Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2013, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 05.11.2013, Qupperneq 19
BÍLAR B ílasýningin í Tókýó hefur ávallt verið vettvangur nýj- unga og óvæntra hluta. Fyrir nákvæmlega 50 árum, miðað við síðustu helgi, kom Mazda bílaheiminum í opna skjöldu með algerlega nýrri gerð brunavéla, Rotary-vélinni. Síðan þá hefur þessi vél verið hjartfólgin bílaáhugamönn- um, þrátt fyrir að Mazda hafi nýverið ákveðið að hætta framleiðslu hennar. Rot- ary-vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrn- ingur inni í næstum sívölu sprengirýminu. Þríhyrningurinn snýst þegar eldsneytið brennur í holum milli hans og innri veggja sívalningsins. Faðir Rotary-vélanna var þýski verkfræðingurinn Felix Wankel og hafa Rotary-vélar einnig verið kallað- ar Wank el-vélar í höfuð hans. Hann fékk einkaleyfi á þeim árið 1929 en hóf ekki af alvöru þróun þeirra fyrr en upp úr miðri síðustu öld og fyrsta fullþróaða vélin kom ekki fram fyrr en árið 1957. Margir keyptu einkaleyfi Wankels Fjölmörg fyrirtæki keyptu einkaleyfi hans og þróuðu vél hans enn frekar. Meðal þeirra fyrirtækja voru Merc edes Benz, General Motors, Rolls Royce og Mazda. Enginn tók þó smíði þeirra í meiri hæðir en Mazda. Rotary-vélar sáust þó frá ýmsum framleiðendum í fólksbílum, sportbílum, trukkum, mótorhjólum, flug- vélum, snjósleðum, go-kart bílum, hjól- sögum, sjóköttum og ofuröflugum keppn- isbílum. Einn bílanna hafði sigur í Le Mans-þolakstrinum, hinn frægi 787B- bíll frá Mazda, sem vann kappaksturinn árið 1991. Sá bíll var 700 hestöfl og hafði hámarkshraðann 338 km/klst. Meðal- hraði hans í keppninni var 205 km/klst. og komst hann 362 hringi á brautinni á þeim 24 klukkustundum sem þolakstur- inn tekur. Ótrúlegar móttökur fyrsta bílsins Þegar Mazda tók Rotary-vélina upp á sína arma og smíðaði fyrsta bílinn með þannig vél hét fyrirtækið ekki einu sinni Mazda heldur Toyo Kogyo, sem síðan stofnaði bíladeild innan fyrirtækisins sem fékk nafnið Mazda. Þegar Mazda sýndi sinn fyrsta Rotary-bíl á bílasýningunni í Tókýó árið 1963 voru aðeins liðin þrjú ár síðan Mazda framleiddi sinn fyrsta bíl, R360 kei car. Því var þetta útspil Mazda bæði mjög óvænt og metnaðarfullt. Fyrsti Rotary-bíll Mazda var með 0,8 lítra sprengirými, en Rotary-vélar eru hvað þekktastar fyrir að ná mörgum hestöflum út úr litlu sprengi- rými. Bíllinn var 70 hestöfl og fékk nafn- ið Mazda Cosmo Sport og ók forstjóri Toyo Kogyo þessum sportlega og fríða bíl inn á sýninguna við mikla eftirtekt sýningar- gesta. Bíllinn fékk verðskuldaðar frábær- ar móttökur, enda var hann framúrstefnu- legur, afar sportlegur og eins og beint úr einhverri framtíðarkvikmynd. Hann bar þó keim af Ford Thunderbird, bara miklu minni, en margir af fyrstu bílum jap- anskra framleiðenda báru mjög keim af bandarískri framleiðslu. Fordómar í garð japanskra framleiðenda Þessi fyrsti Rotary-bíll Mazda sýndi heimsbyggðinni fyrir hvað Mazda ætlaði sér að standa í framtíðinni og ný stjarna var fædd. Margir höfðu þó efasemdir um bíla frá Japan, sem síðar átti að sannast að voru aldeilis ekki á rökum reistar. Sömu fordómum mætti 2000GT-bíll Toyota, sem menn síðar áttuðu sig á að var aldeilis frá- bær bíll og er söfnunarbíll í dag. Mazda hélt áfram að þróa bíla með Rotary-vél- um og næsti bíll kom aðeins ári síðar, 1964, og aðrir japanskir framleiðendur fylgdu í kjölfarið. Árið 1967 hafði Mazda fullkomnað Cosmo-bílinn og var vél hans orðin 110 hestöfl með 10A Rotary-vélinni. Er Rotary-draumurinn úti? Rotary-vélin þjáðist samt alltaf af mikilli eldsneytiseyðslu og því urðu margir bíla- framleiðendur henni afhuga. Mazda hélt þó uppi nafni hennar og setti Rotary-vél- ar í flestar sínar bílgerðir. Frægir bílar Mazda með Rotary-vél urðu síðar RX-3 og RX-7 sportbílarnir, en kaupendum þeirra var eyðslan ekki efst í huga. Síðasti bíll- inn sem Mazda framleiddi með Rotary-vél varð svo RX-8, sem bílageggjarar þreyt- ast ekki á að mæra fyrir frábæra aksturs- eiginleika. Sala hans fór þó sífellt minnk- andi og svo fór að framleiðslunni var hætt. Mazda hefur þó haldið áfram að þróa nýja Rotary-vél sem kölluð er 16X, en ókostir Rotary-vélanna gætu reynst Mazda fjöt- ur um fót og ekki víst að fyrirtækið þori að ráðast í framleiðslu bíls með þeirri vél. Mazda er þó ekki alveg tilbúið að jarða þessa frægu arfleifð sína og útför Rot- ary-vélarinnar hefur ekki enn farið fram. Skyldi Mazda sjokkera bílaheiminn einu sinni enn með Rotary-bíl á komandi bíla- sýningu í Tókýó? 50 ÁRA AFMÆLI ROTARY-VÉLARINNAR Rotary-vélin er ólík öðrum bílvélum að því leyti að í stað stimpla er hvelfdur þríhyrningur inni í næstum sívölu sprengirýminu. Þrátt fyrir kosti Rotary-véla eru ókostirnir svo margir að allir hafa horfið frá framleiðslu þeirra. Mazda RX-8 ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2013

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.