Fréttablaðið - 05.11.2013, Page 15

Fréttablaðið - 05.11.2013, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. nóvember 2013 | SKOÐUN | 15 Það er því lykilatriði að almenn fræðsla um sjúkdóma eigi sér stað sem og gott samtal milli læknis og foreldra HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Skuldir A-hluta borgar- sjóðs hafa aukist um 26 milljarða á kjörtímabilinu. Það jafngildir aukningu upp á 6,5 milljarða ár hvert, 18.000.000 á dag eða 750.000 á hverri klukku- stund. Fyrir 26 milljarða er hægt að byggja aðra Hörpu. Fyrir 26 milljarða er hægt að fara 47 milljón sinnum í sund á sundstöð- um borgarinnar. Miðað við núverandi gjaldskrá. Fyrir 26 milljarða er hægt að kaupa 8.670.000 dagskort í Bláfjöll eða 945.000 vetrarpassa, miðað við gjaldskrá síðasta vetrar. Fyrir 26 milljarða má kaupa 2.796.000 mánaðarkort (græn kort) í strætó eða 74.286.000 stak- ar ferðir með strætó. 26 milljarðar jafngilda leik- skólagjaldi fyrir 20.930 börn allt kjörtímabilið. Miðað við núver- andi gjaldskrá leikskólanna, gjald- flokk I og átta tíma veru á leik- skóla. Fyrir 26 milljarða má kaupa u.þ.b. þúsund 3ja herbergja íbúðir í Reykjavík. Fyrir 26 milljarða má kaupa u.þ.b. 10 þúsund nýja Hyundai i20 bíla. Af upptalningunni hér að ofan má sjá, að um verulegar fjárhæð- ir er að ræða. Á meðan á þessari skuldasöfnun hefur staðið, þá hafa álögur á borgarbúa hækkað langt umfram verðlag. Víðast hvar hefur grunnþjónust- an í borginni dregist saman eða í besta falli staðið í stað. Þrátt fyrir síauknar álögur á borgarbúa. En við lok kjörtímabilsins mun fjöl- skylda í Reykjavík með þrjú börn á skólaaldri greiða 440 þúsund krónum meira í skatta og þjón- ustugjöld til borgarinnar, en hún gerði í upphafi þess. Það er því ekki með nokkrum hætti hægt að segja að fjármun- um borgarinnar hafi á kjörtíma- bilinu verið forgangsraðað í þágu grunnþjónustu. Eða þá í þágu fjöl- skyldna er grunnþjónustuna nota. Strax í byrjun næsta kjörtíma- bils, þarf því að fara í þá vinnu að endurskoða fjárhagsáætlun borg- arinnar og forgangsraða fjármun- um borgarinnar upp á nýtt. Í þágu öflugri grunnþjónustu borgar- búum öllum til heilla. Í lífi og starfi setja borgarbúar fjölskyldur sínar í forgang. Það er því skylda allra borgarfulltrúa að setja fjölskyldurnar í borginni í fyrsta sæti. Auknar skuldir og álögur FJÁRMÁL Kristinn Karl Brynjarsson frambjóðandi í prófk jöri Sjálf- stæðislokksins í Reykjavík ➜ 26 milljarðar jafn- gilda leikskólagjaldi fyrir 20.930 börn allt kjörtímabilið, miðað við núverandi gjald- skrá leikskólanna, gjaldfl okk I og átta tíma veru á leikskóla. Hlutverk Landsvirkjunar er að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hag- kvæmni að leiðarljósi. Á haustfundi fyrirtækisins verður opin umræða um hvernig við getum best staðið undir því hlutverki í breyttu umhverfi. – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnar fundinn. – Hörður Arnarson forstjóri, Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri og Björgvin Skúli Sigurðsson, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs, ræða um tækifæri Landsvirkjunar í breyttu umhverfi. – Gísli Marteinn Baldursson stýrir opnum umræðum. Taktu þátt í fundinum. Skráning á landsvirkjun.is Hver er framtíð íslenskrar orku? Haustfundur Landsvirkjunar „Lítill rúmlega eins árs pjakkur er lasinn og með háan hita, rúm- lega 39 stig, lítið kvefaður og ein- staka hóstakjöltur, þetta byrjaði allt saman snemma morguns. Móðirin óskar eftir því að láta lækni skoða drenginn þar sem hún hefur áhyggj- ur og hringir í símatíma, þar fær hún þau svör að sennilega sé þetta nú bara pest og hún eigi að sjá til. Eftir útskýringar sem hún sættir sig við ákveður hún að bíða en ástandið versnar með deginum svo hún leit- ar til vaktlæknis sem skoðar barnið og hann kemst að sömu niðurstöðu. Engin meðferð nema hitalækkandi og stuðningur. Drengnum versn- aði, hann hafði litla matarlyst, kast- aði einu sinni upp, mjög slappur og sofnaði svo snemma um kvöldið með háan hita þrátt fyrir stíl sem hann hafði fengið. Seinna um kvöldið verða hjónin vör við hávaða úr her- bergi stráksa og þegar þau koma þar inn er hann greinilega kramp- andi. Barnið er flutt með sjúkrabíl í skyndi á sjúkrahús þar sem hann greinist með heilahimnubólgu.