Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.02.2013, Qupperneq 30
FRÉTTABLAÐIÐ Sigrún Edda, afþreying, heilsa, fegurð og hamingja, helgarmaturinn og spjörunum úr. 8 • LÍFIÐ 22. FEBRÚAR 2013 AUGLÝSING: SIGURBORG EHF. KYNNIR Steinefnafarðinn bareMinerals kom fyrst á markað í Bandaríkj- unum árið 1976 og er mest seldi steinefnafarðinn þar í landi. Hilde Lise, förðunarmeistari hjá bareMinerals, er nú stödd hér á landi til að kynna förðunarlín- una. Hún segir farðann einstak- an fyrir þær sakir að hann vinn- ur með húðinni og hentar öllum húðgerðum og öllum aldri. „Allar vörur bareMinerals eru þróaðar til þess að kalla fram fegurð þína,“ segir Hilde Lise. „Húðin nær að anda og farðinn gefur húðinni raka. Eingöngu eru notuð einstak- lega hrein og fá innihaldsefni svo að húðin fái eingöngu það sem hún þarf. Það er ótrú- lega gaman að fylgjast með konum sem farðað- ar eru með bareMinerals í fyrsta sinn, þær ljóma, húðin ljómar og sönn feg- urð þeirra kemur í ljós. Þær sem byrja að nota bareMinerals fara sjaldn- ast aftur að nota hefð- bundinn farða.“ KALLAR FRAM FEGURÐ BareMinerals-steinefnafarðinn hefur hlotið ótal verð- laun og viðurkenningar. Farðinn er 100% náttúrulegur og hylur einstaklega vel. Farðinn er án ilmefna og parabena. Farðinn frá bareMinerals er 100% náttúrulegur og án allra ilmefna og parabena. Sjá nánar á visir.is/lifid Segðu mér aðeins frá hlutverki þínu í Mary Poppins. Ég leik hana Brillu sem er skemmtilegt hlut- verk. Hún er matselja á heimili Banks-fjölskyldunnar og er frek- ar lélegur kokkur, hún er með óhæfan aðstoðarmann sem Sig- urður Þór Óskarsson leikur og tekst að sprengja mig á leiksvið- inu hvað eftir annað, hann er svo fyndinn. Hvað hafa æfingar staðið yfir lengi? Æfingar hafa staðið yfir í tíu vikur. Þetta er margslung- in sýning, tæknilegt undur verð ég að segja, full af töfrabrögðum, frábærum söngvum sem allir þekkja og ég get lofað mögnuðum dansnúmerum. Hvernig líður þér yfirleitt á frumsýningardögum? Ég reyni yfirleitt að plata sjálfa mig á þann hátt að frumsýningar séu bara eins og venjulegar sýningar en tekst aldrei. Það er alltaf sér- stök spenna í loftinu, lítið fiðrildi í maganum. Er einhver sérstök rútína sem þú ferð eftir til að undirbúa þig? Ég held mér í þokkalegu líkam- legu formi, les bækur, hlusta á tónlist, horfi á kvikmyndir og leikhús til að næra sköpunar- kraftinn. Svo hef ég mjög gaman af því að skoða og stúdera fólk. Fyrir sýningar finnst mér mikil- vægt að hita röddina vel upp og svo nota ég hugleiðslu til að slaka á og róa hugann. Hefurðu gleymt línunum þínum á ögurstundu eða lent í vandræðalegri uppákomu á sviði? Það er ein uppákoma sem verð- ur alltaf minnisstæð. Ég var að leika í söngleik í gamalli skemmu við Meistaravelli þar sem Bæjar- útgerðin var til húsa fyrir mörg- um árum. Söngleikurinn átti að gerast á síldarplani. Þarna voru fjölmargir leikarar og hljóm- sveit. Eggert Þorleifsson var á sviðinu með vatnsslöngu sem notuð var til að spúla gólfið. Egg- ert var vanur að láta seytla að- eins úr slöngunni og syngja lagið sitt, en á þessari tilteknu sýningu kom ekkert vatn. Hann skrúf- aði stútinn í botn og hrópaði: Það kemur ekkert vatn! Einn starfs- maður við leikhúsið, rosalegur töffari, heyrði þetta og mundi að hann hafði gleymt að skrúfa frá krananum baksviðs. Hann rauk að sjálfsögðu til og skrúfaði frá. Og það var eins og við manninn mælt, vatnið frussaðist fram í slönguna af svo miklum krafti að hún stóð beint upp í loft og dældi vatninu yfir okkur leikar- ana, hljómsveitina og áhorfendur. Það leið langur tími þangað til við gátum byrjað að leika aftur, það hlógu allir svo mikið, bæði þeir sem stóðu á sviðinu og áhorfend- ur. Töffarinn sem átti sök á þessu öllu saman varð svo seinna mað- urinn minn. Þú hefur einnig starfað sem höfundur og leikstjóri, er það eitthvað sem þú stefnir á að gera meira af í framtíðinni? Það er aldrei að vita. Ég hef alltaf haft gaman af því að skrifa. Ég er með margt í pípunum hvað það varð- ar sem ég vona að öðlist vængi þegar ég gef mér tíma til að sinna því. Tími er það eina sem mig skortir um þessar mundir Bak við tjöldin – Misjafnt er eftir hlutverkum hve mikinn tíma hár og förðun tekur. Fólkið í Kjallaranum. Hér má sjá Sigrúnu Eddu í Gullregninu. bareMinerals vörurnar fást nú hjá Lyfjum og heilsu í Kringlunni. Sérstakt byrjunarsett sem inniheldur tvo liti af farða, sólarpúður, þrjá bursta, primer og laust púður, verður á tilboðsverði út febrúar á 15.600 krónur. „Allar vörur bareMinerals eru þróaðar til þess að kalla fram fegurð þína,“ segir Hilde Lise, förðunarmeistari hjá bare- Minerals, en hún kynnir förðunarlínuna hér á landi um þessar mundir. MYND/SIGURBORG Byrjunar-sett bareMinerals er á tilboði út febrúar á 15.600 krónur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.