Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 19
ÁSGEIR TRAUSTI Á SKAGANUM Tónlistarsnillingurinn nýverðlaunaði, Ásgeir Trausti, verður með tónleika í Bíóhöllinni á Akra- nesi annað kvöld kl. 21.00. Sérstakur gestur verður Pétur Ben sem spilar nokkur af sínum bestu lögum áður en Ásgeir og hljómsveit stíga á svið. Matreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarps-þáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holta- kjúklingi fyrir áhorfendur. Hér færir Úlfar okkur uppskrift fyrir fjóra að einstaklega girnilegum kjúklingi í sesamsósu með kjúklingabaunum, sveppum, kúrbíti og spínati. Rétturinn er borinn fram með brauði. Tilvalinn réttur til að koma konunni á óvart á konudaginn. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þennan ljúffenga rétt í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarps stöðinni ÍNN. Þætt- irnir verða svo endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að horfa á þá á heimasíðu ÍNN, inntv.is. ELDAÐ MEÐ HOLTA HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi. SESAMSÓSA 1 dl þurrristuð sesamfræ 1,5 msk. hunang 1 msk. dijonsinnep 1 msk. sítrónusafi 1 msk. ljóst edik Salt og nýmalaður pipar 1,5 dl olía Setjið allt nema olíuna í mat- vinnsluvél og grófmaukið. Hellið þá olíunni í mjórri bunu í skálina og látið vélina ganga á meðan. KJÚKLINGUR 3 msk. olía 6-800 g kjúklingabringur, skorn- ar í teninga 10 sitakesveppir eða venjulegir í bátum 1/3 kúrbítur í bitum 10 stk. dvergmaís í bitum 3 dl soðnar kjúklingabaunir 1/2 poki spínat Salt og nýmalaður pipar AÐFERÐ Hitið olíu í wokpönnu eða stórri pönnu og steikið kjúklinginn í 3 mínútur eða þar til hann er fallega brúnaður. Bætið þá sveppum, kúrbít og dvergmaís á pönnuna og steikið í 3-4 mínútur til viðbótar. Kryddið með salti og pipar. Næst er kjúklingabaunum bætt á pönnuna og látið krauma í eina mínútu. Að lokum er spínati og sesamsósu bætt við og öllu blandað vel saman. Borið fram með góðu brauði. KJÚKLINGUR Í SESAMSÓSU MEÐ KJÚKLINGABAUNUM, SVEPPUM, KÚRBÍT OG SPÍNATI FLOTT UPPSKRIFT Meistarakokkurinn Úlfar Finnbjörnsson matreiðir girnilegan kjúklingarétt. MYND/ANTON BLÖNDUNARLOKI FYLGIR af OSO hitakútum, Wösab olíufylltum ofnum og Vortice loftræstiviftum. AFSLÁTTUR 15% NORSK FRAMLEIÐSLA Gæða viftur fyrir baðherbergi, eldhús, vinnustaði o.fl. Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.