Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 05.11.2013, Qupperneq 18
FÓLK|HEILSA Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgar-svæðisins og eru ætlaðir starfs- mönnum og fagfólki. Dagskráin fer fram 7. og 8. nóvember að þessu sinni en dagskráin er afar fjölbreytt. Mál- stofur eru níu en þeirra á meðal er málstofan „Kynáttunarvandi – Er ég Ég“. Þar mun Helgi Garðar Garðarsson, forsvarsmaður kynáttunarvandateymis á BUGL, fjalla um meðferð og úrræði fyrir ungmenni með kynáttunarvanda og Margrét Magnúsdóttir og Freyja Dögg De Leon flytja erindið Hlustið á okkur því þetta er okkar líf. Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahús- prestur flytur erindi um hvernig fagað- ilar geta unnið gegn eigin fordómum. „Ég ætla að fjalla um mikilvægi þess að við meðferðaraðilar og fagaðilar sem fylgjum fólki könnumst við okkur sjálf, þekkjum okkar eigin sögu og eigin for- dóma,“ segir Vigfús og telur alla hafa gott af því að kíkja inn á við. „Ég hugsa að hver og einn geti fundið eitthvað sem vert er að skoða,“ segir hann og bendir á að fáir séu fordómalausir með öllu. Sjálfur segist hann reglulega þurfa að líta sér nær. „Ég held að við sem vinnum náið með fólki hljótum alltaf að hitta okkur sjálf fyrir einhvers staðar.“ En hvernig er best að taka á eigin fordómum? „Fordómar okkar hljóta alltaf að vera vísbending um okkar eig- in sögu og það sem hefur mótað okkur. Því ætti heiðarleg sjálfsskoðun að vera leiðin til að berjast gegn fordómum sínum,“ svarar Vigfús. Þá sé einnig gott að kynnast og fræðast meir um það sem fordómarnir beinast gegn. Vigfús hefur unnið með fjölskyldum þeirra sem eiga við kynáttunarvanda að stríða. „Ég hef reynt að hjálpa fólki að eiga heiðarlegt samtal til að það geti sýnt hvert öðru skilning,“ segir hann og finnst það yfirleitt ganga vel. „Þar kemur samfélagsleg úrvinnsla meðal annars inn í. Samfélagið hefur áttað sig á fjölbreytninni í mannlífs- flórunni og það hjálpar fólki að vinna við sín eigin mál.“ TEKIST Á VIÐ EIGIN SÖGU OG FORDÓMA HEILSA Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur er einn fjölmargra sem taka til máls á Fræðadögum heilsugæslunnar sem haldnir verða í vikunni. Vigfús ræðir mikilvægi þess að fagaðilar skoði eigin fordóma. PRESTUR Vigfús flytur erindið Hvernig við könnumst við okkur sjálf, okkar eigin for- dóma og álitamál sem við þurfum að mæta í starfi, á Fræðadögum heilsugæslunnar sem haldnir verða í vikunni. MYND/ANTON Hugsanlega má nota einfalda blóðprufu til að greina þá sjúk- linga sem eru með sortuæxli sem byrjað er að dreifa sér. Þetta eru niðurstöður rannsókn- ar sem gerð var við Dundee-há- skólann í Skotlandi og kynntar voru á ráðstefnu í Bretlandi á dögunum. Fréttavefur BBC greinir frá því að rannsakendur telji lykilinn að því að greina hvort sortuæxli hafi dreift sér vera að mæla magn erfðavísis- ins TFP12 í erfðaefni blóðs. Erfitt getur verið að greina sortuæxli og vandasamt að meðhöndla það ef það dreifir sér. Talið er að uppgötvun vísindamannanna geti leitt til hraðari greiningar og nýrra meðferða. Dr. Tim Crook leiddi rann- sóknina. „Með því að nota blóð- prufu höfum við einfalda og nákvæma leið til að athuga hve langt sjúkdómurinn er geng- inn. Auk þess sjáum við fyrr hættumerki um að meinið sé að dreifa sér. Þetta gæti gefið læknum og sjúklingum upplýs- ingar mun fyrr,“ segir hann. Vísbendingar eru um að með- ferð sé mun áhrifaríkari á fyrstu stigum og því er til mikils að vinna að ná til sjúklinga þegar meinið er rétt að byrja að dreifa sér. Yfir átta af hverjum tíu lifa lengur en tíu ár eftir að sortu- æxli greinist. Sérfræðingar segja að enn meira þurfi að gera fyrir sjúklinga sem eru með sortu- æxli sem dreift hafa sér í önnur líffæri. Niðurstöður vísinda- mannanna við Dundee-háskól- ann gætu hjálpað til við að þróa ný meðferðarúrræði fyrir þann hóp. GREINA ALVARLEG MEIN MEÐ BLÓÐPRUFU Ný rannsókn á sortuæxlum gæti leitt til hraðari greiningar og nýrra meðferðarúrræða. Parísartízkan býður upp á vandaðan tísku- og skófatnað frá Þýskalandi og Ítalíu í stærðum 36-50. Áhersla er lögð á gæði og góða persónulega þjónustu Skipholti 29b • S. 551 0770 Parísartízkan vertu vinur okkar á facebook 15% – 20% afsláttur af öllum fatnaði. Í tilefni að 50 ára afmæli Parísartísku ætlum við að bjóða upp á léttar veitingar út þessa viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.