Fréttablaðið - 05.11.2013, Síða 14
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
M
ikið óskaplega hefur ráðherrum í ríkisstjórn
Jóhönnu Sigurðardóttur verið orðið mál að tjá
sig um þá upplifun. Eða að minnsta kosti að
fegra sinn hlut og leiðrétta ímyndina – sína
eigin nota bene ekki ríkisstjórnarinnar sem
slíkrar – eftir hið hroðalega afhroð sem samstarfsflokkarnir
Samfylkingin og Vinstri græn hlutu í alþingiskosningunum
í vor. Að minnsta kosti þrír ráðherrar þeirrar stjórnar eru
í sviðsljósinu í yfirstandandi
jólabókaflóði, þótt Jóhanna
sjálf stingi reyndar ekki niður
penna heldur láti eiginkonuna
um það. Össur Skarphéðinsson
og Steingrímur Sigfússon sjá
hins vegar sjálfir um sín skrif
og Össur fer mikinn í fjölmiðl-
um þessa dagana með lýsingar
úr bókinni. Minna hefur frést
af innihaldi bókar Steingríms en umfjöllunin um það með til-
heyrandi flennifyrirsögnum hlýtur að skella á von bráðar.
Össuri verður tíðrætt um það í viðtölunum hversu þungbær
aðförin að Geir H. Haarde hafi reynst honum og hversu litlu
hafi munað að sá sirkus allur hafi sprengt ríkisstjórnina.
Ekki hefur hann þó séð ástæðu til að tjá sig um það hvers
vegna hann yfirgaf ekki stjórnina fyrst hún fór fram með
slíku gerræði. Sennilega hefur honum, eins og flestum öðrum
stjórnmálamönnum, þótt vænna um embættið en sannfær-
ingu sína þegar á hólminn var komið.
Það er nefnilega enginn vandi að öðlast völd, vandinn felst
í því að sleppa þeim, eins og rithöfundurinn Andri Snær
Magnason orðaði það þegar sú ákvörðun Jóns Gnarr að hætta
sem borgarstjóri var til umræðu á Facebook. Öll borgar-
stjóratíð Jóns Gnarr er reyndar auðvitað gjörningur sem
ekki á neitt skylt við hefðbundna pólitík en engu að síður er
sú ákvörðun hans að hætta með sæmd að eigin frumkvæði
eitthvað sem pólitíkusar mættu taka sér til fyrirmyndar.
Tala nú ekki um gamlir jálkar sem enn eru pikkfastir í hags-
munapólitík og hrossakaupum fortíðarinnar og kalla það að
benda á ávirðingar allra annarra en sjálfra sín að gera upp
stjórnarsetu.
Það er svo önnur Ella hvort þessi bókaskrif þjóni þeim til-
gangi sínum að fegra hlut viðkomandi ráðherra og sverta hlut
annarra. Enda ætti það varla að skipta máli héðan af hver var
í góða liðinu og hver í því vonda í fortíðinni. Fortíðin er nefni-
lega liðin og komið að þeirri framtíð sem fjöldafylgi Besta
flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum var upphafið
að og því eiga ýmsir erfitt með að kyngja. Sá grunur læðist
að manni að það sé ekki tilviljun að vinstriráðherrarnir vilji
beina athyglinni að öðru en því sem aflaga fór í stjórnartíð
síðustu stjórnar nú í upphafi kosningabaráttuvetrar. Að þeir
vilji að borgarstjórnmálin lúti þeirra gamalgrónu lögmálum
og fari sem fljótast úr því fari sem gjörningur Besta flokks-
ins og frammistaða Jóns Gnarr á stóli borgarstjóra hefur
veitt þeim í. Að enn séu þeim völdin hjartfólgnari en flest
annað, þótt þeir þykist hafa látið af þeim og sett stjórnun
flokka sinna í hendur yngra fólks. Það skyldi þó ekki vera.
Friðrika
Benónýsdóttir
fridrikab@frettabladid.is
Óþreyja er meðal hjúkrunarfræðinga á
öldrunarstofnunum og öðrum stofnunum
á velferðarsviði þar sem hjúkrunarfræð-
ingar starfa.
Nú er mælirinn að verða fullur, á
tímum samdráttar þar sem laun sumra
hjúkrunarfræðinga hafa verið lækkuð
með þeim formerkjum að það sé verið að
hagræða og lítið fjármagn sé til að reka
fyrirtæki í velferðarþjónustu.
