Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 38
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 26
Sex erlendir blaðamenn frá mörgum af virtustu
þungarokkstímaritum heims verða gestir á hljóm-
sveitakeppninni Wacken Metal Battle sem verður
haldin í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöld.
Blaðamennirnir koma frá tímaritunum Metal
Hammer, Terrorizer, Brave Words, Loud Magazine,
Devilution og Scream Magazine. Einnig mæta á
svæðið fulltrúar útgáfufyrirtækisins Season of
Mist og norsku tónlistarhátíðarinnar Inferno. Þessir
aðilar verða í dómnefnd keppninnar ásamt hópi
íslenskra tónlistarsérfræðinga.
Sérstakir gestir þetta kvöld verða rokkararnir
í Skálmöld og verður þetta í fyrsta sinn sem þeir
spila í Eldborg. Sigursveitin frá því í fyrra, Gone
Postal, stígur einnig á svið, ásamt hinni efnilegu
Trust the Lies.
Hljómsveitirnar sem taka þátt í keppninni í ár
eru In the Company of Men, Moldun, Abacination,
Azoic, Ophidian I og Blood Feud.
Sigurvegarinn kemur fram á tónlistarhátíðinni
Wacken Open Air í Norður-Þýskalandi. Þetta verður
í fimmta sinn sem undankeppnin er haldin á Íslandi.
Hljómsveitin sem vinnur lokakeppnina í Þýska-
landi fær útgáfusamning við Nuclear Blast Records,
hljóðfæri og græjur. Nánari upplýsingar um keppn-
ina í Eldborg má finna á metal-battle.com og á
facebook.com/wackenmetalbattleiceland.
Fulltrúi Metal Hammer dæmir
Sex erlendir blaðamenn mæta á Wacken-hljómsveitakeppnina í Eldborg.
GONE POSTAL Rokkararnir í Gone Postal spila á Wacken-
kvöldinu á laugardaginn.
Tónlistarmaðurinn Úlfur Hansson
mun hefja meistaranám í raf tónlist
við Mills College í Kaliforníu
í haust. Tónlistardeild skólans
þykir sérlega framsækin og hlýtur
Úlfur styrk fyrir skólagjöldunum
gegn því að kenna nemendum á
grunnstigi að búa til raftónlistar-
hljóðfæri, en 26 strengja raf strokin
harpa Úlfs hlaut Nýsköpunar-
verðlaunin í ár.
Úlfur og sambýliskona hans,
Rebekka Rafnsdóttir, flytjast
búferlum í ágúst ásamt frumburði
sínum; lítilli dóttur sem fæddist
þann 27. mars. „Við erum orðin
mjög spennt, þetta verður algjört
ævintýri. San Francisco er ein
af uppáhaldsborgunum mínum í
Bandaríkjunum; andrúmsloftið er
svo afslappað þar og fólkið opið og
skemmtilegt,“ segir hann.
Mills College er gamall og virt-
ur skóli og á meðal þeirra tónlistar-
manna sem hafa lokið þaðan námi
eru tónskáldin Leon Kirchner
og Darius Milhaud, listakonan
Laurie Anderson, Phil Lesh úr
hljómsveitinni Grateful Dead,
tilrauna tónskáldið Steve Reich og
tónlistarkonan Joanna Newsom.
„Það hafa margir flottir lista-
menn verið viðloðandi þessa stofn-
un í gegnum tíðina. Hljómsveitin
Deerhoof spratt meðal annars upp
úr umhverfinu í kringum Mills og
svo er Fred Frith yfir tónlistar-
deildinni og verður prófessorinn
minn.“
Úlfur er menntaður í klassískri
tónlist við Listaháskóla Íslands. Í
mars kom út fyrsta sólóplata hans á
heimsvísu og ber hún nafnið White
Mountain. Platan hefur hlotið mikla
athygli og hafa blaðamenn tíma-
ritsins Spin Magazine og tónlistar-
vefsíðunnar Pitchfork.com farið
fögrum orðum um hana.
Hann segir raftónlistar áhugann
hafa fylgt sér frá barnsaldri. „Ég
hef haft áhuga á raftónlist frá
því að ég var lítill og bakgrunnur
minn liggur í klassískri tónlist með
áherslu á raftónlist.“ Spurður út í
framtíðaráformin segir Úlfur þau
óráðin en telur líklegt að fjölskyld-
an dvelji áfram í Bandaríkjunum
bjóðist það. „Annars gætum við
alveg eins endað í annarri heims-
álfu. Hver veit.“ sara@frettabladid.is
Nemur við virtan
tónlistarháskóla
Úlfur Hansson mun hefj a meistaranám við hinn virta skóla Mills College í ágúst.
