Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 8

Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 8
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ORKUMÁL Forsenda þess að raf- orkustrengur verði lagður frá Íslandi til Evrópu er þjóðarsátt um verkefnið að ítarlegri rann- sóknavinnu lokinni. Þverpólitísk sátt hér innanlands er jafnframt nauðsynleg. Þetta kom fram í erindi Harð- ar Arnarsonar, forstjóra Lands- virkjunar, á orkuráðstefnu Bresk- íslenska viðskiptaráðsins og Bloomberg í London á föstudaginn. Hörður sagði það ekki duga til ef þjóðin myndi skiptast í jafnar fylkingar með og á móti því að leggja sæstreng- inn. Hann nefndi því að samþykki 80 til 90% þjóð- arinnar þyrfti til að ráðist yrði í verkið. Spurð- ur um þessar tölur sagði hann þær vera tákn- rænar en ekki nákvæmar. Án þessa stuðn- ings sæi hann ekki fyrir sér að Landsvirkjun gæti haldið verk- efninu lifandi. Hann sagði það hins vegar bjarg- fasta trú sína að mögulegt væri að vinna málinu þetta mikinn stuðning, byggðan á upplýsingum um verkefnið og umræðum meðal þjóðarinnar um einstök álitaefni. Hann sagði það ekki í ranni Landsvirkjunar að setja viðmiðin, en fyrirtækið myndi þurfa mjög skýran stuðning til að mæla með því við stjórnvöld að verkefnið fengi brautargengi. Hann bætti við að þverpólitísk sátt yrði einnig að koma til og það væri mjög erfitt ef stjórnmálahreyfing stæði einarð- lega gegn því að sæstrengur yrði lagður. Charles Hendry, fyrrverandi orkumálaráðherra, flutti erindi á ráðstefnunni, en hann undirritaði einmitt viljayfirlýsingu breskra og íslenskra stjórnvalda um aukið samstarf ríkjanna á sviði orku- mála í maí 2012, en þar er áhersla lögð á hagnýtingu endurnýjan- legra orkugjafa. Eitt aðalatriða samkomulagsins er möguleik- inn á lagningu rafmagnsstrengs milli Íslands og Bretlands og að sá „möguleiki verði kannaður með jákvæðum augum“, eins og segir í yfirlýsingunni sem Oddný G. Harðardóttir iðnaðarráðherra undirritaði fyrir Íslands hönd. Hendry sagði að sem orkumála- ráðherra hefði hann komið þeim skilaboðum á framfæri á Íslandi að ef Íslendingar myndu komast að þeirri niðurstöðu að sæstreng- ur yrði lagður þá væri breskstjórn- völd mjög áfram um að koma að því verki. Hendry vék í erindi sínu að fjár- mögnun sæstrengsins. Hann sagði mikinn áhuga á verkefnum eins og sæstrengnum hjá stórum alþjóð- legum fjárfestum, ekki síst lífeyr- issjóðum. svavar@frettabladid.is Þjóðarsátt forsenda sæstrengs til Evrópu Lagning sæstrengs frá Íslandi til raforkusölu til Bretlands og Evrópu kemur ekki til greina nema almenn sátt sé um verkefnið. Sáttin verður einnig að vera þverpóli- tísk. Fyrrverandi orkumálaráðherra Breta segir alþjóðlega fjárfesta áhugasama. CHARLES HENDRY Á RÁÐSTEFNU Þungavigtarmenn fluttu erindi á orkuráðstefnu í London á föstudag. MYND/BRÍS HÖRÐUR ARNARSON PAKISTAN, AP Dómstóll í Islama- bad samþykkti í gær að Pervez Musharraf, fyrrverandi forseti Pakistans, yrði látinn laus gegn tryggingu. Dómstóllinn féllst á þetta með þeim rökstuðningi að engar sann- anir væru fram komnar sem sýni að Musharraf hafi í raun átt aðild að árás á mosku í Islamabad árið 2007. Harðlínuklerkur einn lét lífið í þeirri árás. Musharraf hefur verið í stofu- fangelsi í yfir hálft ár. - gb Músharraf úr haldi: Engar sannanir komnar fram VINNUMARKAÐUR „Við teljum kröfugerð Starfsgreinasambands- ins ekki grundvöll fyrir viðræð- ur. Launaþróun hér á landi þarf að vera til samræmis við launaþró- un í nágranna- löndunum. Þar er verið að semja um hálfs til tveggja pró- senta launa- hækkanir á ári,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmda- stóri Samtaka atvinnulífsins. Starfsgreinasambandið lagði fram kröfugerð fyrir sextán af aðildarfélögum sínum í gær. Þess