Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 30.12.2010, Síða 15
Fréttir / Fimmtudagur 30. desember 2010 15 Golfklúbbur Vestmannaeyja: Viljum tryggja reksturinn til framtíðar - segir Helgi Bragason, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja sem leitaði til bæjarins um hærri greiðslu til klúbbsins HELGI Bragason, formaður Golfklúbbs Vestmannaeyja segir að ósk um tveggja milljón króna hækkun á fram- lagi Vestmannaeyjabæjar til GV sé eðliieg enda standi klúbburinn að öllum framkvæmdum við golfvöllinn. Eins og fram kom á dögunum leitaði Golfklúbbur Vestmanna- eyja til Vestmannaeyjabæjar eftir aðkomu þess síðarnefnda við endurfjármögnun langtíma- skulda klúbbsins. Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs en lang- tímaskuldir hafa hækkað úr 35 milljónum í 80 vegna gengis- breytinga. Samkvæmt upplýsingum sem feng- ust hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja er klúbburinn með fimm langtímalán, tvö í svissneskum frönkum (chf) og þrjú í japönskum jenum (jpy). Samkvæmt ársreikningi eru skuldir alls 86,5 milljónir, veltufé er 13,4 milljónir og eignir alls 177,8 milljónir. Eigið fé er jákvætt um 91,3 milljón en fyrir bankahrun voru heildarskuldir GV í kringum 35 milljónir. Helgi Bragason, formaður GV segir að klúbburinn sé í skilum með öll sín lán og allar sfnar skuld- bindingar og sjái fram á að vera það áfram. „En með þeim aðgerðum sem við erum í núna erum við að tryggja reksturinn til lengri tíma litið þannig að við getum séð fyrir eðlilegu viðhaldi og rekstri klúbbs- ins og þeirra tækja og mannvirkja sem við eigum. Það er nauðsynlegt til að vera áfram samkeppnisfær og halda úti besta golfvelli landsins." GV byggði m.a. 300 fermetra tækjageymslu nyrst á vellinum en Helgi segir það hafi verið nauðsyn- legt fyrir klúbbinn sem hafí verið á undanþágu frá Vinnueftirlitinu um langt skeið. Þá hafi klúbburinn endurnýja mikið af tækjakosti á eigin kostnað undanfarin sjö ár sem er nauðsynlegt til að halda úti jafn góðum velli og raunin er í Eyjum að sögn Helga. „Ofan á allt saman fórum við mjög illa út úr öskufallinu í maí, bæði töpuðum við viðskiptum þ.e. fólk sem hafði pantað á völlinn mætti ekki til Eyja bæði út af hræðslu og einnig lágu samgöngur með flugi að miklu leyti niðri í byrjun sumars. Þá skemmdust tæki okkar mikið og sér ekki fyrir endann á þvf, þetta er svipað og bændur á áhrifasvæði gossins hafa kvartað yfir.“ Mest skuldir frá 1998 Helgi segir að stærsti hluti skuld- anna séu frá 1998 og er endurfjár- mögnun á skuldum sem komu til vegna reksturs og uppbyggingar þegar völlurinn var stækkaður í 18 holu völl. Þá hafi golfskálinn einnig verið stækkaður fyrir 10 árum síðan og einhverjar skuldir fylgja þeirri framkvæmd. „Það varð samkomu- lag um að Golfklúbburinn færi í uppbyggingu mannvirkja í gegnum sinn efnahagsreikning og fengi svo rekstrarstyrki frá Vestmannaeyjabæ til að borga af lánum. Nú er staðan sú að þessi lán hafa hækkað mjög mikið“ Viðræður eiga sér stað við viðskiptabanka GV um skuldastöðu klúbbsins en Helgi segir engar skuldaniðurfellingar hafi átt sér stað. „Við höfum fengið tilboð um höfuðstólsleiðréttingu í samræmi við það sem öllum fyrirtækjum og einstaklingum stendur til boða en teljum að þrátt fyrir þá lækkun þá verði greiðslubyrðin enn of þung fyrir klúbbinn. Því sendum við þetta erindi til Vestmannaeyjabæjar sem vill nú fá að vita hvað rekstur klúbbsins getur staðið undir miklum skuldum og vill fá óháðan aðila til að meta það áður en ákvörðun er tekin um framhaldið.“ Sjálfboðaliðar mikilvægir Helgi segir jafnframt að skulda- staðan hafi ekki mikil áhrif á dag- legan rekstur klúbbsins en tap á rekstri síðasta árs var 400 þúsund krónur. „Við erum með heildar- tekjur á rekstrarárinu 2010 upp á 46,6 milljónir og höldum úti einum besta 18 holu velli landsins, erum með um 20 manns á launaskrá yfir sumartímann. A sama tíma hefur verið staðið í mikilli uppbyggingu. Þetta dæmi á ekki að ganga upp en við höfum látið það ganga upp með vinnu sjálboðaliða og góðu starfi okkar starfsfólks. Við erum td. með framkvæmdastjóra sem vinnur 150% vinnu og er tilbúinn að vinna á mjög hagstæðum kjörum fyrir klúbbinn. Eg held að saga GV sé þannig að þar hafa alltaf verið góðir félagsmenn og menn í forsvari sem hafa lagt mikið á sig í sjálfboða- vinnu en jafnframt verið stórhuga og þess vegna eigum við í dag golfvöll sem er metinn af kylfingum sem skemmtilegasti völlur landsins sem hefur fengið mikið lof og