Hann fær afslátt af skólagjöldunum gegn því að kenna yngri nemendum.
SPENNTUR Úlfur Hansson flytur til Bandaríkjanna ásamt fjölskyldu sinni í haust.
Þar mun hann leggja stund á meistaranám í raftónlist við Mills College.
MYND/IONA SJÖFN HUNTINGDON-WILLIAMS
Mills College er lista- og tækni-
háskóli í San Francisco. Skólinn
var stofnaður árið 1852 og var
þá stúlknaskóli, sá eini vestur af
Rocky-fjallgarðinum. Árið 2011
var Mills í fimmta sæti U.S. News
& World Report-listans yfir bestu
háskóla í vestanverðum Banda-
ríkjunum. Tónlistardeild skólans
þykir að auki ein sú framsæknasta
í heimi.
Fyrrverandi stúlknaskóli
„Gamla húsnæðið var orðið of
lítið; spilastaflarnir náðu orðið
upp í rjáfur og flæddu út á gólf.
Við ákváðum því að stækka við
okkur og skapa nýja ævintýra-
veröld á nýjum stað,“ segir Svan-
hildur Eva Stefánsdóttir, sem á og
rekur verslunina Spilavini ásamt
Lindu Rós Ragnarsdóttur.
Verslunin, sem þær stöllur settu
á fót árið 2007 og hefur verið til
húsa við Langholtsveg, er flutt í
nýtt og stærra húsnæði við Suð-
urlandsbraut 48 og nýttu Svan-
hildur Eva og Linda Rós páska-
fríið í smíðavinnu og flutninga.
„Við eyddum öllum páskunum í að
hanna og smíða. Fjölskyldurnar
tóku þátt í þessu með okkur, þar
á meðal börnin okkar sem fóru í
málningargallana og máluðu hill-
ur,“ segir Svanhildur Eva og bætir
við að viðskiptavinir hafi einnig
komið og lagt hönd á plóg: „Við
fundum fyrir miklum stuðningi
frá viðskiptavinunum og sumir
komu og aðstoðuðu okkur við að
pakka og taka upp úr kössum.“
Að sögn Svanhildar Evu var
mikið lagt upp úr því að endur-
nýta innréttingarnar úr gamla
húsnæðinu og skapa sannkallaða
ævintýra veröld fyrir yngstu við-
skiptavinina. Þær nutu liðsinnis
Lindu Mjallar Stefánsdóttur og
Daníels Sigmundssonar við það
vandasama verk. „Fólk má vera í
búðinni hjá okkur í margar klukku-
stundir og fá kennslu eða spila
spil. Það á að vera fjör að koma til
okkar,“ segir hún að lokum. Form-
leg opnun nýrrar verslunar verður
á morgun klukkan 17 og verður þá
efnt til spilakvölds og skemmtunar
fyrir alla aldurshópa. - sm
Viðskiptavinirnir hjálpuðu til við fl utninginn
Svanhildur Eva Stefánsdóttir og Linda Rós Ragnarsdóttir hafa fl utt verslunina Spilavini í stærra húsnæði.
STÆRRI ÆVINTÝRAVERÖLD Svan hildur
Eva Stefánsdóttir og Linda Rós Ragnars-
dóttir hafa flutt verslunina Spilavini í
nýtt og stærra húsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég er að lesa Fimmtíu dekkri
skugga eftir E.L. James. Hún er ansi
krassandi.“
Heba Finnsdóttir, einn af eigendum
Bryggjunnar á Akureyri.
BÓKIN
D
YN
A
M
O
R
EY
K
JA
V
ÍK
Fimm gamlingjar komast að því að það er miklu
betri aðbúnaður í fangelsum en á elliheimilum
og grípa til sinna ráða. En leiðin á bak við rimlana
reynist þyrnum stráð ...
SPENNANDI
KÓSÍKRIMMI!
„Hrikalega
skemmtileg!“
RADIO P4 BLEKI
NGE
Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
NÝ DÖGUN
www.nydogun. is www.sorg. is sorg@sorg. is
Halldór Reynisson formaður Nýrrar dögunar ræðir um þau
bjargráð sem hjálpa fólki að takast á við sorg og áföll,
á samveru Nýrrar dögunar fimmtudagskvöldið 4. apríl n.k.
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.
Erindið hefst kl. 20:30 í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Kl. 19:00 - 20:00 er opið hús á sama stað
þar sem fólk getur komið og spjallað yfir kaffibolla.
Allir velkomnir.
hvað hjálpar?