er krafist að lægstu mánaðarlaun hækki um 20 þúsund krónur á samningstímanum. Þá vill SGS að launatöflur verði endurskoð- aðar og að bætt verði við nýju tíu ára starfsaldursþrepi. „Við teljum kröfurnar ekki óraunhæfar. Þær eiga ekki að setja efnahagslífið á hliðina,“ segir Björn Snæbjörnsson, for- maður samninganefndar Starfs- greinasambandsins. Hann segir að ríkisvaldið hafi ekki enn komið með sitt innlegg í samn- ingsgerðina og menn séu orðnir langþreyttir á biðinni. SGS legg- ur áherslu á að stjórnvöld hækki persónuafslátt. Þorsteinn segir að ef farið yrði að kröfugerð SGS hefði það 12 til 14 prósenta kostnaðarauka í för með sér fyrir atvinnurekend- ur. „Það myndi þýða afturkipp í efnahagslífið og verðbólgan myndi hækka umtalsvert,“ segir Þorsteinn. - jme Starfsgreinasambandið krefst þess að lægstu laun hækki um 20 þúsund: Ekki grundvöllur til viðræðna ÍRAN, AP Tugir þúsunda Írana komu saman utan við bandaríska sendiráðið í Teheran í gær til að lýsa andúð sinni á Bandaríkjunum. Mótmæli fyrir utan sendiráðið eru árviss viðburður, jafnan haldin 4. nóvember til að minnast þess þegar hópur manna réðst inn í sendiráðið þennan dag árið 1979 og hélt starfsmönnum þess í gíslingu í rúmt ár. Óvenju góð þátttaka var í mótmælunum í gær, og er það rakið til þess að harðlínufólk í Íran er afar ósátt við sáttatilburði Hassans Rúhaní forseta, sem undanfarið hefur reynt að bæta samskiptin við Bandaríkin. Aðalræðumaður var Saíd Djalílí, sem bauð sig fram gegn Rúhaní í sumar en tapaði. „Að berjast gegn alþjóðlegum hroka og fjandsamlegri stefnu Banda- ríkjanna er tákn um þjóðareiningu okkar,“ sagði Djalílí, sem eftir kosn- ingatapið var gerður að aðalsamningamanni Írans í kjarnorkudeilunum við Vesturlönd. Djalílí er einn helsti andstæðingur Rúhanis, en um leið er hann ráðgjafi Ali Khameinís erkiklerks, sem í reynd ræður mestu í landinu. Khameini hefur á hinn bóginn stutt sáttaviðleitni Rúhanís. - gb Tugir þúsunda Írana mótmæla Bandaríkjunum: Ósáttir við sáttavilja VEIFA MYNDUM AF KHOMEINI ERKIKLERK I Mótmæli eru árviss viðburður fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna í Teheran. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞORSTEINN VÍGLUNDSSON Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.is Kaffi- stofan Fjölbreytt úrval af vörum fyrir kaffistofuna, allt á einum stað. Við teljum kröf- urnar ekki óraunhæfar. Þær eiga ekki að setja efnahagslífið á hliðina Björn Snæbjörnsson formaður samn- inganefndar Starfsgreinasambandsins NOREGUR Maður á fertugsaldri réðst á fólk í rútu í Noregi síðdegis í gær. Að minnsta kosti þrennt lét lífið, nítján ára kona frá Svíþjóð og tveir norskir menn, báðir á sextugsaldri. Annar þeirra var bifreiðarstjórinn en hinn farþegi. Árásarmaðurinn, sem er frá Suður- Súdan, var handtekinn og síðan fluttur á sjúkrahús, sjálfur með lítils háttar sár eftir hníf. Árásin var gerð í héraðinu Sogni og Fjörðunum, nánar tiltekið á þjóðvegi 53 milli Árdals og Tyin, en rútan var á leið- inni frá Árdal til Óslóar. Fyrst var talið að bílslys hefði orðið og voru tveir slökkviliðsmenn sendir á staðinn. Árásarmaðurinn kom þá sjálf- viljugur út úr bifreiðinni og hafði skilið hnífinn eftir. Slökkviliðsmennirnir héldu honum föngnum þangað til lög- regla kom á vettvang. Að sögn norska ríkisútvarpsins NRK höfðu aðrir ökumenn reynt að koma til aðstoðar en árásarmaðurinn hrakið þá frá með hótunum. Lögreglan segir árásarmanninn frá Suður-Súdan en búsettan á þessum slóð- um í Noregi. - gb Maður á fertugsaldri handtekinn og fluttur á sjúkrahús eftir mannskæða skotárás í Noregi: Myrti tvo farþega og bílstjóra í rútu ÞYRLA Á ÁRÁSAR- STAÐNUM Árásarmað- urinn er frá Suður-Súdan en búsettur í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.