Vinnuálag hefur aukist til muna og
hjúkrunarfræðingum ætlað jafnvel í
sumum tilfellum að bera ábyrgð á þátt-
um sem tengjast hjúkrun ekki á neinn
hátt. Vinnuálag er oft mikið og hjúkrun-
arfræðingar taka aukna ábyrgð á mörg-
um sviðum. Stofnanasamningar hjúkr-
unarfræðinga eru lausir og ekki hefur
verið samið við okkur svo árum skiptir
(margir samningar runnu út 2006).
Þau svör sem hjúkrunarfræðingar
hafa fengið hjá rekstraraðilum er að ekk-
ert fjármagn sé til og af þeim sökum sé
ekkert að semja um. Á sama tíma hafa
hjúkrunarfræðingar sem starfa hjá rík-
isstofnunum gert nýja stofnanasamninga
og inn í það fléttast jafnlaunaátak sem
samþykkt var 21. janúar 2013. Einn-
ig hafa nokkur hjúkrunarheimili gert
stofnanasamning við hjúkrunarfræð-
inga og því ber að fagna. En eftir sitja
hjúkrunar fræðingar á mörgum hjúkrun-
arheimilum og fyrirtækjum í velferðar-
þjónustu þar sem velferðarráðuneytið
mun ekki setja neitt aukið fjármagn til
þessara stofnana.
Ef velferðarráðuneytið mun ekki sjá
sér fært að allir hjúkrunarfræðingar
hafi sambærilega samninga mun verða
atgervisflótti hjá þeim sem starfa á öldr-
unarstofnunum og á velferðarsviði.
Aldraðir munu verða fyrir enn frek-
ari skerðingu á þjónustu á sama tíma og
öldruðum fjölgar og aukin þörf er fyrir
hjúkrunarrými.
Hjúkrunarfræðingar sem starfa í öldr-
unarþjónustu munu því biðla til velferð-
arráðuneytisins um að setja aukið fjár-
magn til stofnana svo hægt sé að hlúa að
öldruðum og sjúkum á faglegan hátt.
Ójafnræði og stofnanasamningar
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Fríða Pálmadóttir
hjúkrunarfræðingur
og trúnaðarmaður
hjúkrunarfræðinga
á Eir hjúkrunar-
heimili
➜ Ef velferðarráðuneytið mun ekki
sjá sér fært að allir hjúkrunarfræð-
ingar hafi sambærilega samninga
mun verða atgerfi sfl ótti hjá þeim
sem starfa á öldrunarstofnunum og
á velferðarsviði.
Fyrrverandi ráðherrar í uppgjörsfasa:
Ég er góði gæinn
Að viðra fýluna
Össur Skarphéðinsson rekur í nýrri
bók sinni deilurnar sem kraumuðu
undir yfirborðinu í Samfylkingunni
á meðan eldtungurnar teygðu sig
til himins úr gluggunum VG-megin
á stjórnarheimilinu. Það sem svo
gerðist í framhaldinu vekur upp
spurningar um hvort hafi reynst
heilladrýgra; að flagga óhreina
tauinu og gera upp við kergj-
una opinberlega með látum
og slá af sér óhamingju-
hrólfa eða bera meinin
með sér inn í kosningabar-
áttuna. Það mætti kannski
læra eitt og annað
af hruni Sam-
fylkingar í síðustu
kosningum.
Námslán og átthagafjötrar
Vigdís Hauksdóttir leggur fram fyrir-
spurn til ráðherra þar sem hann er
inntur eftir því hvort til greina komi
að skilyrða námslán einstaklinga
sem stunda nám erlendis „þannig
að komi þeir ekki heim til starfa að
námi loknu hækki vextir á lánum
þeirra til samræmis við almenna
markaðsvexti“. Þetta er hár-
rétt hugsun. Það er ekkert
sem hvetur okkar besta og
klárasta fólk til að sækja
sér fyrsta flokks menntun
til útlanda heldur en
gamaldags átthaga-
fjötrar.
Aðrétta ESB
Fyrsta heildarritið um sauðfjárrækt á
Íslandi er komið út hjá Uppheimum.
Um er að ræða mikið og merkt rit, en
athygli vekur að einn helstu styrktar-
aðila á bak við útgáfu bókarinnar er
sjálft Evrópusambandið í gegnum
menntaáætlunina Leonardo. Einhver
forkólfur úr bændahreyfingunni
hafði einhvern tíma á orði
að siðlaust væri að þiggja
aðréttu frá ESB, en nú
er sauðkindin blessuð
víst gengin í þessi björg.
thorgils@frettabladid.is
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
LEIKJASKJÁKORT
Sannkallað ofurskjákort fyrir leikina.
Twin Frozr gaming skjákort hlaðið öllu
því besta frá MSI.Fyrir þá sem gera
alvöru kröfur um ö uga grafík.
54.990
GEFORCE
GTX N760