Fréttablaðið - 05.11.2013, Síða 38

Fréttablaðið - 05.11.2013, Síða 38
5. nóvember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 30 Rapparinn Úlfur Kolka er að safna fyrir sólóplötu sinni Borgaraleg óhlýðni á vefsíðunni karolinafund. com. Að sögn Úlfs verður þetta fyrsta pólitíska rapp- plata Íslandssögunnar en hún verður einnig hans fyrsta á íslensku. „Fullt af röppurum hafa gert póli- tísk lög áður en ekki heilar rappplötur,“ segir hann og bætir við að um þemaplötu sé að ræða. „Ég er að tala um hvernig er að tilheyra lágstétt á Íslandi og ég er með lag um Helga Hóseasson og hitt og þetta. Það er svolítið af anarkismahugmyndum hjá mér.“ Útgáfudagur er áætlaður í janúar, stafrænt og á vínyl. Úlfur, sem er 32 ára, var áður forsprakki Kritikal Mazz, þar sem Ágústa Eva Erlendsdóttir var einn af meðlimum. Sveitin gaf út plötu árið 2002 hjá Smekk- leysu og fékk hún tónlistarverðlaun Radio X og Undir tóna sem hiphop-plata ársins. Eftir að Úlfur lauk námi í grafískri hönnun árið 2008 samdi hann lagið Til hvers að kjósa?, sem fjallaði um eftirmál búsáhaldabyltingarinnar. Eftir það varð ekki aftur snúið og núna er platan að verða að veruleika. - fb Pólitísk rappplata Úlfur Kolka safnar á Karolinafund fyrir sólóplötunni Borgaraleg óhlýðni. ÚLFUR KOLKA Úlfur ætlar að gefa út fyrstu pólitísku rapp- plötu Íslandssögunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Þrátt fyrir að heita íslensku nafni þá er móðurmál ljóðskáldsins Bergrúnar Önnu Hallsteinsdótt- ur ekki íslenska heldur enska. Bergrún hefur búið á Íslandi í sex ár. Hún er hálfíslensk og kom hingað til lands þegar hún var 21 árs og kunni þá enga íslensku. Þrátt fyrir það gaf hún út ljóða- bók í síðustu viku á íslensku. Bókin kom út hjá Meðgönguljóð- um og heitir Stofumyrkur. Í henni er blanda af ljóðum sem hún orti á íslensku og svo ljóðum sem hún skrifaði upphaflega á ensku sem voru þýdd yfir á íslensku. „Ég kunni að segja nafnið mitt þegar ég kom hingað,“ segir Bergrún, og bætir við að það hafi vissulega komið að góðum notum enda algjört lykilatriði í daglegu lífi. Hún lýsir því að auki að hljóðin í nafninu hennar séu ekki auðveld í framburði fyrir þann sem hefur ensku að móður- máli. Sérstaklega „r“, „l“ og „g“, sem koma einmitt öll fyrir í nafn- inu hennar. „Ég fór fyrst í kvöldskóla í mánuð og síðan fór ég að vinna á frístundaheimili í Austurbæjar- skóla í þrjú og hálft ár,“ segir hún. Í gegnum stéttarfélagið bauðst henni svo annað mánaðar- langt íslenskunámskeið. „Mér fannst þó gagnlegra að læra tungumálið í samfélaginu frek- ar en í einhverri stofu.“ Þessi aðferð hefur greinilega virkað því Bergrún talar íslensku reip- rennandi. Hún segir að það hafi verið mjög gefandi að yrkja á íslensku. „Það var eins og að ýta á „re- fresh“. Ég fékk nýtt sjónarhorn á hvað ég gat gert. Ég var allavega mjög opin á meðan ég var að skrifa.“ Hún játar að hafa verið kvíðin yfir því að birta ljóðin. „Ég held að það sé algengt að maður sé kvíðinn þegar maður birtir ljóð, en ég var líka kvíð- in af því að þetta var ekki mitt fyrsta tungumál. Ég var ekki viss um hversu opið fólk væri fyrir því en það er ákveðið frelsi að skrifa á tungumáli sem er ekki móðurmálið manns.“ Hún segist vera bundnari af reglum tungumálsins þegar hún skrifar á ensku. „Þar sem ég er ekki með eins mikla tilfinningu fyrir íslensku er ég frekar tilbú- in til að gera bara hvað sem er.