Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 6
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hver er nýr prestur í Staðarpresta-
kalli á Snæfellsnesi?
2. Númer hvað er sýning Borgarleik-
hússins á Mary Poppins 10. nóvem-
ber?
3. Hvað heitir yfi rhönnuður dömulínu
Calvins Klein?
SVÖR
1. Sr. Páll Ágúst Ólafsson. 2. Sýning númer
100. 3. Fransisco Costa.
VIÐSKIPTI Vodafone (Fjarskipti hf.)
hefur stefnt Símanum til greiðslu
skaðabóta vegna samkeppnislaga-
brota á árunum 2001 til 2007. Sím-
anum hefur verið birt stefnan og
málið, samkvæmt heimildum blaðs-
ins, verður tekið fyrir í Héraðsdómi
Reykjavíkur á allra næstu dögum.
Vodafone segir brot Símans hafa
falist í ofrukkun á svonefndum lúkn-
ingargjöldum. „Ofgreiðslur Voda-
fone vegna þessa námu 913 millj-
ónum króna á tímabilinu og krefst
félagið þess að fá þá upphæð endur-
greidda auk vaxta,“ segir í tilkynn-
ingu félagsins til Kauphallar. Skaða-
bótavextir samkvæmt ákvörðun
Seðlabankans eru 4,5 prósent, End-
anleg bótaupphæð gæti því orðið um
1,2 til 1,5 milljarðar króna.
Vodafone segir að með fyrri
úrskurðum samkeppnisyfirvalda
og sátt Símans og Samkeppnis-
eftirlitsins um lok mála frá því í
mars á þessu ári felist viðurkenn-
ing Símans á að
hafa beitt Voda-
fone ólögmætum
verðþrýstingi.
Gunnhild-
ur Arna Gunn-
arsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi
Símans, bendir
á að hluti af sátt
Símans við Sam-
keppniseftirlitið
hafi verið að Síminn félli frá þeim
dómsmálum sem félagið hafði höfð-
að. „Í því felst engin viðurkenning
á brotum líkt og ranglega er haldið
fram af Vodafone,“ segir hún.
Þá segir hún kröfu Vodafone
ekki byggða á réttum grundvelli.
„Að mati samkeppnisyfirvalda
fólst verðþrýstingur í því að of lít-
ill munur væri á smásöluverði og
heildsöluverði en ekki því að heild-
söluverðið væri of hátt. Mikilvægt
er í þessu sambandi að lúkningar-
verðið á tímabilinu var samþykkt
og ákveðið af Póst- og fjarskipta-
stofnun.“ Eins gildi tíu ára fyrning-
arregla og því geti Vodafone ekki
gert kröfu vegna atburða sem áttu
sér stað fyrir októberlok 2003. Við
þetta lækki krafan um nálægt 200
milljónir króna. „Þá er rétt að halda
því til haga að Síminn greiddi Voda-
fone umtalsvert hærri upphæðir en
Vodafone greiddi Símanum á því
tímabili sem um ræðir. Sá mismun-
ur nemur yfir tveimur milljörðum
króna. Þannig að við skiljum ekki
hvað Vodafone er að fara,“ bætir
Gunnhildur Arna við. „Fari hins
vegar svo ólíklega að dómstólar taki
undir sjónarmið Vodafone mun Sím-
inn að sjálfsögðu gera sambærilega
kröfu á hendur Vodafone vegna ein-
okunarstöðu Vodafone í eigin kerfi.
Sú krafa myndi að lágmarki nema
yfir einum milljarði króna auk
vaxta.“
olikr@frettabladid.is
GUNNHILDUR A.
GUNNARSDÓTTIR
SLÁST FYRIR DÓMI Vodafone krefur Símann um bætur vegna samkeppnisbrota
Símans 2001 til 2007. Fátítt er að fórnarlömb samkeppnisbrota krefjist bóta. Þó eru
dæmi um slíkt vegna samráðs olíufélaga. FRÉTTABLAÐIÐ/SAMSETT MYND
Vilja fá 913 milljónir
auk vaxta vegna brota
Vodafone vill að Síminn endurgreiði oftekin lúkningargjöld á árunum 2001 til
2007. Bótakrafa með vöxtum gæti farið yfir einn og hálfan milljarð króna. Síminn,
sem tekur til varna, er sagður hafa játað sök með sátt við Samkeppniseftirlitið.
Lúkningargjöld eru gjöld sem fjarskiptafyrirtæki innheimta fyrir símtöl
sem send eru inn í fjarskiptakerfi þeirra, og er lokið þar, en eiga uppruna
sinn í kerfum annarra fjarskiptafyrirtækja. Ef til dæmis viðskiptavinur
Vodafone hringir í viðskiptavin Símans þá innheimtir Síminn lúkningar-
gjöld af Vodafone fyrir að ljúka símtalinu í fjarskiptakerfi sínu.
Hvað eru lúkningargjöld?
NOREGUR Norðmaður á sextugs-
aldri var í tvígang um síðustu
helgi staðinn að smygli á jógúrti og
kjúklingi frá Svíþjóð.
