Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 21
INNHEIMTA FÖSTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2013 Kynningarblað Greiðsluerfiðleikar, gjalddagi, eindagi, sektir og góð ráð. Mikil viðhorfsbreyting hefur orðið í þjóðfélaginu síðustu ár með útvist-un innheimtu enda felst mikið hag- ræði í því að geta útvistað slíkri starfsemi til sérfræðinga og einbeitt sér að kjarnastarf- semi. Þó er ekki sama hvernig er að verki staðið við þá þjónustu, enda er eðlilegt að litið sé á innheimtuaðilann sem framleng- ingu af kröfuhafanum og mikilvægt að inn- heimtan sem slík raski ekki viðskiptasam- bandi kröfuhafa og viðskiptavina þeirra sem eiga tímabundið í erfiðleikum með að standa í skilum,“ segir framkvæmdastjórinn Davíð B. Gíslason. Sveigjanleiki í fyrirrúmi Innheimtuferli Momentum er mjög sveigj- anlegt. Kröfuhafi getur ráðið sínum ferlum sjálfur og byggt þá á sinni reynslu á sínum viðskiptavinum og vilja sem og ráðlegging- um starfsfólks Momentum. Þetta á til dæmis við um fjölda bréfa, símhringinga og tíma- lengd milli aðgerða. Enginn kostnaður kröfuhafa „Almenn stefna Momentum er sú að kostnað- ur af innheimtunni lendir á þeim sem stofnar til kröfunnar með því að greiða hana ekki á umsömdum tíma, en dreifist ekki almennt á alla viðskiptavini kröfuhafa. Þannig er tryggt að þeir sem standa skil á greiðslum á tilsett- um tíma geti notið bestu kjara í viðskiptum sínum við kröfuhafa. Í samræmi við þetta greiðir kröfuhafi engin skráningargjöld, ár- gjöld eða annan slíkan kostnað hjá Moment- um,“ segir Davíð. „Útrás“ utan höfuðborgarsvæðisins Mikil aukning hefur verið á verkefnum Momentum og Gjaldheimtunnar enda hefur nálgun fyrirtækjanna að innheimtustarfsemi fallið vel í kramið hjá viðskiptavinunum. „Momentum og Gjaldheimtan hafa um árabil haft hluta af starfsemi sinni á Siglu- firði og er það dæmi um að fyrirtækin vilja stuðla að meiri nánd við þá aðila sem verið er að þjónusta á landsbyggðinni. „Þróunin á innheimtumarkaðinum hefur verið mjög hröð síðustu ár og hafa kröfur um rafrænar vinnslur og tengingar alltaf verið að aukast. Momentum og Gjaldheimtan hafa alla tíð leitast eftir því að bjóða upp á hagkvæm- ar lausnir sem auðvelda einstaklingum og fyrir tækjum störf og bjóða upp á sveigjan- legar leiðir eftir kröfum hvers og eins kröfu- hafa. „Þessi þróun hefur valdið því að mun auðveldara er fyrir fyrirtæki eins og Moment- um og Gjaldheimtuna að nýta sér starfskrafta á landsbyggðinni.“ En af hverju Siglufjörður? „Við höfum verið mjög ánægð með það fólk sem við höfum fengið til starfa á Siglufirði sem kemur ekki á óvart af fyrri kynnum okkar af Siglfirðingum. Nú eru fimm starfs- menn að vinna fyrir okkur þar og ljóst er að við höfum hugsað til þess að auka frekar við á þeim vettvangi, enda eru verkefnin alltaf að aukast, bæði almennt og einnig að fjölga þeim verkefnum sem auðvelt er að vinna frá útibúum líkt og á Siglufirði,“ upplýsir Davíð. Verður framhald á þessari útvíkkun á landsbyggðinni? „Við erum alltaf að skoða það að opna starfs- stöðvar og bakvinnslur á fleiri stöðum á landinu og horfum auðvitað til þeirra svæða þar sem þjónusta okkar er nýtt. Möguleik- arnir eru endalausir í því sambandi og höfum við verið ánægð með þær viðtökur sem við höfum fengið víða um land. Fram- tíðin er því björt hjá okkur í þessu sem og öðru.“ Nokkrar staðreyndir Innheimtuferli Momentum er mjög sveigjanlegt og getur kröfuhafi ráðið sínum ferlum sjálfur. Þetta á til dæmis við um fjölda bréfa, símhringinga og tímalengd milli aðgerða. Mikil aukning hefur verið á verkefnum Momentum og Gjaldheimtunnar enda hefur nálgun fyrir- tækjanna að innhemtustarfsemi fallið vel í kramið hjá viðskiptavinum. Momentum og Gjaldheimtan hafa um árabil haft hluta af starfseminni á Siglufirði og er það dæmi um að fyrirtækin vilja stuðla að meiri nánd við þá aðila sem verið er að þjónusta á lands- byggðinni. & RÁÐGJÖF Momentum á Siglufirði Momentum og Gjaldheimtan eru fyrirtæki sem reka innheimtuþjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög, lífeyrissjóði og fleiri. Yfir þrjátíu starfsmenn starfa hjá fyrirtækjunum. Höfuðstöðvarnar eru í Reykjavík en auk þess er starfsstöð á Siglufirði. Vel kemur til greina að opna starfsstöðvar og bakvinnslur á fleiri stöðum á landinu. Fimm starfsmenn vinna fyrir Momentum á Siglufirði og er búist við að þeim muni fjölga. Þá er verið að skoða að opna starfsstöðvar á fleiri stöðum á landinu. MYND/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.