Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 32

Fréttablaðið - 05.11.2013, Side 32
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 24 BAKÞANKAR Ólafar Skaftadóttur SUNNUDAG 3. NÓVEMBER TÓNLIST ★★★ ★★ MIDLAKE Iceland Airwaves-hátíðin HARPA-SILFURBERG Bandaríska hljómsveitin Mid- lake spilaði undir hjá Íslandsvin- inum John Grant á fyrstu sóló- plötu hans Queen of Denmark og var mætt á Airwaves vegna þess kunningsskapar. Hún þakkaði ein- mitt Grant í lok tónleikanna fyrir að hafa lokkað sig á hátíðina. Midlake er frá borginni Denton í Texas og spilar eins konar þjóð- lagapopp í ætt við Fleet Foxes og Band Of Horses, nema hvað að þær sveitir standa henni báðar framar. Sex manns voru á sviðinu og spiluðu þrír þeirra á gítar, þar á meðal fúlskeggjaður söngvarinn. Þrír hljóðfæraleikaranna rödduðu með honum lögin með reglulegu millibili. Góður hljóðfæraleikur- inn, sem oft náði fínu flugi, í bland við raddirnar myndaði hugguleg- an hljóðheim, sem náði samt ekki að heilla mann upp úr skónum. Melódíurnar voru ágætar en ekki alveg nógu grípandi. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Félagar Johns Grant bjuggu til huggulegan hljóðheim. Huggulegur hljóðheimur MIDLAKE Hljómsveitin Midlake er frá Denton í Texas. NORDICPHOTOS/GETTY TÓNLIST ★★★★★ Kraftwerk Iceland Airwaves-hátíðin ELDBORG HARPA Eftirvæntingin var mikil fyrir tónleika þýsku raftónlistarsveitarinnar Kraftwerk í Eldborgar sal Hörpu. Þessi fræga hljómsveit kom síðast hingað til lands árið 2004 og spilaði í Kaplakrika á fínum tónleikum en þessir voru miklu flott- ari. Þar skipti sköpum þrívíddartæknin sem notast var við sem var hreint út sagt frábær, auk þess sem salurinn var mun glæsilegri, með fullri virðingu fyrir Kaplakrika. Meðlimir Kraftwerk stóðu fjórir við hljóm- borðin sín og hljóðgervlana fremst á sviðinu í göllum sem skiptu litum en á bak við þá var risatjald og þaðan var varpað þrívíddarmynd- böndum sem fylgdu hverju einasta lagi tón- leikanna. Þessi mikla margmiðlunarveisla, sem tónleikarnir voru, hófust með laginu The Robots og eftir fylgdi hver slagarinn á fætur öðrum, þar á meðal The Model, Radioactivity, Autobahn og Computerworld. Hvergi var feil- nóta slegin. Að loknu síðasta lagi fyrir uppklapp, gengu þeir félagar af sviðinu einn af öðrum og hneigðu sig fyrir áhorfendum eins og sönnum herramönnum sæmir. Eftir uppklappið tóku svo við tvö lög. Þá voru þeir reyndar búnir að spila sín frægustu lög en það skipti ekki höfuðmáli. Eftir tónleikana gat maður ekki annað en fest kaup á einu stykki af Kraftwerk-stutt- ermabol, enda tónleikar sem verða lengi í minnum hafðir, sér í lagi fyrir hið sjónræna gildi. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Sannkölluð veisla fyrir augu og eyru í Eldborgarsalnum. Margmiðlunarveisla í Eldborg KRAFTWERK Hljómsveitin Kraftwerk spilaði í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld. MYND/ALEXANDER MATUKHNO TÓNLIST ★★★★★ Ásgeir Iceland Airwaves-hátíðin SILFURBERG HÖRPU Ásgeir steig á svið í Hörpu á laug- ardag og var þétt staðið í Silfur- bergi. Þótt von sé á endurút- gáfu hinnar frábæru plötu Dýrð í dauðaþögn á næsta ári á ensku kaus Ásgeir að syngja á íslensku fyrir þá fjölmörgu Íslendinga sem fjölmenntu á tónleikanna. Hæfileikar Ásgeirs eru ótvíræð- ir og frammistaða hans í Hörpu var eftir því. Söngur hans frábær að vanda og flutningur hljómsveit- arinnar fumlaus. Ásgeir lék einn- ig ný lög á tónleikunum, m.a. lagið Lupin Intrigue sem kom út á smá- skífu kappans í sumar. Fallegt lag í anda þeirra sem komu út á fyrstu plötu kappans. Tónleikarnir voru sem