Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 07.12.2013, Qupperneq 94
7. desember 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 94 „Útgefendur hefðu ekki samþykkt samningana ef samninganefnd rit- höfunda hefði ekki gengið að kröfu þeirra um lægri kiljuprósentu. Þá hefðu þeir ekki viljað ganga til samninga yfirhöfuð,“ segir Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, formað- ur samninganefndar rithöfunda, um nýlega samninga á milli rithöf- unda og útgefenda. Áður fengu höf- undar sömu prósentu af kiljum og af harðspjaldabókum, 23 prósent af heildsöluverði af hverri seldri bók. Nú lækkar prósentan sem rit- höfundar fá af kiljum niður í 18 prósent en hlutfall af harðspjalda- bókum stendur í stað. „Við mættumst þarna með okkar sjónarmið og svona varð niðurstað- an. Það sem er mikilvægast fyrir rithöfunda er að einhver samn- ingur sé í gildi, því að það er ekki sjálfgefið. Við þekkjum líka þá stöðu. Í Svíþjóð til dæmis misstu höfundarnir samninga við bóka- útgefendur fyrir nokkrum árum. Svona samningar eru ekki í gildi þar og það gróf undan höfundun- um. Þetta virtist okkur vera skyn- samlegast í stöðunni,“ bætir Aðal- steinn Ásberg við. Samningarnir eru ekki að öllu leyti afturför fyrir rithöfunda að mati Aðalsteins Ásbergs. „Við náðum líka fram kjarabótum í þessum samningum, eins og milli- uppgjöri sem skiptir rithöfunda máli.“ Áður fengu rithöfundar yfirleitt ekki greitt fyrir sölu bóka nema einu sinni á ári. „Svo verður líka að taka það fram að þetta eru lágmarkssamningar. Það er ekki hægt að banna neinum að semja um hærri prósentu ef hann er í aðstöðu til þess. En við vissum að þetta myndi valda urg. Það er ekk- ert gaman að kynna svona breyt- ingu.“ Aðalsteinn Ásberg segir hins vegar ekki um venjulega kjara- samninga að ræða „Mönnum hættir til að stilla útgefendum og rithöfundum upp sem and- stæðingum, en þeir eru í raun og veru samherj- ar. Þeir eru ekki öndverð- ir pólar. Þeir eru að vinna að sam- eiginlegum hags- munum.“ Aðalsteinn Ásberg segir að nauðsynlegt hafi verið að upp- færa gamla samninginn vegna þess að hann hafi ekki verið virkur í raun og veru. „Það sem er mikil- vægt í svona samningi er að hann sé ekki á skjön við raunveruleik- ann; að hann sé eitthvað sem hægt er að virða og fara eftir í raun og veru. Það verður að segja um gamla samninginn sem gilti fram til þessa að það voru ýmis ákvæði í honum sem voru brotin og allir gerðu sér grein fyrir því og það var erfitt að snúa þeirri þróun við.“ ugla@frettabladid.is Vissum að samningur myndi valda urg Prósentan sem rithöfundar fá af sölu kilja fer niður úr 23 prósentum í 18 samkvæmt nýlegum samningum á milli rithöfunda og út- gefenda. Formaður samninganefndar rithöfunda segir útgefendur og rithöfunda hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta. Kjarabótum var líka náð fram í samningunum. Hildi Knútsdóttur rithöfundi fi nnst nýju samningarnir ósanngjarnir en gat þó ekki kosið um þá. SAMHERJAR Aðalsteinn Ásberg segir rithöfunda og útgefendur vera í raun sam- herja. „Ég klikkaði á því að sækja um í Rithöfundasamband- ið þannig að ég gat ekki kosið um þetta,“ segir Hild- ur Knútsdóttir rithöfundur. Henni finnst nýju samn- ingarnir ósanngjarnir. „Ég fékk ekki mikið borgað fyrir hvert eintak af Slætti sem kom út árið 2011 og hefði fengið töluvert lægri upphæð ef þessir samning- ar hefðu verið í gildi þá. Það eru aðallega nýir höfund- ar sem eru frumútgefnir í kilju. Þeir fá fæstir ritlaun, þannig að höfundarlaunin þeirra eru einu tekjurnar sem þeir fá fyrir skrifin. Eldri höfundar eiga meiri möguleika á ritlaunum. Svo er kynjavinkill í þessu. Skvísubækur eru yfirleitt bara gefnar út í kilju þann- ig að segja má að verið sé að taka ákveðna stétt höfunda fyrir og lækka höfundar- laun þeirra.