Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.04.2013, Blaðsíða 8
3. apríl 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BRASILÍA Brasilískur læknir er grunaður um að hafa valdið dauða að minnsta kosti 300 sjúklinga. Læknirinn er sakaður um að hafa rekið „dauðagengi“ starfsmanna sem hafi myrt sjúklinga sem ekki höfðu keypt sjúkratryggingar til að koma að sjúklingum sem höfðu slíkar tryggingar. Virginia Helena Soares de Souza, 56 ára læknir á gjörgæslu- deild spítala í borginni Curitiba, hefur þegar verið ákærð fyrir morð á sjö sjúklingum. Hún og samstarfsmenn hennar hafa frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Lögregluyfirvöld ætla að rann- saka andlát 1.800 sjúklinga á spít- alanum til að kanna hvort de Souza hafi átt þar hlut að máli. Komi í ljós að hún hafi átt hlut að máli við andlát 300 sjúklinga sem nú verða rannsökuð yrði hún einn stórvirkasti fjöldamorðingi sög- unnar. Breski læknirinn Harold Shipman hefur vermt efsta sætið á þeim lista, en talið er að hann hafi myrt yfir 250 sjúklinga. De Souza og samstarfsmenn hennar eru grunaðir um að hafa gefið sjúklingum vöðvaslakandi lyf sem dró þá til dauða. Í ein- hverjum tilvikum leikur grunur á að slökkt hafi verið á öndunar- vélum sem héldu sjúklingum á lífi. Brasilískir fjölmiðlar hafa spil- að símtal de Sousa, sem er meðal annars notað sem sönnunargagn, þar sem hún segir: „Mig klæjar í puttana að rýma gjörgæsluna. Það er því miður þannig að okkar verk- efni er að vera milliliðir á stökk- brettinu yfir í næsta líf.“ Rannsókn málsins hefur staðið yfir mánuðum saman en de Souza og sjö samstarfsmenn hennar voru handteknir í febrúar. Þeim var sleppt úr haldi í lok mars en lög- reglan hefur nú hug á að fara fram á gæsluvarðhald yfir de Souza að nýju á þeim grundvelli að hún hafi verið forsprakki glæpagengis. brjann@frettabladid.is Læknir sagður hafa rekið „dauðagengi“ Brasilískur læknir er grunaður um að hafa myrt að minnsta kosti 300 sjúklinga. Læknirinn og samstarfsmenn neita sök. Einn stórvirkasti morðingi sögunnar. Dr. Mario Lobato, sem stýrir rannsókn málsins, vitnaði til sjúklinga í sjónvarpsviðtali nýverið: ■ „Einn sjúklinganna var með meðvitund. Hann fékk lyf í æð en var ekki í öndunarvél. Hann hafði beðið fjölskyldumeðlim um að koma með lesgler- augun sín svo hann gæti lesið á meðan hann dvaldist á gjörgæslunni.“ ■ „Annar sjúklingur bað hjúkrunarfræðing um vatnsglas. Hjúkrunarfræð- ingurinn er vitni í málinu. Hún sagðist aldrei munu gleyma því að hún hafi ekki náð að koma með vatnið til sjúklingsins því hann lést í millitíðinni.“ Bað um lesgleraugu rétt fyrir andlátið SLEPPT De Souza sat í gæsluvarðhaldi í rúman mánuð en var sleppt 20. mars. Lög- regla vill nú fá heimild til að halda henni í gæsluvarðhaldi á ný. NORDICPHOTOS/AFP Ársfundur 2013 08:15 Morgunverður í boði Veðurstofunnar 08:50 Ávarp ráðherra Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra 09:00 Veðurstofan: Brú yfir Heljargjá Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands Veðurstofan er sívakandi yfir náttúruöflunum og leitast er við með rannsóknum að skilja