Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 24
FRÉTTABLAÐIÐ Fólk og annað frábært, heimili, hönnun, tíska og hugmyndir, Sigrún Edda, afþreying, heilsa, fegurð og hamingja, helgarmaturinn og spjörunum úr. 2 • LÍFIÐ 22. FEBRÚAR 2013 Umsjón blaðsins Kolbrún Pálína Helgadóttir kolbrunp@365.is Umsjón Lífsins á Vísir.is Ellý Ármanns elly@365.is Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Stefán Karlsson. Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Lífið Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 www.visir.is/lifid Lífi ð Hamingja, fólk og annað frábært HVERJIR HVAR? M ig langaði að starfa innan tískugeir- ans eftir útskrift en hafði ekki áhuga á því að byrja á að þjóna fólki innan hans til að koma mér að eins og tíðkast oft. Ég vildi heldur skapa mín eigin tækifæri,“ segir Soffía Theó- dóra Tryggvadóttir, ritstjóri vef- tímaritsins Nordic Style Magaz- ine sem kom út í annað sinn í vik- unni. Soffía er nýútskrifuð úr tísku- og markaðsstjórnun frá Fashion Institute of Technology í New York en heillaðist af fjölmiðlum er hún stofnaði tímarit viðskipta- fræðinema við Háskóla Íslands fyrir nokkrum árum. „Ég er ekki endilega heilluð af blaðamennsku heldur meira af vinnunni sem liggur að baki þessu ferli að koma saman tímariti. Ég byrjaði á þessu verkefni ásamt sænskri skólasystur minni en við höfð- um fundið fyrir því að það vant- aði einhvern miðil sem einblíndi á hönnun og tísku frá Norður- löndunum hér í Bandaríkjun- um,“ segir Soffía og bætir við að um þessar mundir þyki allt sem kemur frá Norðurlöndunum mjög vinsælt vestanhafs. „Það er mikil gróska í hönn- un, listum og menningu á Norð- urlöndunum sem mér finnst vert að vekja athygli á og við sáum ákveðið sóknarfæri í að einbeita okkur að þeim markaði. Það vant- aði kynningu fyrir þessa færu hönnuði og merki og við höfum fengið að heyra að þeir séu mjög ánægðir með framtakið. Tísku og hönnun fylgist ég mikið með og hef mjög gaman af.“ Soffía var búsett í New York en ætlar að dvelja hér á landi fram á vor til að koma blaðinu í al- mennilegan farveg. Hún vinnur með fólki með fjölbreyttan bak- grunn sem er víða að af Norður- löndunum en um þrjátíu manns komu að síðasta tölublaði. „Blað- ið er enn þá í mótun og við fögn- um öllum tillögum sem okkur berast. Ég hvet líka fólk eindreg- ið til að hafa samband ef það vill leggja blaðinu lið,“ segir Soffía en einnig er verið að glæða vef- síðu blaðsins lífi og hægt að fylgjast með á slóðinni Nordic- stylemag.com. alfrun@frettabladid.is VEFTÍMARIT NORÐURLÖND- IN ERU MJÖG VINSÆL NÚNA Soffía Theódóra Tryggvadóttir stofnaði veftímaritið Nordic Style Magazine er hún var í námi í tísku- og markaðsstjórnun í New York. Blaðið hefur fengið mjög góðar viðtökur en það leggur áherslu á listir, menningu, hönnun og tísku frá Norðurlöndunum. Soffía Theódóra Tryggvadóttir stofnaði blaðið Nordic Style Magazine í lok síðasta árs en það hefur fengið góðar viðtökur lesenda. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 09.00 Fór með dóttur mína í leikskólann. Hún ákvað að vera Brave-stelpan í tilefni dagsins. 09.30 Morgunmatur með bestu Kristínu Ástu á Laundromat café, eins og venjulega. 11.00 Búðin opnuð. 15.00 Þessi metnaðarfulli ungi maður mætti með gítar og söng fyrir okkur á öskudaginn, þrátt fyrir að nammið hafi verið búið. Vel gert! Eftir 15.00 Kaffið á Súfistanum. 16.00 Við Stína í fullu fjöri. 18.00 Yummi-Yummi take-out. Húsmóðir ársins! 21.00 Ormurinn sofnaður í mömmu og pabba rúmi og við taka rólegheit með manninum mínum. Sjónvarpið, tímarit og tölva. Nóg að gera. Dagur í lífi Það vantaði ekki glæsi- leikann þegar Hótel Borg bauð til opnunar í gær eftir að veitingamennirn- ir Völundur Snær Völund- arson og Haukur Víðis- son tóku við rekstri staðarins. Rakel Garðarsdóttir leik- kona, Sigurlaug M. Jónas- dóttir, Jón Ársæll Þórðar- son fjölmiðamaður og Stein- unn Þórarinsdóttir mættu til að líta staðinn augum. Einn- ig mættu þau Vera Sölvadótt- ir, Einar Bárðarson, Ástríður Magnúsdóttir, Dögg Hjaltalín og Birna Björnsdóttir danskenn- ari í gleðina. Oddný Jóna Bárðardóttir verslunareigandi Fjörugur öskudagur á Laugaveginum Grensásvegur 8, sími 553 7300 mán-fim 12–18, fös 12–19, lau 12–17 Kr. 7.990,- Kr. 8.990,- Kr. 7.990,- Kr. 9.990,- Kr. 7.990,- Kr. 8.990,- Uppáhalds HÖNNUÐURINN Það er nú ansi erfitt að vera með uppáhaldshönnuð frá Norð- urlöndunum þar sem það eru margir frábærir og ólík- ir. Eins og stendur er ég ein- staklega hrifin af Ostwald Helgason og Altewai.Saome og ég er einnig mjög skotin í Moonspoon Saloon. BÚÐIN Mér finnst ATMO á Laugaveginum mjög skemmti- leg. Það vantaði algjörlega svona verslun sem sýnir svart á hvítu hve frambærileg ís- lensk fatahönnun er. KAFFIHÚSIÐ Ég er ekki mikil kaffihúsamanneskja en kaffihúsið sem ég fór í síð- ast var Café Salonen í Kaup- mannahöfn sem vill svo til að er í eigu Íslendinga. TÍMARITIÐ Ég er mjög hrif- in af Eurowoman og er raun- ar mun hrifnari af skandin- avískum tískutímaritum en al- þjóðlegum. BLOGG Ég fylgist með hinni sænsku Elin Kling (style- bykling.nowmanifest.com) og finnskum bloggara sem heit- ir Sandra Hagelstam (5inc- handup.blogspot.com). VEITINGASTAÐUR Ég fór á Grillmarkaðinn um daginn og fékk mér rosalega góða nautasteik. NÝJUNGIN Ósýnilegi reið- hjólahjálmurinn, Hövding, er mjög einstök hönnun.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.