Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.02.2013, Blaðsíða 18
22. febrúar 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Leikritið heitir einfaldlega Sigvaldi Kaldalóns og það fjallar um ár Sigvalda í Ísafjarðardjúpi,“ útskýrir Elfar Logi. „Eftir að hann útskrifaðist sem læknir var hans fyrsta embætti að leysa af á Hólmavík, en svo var honum boðið að taka við Nauteyrarhéraði og þangað fór hann og ílentist í ellefu ár.“ Samdi hann mikið af tónlist á þeim árum? „Já. Í bók Gunnars M. Magnús, sem heitir einfaldlega Bókin um Sig- valda Kaldalóns, kemur hann aftur og aftur að því hvað Djúpið hafi haft inspírerandi áhrif á Sigvalda, bæði fólkið og náttúran. Þar uppgötvaði hann lífið og var í gífurlegu stuði. Á þessum ellefu árum samdi hann að minnsta kosti hundrað lög sem landsmenn kunna enn þann dag í dag mörg hver. Ég ætla nú ekkert að telja þau öll upp en get nefnt til dæmis Þú eina hjartans yndið mitt sem hann tileinkaði konu sinni.“ Þú einskorðar verkið við þann tíma sem hann var fyrir vestan? „Já, en leik- ritið gerist samt í Solleröd í Danmörku þar sem Sigvaldi var á heilsuhæli til að ná sér af slæmum berklum. Rammi verksins er sá að hann býður einni starfsstúlkunni þar með sér í hugar- ferð vestur.“ Þú samdir verkið, leikur Sigvalda og syngur lögin hans í sýningunni, eða hvað? „Nei, ég syng nú ekki. Það ræð ég ekki við. En mér til halds og trausts er ég með mikla listakonu sem heitir Dagný Arnalds og hún er bæði leik- kona og hljóðfæraleikari í sýningunni auk þess sem hún syngur nokkur laganna. Ég ræð bara við að syngja Megas.“ Frumsýning er í kvöld í Hömrum á Ísafirði og önnur sýning þar á sunnu- dag, hvert verður svo framhaldið? „Þegar maður startar nýju ævintýri vill maður aðeins leyfa því að gerast og svo tekur maður dansinn. Það er þó þegar ákveðið að bæta við sýn- ingu í Hömrum sunnu- daginn 3. mars vegna mikillar ásóknar í miða. Svo veit ég ekkert hvað gerist. Það er mikið verið að spyrja um páskana þannig að ég reikna með að ég laumi inn nokkrum sýningum þá svo fólk geti hvílt sig á rokkinu smá stund, kíkt í leikhús og kynnst Sigvalda.“ fridrikab@frettabladid.is Samdi hundrað lög á ellefu árum í Djúpinu Kómedíuleikhúsið á Ísafi rði frumsýnir í kvöld leikritið Sigvalda Kaldalóns eft ir Elfar Loga Hannesson, sem jafnframt leikur titilpersónuna. Verkið fj allar um þau ár sem hið ástsæla tónskáld starfaði sem héraðslæknir í Nauteyrarhéraði í Ísafj arðardjúpi. SIGVALDI KALDALÓNS Elfar Logi leikur tónskáldið ástsæla í eigin verki sem einfaldlega ber nafn þess. Faðir minn, tengdafaðir, afi og fósturfaðir, JÓN DANÍELSSON fyrrverandi skipstjóri, Dunhaga 15, Reykjavík, varð bráðkvaddur þann 19. febrúar sl. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 28. febrúar kl. 15.00. Örn D. Jónsson Laufey Guðjónsdóttir Steinunn Arnardóttir Leópold Kristjánsson Ágústa Arnardóttir Einar Þorsteinn Arnarson Pétur Emilsson Sigrún Edda Sigurðardóttir VirðingReynsla & Þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann www.kvedja.is Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL GUÐLAUGSSON múrari, áður til heimilis að Berjarima 9, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 9. janúar. Útförin hefur ferið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir færum við Manfred Lemke presti, Ólafi H. Samúelssyni lækni og öðru starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Eir 3. hæð norður fyrir góða umönnun og hlýju í garð okkar allra. Kristín