Fréttablaðið - 03.06.2013, Síða 13
MÁNUDAGUR 3. júní 2013 | SKOÐUN | 13
Þorsteinn Gylfason sagði að
menning væri „að gera hlutina
vel“ og hitti naglann á höfuðið
eins og hans var von og vísa.
Steinn Steinarr hafði það hins
vegar eftir fóstru sinni að menn-
ing væri rímorð og notað til þess
að ríma á móti orðinu ,þrenning‘.
Og hitti náttúrlega naglann á höf-
uðið líka og þar með ætti málið að
vera útrætt.
Samt fór þetta orð – ,menning‘ –
að bögglast fyrir mér á dögunum
þar sem ég var farinn að gaula í
sturtu, eins og maður gerir gjarn-
an við slíkar kringumstæður, með
flámælisframburði lagið með
Grafík sem hann Helgi Björnsson
söng svo eftirminnilega um árið:
Ennþá lefir menningin!
Ég hugsaði: Menning er flá mælis-
framburður á orðinu minning.
Menning er minning sem
hnikað hefur verið til.
Þjóðmenningarráðherrann
Fyrst fannst mér þetta meiri-
háttar uppgötvun hjá mér en eftir
því sem dagarnir hafa liðið hefur
hrifning mín á yrðingunni dofn-
að. Ég fór samt í framhaldinu að
velta fyrir mér þessu fyrirbæri –
því nú vilja stjórnmálamenn fara
að stjórna menningunni, ekki síst
þjóðmenningunni sem Sigmundur
Davíð ætlar hafa umsjón með.
Sem sé: Ennþá lefir menningin.
Líka ,þjóðmenningin‘: hún er hitt
og þetta, gott og slæmt, fallegt
og ljótt, sem býr í sameigin-
legum ótæmandi og sístækkandi
þekkingarsjóði sem kalla mætti
,þjóðar minni‘: Tilteknar aðferðir
við að tala, yrkja, syngja, smíða,
dansa (eða kannski öllu heldur
dansa ekki), klæðast, hugsa, mat-
búa, binda, leysa – jafnvel elska.
Hvar á maður að hætta? Hvað á
maður að hafa með? Bara silfur-
skeiðarnar eða líka allt hitt gamla
bestikkið? Hver á að velja?
Til dæmis blessað flámælið: Er
það hluti af íslenskum menningar-
arfi? Eða eigum við að láta eins og
það hafi aldrei verið til? Í flestum
fjölskyldum býr minning um
þennan framburð sem var upp-
rættur með harðýðgi. Samsláttur
á i og e annars vegar og u og ö
hins vegar var alsiða hér og þar
um landið, enda eðlilegt framhald
í þróun tungumálsins. Menn ótt-
uðust hins vegar að yrði ekkert að
gert gæti farið svo að samfellan í
þróun tungunnar kynni að rofna;
beygingakerfið kynni að falla
saman og við hættum að skilja
gamla texta. Og því var gengið í
það af miklu harðfylgi að útrýma
þessum framburði sem kallaður
var ,hljóðvilla‘. Alið var á því að
líta niður á fólk sem hafði þenn-
an framburð og hann hafður til
marks um fábjánahátt. Fólki var
markvisst kennt að skammast sín
fyrir menningu sína, hvernig það
talaði – hvernig og hvert það var.
Hvort er þá ,þjóðmenning‘? Sú
iðja að kúga fólk til sam ræmdrar
hegðunar við það sem menningar-
leg yfirstétt ákveður með mis-
góðum rökum að sé hið rétta og
hreina – eða hitt: að heiðra það
hvernig alþýða manna talaði?
Hvers vegna sýnir Sig mundur
Davíð forsætisráðherra ,þjóð-
menningunni‘ slíkan áhuga?
