Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 34
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 22
visir.is
Allt um leiki
gærkvöldsins
ÚRSLIT
DOMINOS-DEILD KARLA
SNÆFELL - STJARNAN 91-90
Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 29/5 fráköst, Jay
Threatt 25/6 fráköst/9 stoðsendingar, Ryan
Amaroso 20/15 fráköst, Ólafur Torfason 5, Hafþór
Ingi Gunnarsson 5/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigur-
geirsson 5, Sigurður Á. Þorvaldsson 2 0.
Stjarnan: Jarrid Frye 23/9 fráköst/5 stoðsendingar,
Justin Shouse 22/5 fráköst/7 stoðsendingar, Brian
Mills 18/6 fráköst, Jovan Zdravevski 14/4 fráköst,
Marvin Valdimarsson 9, Fannar Freyr Helgason 4.
Snæfell leiðir einvígið, 1-0. Vinna þarf þrjá leiki
til þess að komast í úrslit.
MEISTARADEILD EVRÓPU
PSG - BARCELONA 2-2
0-1 Lionel Messi (38.), 1-1 Zlatan Ibrahimovic
(63.), 1-2 Xavi, víti (89.), 2-2 Blaise Matuidi
(90.+4)
Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum.
BAYERN MÜNCHEN - JUVENTUS 2-0
1-0 David Alaba (1.), 2-0 Thomas Müller (79.).
Þetta var fyrri leikur liðanna í átta liða úrslitum.
SÆNSKI KÖRFUBOLTINN
SUNDSVALL - NORRKÖPING 74-72
Hlynur Bæringsson skoraði 16 stig fyrir
Sundsvall og Jakob Örn Sigurðarson 12. Pavel
Ermolinskij skoraði 11 stig fyrir Norrköping.
Þetta var fyrsti leikur liðanna í undanúrslitum
um sænska meistaratitilinn.
1800
POTTURINN STEFNIR Í
Fyrsti vinningur stefnir í 120 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 1.680 milljónir.
Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fjögur í dag á
næsta sölustað eða á lotto.is
120.000.000
+1.680.000.000
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM!
MIÐINN GILDIR 3. APRÍL 2013A. 12 14 17 21 41 48
B. 05 16 23 36 37 38
C. 07 09 13 22 34 38
D. 03 06 19 24 25 31
E. 11 19 21 25 38 42
F. 01 25 35 36 39 46
G. 18 19 20 23 28 46
H. 22 27 29 39 40 42
82310000183296
SUMAROPNUN, SÖLU LÝKUR KL. 16
KÖRFUBOLTI Úrvalslið seinni hluta
deildarkeppninnar í Domino‘s-deild
kvenna var tilkynnt í gær. Shannon
McCullum var valin besti leikmaður-
inn og Finnur Freyr Stefánsson besti
þjálfarinn. Bæði koma úr KR.
Í kvöld hefst svo úrslitakeppnin í
deildinni en þangað komust fjögur
efstu lið deildarinnar. Keppnin byrjar
því strax í undanúrslitum en þrjá
sigra þarf til að komast í lokaúrslitin,
alveg eins og hjá körlunum.
„Shannon kom okkur skemmtilega
á óvart enda frábær leikmaður,“
sagði Finnur í samtali við Frétta-
blaðið í gær. KR mætir Snæfelli í
sinni undanúrslitarimmu. „Hún gerir
gott lið betra en það þarf engu að
síður samvinnu allra leikmanna bæði
innan og utan vallarins til að ná
árangri og komast áfram í úrslitin.“
Deildarmeistarar Keflavíkur mæta
Val í hinni rimmunni. Liðin mættust
fjórum sinnum í deildinni í vetur og
vann hvort tvo sigra.
„Þarna mætast tvö góð og það lið
sem er með sterkari vilja mun vinna
þetta einvígi. Ég hef alltaf sagt að
vörn vinni titla og tel að til þess að
vinna Val þurfum við fyrst og fremst
að spila góða vörn,“ sagði Pálína
Gunnlaugsdóttir, Keflavík. - esá
McCullum og Finnur Freyr best
BEST Finnur Freyr og Shannon með
verðlaunin sín í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
FÓTBOLTI David James, fyrrverandi
markvörður Liverpool og enska lands-
liðsins, skrifaði í gær undir samning
við ÍBV. James mun verða aðstoðar-
þjálfari Hermanns Hreiðarssonar
ásamt því að spila með liðinu.
„Það var Hermann Hreiðarsson
sem kom mér til Íslands. Hann
hringdi í mig fyrir einum eða tveimur
mánuðum. Sagði við mig að ég væri
að koma til þess að spila og þjálfa
með honum. Ég sagði já. Þetta var í
rauninni ekki flóknara en það,“ sagði
brosmildur James við íþróttadeild í
gær.