“ Þetta er martröð allra foreldra og lækna, enda mjög dramatískt skáld- að tilfelli sem sýnir vel hversu hratt hlutirnir geta breyst til hins verra þegar um jafn alvarlega sjúkdóma er að ræða og þann sem þessi ungi drengur greindist með. Heilahimnu- bólga getur á örfáum klukkustund- um gjörbreytt sjúkdómsmynd við- komandi en sem betur fer heyrir þetta þó til algerra undantekninga. Breytum þessari sögu lítillega, „drengurinn hafði litla matarlyst en eftir að hann fékk stíl hresst- ist hann allur og borðaði ágætlega, svaf svo sæmilega vært um nótt- ina en vaknaði að morgni með hita og hor sem rann í stríðum straumi úr nefi hans. Rellinn og aumur en svarar ágætlega stílameðferð næstu tvo daga samkvæmt ráðleggingum læknisins. Dregur svo af honum á 3ja degi, pirraður og togar í eyrun svo móðirin ákveður að fara með hann að nýju. Hún sækist eftir því við lækninn að hann gefi út sýklalyf, en skoðunin styður það ekki svo ráð- leggingarnar eru áfram styðjandi meðferð og þolinmæði. Einkennin versna næsta sólahringinn svo fað- irinn fer með barnið til læknis að nýju sem gefur út sýklalyf vegna eyrnabólgu.“ Þá reynir á traustið Þetta er eitthvað sem margir for- eldrar ungra barna kannast við, en allt eins hefði mátt stilla sögunni þannig upp að litli pjakkurinn jafn- aði sig ágætlega á 3ja degi, væri orð- inn hitalaus og allur hinn hressasti sem er algengasta niðurstaða slíkra veikinda. Búinn að kljást við þá sýk- ingu sem hann var með í þetta skipt- ið og tilbúinn að takast á við næstu veirusýkingar sem eiga eftir að koma reglubundið á komandi árum í lífi hans. Ónæmiskerfi hans hafði gott af þessari æfingu og það mun styrkjast með slíkum áskorunum til framtíðar. Hvers vegna er ég að segja ykkur þessa sögu? Jú, það er afar mikil- vægt að átta sig á því hversu dýna- mísk veikindi barna geta verið og að oftast nær er um að ræða einfaldar veirusýkingar sem ekki þurfa með- höndlunar við. Þó er rétt að muna það að slík veikindi geta þróast til hins verra sem gerir inngrip nauð- synlegt í framhaldi. Þá má heldur ekki gleyma hefðbundnum bakt- eríusýkingum sem geta orsakað keimlík einkenni og þarfnast yfir- leitt meðhöndlunar sem fyrst sam- anber heilahimnubólgu. Það má greina vissa tilhneigingu til að ofmeðhöndla hér á Íslandi, sérstak- lega með sýklalyfjum, bæði vegna þrýstings skjólstæðinga á að lenda ekki í hinum alvarlegri veikindum, en einnig sökum tímaskorts til eft- irfylgdar og endurmats hjá sama lækni. Slíkt getur leitt af sér lélega læknisfræði og hættu á að þróa fjölónæmar bakteríur sem engin vopn bíta á, því þurfum við að vera á varðbergi. Það er því lykilatriði að almenn fræðsla um sjúkdóma eigi sér stað sem og gott samtal milli læknis og foreldra þegar eftir því er óskað, eða ef foreldri finnur fyrir óöryggi varð- andi veikindi barns. Læknisskoðun og rannsóknir geta skipt verulegu máli, en eru þó ekki í öllum tilvikum nauðsynlegar. Það að taka ákvörðun um að skoða ekki byggir á mati og reynslu viðkomandi læknis og þótt honum kunni að þykja veikindin harla ómerkileg pest, getur því verið alveg öfugt farið fyrir mömmuna og/ eða pabbann og þá reynir á traustið milli aðila. Veikindi barns

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.