Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 23

Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 23
 | FÓLK | 3HEILSA Birna Katrín Ragnarsdóttir hjá RB-Rúmum segir að fyrirtækið framleiði mikið af rúmum fyrir hótel- og gistiheimili um allt land auk þess að þjóna einstaklingum. Fyrir- tækið hefur alla tíð verið í eigu sömu fjölskyldu. „Við erum með allt fyrir svefnher- bergið og höfum nýlega tekið inn vönduð Esprit-sængurverasett og handklæði,“ segir Birna. „Við hönnum rúmin frá grunni eftir óskum við- skiptavinarins. Öll rúmin eru sér- hönnuð og unnin samkvæmt pöntun. Við bjóðum fimm tegundir af spring- dýnum og það er hægt að velja fjóra stífleika en fimmta tegundin af dýnum er fyrir stillanleg rúm. Við erum eitt af fáum fyrirtækjum í heiminum sem framleiða sveigjanlega springdýnu. Auk þess bjóðum við rúmgafla, nátt- borð og rúmfatakistla en hægt er að fá allt í stíl,“ útskýrir Birna. „Við endurvinnum dýnurnar okkar og mælum með því að fólk láti yfirfara þær eftir tíu til fjórtán ár. Dýnurnar þurfa að vera hreinar og fínar þegar þær koma til okkar aftur og þess vegna ráðleggjum við fólki að nota alltaf yfirdýnu. Þær hlífa dýnunum. Mjög mikið hefur verið um að fólk láti yfirfara dýnurnar undanfarin ár og eiginlega má tala um sprengingu í þeim efnum. Það breyttist mikið eftir hrunið en áður var algengara að fólk keypti nýtt,“ segir Birna. „Við vinnum talsvert eftir árstíðum því alltaf er mikið að gera fyrir jól og fermingar og hótelin endurnýja gjarn- an rúmin á veturna og vorin.“ RB-Rúm hefur alla tíð verið til húsa í Hafnarfirði. Á heimasíðu fyrirtækisins, rbrum.is er hægt að kynna sér vöruúr- val og þar er hægt að setja inn pöntun. Þá hefur Facebook-síða fyrirtækisins verið mjög virk. Þar birtast myndir af nýjum vörum og hægt er að fá upplýs- ingar um verð. „Við erum með fjölbreytt úrval af fallegum rúmteppum, sængur- fötum, púðum og handklæðum.“ Birna segir að ávallt sé lögð áhersla á gott verð. RB-RÚM Í SJÖTÍU ÁR RB-RÚM KYNNIR RB-Rúm í Hafnarfirði hóf rekstur árið 1943 og fagnar því sjötíu ára afmæli á þessu ári. Hinn 1. desember verður þeim áfanga fagn- að með opnu húsi. Fyrirtækið hefur ávallt verið í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. FALLEGT Birna Katrín stendur hér við eitt rúmið en mikið úrval er í versluninni. MYND/VILHELM AFMÆLI RB-Rúm er til húsa í Dalshrauni 8 í rúmgóðu húsnæði. MYND/VILHELM RB-Rúm er í Dalshrauni 8 s. 555 0397. www.rbrum.is og á facebook. JÓLAPAKKINN 2013 Í áraraðir hefur Ragnar Björnsson ehf. framleitt rúm af öllum stærðum og gerðum, allt eftir þínum óskum. Við hvetjum landsmenn til að panta tímalega fyrir jólin. Í verslun okkar finnur þú einnig úrval fylgihluta í svefnherbergið og ýmsa gjafavöru. Nýtt hjá okkur eru glæsileg handklæði í mörgum stærðum frá Esprit sem eru tilvalinn í jólapakkann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.