Fréttablaðið - 05.11.2013, Page 21

Fréttablaðið - 05.11.2013, Page 21
BÍLAR FRÉTTABLAÐIÐ 35. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR undirlagi og ætti að vera fær í flestan snjó. Snerpa bílsins með þessa vél er góð. Hann er 7,0 sek- úndur í hundraðið og ef hann er keyptur án fjórhjóladrifsins er hann léttari og fer sprettinn á 6,9 sekúndum. Bílinn má fá með margs konar vélum og með 3,0 lítra dísilvélinni er hann 5,7 sek- úndur í 100 og slík vél með hærri þrýstingi skilar honum þangað á 5,1 sekúndu. Þrjár stærðir bens- ínvéla eru einnig í boði. Fagur að innan sem utan Innrétting bílsins er í stíl við annað, sérlega falleg og íburðar- mikil. Leðursætin eru afar fal- leg og framsætin alveg til fyr- irmyndar til lengri eða styttri ferða. Stýrið er enn eitt sem hrósa þarf í þessum bíl, sport- legt og fer vel í hendi. Auðvelt er að finna bestu akstursstöðu og minni í sætum tryggir að ekki þarf að leita hennar nema einu sinni. Bíllinn er hlaðinn staðal- búnaði, akstursöryggisbúnaði og munaði um það því hugað er að öllu fyrir farþega. Rými fyrir aftursætisfarþega er gott, bæði fóta- og höfuðrými og vel fer um tvo þar og alls ekki illa um þrjá. BMW 5-línuna má fá í fjórum gerðum, það er hefðbundinn „sed- an“-bíll, langbakur, GT-bíll með halaklipptum afturenda og tvinn- bíll, þ.e. ActiveHybrid 5. Lang- bakurinn og GT-bílarnir eru með stærra farangursrými og því enn hentugri ferðabílar. Í BMW 5-lín- unni eru sameinaðir einstakir aksturseiginleikar og sannkallað- ur lúxus og hvað vilja sannir bíla- áhugamenn meira? Ekki sakar svo að eyðsla þessa bíls er eigin- lega ekki í samræmi við stærð- ina, aflið og íburðinn, eða að- eins 5,1 lítri í blönduðum akstri. Fyrir þetta allt saman þarf að sjálfsögðu að borga, en BMW 525 xDrive kostar 10.190.000 krón- ur. Helstu samkeppnisbílar hans eru Audi A6 sem kostar 8.480.000 kr. með 177 hestafla dísilvél og 10.300.000 með 204 hestafla dís- ilvél og Mercedes Benz E-Class með 204 hestafla dísilvél kostar 10.080.000 krónur. ● Aksturseiginleikar ● Lítil eyðsla ● Vel smíðaður ● Verð ● Ytra útlit að eldast ● Tímafrekt að venjast stjórntækjum KEMUR Á ÓVART ● Framsætin eru með þeim allra þægilegustu ● Stýrið fer svo vel í hendi að leitun er að öðru eins ● Þrátt fyrir mikið afl er eyðsla bílsins afar lítil Suzuki er hvað þekktast fyrir smíði smærri bíla og ætlar greinilega ekki að víkja af leið, enda gengur fyrirtækið ágæt- lega nú. Í næsta mánuði mun Suz- uki sýna eina fjóra hugmynda- bíla á bílasýningunni í Tókýó og víst er að þeim er ekki ætlað að slá í gegn í landi hinna stóru bíla í Bandaríkjunum. Bílarn- ir heita Crosshiker, X-Lander og hinu umdeilanlega nafni Hustler og Hustler Coupé. Crosshiker er smár jepplingur sem vegur að- eins 810 kíló og er með 1,0 lítra þriggja strokka vél. Bíllinn á að höfða til þeirra sem bæði setja umhverfissjónarmið á oddinn og kjósa spennu. X-Lander er byggð- ur á Jimny-bíl Suzuki, en verður tvinnbíll með 1,3 lítra vél og fjór- hjóladrifinn. Hann er bæði ætl- aður sem lipur borgarbíll en fær um að fara ótroðnar slóðir, enda bíllinn með ágæta veghæð. Hustl- er og Hustler Coupé eru rúmgóð- ir strumpastrætóar, rúmgóðir að innan en samt nettir að utan. Smáir bílar fyrir stóra framtíð Allir eiga þessir nýju bílar það sam- merkt að vera agnarsmáir, en það er einmitt það sem Suzuki er hvað þekktast fyrir. Einkar stílhrein innrétting og smíði og efnisnotkun til fyrirmyndar en tíma tekur að venjast ýms um stjórn- tækjum bílsins. ÖRY GGI ALLA N HRI NGIN N „Grænu skrefin mín í borginni eru harðskeljadekk“ Toyo harðskeljadekk tryggja minni mengun og meira öryggi Upplýsingar í síma 590 2045 eða á www.benni.is Söluaðilar um land allt María Lovísa Árnadóttir - Markþjálfi og hönnuður

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.