Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 12
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 12
EGYPTALAND, AP Múhameð Morsí,
sem var settur af sem forseti
Egyptalands í júlí, sagði fyrir
dómi í gær að hann væri réttkjör-
inn leiðtogi landsins og að dómur-
inn hefði enga lögsögu yfir sér.
Réttarhaldinu var frestað fram
í janúar eftir háreysti í réttar-
salnum, en Morsí neitaði meðal
annars að klæðast fangabúningi
og hann og aðrir sakborningar
gerðu hróp að dómurum.
Morsí var settur af með her-
valdi og er nú ákærður fyrir að
hvetja til ofbeldis og morða á að
minnsta kosti tíu mótmælendum
fyrir utan forsetahöllina í des-
ember í fyrra. Hann og fjórtán
aðrir framámenn í Bræðralagi
múslima eiga yfir höfði sér lífs-
tíðarfangelsi eða jafnvel dauða-
dóma.
Eftir að réttarhaldinu var
frestað var Morsí fluttur aftur í
varðhald, en talið er að honum sé
haldið í fangelsi í eyðimörkinni
skammt frá Alexandríu.
Mikil öryggisgæsla var við
réttarhöldin sem haldin voru í
húsnæði lögregluskóla í Kaíró,
þar sem réttarhöldin yfir Hosní
Múbarak fóru einnig fram.
Mikil spenna hefur ríkt í
Egyptalandi þar sem stuðnings-
menn Morsís og Bræðralagsins
hafa mótmælt bráðabirgðastjórn-
inni, sem situr í skjóli hersins. Á
meðan leggjast yfirvöld af full-
um þunga á Bræðralagið og hafa
handtekið tugi forystumanna og
bannað starfsemi þess.
- þj
Múhameð Morsí, fyrrverandi forseti Egyptalands, var leiddur fyrir dóm í gær eftir langt varðhald:
Sagði dómstól enga lögsögu hafa yfir sér
STYÐJA MORSÍ Forsetinn fyrrverandi
á stóran hóp stuðningsmanna sem lét
skoðun sína í ljós í gær. Þeirra á meðal
var þessi maður sem var með grímu
með andliti Morsí. NORDICPHOTOS/AFP
NOREGUR Brúðkaupsveisla ein sem
haldin var í Ósló um helgina fór
aldeilis úr böndunum að því er
fram kemur á vef Dagbladet.
Þegar nokkuð var liðið á veisl-
una vatt kona ein úr hópi gestanna
sér að brúðinni og veittist að henni
með höggum í andlitið. Varð uppi
fótur og fit en viðskiptum þeirra
tveggja lauk með því að árásarkon-
an var flutt á sjúkrahús. Meiðsli
hennar reyndust þó óveruleg og
fékk hún að fara heim að lokinni
skoðun. - þj
Brúðkaupsgestur í Noregi:
Tapaði slagnum
gegn brúðinni
HLUTHAFAFUNDUR
Dagskrá
1. Tillaga um staðfestingu á samruna við Laugafisk ehf.
Stjórn HB Granda hf. leggur til að hluthafafundurinn staðfesti með vísan til 124. gr.
hlutafélagalaga nr. 2/1995 samruna Laugafisks ehf. við félagið samkvæmt samrunaáætlun
félaganna, dags. 22. ágúst 2013, sem auglýst var í Lögbirtingablaðinu 9. október 2013.
Samruninn miðast við 1. júlí 2013 og tekur HB Grandi hf. við öllum rekstri, eignum og skuldum,
réttindum og skyldum félagsins í samræmi við samrunaáætlun. Til að mæta samruna félag-
anna verður hlutafé félagsins aukið um kr. 15.625.000 og er skiptihlutfall hlutabréfanna 16
þannig að hver hluthafi í Laugafiski ehf. fær 1 hlut í HB Granda hf. fyrir 16 hluti í Laugafiski ehf.
2. Tillaga um hlutafjárhækkun vegna kaupa á öllum hlutum í Vigni G. Jónssyni hf.
Stjórn HB Granda hf. leggur til að hluthafafundurinn samþykki að hækka hlutafé félagsins um
kr. 100.000.000 á síðasta sölugengi First North, 16,2. Verði hinu nýja hlutafé öllu varið til að
kaupa alla hluti í Vigni G. Jónssyni hf.
