Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.09.2013, Blaðsíða 18
FÓLK|FERÐIR FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sumir gestir eru velkomnari en aðrir eins og sjá má á nýlegum lista yfir tíu bestu ferðamannaþjóðir heims. Þær eiga sameiginlegt að vera hvorki uppi- vöðslusamar, ókurteisar né óskiljanlegar á heims- flakki sínu. ■ Kanadabúar þykja einstaklega kurteisir, heiðarlegir og einlægir ferðalangar. Þú þekkir þá úr vegna kan- adíska fánans sem prýðir farangur þeirra og fatnað. ■ Englendingar tala góða ensku og vinskapur þeirra endist ævilangt sé þeim boðinn bjór. Þeir eru auð- þekkjanlegir vegna náföls litarhafts sökum sólar- leysi í heimalandinu. ■ Kínverjar eru vel undirbúnir ferðalangar, tilbúnir í að prófa hvaðeina úr eldhúsi gesta sinna og ósparir á eyðslufé. Þeir þekkjast úr þegar þeir ferðast í hópum með fararstjóra sér við hönd. ■ Ástralir þykja með eindæmum geðprútt og afslapp- að ferðafólk. Þeir þekkjast af sumarléttum ferða- klæðnaði og sandölum, sama hvernig viðrar. ■ Ítalir kunna öðrum þjóðum betur að lifa lífinu með stæl, gera vel við sig og skemmta sér. Þeir þekkjast af fínni merkjavöru og fara ekki einu sinni ótilhafðir út með ruslið. ■ Japanir eru ævintýragjarnir á ferðalögum. Þú þekk- ir þá úr vegna myndavéla og annars tæknibúnaðar sem alltaf er á lofti. ■ Svíar eru stundum nefndir Kaliforníubúar Evrópu. Þeir eru kurteisir, sólbrúnir og með flottan kropp en stundum dálítið stífir og þráir. Þeir eru hávaxnir og þekkjast vegna ljósa hársins, heilbrigðs útlits og yfirvegunar. ■ Bandaríkjamenn eru áhugasamir ferðamenn, næmir fyrir hvers kyns menningu og gefa þjórfé fyrir allt og ekkert. Þeir þekkjast vegna klæðaburð- arins og margir klæðast eins og atvinnugolfarar á ferðalögum. ■ Þjóðverjar eru útivistarfólk af Guðs náð og forvitnir um menningu annarra þjóða. Þeir eru sannir heims- borgarar, kurteisir, vinalegir og snjallir. ■ Chilebúar fæðast með flökkueðli og hafa jafn mikla ánægju af ferðalaginu sjálfu og áfangastaðnum. Þeir bera af vegna örlætis, jákvæðni og góðs skaps. HEIMSINS BESTA FERÐAFÓLK FERÐAMENN VIÐ SKAFTAFELLSJÖKUL MYND/GVA Yfirleitt vinn ég ekki nytjahluti en í þetta sinn sýni ég skálar. Ég vinn eingöngu í tré, annaðhvort birki eða lerki, alltaf íslenskan við,“ segir Lára Gunnarsdóttir myndlistarmaður. Lára opnaði sýninguna Hannað í tré á Skörinni um liðna helgi. Sýningin er hluti af sýningaröðinni Matur er manns gaman, sem stendur yfir í Gallerý Leir 7 á Stykkishólmi. Lára tálgar skálarnar út í höndunum og olíuber þær með matvænni olíu. Hún segir gott að tálga úr birkinu, það sé hart og hafi fallegan hljóm. „Það klingir fallega þegar skálunum er slegið saman, birkið hefur ekki holan hljóm. Margir nota léttan við sem auðvelt er að tálga úr en mér finnst íslenska birk- ið rétta efnið til að vinna úr. En það þarf beittari áhöld og meira átak. Eins miðast stærð skálanna við stærð íslensku trjánna svo þær eru ekki stórar. En það má fella fleiri borð saman til að búa til stærri hluti. Það eru ekki margir að vinna úr ís- lensku birki, það nennir þessu kannski enginn nema ég,“ segir Lára hlæjandi. „Þó er að aukast að smíðað sé úr ís- lensku lerki, enda er lerkið fínn smíðavið- ur. Það er með innbyggðri viðarvörn svo í raun þarf ekki að bera á það. Ég held að íslenska birkið verði vinsælt, til dæmis í útihúsgögn.“ Sýning Láru stendur til 23. septem- ber. Nánar má forvitnast um verk Láru á vefsíðunni, www.smavinir.is. ■ heida@365.is NOTAR EINUNGIS ÍSLENSKAN VIÐ HÖNNUN Lára Gunnarsdóttir tálgar muni úr íslensku lerki og birki. Nú stendur yfir sýning hennar Hannað í tré á Skörinni í Aðalstræti 10. SKÁLAR Sýning Láru Gunnarsdóttur mynd- listarmanns, Hannað í tré, stendur yfir á Skör- inni til 23. september. MYND/GVA GÓÐUR SMÍÐAVIÐUR Lára vinnur eingöngu úr íslensku lerki og birki. Stærð skálanna mið- ast við stærð íslensku trjánna. TÁLGAR OG SKER Nánar má forvitnast um verk Láru á www. smavinir.is. MYND/LÁRA GUNNARSDÓTTIR F ÍT O N / S ÍA 40% afsláttur af bílaþvotti að utan alla daga. O N / S ÍA AFSLÁTTUR 40 Byrjaðu strax að spara. Skráðu kortin ykkar núna á www.stod2.is/vild 35% afsláttur af matseðli ef verslað er fyrir 2.000 kr. eða meira. AFSLÁTTUR35 Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.