„Ég ætlast til þess að okkur muni
ganga vel. Mér líkar við hugmynda-
fræði Hermanns sem þjálfara. Við
erum ekki sammála um allt, sem er
líka jákvætt. “ - hbg
James orðinn leikmaður ÍBV
HANDBOLTI Strákarnir okkar eiga
erfiðan leik fyrir höndum í dag er
þeir sækja Slóvena heim í undan-
keppni EM 2014. Leikur liðanna
fer fram í Maribor og er búist við
mikilli stemningu. Þarna mætast
tvö sterkustu lið riðilsins. Ísland
er í efsta sæti með fjögur stig en
Slóveníu í öðru sæti með þrjú. Tvö
efstu liðin í riðlinum komast á EM
sem fram fer í Danmörku.
„Þetta er sterkasti heimavöllur
Slóvena ásamt vellinum í Celje.
Við gerum ráð fyrir að það verði
allt vitlaust þarna,“ sagði Aron
Kristjánsson landsliðsþjálfari við
Fréttablaðið í gær.
Hann var þá staddur í rútu á
leið til Maribor rúmum sólarhring
fyrir leik. Er hann sáttur við að
vera á ferðinni svo skömmu fyrir
leik?
„Við náðum æfingu í Grosswall-
stadt fyrir þetta ferðalag, sem
var gott. Það var fínt að hittast
úti og æfa í Þýskalandi áður en
farið var. Svona var planið og við
gerum gott úr þessu. Við verðum
klárir í leikinn,“ sagði þjálfarinn
diplómatískur.
Leikurinn gegn Slóvenum verð-
ur allt annað en auðveldur. Ekki
bara er Ísland að mæta á erfiðan
útivöll heldur tefla Slóvenar fram
einu sterkasta liði heims sem er
á mikilli uppleið. Liðið varð í
fjórða sæti á HM og á framtíðina
fyrir sér. Slóvenska liðið lagði það
íslenska 34-32 er liðin mættust á
EM í Serbíu á síðasta ári.
„Þetta er okkar helsti and-
stæðingur okkar í riðlinum. Við
eigum þá síðan heima á sunnu-
daginn og við verðum að ná
góðum úrslitum úr þessum leikj-
um. Það er ekkert nýtt undir sól-
inni þar. Við stefnum á tvo sigra.
Svo verður að koma í ljós hvern-
ig það gengur,“ sagði Aron en að
minnsta kosti tvö stig úr þess-
um leikjum myndu setja Ísland
í góða stöðu í riðlinum. Fjögur
stig myndu nánast skjóta liðinu
til Danmerkur.
Það hafa verið vandræði með
línumannastöðuna hjá landsliðinu.
Þeir Róbert Gunnarsson, Kári
Kristján Kristjánsson og Vignir
Svavarsson voru allir meiddir er
hópurinn var valinn. Kári Krist-
ján er þó byrjaður að æfa á nýjan
leik þannig að nýliðarnir Jón Þor-
björn Jóhannsson og Atli Ævar
Ingólfsson þurfa ekki að axla alla
ábyrgðina í þessum leikjum.
„Kári hefur verið með á öllum
æfingum og litið vel út. Það er
mjög ánægjulegt. Hann er klár
í slaginn og verður með okkur í
þessum leik,“ sagði Aron en Kári
hefur verið frá síðustu vikur eftir
að góðkynja æxli var fjarlægt úr
baki hans.
Aron segir að það þurfi að
stöðva einn leikmann hjá Slóven-
um.
„Slóvenar byggja sinn leik upp
á leikstjórnandanum Uros Zorm-
an. Liðið nýtir hans styrkleika og
það þurfum við að stoppa. Liðið er
vel spilandi. Leikmenn með góðan
leikskilning. Við verðum að vera
þéttir fyrir og grimmir að refsa
er við fáum tækifæri til. Þetta er
erfiður útivöllur og við verðum að
halda ró okkar og vera þolin móðir.
Aginn þarf að vera í lagi hjá okkur
allan leikinn.“ henry@frettabladid.is
Kári Kristján spilar í Maribor
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson fór í aðgerð vegna góðkynja æxlis í baki fyrir rúmum mánuði.
Hann er búinn að jafna sig og mun spila leikinn mikilvæga gegn Slóvenum í undankeppni EM í dag.
KÁRI SNÝR AFTUR Það er mikill styrkur fyrir íslenska liðið að hafa Kára með í
kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SPORT