Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Síða 11
Fréttir / Fimmtudagur 30. desember2010
11
Leikskólinn Sóli:
Er stærðfræði í leikskólum?
í leikskólum er leitast við að böm
læri sem mest í gegnum leik og
starf með því að fást við hlutina
við eðlilegar og áþreifanlegar
aðstæður. Við í leikskólanum S«a
notum fjöibreytt úrval af kubbum
sem efnivið, bæði plast- og tré-
kubba. Flest böm hafa ánægju af
að byggja úr kubbum og þau breyta
um form og hugmyndir í sífellu.
Viðfangsefnið er óþrjótandi og í
byggingaleik ræður hugarheimur
bamsins ferðinni, ímyndun og
vemleiki vinna saman. Kubbur
getur verið hvað sem er í huga
þeirra, t.d. bfll, fiskur eða maður.
Með því að handleika kubbana
kynnast bömin á áþreifanlegan hátt
áferð og öðrum eiginleikum þeirra.
Þau læra um mismun þeirra og læra
að bera þá saman. Þeir eru mis-
langir. t.d. í einingakubbunum
okkar er lengsti kubburinn fjórum
sinnum lengri en einingakubburinn
o.s.frv.
Hver kubbur hefur ákveðna stærð,
lögun, þyngd og jafnframt hefur
hann þykkt, breidd og iengd. Þau
geta flokkað þá eftir stærð og
lögun, en flokkun er mikilvægur
þáttur í vísindalegri hugsun. I
byggingaleikjum felst því mikil-
vægt sjálfsnám í grundvallar-
atriðum stærðfræðinnar. Stærð-
fræði - vísindahugtök festast smám
saman í vitund bamanna.
Börnin á Sóla leika sér einnig
mikið með púsl og perlur en það er
ekkert annað en rökhugsun sem er
jú einn gmndvöllur stærðfræðinnar.
Hvert á púslið að fara svo heildar-
mynd náist. Börnin flokka perlur
eftir litum og búa til hin ýmsu
mynstur og myndir, en til þess þarf
að telja út.
Hverjum hefði dottið í hug að það
eitt að leggja á borð feli í sér stærð-
fræði? í hádegi og kaffitíma skipt-
ast bömin á að fá að vera þjónar
og þykir það mjög spennandi. Það
em sjö böm á þessu borði, hvað
þurfum við þá marga diska, glös
hnífa, gaffla o.s.frv.? Glasið á að
vera fyrir ofan diskinn og gaffallinn
við hliðina vinstra megin. Eitt bam
er ekki mætt á hringaborði hvað
em þá mörg böm mætt á því
borði? En svona mætti lengi telja
og mörg dæmi um það hvernig
unnið er beint og óbeint með tölur
og hugtök stærðfræðinnar í leik-
skólanum.
Svarið við spumingunni hér að
ofan er þá væntanlega komið. En
besta viðurkenningin á gott starf er
þegar að bam kann hlutina en
„ENGINN kenndi því neitt, það
lærði það bara sjálft".
Með bestu kveðjufrá okkur á Gerði
Rósa Guðmundsdóttir, tónlistarkona:
Myndband í spilun
íslensku stöðvunum
og U-tubevefnum
Rósa Guðmundsdóttir, tónlistar-
kona, býr í New York en kom
heim til að halda jólin hátíðleg í
faðmi fjölskyldunnar. Hún kom
við á Fréttum og var auðvitað
spurð hvað hún væri að fást við
þessa dagana enda alltaf eitthvað
að gerast hjá listakonunni.
„Eg gaf nýlega út fjögurra laga
plötu á iTunes og gerði myndband
við eitt þeirra sem er í spilun,
eftir því sem ég best veit, hjá
RÚV, Skjá Einum og NOVA. Ég
fmmsýndi myndbandið á Man-
hattan og var með tónleika þar,
myndbandið var frumsýnt í þrí-
vídd og það var fyndið að sjá alla
með þessi gleraugu, “ sagði Rósa
og var sátt við útkomuna.
„Ég bý í New York og kalla það
heima, núna. Védís systir mín
vildi endilega fá mig hingað um
jólin, svo varð pabbi sjötíu ára á
árinu. Það er líka mjög gaman að
hitta litlu frænku mín sem er
orðin þriggja ára,“ sagði Rósa
sem er á kafí í tónlist.
„Næst á dagskránni er að halda
fund um tónleika á Websterhall en
þar hafa margir þekktir tónlistar-
menn eins og Madonna og Björk
komið fram. Tónleikarnir verða í
bland við listsýningu sem þar er
haldin. Ég er með eigin hljóm-
sveit Rosa and the Ultratight og
ég gerðist líka eigandi að veit-
ingarekstri. Ég borða ekki dýra-
afurðir og og þar sem boðið upp
þann valkost á staðnum ákvað ég
að vera með og það er bara
gaman.
Hvers vegna kvennahljómsveit?