Aftenposten segir manninn hafa
verið tekinn á laugardag með 800
jógúrtdósir, fimmtán kíló af kjúkl-
ingi, tólf kíló af kjúklingavængj-
um og tólf kíló af mjólkurdufti. Á
sunnudag var hann svo með svipað
magn af jógúrti og kjúklingi og
deginum áður og 800 djúsfernur að
auki. Talið er að andvirði varanna
sé um hálf milljón króna, fjórfalt
meira en leyft er að hafa með sér
yfir landamærin. Maðurinn er tal-
inn hafa ætlað að selja vörunar í
Noregi, en þrætir fyrir það. - þj
Bífræfinn brotamaður:
Jógúrtsmyglari
tekinn tvisvar
SVÍÞJÓÐ Hálffimmtugur Svíi, sem
hótaði að dreifa nektarmyndum af
þrettán ára stúlku á netinu ,var í
gær dæmdur í tveggja ára fangelsi
fyrir fjölda kynferðisbrota á net-
inu. Stúlkan svipti sig lífi en ekki
var hægt að ákæra manninn fyrir
dauða hennar.
Maðurinn fékk einnig aðra
stúlku til að stilla sér upp fyrir
framan vefmyndavél og hótaði
henni einnig. Hann hafði í tutt-
ugu önnur skipti reynt að fá fleiri
stúlkur á aldrinum 11 til 14 ára til
hins sama en þær neituðu. Hinn
dæmdi sagði að einhver annar
hefði fjarstýrt tölvu hans. - ibs
Dómstóll í Svíþjóð:
Netníðingur fer
í fangelsi í tvö ár
SMYGL Maður smyglaði jógúrti inn í
Noreg frá Svíþjóð. MYND/TOLLVESENET
SÁDI-ARABÍU, AP Saud al-Faisal,
utanríkisráðherra Sádi-Arab-
íu, fullvissaði John Kerry, hinn
bandaríska starfsbróður sinn, um
að vinátta þjóðanna væri ekki í
hættu, þrátt fyrir erfitt ástand í
Sýrlandi, Íran og Palestínu.
„Hér er ekkert rúm fyrir tilfinn-
ingasemi og reiði, heldur frekar
fyrir stefnu skynseminnar og yfir-
vegunar,“ sagði al-Faisal þegar
hann tók á móti Kerry í Ríad í gær.
Kerry sagði fyrir sitt leyti að
samskipti ríkjanna hafi verið
„djúpstæð“ og þau hefðu nú staðið
yfir í 75 ár og muni áfram vera
góð. - gb
John Kerry í Sádi-Arabíu:
Vináttutengslin
tryggð áfram
SAMSTARF Liðsmenn skákfélag-
anna Hróksins og Kalak hittu
Alequ Hammond, forsætisráð-
herra Grænlands í gær og færðu
henni við það tækifæri selskinn
frá Árneshreppi á Ströndum að
gjöf sem þakklætisvott fyrir
dyggan stuðning við starf félag-
anna á Grænlandi og vináttu við
íslendinga. Að sögn Hrafns Jök-
ulssonar bar margt bar á góma á
fundinum. Aleqa, sem fylgist vel
með starfi Hróksins og Kalak,
lét í ljós mikið þakklæti og sagði
skákina frábæra aðferð við að
efla tengsl Íslands og Grænlands.
-jme
Forsætisráðherra Grænlands
Fékk íslenskt
skinn að gjöf
JOHN KERRY OG SAUD AL-FAISAL
Láta ekki erfiðleika í Miðausturlöndum
trufla vináttuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLUMÁL Talsverður fjöldi af
tilhæfulausum kærum sem aldrei
voru líkur á að myndu leiða til sak-
fellingar hafa tafið fyrir starfs-
mönnum embættis sérstaks sak-
sóknara frá hruni, segir Ólafur Þór
Hauksson, sérstakur saksóknari.
„Þetta geta til dæmis verið kærur
þar sem töluvert vantar inn í sög-
una hjá kæranda, eða að viðkom-
andi háttsemi hafi verið kærð áður
til lögreglu, og fengið þar málalykt-
ir,“ segir Ólafur.
„Við höfum ekki tekið saman sér-
staka tölfræði um þetta, en þetta
kemur alltaf af og til upp,“ segir
Ólafur.
Hann segir engar einhlítar skýr-
ingar á því hvers vegna fólk leggi
fram kærur þar sem því megi vera
ljóst að þær muni ekki leiða til sak-
fellingar.
„Það virðist vera að einhverjir
telji hanga í loftinu að það sé veiði-
leyfi á fjármálastofnanir í þessu
umhverfi. Það gerir það kannski að
verkum að fólk leitar til yfirvalda
á nýjan leik og vonar að nú verði
tekið öðruvísi á málinu. En auðvit-
að er fyrri niðurstaðan bindandi,“
segir Ólafur.
Hann segir þessi mál geta tekið
töluverðan tíma fyrir starfsmenn
embættisins, enda þurfi alltaf að
skoða málin og í besta falli rök-
styðja niðurfellingu. Ekki hafi verið
tekið saman hver kostnaður emb-
ættisins hefur verið.
Af þeim hátt í 600 málum sem
embættið hefur fjallað um hafa 247
verið felld niður. Ólafur segir til-
hæfulausu kærurnar ekki stóran
hluta af þessum fjölda. „En þær
eru ekki lítið brot, þær telja nokk-
uð, þessar kærur.“ - bj
Sérstakur saksóknari segir talsverðan fjölda af tilhæfulausum kærum hafa tafið vinnu hjá embættinu:
Telja opið veiðileyfi á fjármálastofnanir
FYRIR DÓM Aðeins hluti mála, sem
rannsökuð eru hjá sérstökum saksókn-
ara, endar fyrir dómi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VEISTU SVARIÐ?