Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 05.11.2013, Blaðsíða 34
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 26 FÓTBOLTI Atli Eðvaldsson, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, er ekki af baki dottinn í þjálfuninni þó svo honum gangi illa að fá vinnu hjá bestu félögum landsins. Atli stýrði liði Reynis frá Sandgerði í 2. deildinni síðasta sumar og hann verður áfram í þeirri deild næsta sumar en á nýjum stað. Atli skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Aftureldingu. Mos- fellingar hafa verið nálægt því að komast upp í 1. deild síðustu ár en ekki haft erindi sem erfiði. Liðið var mjög nálægt því að fara upp síðasta sumar. Atli, sem tekur við starfinu af Enes Cogic, fær það hlutverk að koma liðinu upp á næsta stall en herslumuninn hefur vantað. Honum til aðstoðar verður Úlfar Arnar Jökulsson. Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi er gríðarlega reynslumikill. Hann gerði KR meðal annars að Íslands- meisturum árið 1999 eftir mikla eyðimerkurgöngu Vesturbæinga. Atli hefur einnig þjálfað HK, ÍBV, Fylki, Þrótt og Val hér heima. Hann er með UEFA Pro License-þjálfaragráðu frá íþróttaháskólanum í Köln. - hbg Atli ráðinn þjálfari hjá Aft ureldingu ATLI EÐVALDSSON. FÓTBOLTI Hinn ungi og efnilegi framherji Framara, Hólmbert Aron Friðjónsson, gæti verið á leið í atvinnumennsku. Fram kemur á vefsíðunni fótbolti.net að hollenska félagið Heracles hafi gert Frömurum tilboð í Hólmbert. Þetta félag er í hollensku úrvals- deildinni og er rétt fyrir ofan liðin sem eru í fallsætum. Hólmbert fór til félags- ins til reynslu um daginn ásamt Viðari Erni Kjartanssyni, fram- herja Fylkis. Stráknum hefur greinilega tekist að heilla forráðamenn félagsins fyrst þeir eru búnir að senda tilboð í hann. Hólmbert átti flotta spretti með Fram í sumar, var lengi vel markahæsti leikmaður Pepsi- deildarinnar og endaði sumarið með því að skora tíu mörk í deildinni. - hbg Heracles með tilboð í Hólmbert SPORT FÓTBOLTI „Við verðum að vinna til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum,“ segir landsliðsmað- urinn Rúrik Gíslason. FC Kaup- mannahöfn tekur á móti Galat- asaray á Parken í kvöld í fjórðu umferð riðlakeppninnar. FCK hefur eitt stig eftir þrjá leiki og með tapi hreiðra þeir hvítklæddu vel um sig í botnsæti riðilsins. „Þjálfarinn hefur lýst því þann- ig að við eigum að líta á Meistara- deildina sem algjöran bónus. Við byrjuðum illa í dönsku deildinni og einbeitum okkur að henni. Svo lendum við líka í riðli með þrem- ur frábærum liðum,“ segir Rúrik. Auk andstæðinganna í kvöld frá Tyrklandi eru risarnir Juventus og Real Madrid í riðlinum. „Við erum samt ekkert í þessu bara til að vera með. Við viljum allir ná árangri.“ Danska liðið tapaði 3-1 í fyrri leik liðanna í Istanbúl. Þá var Rúrik tekinn af velli í hálfleik og lýsti kantmaðurinn yfir óánægju sinni með þá ákvörðun þjálfar- ans í samtali við danska fjölmiðla. Honum var refsað fyrir uppákom- una en nú er atvikið úr sögunni. „Þjálfarinn setti mig á bekkinn í einn leik og sagði mér að halda ró minni næst þegar svona gerðist,“ segir Rúrik. Hann bætir við að þjálfarinn Ståle Solbakken, fyrr- verandi atvinnumaður og lands- liðsmaður Noregs, viti vel að oft beri tilfinningar knattspyrnumenn ofurliði. „Þetta var líka blásið aðeins upp í fjölmiðlum. Það er ekkert illt á milli mín og hans.“ Auk Rúriks spilar landsliðs- miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson með FCK. Rúrik segir leikform þeirra félaga eins gott og mögu- legt sé. Góðar fréttir, enda aðeins tíu dagar í fyrri leik Íslands gegn Króatíu um laust sæti á heims- meistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. „Ég get alveg leyft mér að segja að við iðum í skinninu eftir þess- um landsleikjum. Þetta er þvílíkt tækifæri og við vitum allir hvað er í húfi,“ segir HK-uppalningurinn. „Auðvitað eru þeir sterkari en við á pappírnum. Þegar svona mikið er undir getur hins vegar allt gerst.“ Rúrik hefur spilað 24 sinnum fyrir hönd Íslands en aðeins skor- að eitt mark. Markið kom fyrir rúmum þremur árum í 1-1 jafn- tefli gegn Lichtenstein á Laugar- dalsvelli. „Ég viðurkenni að mig langar í fleiri,“ segir Rúrik, sem er þekkt- ur fyrir sín þrumuskot hvort sem er með hægri eða vinstri. Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson hafa skorað glæsi- mörk af löngu færi undanfarið og Rúrik segir kominn tíma á mark frá sér. „Það yrði ekki leiðinlegt að smyrja einum á móti Króatíu.“ kolbeinntumi@frettabladid.is Sagt að halda ró sinni Rúrik Gíslason og félagar í FC Kaupmannahöfn mæta Galatasaray í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Um úrslitaleik er að ræða fyrir þá hvítklæddu. PASSAR BOLTANN Rúrik leggst yfir boltann með Cristiano Ronaldo á bakinu á dögunum. Króatinn Luka Modric fylgist spenntur með. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI „Við leyfðum Bjarna að stjórna þessu alfarið og hann vandaði sig gríðarlega við að finna sinn aðstoðarmann. Bjarni vildi ráða inn mann sem myndi vega upp á móti hans karakter og þeir gætu unnið vel saman sem teymi,“ segir Sverrir Einarsson, formað- ur knattspyrnudeildar Fram. Félagið hefur ráðið Úlf Blandon sem aðstoðarþjálfara karlaliðsins og mun hann verða hægri hönd Bjarna Guðjónssonar sem tók við liðinu í síðasta mánuði. Úlfur hefur undanfarin ár verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Gróttu en þeir Bjarni eru jafnaldr- ar, báðir fæddir árið 1979. „Ég var á sínum tíma í fimm ár með svo gott sem alla yngri flokka hjá Stjörnunni og fékk mikla reynslu þar,“ segir Úlfur Bland- on, sem bjó í Noregi í nokkur ár þar sem þjálfaraferill hans hófst. „Við Bjarni spiluðum hvor gegn öðrum í yngri flokkunum og þekkjumst lítillega í gegnum bolt- ann. Ég hef farið mikið út til Eng- lands og Hollands til að fylgjast með æfingum, meðal annars hjá AZ Alkmaar.“ „Úlfur er fjölhæfur þjálfari sem nær vel til yngri jafnt sem eldri leikmanna. Hann hefur tölu- verða reynslu og mikla þekkingu á hvernig best er að halda uppi æfingum. Auk þess er hann flott- ur karakter,“ segir Bjarni. - sáp Úlfur Blandon ráðinn til Fram Bjarni Guðjónsson fékk jafnaldra sinn sér til aðstoðar við þjálfun Safamýrarpilta FRUMRAUN Úlfur Blandon er kominn í Pepsi-deildina. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.