Langar hann í slík hreinsunar-
störf? Við höfum ekki orðið fyrir
því að stjórnmálamaður hafi sóst
eftir slíkum völdum yfir þjóð-
legum stofnunum síðan Jónas frá
Hriflu var á dögum. Sá valda-
sækni maður gerði sér grein fyrir
mikilvægi hins menningarlega
bolmagns fyrir stjórnmálamenn
og beitti því líka óspart og af
ómældu stjórnlyndi. Er Jónas þá
fyrirmynd Sigmundar í þessum
efnum? Eru það skilaboðin frá
Laugarvatni, staðnum sem Jónas
bjó til? Megum við eiga von á því
að Sigmundur fari að hlutast til
um sögukennslu í skólum, staf-
setningu í fornritum, listamanna-
laun? Fari að skrifa ritdóma og
halda háðungarsýningar á rangri
list? Langar hann að láta rita
Íslandssöguna á ný sem eitt sam-
fellt Icesave-mál?
„Hvort fást hér megingjarðir…?
Sjáum hvað setur. Ennþá lefir
menningin, hvað sem öðru líður.
Og þjóðmenningin. Er hún lokað
mengi? Er þjóðmenningin á
söfnum? Að slá með orfi og ljá –
er það þjóðmenning en ekki hitt
að aka um á vespu? Er Eve online
þjóðmenning? Orðin sem verk-
fræðingarnir hafa verið svo dug-
legir að búa til fyrir íðorðasafnið
og hafa mörg hver ratað inn í dag-
leg störf – eru þau þjóðmenning?
Burstabærinn en ekki Harpa?
Sögnin ,að læka‘ og hið afleidda
nafnorð ,læk‘ - samanber sögnina
,að hika‘ og nafnorðið ,hik‘ – er
hún þjóðmenning? Er þjóðmenn-
ing að nota sögnina ,að brúka‘
eða eiga dönskuslettur að vera
úti? Verða ráðnir dyraverðir þjóð-
menningarinnar í forsætisráðu-
neytið eða jafnvel búið til Þjóð-
menningarráð í anda Jónasar?
Eigum við von á tilskipun úr for-
sætisráðuneytinu um að hætta að
nota hið útlenska orðskrípi ,belti‘
en tala heldur um ,megingjarðir‘?
Eða er ,íslensk þjóðmenning‘
kannski það sem aðhafst er í land-
inu og hefur verið allar þær aldir
sem þessi þjóð hefur verið til, gott
eða slæmt eftir atvikum, fagurt
og ljótt, merkilegt og lítilsiglt?
Sumt þess virði að halda á lofti og
rifja upp reglulega – en það getur
aldrei verið opinber stjórnvalds-
ákvörðun hvernig og hvort það
skuli gert. Því íslensk menning
er ekki skírlíf og ströng heldur
frjálslynd og frjósöm, sífellt að
eignast börn í lausaleik með alls
konar hæpnum elementum. Hún
er ævagömul og síung. Iðja lifandi
fólks í margbreytilegum heimi
kallar á ný viðmið í sífellu, nýjar
lausnir, ný orð – nýjar aðferðir í
bland við þær gömlu við að tala,
yrkja, syngja, smíða, dansa, klæð-
ast, hugsa, matbúa, binda, leysa –
lifa og lefa.
Í DAG
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Ennþá lefir menningin
Til dæmis blessað flámælið:
Er það hluti af íslenskum
menningararfi? Eða eigum
við að láta eins og það hafi
aldrei verið til?
FRÁ ESKIFIRÐI Sumir segja að Hólmatindur sé fallegasta fjall landsins. Náttúru-
fegurðin ein einkennir hins vegar ekki Austfirðina. Þar var líka algengt flámælið sem
greinarhöfundur veltir fyrir sér í pistli sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Yfirdýnur gera
rúmið þitt notalegra
Kaldasvampur - þrýstijöfn-
unarsvampur - latex
Eggjabakkadýnur
mýkja og verma rúmið
þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumar-
húsið, ferðabílinn og tjaldvagninn
Dýnur og púðar
sniðnir eftir máli eða sniðum -
með eða án áklæðis - mikið
úrval áklæða
Mikið úrval af
svefnstólum
og sófum í stöðluðum stærðum
eða skv. máli
Svampdýnur og
pokagormadýnur framleiddar
eftir máli og sniðum - margir
stífleikar og mikið úrval áklæða
Stærðir:
80 x 200 cm
90 x 200 cm
100 x 200 cm
120 x 200 cm
140 x 200 cm
160 x 200 cm
180 x 200 cm