Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 30

Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 30
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 22 LEIKLIST ★★★★★ Lab Loki sýnir Stóru börnin Í Tjarnarbíói HÖFUNDUR: LILJA SIGURÐARDÓTTIR LEIKSTJÓRI: RÚNAR GUÐBRANDSSON Stóru börnin eru fullorðnir ein- staklingar haldnir allsérstæðri sálrænni og líkamlegri þörf: að verða aftur eins og barn, jafn- vel ungbarn. Þeir þurfa því að finna sér mótaðila sem er tilbú- inn að ganga í hlutverk foreldris- ins og sinna öllum þörfum „barns- ins“. Mér skilst að fólk með slíkar áráttuhneigðir hafi jafnvel með sér opinber samtök sums staðar, þó ekki séum við komin svo langt í frjálslyndinu hér á klakanum. Annars skal ég játa að ég er ekki mjög heima í þessum efnum. Nú er verið að sýna nýtt íslenskt leikrit um þennan veruleika í Tjarnarbíói. Höfundur er Lilja Sig- urðardóttir og mun þetta frumraun hennar sem leikskáld. Af framan- sögðu leiðir að ég get lítt dæmt um það hversu trú raunveruleik- anum mynd verksins er. Hitt get ég fullyrt að Stóru börnin er að mörgu leyti prýðisvel gert verk; já, ég hygg að betur skrifað og veigameira byrjendaverk hafi ekki komið fram á sviði hér síðan Björn Hlynur sendi frá sér Dubbeldusch. Samtölin skortir að vísu stundum persónulegan blæ, eru svolítið eins og eftir bókinni, en þegar jafn góðir leikarar og hér standa á sviði taka sér orðin í munn, kemur það vart að sök. Leikurinn þrælheldur okkur við efnið frá upphafi til enda; það slaknar ef til vill eilítið á spennu þegar líða tekur á fyrri hlutann, en strax eftir hlé rís dramað á ný uns það nær hápunkti sem er jafn- framt lokapunktur og hvort tveggja í senn: óvæntur og trúverðugur. Það er alltaf gaman þegar höfundar kunna svo vel að nýta lögmál forms- ins: af þekkingu, næmleik og hug- kvæmni. Og hafa um leið eitthvað að segja sem máli skiptir. Rúnar Guðbrandsson hefur löngu sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikstjórum okkar og alveg óskiljanlegt að stóru leik- húsin skuli ekki fela honum nein verkefni. Leikur hans og félaga í Lab Loka um Geirfinnsmálið, sem var sýndur í gamla Hæstaréttar- salnum á liðnu vori, var ein áhuga- verðasta sýning síðasta leikárs, eins þótt sumir blaðadómarar fuss- uðu og hún teldist víst ekki heldur Grímutæk. Rúnar hefur í staðinn náð að skapa sér eigin vettvang utan leikhúsanna, hann vinnur gjarnan með sama fólkinu og það skilar sér hér með glæsibrag. Ég hef aldrei séð Birnu Hafstein leika betur og sömu sögu er að segja um Stefán Hall sem hefur trúlega liðið fyrir að vera lengi settur í helst til keimlík hlutverk. Árni Pétur stóð að vanda fyrir sínu – naut þess ber- sýnilega mjög að fá að hlaupa um með bleyju á bossa og snuð í munni – og þá var einstaklega ánægju- legt að sjá Lilju Guðrúnu fá loks- ins að takast á við alvöru hlutverk. Frammistaða þeirra fjögurra er einn besti hópleikur, ensemble- leikur, sem hér hefur sést langa lengi. Umgerðin öll, svið, búning- ar, leikhljóð og tónlist, seiddi fram hugblæ vöggustofunnar, yddaði og ýkti hið fáránlega, að maður ekki segi hið súrrealistíska, við hugar- heim fólksins, en gerði það hófstillt og smekklega. Það gleðilegasta við þessa sýn- ingu er þó sú staðreynd að hér er kominn fram höfundur sem ástæða er til að binda góðar vonir við í framtíðinni. Við bíðum spennt eftir því sem Lilja Sigurðardóttir sendir frá sér næst. Jón Viðar Jónsson NIÐURSTAÐA: Vönduð sýning og einkar athyglisverð frumraun ungs höfundar. Móðurást til sölu BÆKUR ★★★★★ Kallið ELÍ FREYSSON Kallið er þriðja bókin í bókaflokki Elís Freyssonar um Þögla stríð- ið. Hinar fyrri eru Meistari hinna blindu og Ógnarmáni. Þótt sögu- sviðið sé hið sama í öllum bókun- um er hver þeirra sjálfstætt verk með nýjum aðal- persónum og í Kall- inu kynnumst við unglingsstúlkunni Kötju, sem eftir að hafa drepið óarga- dýr í þorpinu sínu kemst að því að hún hefur sér- staka hæfileika og hefur hlut- verki að gegna við að koma heiminum aftur á réttan kjöl. Eins og títt er í hetjusög- um fær Katja sérstakan leiðbeinanda, Serdru, og fyrsti hluti bókarinnar fjallar um samskipti þeirra, þjálfun Kötju og undirbún- inginn undir átökin við hin illu öfl sem svífast einskis til að ná yfir- ráðum í landinu. Lýsingarnar á samskiptum þeirra eru vel unnar og skemmtilegar aflestrar, báðar persónurnar skýrar og vel dregn- ar og sérlega skemmtilegt að sjá kvenkynshetjur í hlutverki bæði lærlings og leiðbeinanda. Síðari hluti bókarinnar fjallar svo um