umfjöllun erlendis." Sjái þið möguleika á að auka tekjur klúbbsins með t.d. tilkomu Landeyjahafnar næsta sumar? „Já við sjáum möguleika á því en eins og að framan segir þá mun aukin aðsókn einnig kalla á aukna þjónustu og uppbyggingu sem kostar líka peninga en til lengri tíma mun Landeyjahöfn hafa góð áhrif á rekstur GV eins og aðra ferða- þjónustu, verslun o.fl. í Eyjum." GV með eigin aðstöðu Helgi sagði að lokum að ósk GV um hækkun á rekstrarstyrki til klúbbsins nemi um tvær milljónir á ári auk aðkomu að lausn á langtímaskuld- um klúbbsins. „Þetta eru litlar tölur í samræmi við það sem Vestmanna- eyjabær er að leggja í íþróttamann- virki í bænum. Golfklúbburinn í Vestmannaeyjum er líklega eina aðildarfélag ÍBV héraðssambands sem hefur byggt upp og fært allar sínar eignir í eigin reikning. Vestmannaeyjabær hefur staðið í mikilli uppbyggingu íþróttamann- virkja á undanfömum árum m.a. lagt um 500 milljónir í nýtt knattspyrnuhús, rúmlega 300 milljónir í nýtt íþróttahús, 200 milljónir í endurbætur á sundlaug, yfir 20 milljónir í nýtt golf á íþrótta- sal fyrir körfbolta o.fl. Sem dæmi þá leigir Vestmannaeyjabær bara Týsheimilið af Fasteign fyrir 12 milljónir krónar árið 2010 og sú tala verður 16 milljónir árið 2011. Vestmannaeyjabær hefur byggt upp öll þessi íþróttamannvirki fyrir önnur íþróttafélög og lagt mikla peninga í rekstur þeirra. Golf- klúbbur Vestmannaeyja hefur verið með fastan rekstrarstyrk að fjárhæð um 7 milljónir í dag til að mæta þessum skuldum og emm við nú að biðja um hækkun á þessu. Hvernig væri staðan fyrir önnur íþróttafélög eins og handbolta, fótbolta, körfu- bolta, fimleika, sund eða frjálsar íþróttir ef þau hefðu þurft að byggja framangreind mannvirki upp sjálf og fá svo rekstrarstyrki frá bænum til að borga af skuldbindingum vegna uppbyggingarinnar? Ætli 9 milljónir á ári myndu duga til að borga upp og reka 500 milljóna fjár- festingu vegna knattspymuhúss eða 350 milljónir vegna íþróttahúss með aðstöðu fyrir fimleika, handbolta, körfubolta ofl? Ég set þessar hugleiðingar aðeins fram til þess að menn átti sig á samhenginu en tek það skýrt fram að golfararar fagna allri uppbyggingu íþróttamannvirkja í Eyjum en vilja bara að allur samanburður og umræða sé sann- gjöm. Svo er líka hópur sem er á móti þeim tjármunum sem er varið til íþrótta yfir höfuð en það er umræða sem ég hef ekki tíma til að fara í núna enda held ég að meirihluti Eyjamanna sé hlynntur þeirri glæsi- legu íþróttauppbyggingu sem hér á sér stað og að það sé mikill fengur fyrir bæjarfélagið hvað vel er staðið að málum hjá íþróttafélögum hér í Eyjum.“ | Frjálsíþróttafélagið Óðinn: Fjölmennt og vel heppnað jólamót Oðins Jólamót Ungmennafélagsins Óðins í frjálsum íþróttum var haldið mánudaginn 13. desember síðast- liðinn. Alls tóku 42 keppendur þátt í mótinu á aldrinum 4 til 16 ára. Keppt var í fimm aldurs- flokkum og stóðu krakkarnir sig með einstakri prýði. Þrátt fyrir þennan mikla fjölda í mótinu, vantaði um 30 krakka í mótið sem hafa verið að æfa reglulega í vetur þannig að það er mikill uppgangur í frjálsum um þessar mundir. Mótið fór fram í nýja sal íþrótta- miðstöðvarinnar en líklega er þetta í síðasta sinn sem mót í frjálsum íþróttum verður haldið í salnum enda er ný og glæsileg aðstaða fyrir frjálsar íþróttir í fjölnota íþróttahús- inu. Keppt var í þremur greinum í mótinu, hástökki, kúluvarpi og langstökki án atrennu. Yngstu iðk- endurnir fengu að spreyta sig í öllum greinum og bættu fjölmargir sinn persónulega árangur enda var það markmið mótsins. Þess má geta að margir voru að bæta sig í há- stökki um 5 til 20 cm, sem þykir mjög mikið. Einnig kom árangur í langstökki án atrennu skemmtilega á óvart. Næsta mót innanhúss verður svo Vestmannaeyjameistaramótið en það verður að sjálfsögðu haldið í nýja húsinu á nýju ári. Jólamótinu lauk svo með Pizzuveislu en Karen Inga Ólafsdóttir, þjálfari hjá Óðni vildi koma á framfæri þalddæti til allra sem komu að þessu móti enda hefði það aldrei farið fram nema með aðstoð sjálfboðaliða. Næst á dagskrá hjá frjálsíþrótta- krökkunum er að fara á Islandsmót sem haldin verða fljótlega á nýju ári og verður spennandi að fylgjast með árangri Eyjakrakkanna enda hafa þau æft stíft í vetur. Þessi unga dama stóð sig vel í langstökki án atrennu. Það vantaði ekkert upp á taktana hjá krökkunum í kúluvarpinu. Það verður ekki betur séð en að þessi drengur stökki hæð sína og það í fullum herklæðum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.