eðli þeirra enn betur. Árni mun kynna það sem helst stóð upp úr á síðasta ári í starfi stofnunarinnar, hvernig til tókst með reksturinn og horfur á næsta ári. 09:30 Rannsóknainnviðir Veðurstofu Íslands – efling innviða í jarðvísindum Kristín S. Vogfjörð rannsóknastjóri Veðurstofan rekur fjölþætt mælanet til vöktunar og rannsókna á náttúru Íslands og hefur á undanförnum árum fjárfest fyrir nær 600 milljónir króna í innviðum. Kristín mun kynna uppbyggingu jarðvísindalegra innviða Veðurstofunnar. Sú uppbygging stendur á grunni eftirlitskerfa stofnunarinnar með eldgosa- og jarð- skjálftavá og byggist á fjárfestingu innlendra og erlendra rannsóknasjóða og hagsmunaaðila í mælitækjum og gagnaþjónustu til uppbyggingar Evrópunets rannsóknainnviða í jarðvísindum. 09:50 Snjór og samgöngur á norðurslóðum Harpa Grímsdóttir útibússtjóri Snjóflóðaseturs Veðurstofunnar á Ísafirði SNAPS (Snow, Ice and Avalanche Applications) er samnorrænt verkefni um sam- göngur á norðurslóðum og vandamál sem skapast vegna snævar. Veðurstofan stýrir verkefninu. Vestfirðir eru tilraunasvæðið á Íslandi. Vegirnir sem unnið er með eru Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðahættu og Steingrímsfjarðarheiði vegna skafrennings. Harpa kynnir markmið verkefnisins og helstu afurðir hingað til. 10:10 ICEWIND: Rannsóknir á vindauðlindinni Guðrún Nína Petersen sérfræðingur í veðurfræðirannsóknum Þó að vindur hafir verið nýttur frá rafvæðingu til að knýja litlar vindrafstöðvar þá hefur vindorka í raun verið lítið nýtt til raforkuframleiðslu á Íslandi. Skriður komst ekki á rannsóknir á íslensku vindauðlindinni fyrr en eftir aldamótin. Guðrún Nína mun kynna samnorrænt rannsóknarverkefni þar sem þekkingu á sviði vindorku á köldum svæðum er miðlað og kannaðir þeir þættir sem hafa takmarkandi áhrif á vindorkunýtingu á Norðurlöndunum. 10:30 Lokaorð 10:45 Fundarslit Fundarstjóri: Ingvar Kristinsson Dagskrá Staður: Veðurstofa Íslands, Bústaðavegi 7 Tími: Fimmtudagur 4. apríl kl. 08:15–10:45 Tími gefst fyrir spurningar milli erinda og í lok fundarins Ársfundurinn er opinn öllum, en óskað er eftir skráningu í síma 522 6000 (móttaka) eða í tölvupósti vidburdir@vedur.is Veðurstofa Íslands – rannsóknastofnunin www.vedur.is vedur@vedur.is BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 DACIA DUSTER – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 4.090 þús. kr. Eyðsla: 5,1 l/100 km* SKYNSAMLEG KAUP Hrikalega gott ver ð ELDSNEYTI MINNA SHIFT_ NISSAN QASHQAI – 4x4 Dísil, beinskiptur. Verð 5.090 þús. kr. Eyðsla: 4,6 l/100 km* VINSÆLASTI SPORTJEPPINN Samkv. Umferðars tofu 2012 SUBARU XV – 4x4 Bensín, sjálfskiptur. Verð 5.590 þús. kr. Eyðsla: 6,6 l/100 km* SPARNEYTINN SUBARU Ný vél, aukinn ben sínsparnaður N BÍLARÝIR SPARNEYTNIR Eyðsla: 3,4 l/100 km* RENAULT CLIO Expression ECO 1,5 dísil, beinskiptur. Verð 2.890 þús. kr. / S ÍA / N M 5 7 2 6 3 * M ið a ð v ið b la n d a ð a n a ks tu r / S ÍA / N M 5 7 2 6 3 * M ið a ð v ið b la n d a ð a n a ks t E N N E M M GLÆSILEGUR AUKABÚNAÐUR M.a. íslenskur leið sögubúnaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.