“ ugla@frettabladid.is Mikið frelsi að skrifa ekki á móðurmálinu Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, sem ólst upp á Nýja-Sjálandi, hefur gefi ð út ljóða- bók á íslensku þrátt fyrir að hafa ekki kunnað neitt í tungumálinu fyrir sex árum. BERGRÚN ANNA HALLSTEINSDÓTTIR Ljóðskáldið hefur gefið út sína fyrstu bók, Meðgönguljóð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Nokkrir tónlistarmenn sem hafa íslensku sem annað mál hafa gefið út eigin lög með íslenskum texta, til dæmis söngkonurnar Leoncie og Eivor Pálsdóttir. Það er sjaldgæft að fólk sem talar íslensku sem annað mál yrki á íslensku en talsvert algengara að fólk yrki á sínu móðurmáli og fái skáldskapinn síðan þýddan yfir á íslensku. Það hefur til dæmis palestínska ljóðskáldið Mazeen Marouf gert og Charlotte Böving sem hefur skrifað leikrit og pistla fyrir íslenskan markað en látið þýða fyrir sig af dönsku yfir á íslensku. Útlendingar sem gefa út á íslensku „Þetta kom í rauninni eins og þruma úr heiðskíru lofti,“ segir Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, leikstjóri heimildarmyndarinnar Hrafnhildur. Myndin vann til verðlauna á þýsku kvikmyndahátíðinni Nor- rænir kvikmyndadagar í Lübeck. Þar fékk hún sérstaka viðurkenn- ingu dómnefndar í flokki heimild- armynda. Ragnhildur Steinunn er himinlifandi og stefnir nú á Þýska- landsmarkað. „Þetta er ótrúlega góður stimpill fyrir myndina og gerir okkur auðveldara að selja hana erlendis. Nú hefst leit að þýð- anda til að snara myndinni yfir á þýsku.“ Ragnhildur Steinunn segir að eftir á að hyggja hefði verið gaman að vera gestur á hátíðinni. „Ég komst ekki til Þýskalands, enda heima með nýfætt barn. Það hefði verið rosa- lega gaman að vera á staðnum, en ég bjóst bara engan veginn við þessu og gerði því engar ráðstafanir til þess að mæta á hátíðina.“ Alls voru átta íslenskar kvikr- myndir sýndar á hátíðinni, þrjár í fullri lengd, tvær stuttmyndir og þrjár heimildarmyndir. Kvikmynd- in Hross í oss í leikstjórn Benedikts Erlingssonar var opnunarmynd hátíðarinnar. Alls voru 160 kvik- myndir sýndar í Lübeck. kjartanatli@frettabladid.is Fékk dómnefndarverðlaun í Lübeck Heimildarmyndin Hrafnhildur í leikstjórn Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur vann til verðlauna á þýskri hátíð. ➜ Heimildarmyndin fjallar um kynleiðréttingarferli Hrafn- hildar, sem áður hét Halldór. RAGNHILDUR OG HRAFNHILDUR Ragnhildur Steinunn ásamt Hrafnhildi, umfjöllunarefni myndarinnar. „Kjúklingurinn og salatið á veitinga- staðnum Gló er í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Arnór Dan Arnarson tónlistarmaður. BESTI BITINN Innskot í Fréttablaðið skilar árangri! MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins með glæsilegt forskot á keppinautana. Meðallestur Fréttablaðsins í aldurshópnum 25-54 ára er 73% á höfuðborgarsvæðinu.* Við bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins. Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448 eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is *P re nt m ið la kö nn un C ap ac en t ok tó be r– de se m be r 20 12 – h öf uð bo rg ar sv æ ði 2 5- 54 á ra HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU MEST S ELDA HEILSU EFNIÐ Í JAPAN Öflugasta plantan til að detoxa Fæst í helstu heilsubúðum, apótekum og Krónunni. Chlorella inniheldur mest af blaðgrænu af öllum plöntum. Ríkt af B1 – B2 – B3 – B6- vítamíni og D- vítamíni. Hreinsar líkamann af mengun, þrávarnarefnum, þungmálmum, tölvu- og farsímageislunum. Styrkir og hreinsar lifrina. Eykur súrefnismettun, bætir blóðflæði og úthald. • • • • • • Grenning - góð hjálp. Örvar sogæðakerfið. Cellulite - frábær árangur, sléttari og mýkri húð. Húðin hreinsast, fær ljóma og fallega heilbrigða áferð. Bætir líkamslykt og gefur ferskan andardrátt. Kemur á réttu pH gildi í líkamanum. Chlorella hreinsar auka- og eiturefni sem setjast að í líkamanum úr iðnvæddu fæði og unnum matvælum. Hreinsar skordýraeitur geymslugeislanir og úðun úr grænmeti og ávöxtum. Hreinsar allan líkamann

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.