hvernig þeim stöllum, með aðstoð annarra Rauðkufla, tekst það ætlunarverk sitt að bægja hættunni frá. Þar er mikið um grafískar bardagalýsingar og ekkert vantar upp á aksjónina. Í gegnum allt havaríið heldur Katja þó sínum séreinkennum og er skemmtilega ólík þeim hetjum sem algengastar eru í slíkum aksjónbókmenntum. Elí hefur fullt vald á þess- um heimi sem hann hefur skap- að, frásögnin flýtur vel og hann byggir upp spennuna jafnt og þétt. Sjónarhornið er mestan part hjá Kötju en einnig eru kafl- ar þar sem foringi illu aflanna, Bræðralagsins, er í forgrunni þannig að lesandinn fær að kynn- ast hans karakter og fyrirætlun- um ágætlega. Þeir kaflar eru þó helsti veikleiki bókarinnar, ill- mennin eru ansi ein- hliða og ill í gegn, en þann- ig á það sjálfsagt að vera í heimi fant- asíunnar. Fantasíu- bókmennt- ir hafa verið að hasla sér völl hérlend- is á undan- förnum árum og eru bækur E l ísa r ek k i veigaminnsta framlagið í þá bókmenntagrein. Heimur hans er þaulunninn og með hverri bók skýrist myndin af þessari veröld sem hann hefur skapað. Persónurnar eru þó ávallt í forgrunni og það sem gerir bækurnar eins skemmtilegar aflestrar og raun ber vitni er pers- ónusköpunin. Kallið er þar engin undantekning og jafnvel fyrir manneskju sem hefur takmark- aðan áhuga á fantasíum er Kallið skemmtileg og spennandi lesning sem opnar nýja heima fyrir les- andanum. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Hressileg og fimlega skrifuð fantasía með sérlega skemmti- legri hetju. Rauðkuflar, særinga- menn og djöflar „Ég var beðin um að lesa upp á menningarhátíðinni Vökudögum sem stendur yfir þessa viku með ótal spennandi viðburðum og ákvað að lokka fleiri rithöfunda með mér. Mér fannst að úr því að ég ber tit- ilinn bæjarlistamaður Akraness þetta ár bæri mér að leggja eitthvað verulegt af mörkum,“ segir Sigur- björg Þrastardóttir glaðlega. Hún verður gestgjafi í höfundarveislu í bókasafni Akraness sem hún nefn- ir Hafnir, katlar, dísir, menn og vísar þar í titla og efni bókanna sem kynntar verða því Jón Kalman les úr skáldsögunni Fiskarnir hafa enga fætur, Eiríkur Guðmundsson les úr skáldsögunni 1983, Þorsteinn frá Hamri úr ljóðabókinni Skessu- katlar og Vigdís úr skáldævisögunni Dísusaga – konan með gulu töskuna. Sigurbjörg segir Bókasafnið á Akranesi vera staðsett í hjarta nýja miðbæjarins í nýlegu húsi. „Það er ekki alltaf sem tekst að skapa hlý- legan blæ í nýjum húsum en það hefur tekist þarna,“ segir hún og bætir við að heitt verði á könnunni í kvöld. - gun Hafnir, katlar, dísir og menn á Vökudögum Höfundarveisla verður í Bókasafni Akraness í kvöld þar sem Sigurbjörg Þrastardóttir er gestgjafi . GESTGJAFINN „Fannst að mér bæri að leggja eitthvað verulegt af mörkum,“ segir Sigurbjörg Þrastardóttir. Óperusöngvararnir Helga Rós Indriðadóttir, Bjarni Thor Krist- insson og Gunnar Guðbjörnsson minnast tónskáldanna Giuseppe Verdi og Richards Wagners nú á fimmtudagskvöldið með tónleik- um í Hörpu, ásamt píanóleikur- unum Guðrúnu Dalíu Salómons- dóttur og Hrönn Þráinsdóttur. Atriði úr óperunum Valkyrjun- um, Meistarasöngvurunum og Tannhäuser eftir Wagner verða flutt fyrir hlé og aríur úr Valdi örlaganna, Óþelló og Macbeth og fleiri óperum Verdis eftir hlé. Tilefni tónleikanna er að 200 ár eru liðin frá fæðingu þessara tveggja tónskálda sem talin eru hafa haft mest áhrif á óperulist- formið á nítjándu öld. „Efnisskrá tónleikanna verður þverskurður af því sem þessir merkismenn, Wagner og Verdi, gerðu. Það er gaman að stilla þeim upp saman og átta sig á hvað þeir hafa ólíkar áherslur þótt þeir séu samtímamenn. Þar geislar í gegn þetta ítalska örlyndi og svo aftur þýski skól- inn sem er allt öðru vísi,“ segir Gunnar Guðbjörnsson tenór, sem ásamt Bjarna Thor Kristinssyni bassasöngvara er upphafsmaður og skipuleggjandi tónleikanna. „Við erum með nokkrar aríur sem eru mjög vel þekktar og aðrar sem eru aðeins meira krefj- andi fyrir hlustandann,“ segir Gunnar og hlakkar greinilega mikið til að túlka tónlist þessara jöfra. gun@frettabladid Ólíkir óperusmiðir Tveggja alda afmælis óperuskáldanna Verdis og Wagners verður minnst fi mmtu- dagskvöldið 7. nóvember í Norðurljósasal Hörpu með veglegum tónleikum. FLYTJENDURNIR Bjarni Thor, Hrönn, Guðrún Dalía, Helga Rós og Gunnar Guð- björnsson. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þar geislar í gegn þetta ítalska örlyndi og svo aftur þýski skólinn sem er allt öðru vísi. MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.