmni Sigurfinns- syni. Maí Engin sjúkraflugvél Afleitt ástand skapaðist í Eyjum þegar Flugfélag Vestmannaeyja, sem hafði sinnt sjúkraflugi frá Eyjum, missti flugrekstrarleyfið. Því var um tíma engin sjúkraflugvél í Vestmannaeyjum. Svo fór að lokum að Flugfélag Vestmannaeyja hætti sínum rekstri en flugfélagið Mýflug tók að sér að sinna sjúkrafluginu. Þá hafði Flugfélag íslands tilkynnt að í ágúst, eftir þjóðhátíð, myndi félagið hætta áætlunarflugi til Eyja, þar eð þá yrðu ríkisstyrkir úr sög- unni. Flugfélagið Emir ákvað þá að taka áætlunarflugið að sér, hóf flug milli Reykjavíkur og Eyja í ágúst og hefur sinnt þvf hið besta. Gamlir Eyjamenn í heim- sókn Sönghópur ÁtVR, eða Átthaga- félags Vestmannaeyinga á Reykja- víkursvæðinu kom til Eyja og hélt tónleika í byrjun maí. Fengu þau hinar bestu viðtökur hér. 800 lúðurþeytarar Og fleiri tónlistarmenn létu til sín heyra í maí. Samband íslenskra skólalúðrasveita stóð fyrir stórmóti í Eyjum og voru þátttakendur um 800 talsins. Settu þeir skemmtilegan svip á mannlífíð í bænum. Kór að norðan Enn af tónlistarfólki. Sextíu félagar úr Kirkjukór Akureyrar, með Eyjakonuna Bergþóru Þórhalls- dóttur í broddi fylkingar, sóttu Eyjarnar heim og héldu tónleika ásamt kollegum sínum í Kór Landakirkju. Meiri tónleikar Og látlaust af tónlist. Þær Védís Guðmundsdóttir, þverflautuleikari og Hrönn Þráinsdóttir, píanóleikari, buðu upp á tónleika í Safnaðar- heimilinu þar sem þau Guðmundur Hafliði og Sólveig Unnur, söngkona krydduðu upp á tónleikana. Segja má því að músíkelskir Eyjamenn hafi fengið vænan skerf að tónlist á vordögum í maí. Sérkennilegt sólpallsmál Af og til þurfti lögreglan að eiga við hin sérkennilegustu mál. I byrjun maí var lögreglu tilkynnt að timbur, sem húseigandi nokkur í bænum hafði ætlað að nota til smíði á sól- palli við hús sitt, hefði verið tekið ófrjálsri hendi. Við nánari athugun kom í ljós að timbrið var komið yfir í garð nágrannans sem var þegar byrjaður að smíða sinn eigin sólpall. Var efnið hið snarasta flutt til baka en engan skýringar fylgdu frá nágrannanum á þessari kúnstugu efnistöku. Nýr Gandí í flotann Nýtt skip bættist í flota Eyjamanna. Vinnslustöðin festi kaup á skipi sem áður hét Rex HF 24, vinnsluskip, aðallega ætlað til veiða á upp- sjávarftski. Skipið fékk nafnið Gandí VE 171 og skipstjóri var ráðinn Kristján Einar Gíslason. í fótspor Sigmunds Ungur Eyjamaður, Kristinn Pálsson, varð þess heiðurs aðnjótandi að vera ráðinn annar af tveimur skopmynda- teiknurum Morgunblaðsins. Hans beið nú það hlutverk að feta í fót- spor Sigmunds Jóhannssonar sem um árabil hafði annast þann þátt í blaðinu. Bjamarey minnkar Þrívegis á skömmum tíma varð mikið grjóthrun úr Bjarnarey, norðaustanverðri. Þeir sem sáu verksummerki sögðu að þarna væri um að ræða þúsundir tonna af grjóti og væru sumir hnullungamir á stærð við einbýlishús. Neyðarsigling í Landeyja- höfn Þótt Landeyjahöfn væri formlega ekki komin í gagnið kom hún þó að góðu gagni um miðjan maí. Þá var Björgunarfélag Vestmannaeyja beðið að flytja bamshafandi konu sjóleiðina frá Eyjum en þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki sinnt útkallinu vegna öskufalls. Ferðin á Þór, skipi Björgunarfélagsins, gekk að óskum og varð hvorki móður né bami meint af. Guðlaugur ráðinn skipstjóri Þrír skipstjórar vom ráðnir á Herjólf frá 1. júlí, en áætlað var að hefja siglingar í Landeyjahöfn í júlí- mánuði. Einn þeirra var Eyja- maðurinn Guðlaugur Ólafsson, sem verið hefur stýrimaður á Herjólfi. Óþægindi af öskufalli Fram til þessa höfðu Vestmanna- eyjar að mestu sloppið við þau óþægindi sem eldgosið í Eyjafjalla- jökli hafði í för með sér. En um miðjan maí varð þar breyting á. Mikið öskufall varð þá í Eyjum í norðanátt og mikil óþrif og óþæg- indi sem því fylgdu. En um Ieið og létti til tóku bæjarbúar við sér og hófu hreinsunarstörf. Þetta öskufall hafði ýmsar slæmar afleiðingar í för með sér, t.d. hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja þar sem völlurinn var ekki leikhæfur í nokkra daga og aflýsa varð mótum sem höfðu verið á dagskrá. Björgvinsbeltið komið heim Björgunartækið, sem Björgvin Sigurjónsson, Kúti á Háeyri, hann- aði fyrir allmörgum árum, hefur sannað gildi sitt og er nú um borð í nær öllum íslenska flotanum. Fram til þessa hafði framleiðsla þess farið fram uppi á landi en nú varð breyt- ing á. Framleiðslan var flutt til Eyja og tók Grímur Guðnason, hjá Gúmmíbátaþjónustu Vestmannaeyja það að sér. 30 með pungapróf Um miðjan maí var útskrifaður hjá Visku í Vestmannaeyjum stærsti hópur sem tekið hefur svonefnt „pungapróf ‘ í Eyjum. Það eru rétt- indi til skipstjómar á allt að 12 metra löngum skipum. Af þessum 30 voru 15 frá Eyjum en hinir frá nær öllum landshomum. Stunduðu þeir námið í gegnum fjarkennslu- búnað en komu til Eyja til að taka lokaprófin. Síðustu tónleikamir Áfram hélt músíkin. Hljómsveitin Tríkot og Lúðrasveit Vestmannaeyja stilltu enn á ný saman strengi sína og úr urðu magnaðir tónleikar. Þetta var í þriðja sinn sem slíkir tónleikar em haldnir og nú var tilkynnt að þessir yrðu hinir síðustu með þessu sniði. Ásættanleg afkoma Á ársfundi Lífeyrissjóðs Vest- mannaeyja fyrir árið 2009 kom fram að afkoma ársins var mjög ásættan- leg, miðað við þau ósköp sem gengið hafa yfir í fjármálum þjóðarinnar. Sjóðurinn sýndi næst- besta ávöxtun lífeyrissjóða á land- inu og sýnt þótti að ekki þyrfti að skerða líféyri eins og margir sjóðir standa frammi fyrir. FEGURSTAR Á SUÐURLANDI. Hlíf Hauksdóttir, knattspyrnukona úr ÍBV var kosin fegurst kvenna á Suðurlandi og Birgitta Valdimarsdóttir lenti í öðru sæti. í þriðja sæti varð svo Ragna María Gestsdóttir frá Þorlákshöfn

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.