Hluthafar Vignis G. Jónssonar hf. geta einir skrifað sig fyrir hinum nýju hlutum. Þannig fylgir
forgangsréttur hluthafa HB Granda hf. ekki þessari hækkun.
Áskriftarréttur að hækkuninni skal vera 4 vikur frá samþykkt tillögunnar og skulu hinir nýju
hlutir allir greiddir með hlutum í Vigni G. Jónssyni hf.
Dagskrá og tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins, Norðurgarði 1, 101 Reykjavík
og einnig á heimasíðu félagsins: www.hbgrandi.is
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent hluthöfum á fundarstað frá kl. 16:30.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega.
Reykjavík, 5. nóvember 2013
Stjórn HB Granda hf.
Hluthafafundur HB Granda hf. verður haldinn þriðjudaginn
12. nóvember 2013 í matsal félagsins í Norðurgarði, Reykjavík
og hefst hann klukkan 17:00
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
G
R
A
6
64
27
1
1/
13
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
RÚSSLAND, AP Nokkur þúsund
rússneskra þjóðernissinna komu
saman í Moskvu í gær og tóku þátt
í mótmælagöngu á breiðgötu í suð-
austurhluta borgarinnar.
Þátttakendur voru á öllum aldri,
allt frá ungum nýnasistum til eldra
fólks. „Ungt fólk gegn umburðar-
lyndi“ stóð á einum mótmæla-
borðanum, en margir veifuðu fána
gamla rússneska keisaraveldisins.
Slagorðin einkenndust af mik-
illi andúð á innflytjendum, eink-
um þeim sem koma frá fyrrver-
andi sovétlýðveldum í Mið-Asíu og
frá Kákasushéruðunum, þar sem
múslímar eru í meirihluta. Sumir
hrópuðu „Rússland fyrir Rússa“,
heilsuðu að sið þýskra nasista og
báru merki þýskra nasista. Um 30
manns voru handteknir.
Svipaðar göngur voru haldn-
ar í fleiri borgum Rússlands, þar
á meðal í Pétursborg, Kazan og
Irkutsk.
Í stórborgum Rússlands hefur
í vaxandi mæli sést fólk frá
Mið-Asíuríkjunum að vinna í
byggingar vinnu eða í ýmsum lág-
launastörfum sem Rússar hafa lít-
inn áhuga á.
Rússnesk stjórnvöld hafa að
mestu látið þessa þróun afskipta-
lausa, hvorki reynt að stemma
stigu við því að fólk frá Mið-Asíu-
löndum flytji til Rússlands né
reynt að aðlaga það að rússnesku
samfélagi.
Undanfarið hafa verið áberandi
fréttir af nokkrum hryllilegum
glæpaverkum, sem innflytjendur
hafa framið. Þessir atburðir hafa
vakið reiði meðal Moskvubúa og
lögreglan er sökuð um að sýna lít-
inn áhuga á að hafa uppi á söku-
dólgunum.
Göngur af þessu tagi hafa
verið haldnar á hverju ári þann
4. nóvember allt síðan 2005, en þá
var hinn svokallaði einingardag-
ur Rússlands haldinn hátíðlegur
í fyrsta sinn. Þessi dagur kom í
staðinn fyrir byltingardaginn 7.
nóvember, sem haldinn var hátíð-
legur á tímum Sovétríkjanna til
minningar um októberbyltinguna
1917.
Samkvæmt skoðanakönnun-
um virðast þó fáir Rússar vita að
þessi nýi hátíðardagur er haldinn
til minningar um sigur Moskvu-
búa á innrásarher frá Póllandi árið
1612. Þess í stað hefur dagurinn að
nokkru orðið vettvangur þjóðern-
issinna og útlendingahaturs.
gudsteinn@frettabladid.is
Vilja aðeins
eitt þjóðerni
Þúsundir Rússa komu saman í Moskvu á einingardegi
Rússlands til að úthúða innflytjendum. Útlendingar
sagðir stunda glæpi og hirða störfin af Rússum.
HEILSAÐ AÐ SIÐ NASISTA Einingardagurinn 4. nóvember hefur orðið að einum
helsta vettvangi rússneskra þjóðernissinna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GRÍMU-
KLÆDDUR
Þátttakendur
í mótmæla-
göngunni
hrópuðu slag-
orð gegn inn-
flytjendum
FRÉTTABLAÐIÐ/AP