“ Hildur bendir á að þetta geti orðið afturhvarf til þess tíma þegar bókaútgáfa var mest í jólavertíðinni og dreifðist minna yfir árið. „Síðustu ár hafa verið fleiri frumútgáfur á vorin. Þessir samningar grafa undan þessari framför af því að höfundur sem getur valið um að gefa út kilju um vorið eða bók í harðspjaldi um jólin velur augljós- lega síðari kostinn vegna þessara samninga.“ Hildur ætlar að drífa í að sækja um aðild að Rithöfundasambandinu svo hún geti kosið um næstu samninga eftir tvö ár. Ákveðin stétt tekin fyrir GAT EKKI KOSIÐ Hildur flaskaði á því að sækja um aðild að Rithöfundasambandinu. MYNDIR/FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Það sem er mikil- vægt í svona samningi er að hann sé ekki á skjön við raunveruleikann; að hann sé eitthvað sem hægt er að virða og fara eftir í raun og veru. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Eigendur K-bar fengu heimsókn frá bóndan- um sem býr til kaffið sem verður á boðstól- um hjá þeim. „Hann heitir Luis Velez,“ segir Ólafur Örn Ólafs- son á K-bar. „Metnaður Luis Velez í lífinu er að búa til besta kaffið í heim- inum. Hann er nýfar- inn að rista kaffið heima hjá sér. Leiðin af akrinum styttist tölu- vert við það. Við flytj- um það inn beint hing- að í lofttæmdum umbúðum, þannig að það skilar sér til okkar í sama ástandi og það var í fyrir mánuði í Kólumbíu. Við viljum halda því fram að varan sé ferskari fyrir vikið.“ Í næstu viku verður K-bar opnaður fyrr á morgnana og þá verður boðið upp á þetta kólumbíska kaffi. Hingað til hefur K-bar fyrst og fremst verið veitingastaður en verður nú bæði kaffihús og veitingastaður. - ue Heimsókn frá kól- umbískum kaffi bónda Eigendur K-bar fl ytja inn kaffi beint frá býli. KÁTIR Luis og Ólafur eru báðir miklir smekkmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Þetta verður svona „casual fine dining“ veitingastað- ur en við ætlum einnig að hafa hann svona stemnings- stað því við erum líka með stóran bar,“ segir Óli Már Ólason, einn þriggja eigenda nýs veitingastaðar sem ber nafnið Kol Restaurant. Ásamt Óla eru þeir Stefán Magnússon og Andri Björn Björnsson eigendur stað- arins en fyrir eiga þeir veitinga- og skemmtistaðina Vegamót og Lebowski. „Við viljum gjarnan nýta hesthúsið sem er í bakgarð- inum.“ Í bakgarðinum stendur elsta hesthús Reykjavík- ur og er stefnt að því að nýta það sem hluta af staðnum. „Húsafriðunarnefnd berst nú fyrir því að það verði ekki rifið en við viljum tengja það veitingastaðnum,“ bætir Óli við. Þeir hafa fengið til sín fagmenn til að sjá um mat- reiðsluna. „Einar Hjaltason og Kári Þorsteinsson sjá um eldamennskuna en þeir hafa báðir starfað erlend- is eins og á Dabbouf, 2850 og Texture í London.“ Þess má geta að á staðnum er einstakur viðarkolaofn sem verður notaður til að töfra fram ljúft og seiðandi bragð. Í salnum mun Gunnar Rafn Heiðarsson galdra fram sérstaklega vandaða kokteila þar sem öll síróp og safar eru heimagerð en áður starfaði hann sem veitingastjóri á Sjávarkjallaranum og Slippbarnum. Hönnun staðarins er í höndum Leifs Welding og Bryn- hildar Gunnarsdóttur arkitekts. Staðurinn tekur um hundrað manns í sæti en þeim gæti þó fjölgað ef hest- húsið verður hluti af staðnum. Kol Restaurant við Skólavörðustíg verður opnað í byrjun janúar. - glp Nýr veitingastaður með hesthús í bakgarðinum í hjarta borgarinnar Kol Restaurant er nýr veitingastaður við Skólavörðustíg. SEIÐANDI VEITINGASTAÐUR Óli Már Ólason er ásamt Stefáni Magnússyni og Andra Birni Björnssyni að opna veit- ingastað við Skólavörðustíg sem ber nafnið Kol Restaurant. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.