Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 15
www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 3. apríl 2013 | 7. tölublað | 9. árgangur F Y R S TA F L O K K S Þ JÓNUSTA OYSTER PERPETUAL DATEJUST II Fullt hús af og svo kennum við græjurnar!ykkur á fermingargjöfum Kíktu á vöruframboðið á advania.is/fermingar Stjórn Eimskips breytist mikið Stjórn Eimskips mun taka miklum breytingum á aðalfundi félagsins sem fram fer í dag. Frest- ur til að gefa kost á sér í stjórnina er runninn út en einungis einn af fimm stjórnarmönnum er í kjöri á aðalfundinum í dag, Richard Winston Mark d‘Abo. Sjálfkjörið verður í stjórnina í dag en auk d‘Abo eru í kjöri Gunnar Karl Guðmunds- son, stjórnarformaður AFL sparisjóðs og fyrr- verandi forstjóri Skeljungs og MP banka, Helga Melkorka Óttarsdóttir, hæstaréttar lögmaður hjá Logos, Hrund Rúdólfs dóttir, framkvæmdastjóri hjá Marel, og Víglundur Þorsteins son, fyrr- verandi stjórnarformaður BM Vallár. Stærstu eigendur Eimskips eru sjóðir á vegum banda- ríska fjárfestingarfyrirtækisins Yucaipa með samanlagt 25,3%, Lífeyrissjóður verzlunar- manna 14,57% og LBI hf. með 10,4%. ➜ Viðtal við Ketil B. Magnús- son, framkvæmdastjóra Festu. ➜ Sex stór íslensk fyrirtæki að baki Festu ➜ Samfélagsábyrgð snýst um langtímahugsun SÍÐA 4 MIKIL TÆKIFÆRI Í NÝSKÖPUN TENGD SAMFÉLAGSÁBYRGÐ AGS lokar sjoppunni í Riga Í sumar lokar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) fastaskrifstofu sinni í Riga í Lettlandi. Fram kemur í tilkynningu að lokunin haldist í hendur við lok skipunartíma Davids Moore, fulltrúa sjóðsins ytra. „Skrifstofan opnaði um mitt ár 2009 eftir að fram- kvæmdastjórn AGS samþykkti síðla árs 2008 efna- hagsáætlun í samstarfi við Lettland,“ segir í til- kynningu. „Lettland stóð með sóma við áætlunina og lauk henni árið 2011 og endurgreiddi á undan áætlun allar skuldbindingar sínar árið 2012.“ Framtakssjóðurinn seldi allt sitt hlutafé í Vodafone í gær Framtakssjóður Íslands seldi í gær allt sitt hlutafé í Vodafone. Fyrir söluna var Framtaks- sjóðurinn stærsti einstaki hluthafinn í félaginu með 19,397% hlut en markaðsvirði hlutarins er tæplega 2,3 milljarðar króna. Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins keypti um 8% í félaginu í viðskiptunum og er eftir viðskiptin með samanlagt 12,49% hlut og er þá sennilega orðinn stærsti einstaki hluthafinn. Í janúar var Lífeyris sjóður verzlunarmanna næst stærstur á eftir Framtakssjóðnum með 12,3% eignar- hlut. Vodafone var skráð á markað í desem ber og hefur hlutabréfaverð félagsins hækkað um 10,2% síðan.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.