sálræn afslöppun. Fallegar melódíur og söngur Ásgeirs leið um salinn og sálarró færðist yfir undirritaðan í nokkrum lögum. Sem fyrr var Ásgeir fámáll á milli laga. Það er það eina sem hægt er að setja út á tónleikana sem að öllu öðru leyti voru fyrsta flokks. Jón Júlíus Karlsson NIÐURSTAÐA: Frábærir tónleikar þar sem tónlistin var í aðalhlutverki. Sálarró hjá Ásgeiri Ég hélt strax með Jóni Gnarr og hans liði. Besta flokkinn skipaði margt vel menntað fólk, sem tók sig ekki of alvarlega og hafði unnið sigra í lífinu, ólíkt flokkshestum sumra annarra framboða. Það eina sem sætti furðu var að besta liðið vildi fara í pólitík yfirhöfuð. JÓN Gnarr staðfesti það sem mig hafði grunað að vinnuumhverfi stjórnmála- manna er gróðrarstía eineltis og pers- ónuárása; ekki ólíkt skólalóðum ungl- ingaskóla, þar sem illa uppdregnir krakkar gera hver öðrum lífið leitt, fullkomlega að óþörfu. Sem betur fer lætur unglingurinn af þess- ari hegðun þegar hann verður að manni – nema hann verði að stjórnmálamanni. JÓN Gnarr varð aldrei stjórn- málamaður. Borgarstjóri Reykjavík- ur vakti athygli um allan heim með nýstárlegum aðferðum við að tjá sig. Hann gerði stjórnmál að listaverki. Á sinn græskulausa hátt bylti hann hefð- bundnum rökræðum stjórnmálamanna, án þess að segja orð. Til dæmis með því að nýta búningatækni leikarans. Hann klæddist fallegum kjól í gleðigöngu, Obi Wan Kenobi-búningi þegar svo bar undir og bleikum jakkafötum á tylli- dögum. Þannig tjáði hann sig skýrar um æskilegan fjölbreytileika mannlífsins en nokkur stjórnmálamaður hafði áður gert í hefðbundinni ræðu. ÉG mun sakna Jóns Gnarr. Hins vegar virði ég hann fyrir að kasta frá sér valdasprotanum af fúsum og frjálsum vilja, enda varð hann aldrei stjórnmála- maður. Völdin spilltu honum ekki. Fylg- ismælingar staðfesta að við borgarbúar hefðum endurráðið hann. En erindi Jóns var að sýna fram á að hægt er að breyta. Það tókst. Við þurfum ekki stjórnmála- menn sem flokksvélarnar hafa sett á stall og útmálað sem ofurmenni. Við þurfum ekki ofurmenni til að stjórna bænum – enda ofurmenni fágæt tegund, stundum hættuleg. KANNSKI höfum við fengið nóg af flokkum sem krakkar ganga í upp úr fermingu til að læra þessi „trix lýð- ræðisins“. Ætti kannski að uppræta unglingahreyfingar stjórnmálaflokka þar sem fólki er kennt að fara með inni- haldslausa frasa, verja vonlausan mál- stað og hnýta í náungann? Það virðist alla vega ekki best lengur. ÉG vil þakka þér fyrir að gera stjórnmál bærilegri, Jón Gnarr. Ég vona að spor þín séu varanleg. Stjórnmálamaður hefði varla haft vit á að hætta ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLY EMPIRE TOTAL FILM ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS THOR 2 THOR 2 LÚXUS FURÐUFUGLAR 2D FURÐUFUGLAR 3D CAPTAIN PHILIPS INSIDIUS CHAPTER 2 KONAN Í BÚRINU MÁLMHAUS TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL PHILOMENA CAPTAIN PHILIPS FRANCES HA GRAVITY 3D KONAN Í BÚRINU MÁLMHAUS HROSS Í OSS PHILOMENA KONAN Í BÚRINU INSIDIUS CHAPTER 2 CAPTAIN PHILIPS FURÐUFUGLAR 3D KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 5.30 - 8 - 10.30 KL. 3.20 - 5.40 KL. 3.20 KL. 5 - 8 - 10.45 KL. 8 - 10.20 KL. 8 - 10.15 KL. 5.45 KL. 3.30 KL. 5.45 - 8 - 10.15 KL. 10 KL. 6 KL. 8 - 10.15 KL. 10.15 KL. 5.45 - 8 KL. 6 - 8 KL. 8 - 10 KL. 6 KL. 10.30 KL. 8 KL. 6 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ - H. S., MBL SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas PHILOMENA 5:50, 8, 10:10 FURÐUFUGLAR 6 3D CAPTAIN PHILLIPS 6, 9 þriðjudagstilboð þriðjudagstilboð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.