„Við erum fjórar í kvennahljóm-
sveitinni og það er ekki útaf ein-
hverjum kvennabaráttu eða kven-
rembu. Það er margar karlahljóm-
sveitir en engin kvenhljómsveit
sem spilar rokk/ popp mainstream
tónlist,“ sagði Rósa og bætti við
að yndislegt væri að eyða jólun-
um í faðmi fjölskyldunnar í
Eyjum.
Gjörningur Gíslínu Daggar - 365 kjólar fá framhaldslíf
Gjömingurinn 365 kjólar tókst vel
en er nú lokið. Kjólauppboðið í
lokin gekk mjög vel og Gíslína
Dögg Bjarkadóttir, listakona og
höfundur gjörningsins, afhenti
Kristjáni Skúla Asgeirssyni lækni á
Landspítalanum 561.800 krónur
sem er ágóði af uppboðinu.
Kristján ætlar ásamt starfsfólki
Landsspítalans að koma frekari
upplýsingum á vefmn brjost.is sem
er fyrir konur sem hafa greinst með
brjóstakrabbamein.
„Uppboðið á Facebook stóð í
tæpa viku og þann 6. nóvember fór
sjálft uppboð fram í Veislutuminum
í Kópavogi sem styrkti framtakið,"
sagði Gíslína þegar hún var spurð
um uppboðið en hún vili þakka
öllum þeim sem styrktu hana og
gerðu framtakið mögulegt.
„Straumur pressaði og straujaði
kjólana sem var alveg frábært og
Plastprent gaf plast yfir þá þannig
að það var miklu skemmtilegra að
pakka þeim og koma á áfangastað,
svona fínum og flottum. Te og kaffi
styrkti okkur sömuleiðis með því
að gefa kaffi á sjálfu uppboðinu og
Eimskip flutti kjólana fyrir mig, “
sagði Gíslína og ekki lítið verk að
pakka og flytja alla kjólana bæði
yfir sjó og land.
„Það að var heilmikið fjör á upp-
boðinu sem fjórir uppboðshaldarar
stýrðu. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir
hóf uppboðið, Björgvin Frans,
leikari tók við af henni og svo Haffi
Haff, stflisti og tónlistarmaður og
Heiðar Ingi Svansson, markaðstjóri
Forlagsins var uppboðshaldari
síðustu tvo tímana. Þetta gekk allt
mjög vel,“ sagði Gíslína og hlær
því uppboðshaldaramir fóru á kost-
um. Gíslína lét búa til glæsilega
Gíslína Dögg afhenti ágóðann þann 15. desember á Landspítalanum á deild 10E . Frá vinstri Jónína Ósk Lárusdóttir frá Bætum Ein-stök
brjóst, Hrönn Guðmundsdóttir frá Bætum Ein-stök brjóst, Gíslína Dögg og Kristján Skúli Ásgeirsson læknir frá Landspítalanum.
sýningaskrá með myndum af öllum
kjólunum.
„Það seldust 255 kjólar á upp-
boðinu og nú eru á milli 70 og 80
kjólar eftir. Þeir eru til sölu á 1000
krónur og hægt sjá númer á þeim
kjólum sem eftir eru á Facebook
síðunni 365 kjólar sem ennþá opin.
Þar er hægt að kaupa kjól en fólk
þarf sjálft að greiða sendingar-
kostnaðinn,“ sagði Gíslína sem
hefur haft í nógu að snúast við að
senda kjóla sem hafa verið keyptir
á uppboðinu. „Ég hef nú þegar
sent 40 til 50 póstsendingar og það
er ekki óalgengt að þrír til fjórir
kjólar séu í sömu sendingu og ein
keypti átján kjóla,“ sagði Gíslína
og er ánægð með viðtökumar og
önnur kona fór með þrjá fulla poka
af kjólum sem hún keypti á upp-
boðinu í Veisluturninum.
Gíslína ætlar að hafa opið á
vinnustofunni á Skólavegi í janúar
og þá getur fólk komið og skoðað
og keypt kjólana sem eftir eru en
þeir sem ekki seljast fá framhaldslíf
í leikhúsinu eða hjá Rauða kross-
inum. „Ég er þakklát öllum þeim
sem komu að gjömingnum með
einum eða öðmm hætti. Eyjakonur
voru duglegar að gefa kjóla því
helmingur þeirra kom héðan og
fyrir það er ég þakklát. Aðrir kjólar
komu af átján stöðum á landinu og
frá Lúxemborg og New York. Ég
vil líka þakka öllum þeim sem
styrktu mig við gerð uppboðsskrár-
innar en það voru: Vinaminni
Kaffihús, Tvisturinn, Lögmanns-
stofa Vestmannaeyja, Te og kaffi,
Póley, Eyjavík, Straumur, Fast-
eignasala Vestmannaeyja, Axel Ó.,
Geisli, Volare, Miðstöðin og Isfélag
Vestmannaeyja."