Stefánsdóttir Kolbrún Jósepsdóttir Stefán Egilsson Bryndís Eggertsdóttir Kristín Ellý Egilsdóttir Grétar Baldursson Hrafnhildur Egilsdóttir Halldór Bergdal Baldursson Elísabet Egilsdóttir Kristján V. Halldórsson Guðmunda Egilsdóttir Stefán Gísli Stefánsson Egill Egilsson Lára Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir, afi og langafi, BJARNI HELGASON frá Vestmannaeyjum, Þangbakka 8, Reykjavík, lést 10. febrúar á Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð, Helga Sigurðardóttir Jóhann Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra AUÐUR BIRNA HAUKSDÓTTIR Austurgerði 1, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 11. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Starfsfólk Heimahlynningar og krabbameinslækningadeildar 11E, Landspítala við Hringbraut fær sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Guð blessi ykkur. Aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS MARTEINSDÓTTIR Suðurgötu 17, Sandgerði, lést laugardaginn 16. febrúar á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 26. febrúar kl. 13.00 frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði. Ólafur Davíðsson Sævar Ólafsson Friðbjörg Ósk Arnbergsdóttir Signý Ólafsdóttir Helgi Sævar Sigurðsson Elín Ólafsdóttir Guðjón Bragason Guðrún Ólafsdóttir Guðmundur Þórðarson Sigurlína Ólafsdóttir Marteinn Ólafsson Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir Davíð Þór Ólafsson Stefanía Helga Ingibjargardóttir Ólafur Þór Ólafsson Katrín Júlía Júlíusdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR VILHJÁLMSDÓTTIR Hjúkrunarheimilinu Eir, andaðist miðvikudaginn 20. febrúar. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, fimmtudaginn 28. febrúar kl. 13.00. Kristín María Kjartansdóttir Ingólfur Hauksson Hannes Jóhannsson Beth Moore barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, PAULS SVEINBJÖRNS JOHNSON. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á Minnismóttökunni, Þorraseli og á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun og hlýhug í hans garð. Áslaug Ragnhildur Holm Johnson Sonja Ragnhildur Johnson Marc C. Johnson Pétur Snæbjörn Johnson Birgir Þór Johnson Santok Johnson Kathleen Johnson Menlove Lynn Menlove Knut Sveinbjörn Johnson og barnabörn. TÓNSKÁLDIÐ Sigvaldi Kaldalóns var héraðslæknir í Nauteyrarhreppi í ellefu ár. Þennan dag árið 1997 létu vísindamenn í Skotlandi fréttast um tilvist fyrstu skepn- unnar sem tekist hafði að klóna svo vel færi. Þetta var ærin Dolly sem búin var til í Roslin-stofnuninni í Edinborg, en Dolly kom í heiminn 5. júlí árið 1996. Dolly var fyrsta spendýrið sem klónað var úr frumu fullorðinnar skepnu. Fyrri tilraunir til klónunar höfðu verið úr fósturfrumum. Klónun Dollyar varð mjög umtöluð, enda fylgdu klónunargetunni siðferðileg álita- mál og ótti meðal margra um að tæknina mætti nota til að klóna fólk. Dr. Ian Wilmut, sem fór fyrir hópi vísindamannanna skosku sem stóðu að tilurð Dollyar, sagði hins vegar að klónun manneskja væri bæði ógeðfelld og ólögleg. Skoska kirkjan lýsti því yfir að þótt rannsóknirnar væru „heillandi“ þá hefði hún sínar efasemdir. Þá upplýsti Dr. Wilmut líka um hvernig komið hafði til að kindin var nefnd Dolly. „Dolly er búin til úr frumu mjólkurkirtils og okkur komu ekki í hug nokkrir mjólkur- kirtlar mikilfenglegri en á Dolly Parton.“ ÞETTA GERÐIST 22. FEBRÚAR 1997 Heimurinn fréttir af tilvist Dollyar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.